Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 29

Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 29 Mikill afsláttur! Sumarútsalan er í fullum gangi. Komdu og gerðu góð kaup! Stendur til 3. ágúst. inniskór í miklu úrvali Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni: „Í framhaldi af viðtali við Margeir Pétursson í Morgunblaðinu þriðju- daginn 31. júlí og til áréttingar því sem undirritaður rakti í ýtarlegu viðtali í sama blaði sunnudaginn 29. júlí um málefni Frumafls og Lyfja- verslunar Íslands óskast eftir- greindu komið á framfæri: Sú spurning verður æ áleitnari hvenær stjórn Lyfjaverslunar Ís- lands hefði átt að tilkynna Verð- bréfaþingi Íslands um fyrirhuguð kaup Lyfjaverslunar á Frumafli. Eins og rakið er hér á eftir hófust óformlegar viðræður við einstaka stjórnarmenn Lyfjaverslunar fyrir rúmlega einu og hálfu ári og sextán mánuðir eru nú liðnir síðan aðal- fundur Lyfjaverslunar Íslands sam- þykkti breytingar á tilgangi félags- ins til þess að unnt væri að útvíkka starfsemi þess. Hálft ár er síðan stjórnarmenn Lyfjaverslunar Ís- lands staðfestu löngu gerðan samn- ing um kaup á Frumafli með und- irritun sinni. Rétt væri að Verðbréfaþing Íslands rannsakaði ofan í kjölinn eftirgreinda atburða- rás og legði mat á það hvort og þá hvenær eðlilegt hefði verið að Lyfja- verslun Íslands tilkynnti um breytt- an starfsgrundvöll og í kjölfarið gerða samninga við Frumafl. Verð- bréfaþingi verður send formleg beiðni um slíka athugun. Júní 1998 Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið ákveða að hefja undirbúning að út- boði á hjúkrunarheimili með einka- framkvæmdarsniði. Janúar 1999 Niðurstöður forvals kynntar. Þrír aðilar voru taldir hæfir og var boðin þáttaka í útboðinu, a) Securitas og og ÍAV, b) Nýsir hf. og Ístak og c) Sjómannadagsráð og Hrafnista. September 1999 Tilboð opnuð. Securitas og ÍAV með lægsta verð en jafnframt hæstu einkunn fyrir bæði áformaða þjón- ustu og aðbúnað. Janúar 2000 Samningsígildi í formi viljayfirlýs- ingar undirritað á milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins ann- ars vegar og Securitas og ÍAV hins vegar. Janúar 2000 Óformlegar viðræður um hugsan- lega aðkomu Lyfjaverslunar Íslands að Sóltúnsverkefninu. Janúar-mars 2000 Teknar ákvarðanir á grundvelli samkomulegs aðila og var ákveðið að skipta rekstri Securitas upp í tvö fyrirtæki, Frumafl og Securitas. Mars 2000 Samkomulag milli aðila um kaup Lyfjaverslunar Íslands á Frumafli með fyrirvara um endanlegan frá- gang samnings seljanda um Sól- túnsmálið við ríkisvaldið. Verðlagn- ing á Frumafli ákveðin. Mars 2000 Aðalfundur Lyfjaverslunar Ís- lands samþykkir breytingu á til- gangi félagsins og útvíkkun á starf- semi þess til samræmis við samkomulag aðila. Apríl 2000 Samningur milli Öldungs hf. og ríkisvaldsins undirritaður. Júlí 2000 Verðlagning komin í skriflegt samningsuppkast frá Lyfjaverslun Íslands. Október 2000 Stefnumótafundur Frumafls, stjórnar og forstjóra Lyfjaverslunar Íslands byggður á kaupum Lyfja- verslunar Íslands á Frumafli. Þess- um fundi var stýrt af rekstrarráð- gjafa. Október 2000 Sami hópur ferðast til Svíþjóðar til að kynna sér einkarekstur á heil- brigðissviði. Órofa samstaða allra aðila um framtíðarsýn til Lyfjaversl- unar Íslands með verkefni og við- skiptavild Frumafls að leiðarljósi. 23. janúar 2001 Stjórn Lyfjaverslunar Íslands undirritar svokallað „minnisblað“ þar sem þegar ákveðin kaup á Frumafli, með tilgreindu verði og öðrum aðalatriðum samningsskil- mála, eru staðfest með undirritun allra stjórnarmanna Lyfjaverslunar Íslands. 24. janúar 2001 Þríhliða samkomulag undirritað milli Aðalsteins Karlssonar, fyrir hönd seljenda A. Karlssonar, Jó- hanns Óla Guðmundssonar sem selj- anda Frumafls og stjórnar Lyfja- verslunar um kaup Lyfjaverslunar á Frumafli, byggt á „minnisblaði“ frá deginum áður. Apríl 2001 Ný stjórn Lyfjaverslunar Íslands kjörin á aðalfundi. Júní 2001 Verðbréfaþingi Íslands tilkynnt um Frumaflsmálið. Júní 2001 Boðað til hluthafafundar í Lyfja- verslun Íslands. 10. júlí 2001 Hluthafafundur riftir kaupum á Frumafli og kýs nýja stjórn Lyfja- verslunar Íslands. Framangreint tekur af öll tvímæli um það að langt er síðan munnlegir og síðar skriflegir samningar voru gerðir um kaup Lyfjaverslunar á Frumafli. Samkomulag varð um verð Frumafls fyrir sextán mánuð- um. Ýmsir sérfræðingar hafa verið fengnir til að meta verðmæti Frum- afls og þess samnings sem gerður var um rekstur Sóltúnsheimilisins. Mat Búnaðarbankans byggir m.a. á röngum forsendum varðandi láns- fjárvexti, sem seljandi ber alla ábyrgð á, og annarri ávöxtunarkröfu en stjórn Lyfjaverslunar hafði sam- þykkt og er því greinilega gert í þeim tilgangi að meta Frumafl sem lægst. Mat bankans er því ómark- tækt. Lyfjaverslun Íslands réð Guð- mund Sveinsson endurskoðanda til þess að meta verðmæti Frumafls. Hann bendir á að samkvæmt viða- mikilli úttekt á Sóltúnssamningnum sem Ríkisendurskoðun vann fyrir Alþingi og var lögð fram í mars sl., sé núvirkt verðmæti Sóltúnssamn- ingisins 580 milljónir króna. Þegar litið er til þess að gera má ráð fyrir allt að um 20 sambærileg heimili þurfi að byggja á næstu 10 árum er tæpast óraunhæft markmið að setja Frumafli, sem bauð lægsta verðið annars vegar en bestu þjónustuna og aðbúnaðinn hins vegar, að ná að minnsta kosti 2,5% hlutdeild í þeim útboðum sem fram undan eru. Það er því bjargföst trú undirrit- aðs að samkomulag um kaup Lyfja- verslunar Íslands á Frumafli annars vegar og kaupverð hins vegar hafi verið eðlilegt og til mikilla hagsbóta fyrir starfsemi Lyfjaverslunar og um leið hinn almenna hluthafa þess. Gagnrýni mín á óskiljanlegan felu- leik gagnvart Verðbréfaþingi Ís- lands stendur sömuleiðis óhögguð. Þrætur um málefni Frumafls og Lyfjaverslunar Íslands munu ekki verða útkljáðar í fjölmiðlum. Í fyrr- greindu viðtali við Morgunblaðið rakti ég atburðarás sem vafalaust verður skoðuð nánar af þar til bær- um aðilum á næstu vikum og mán- uðum. Ég hef í þessari greinagerð áréttað aðalatriði málsins, annars vegar um vanefndir á gerðu sam- komulagi og hins vegar um forsend- ur fyrir verðmati á Frumafli. Það er eðlilegt að ágreiningi í jafnumfangs- miklu máli sem þessu verði skotið til dómstóla og ég mun að sjálfsögðu leita réttar míns í þeim farvegi. Umræðu um meint siðleysi mitt í viðskiptum vísa ég til föðurhúsanna og tel hana ómaklega og gerða í þeim tilgangi að slá ryki í augu al- mennings og tilraun til að draga at- hygli frá aðalatriðum og staðreynd- um þessa máls. Reykjavík, 31. júlí 2001, Jóhann Óli Guðmundsson.“ Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni Málefni Frumafls og Lyfjaverslunar Íslands strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.