Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 36

Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eftir því sem árun- um í lífi manns fjölgar, leitar hugurinn oftar og oftar á vit langtíma- minnisins, þar sem að- skiljanlegustu minningabrot leynast. Hvernig sú flokkun fer fram er sann- arlega merkilegt fyrirbæri og við ráðum litlu um það, hvað er varðveitt og hverju er gleymt. Í þessum minningasjóði hafa sam- verustundir við ýmsa samferðamenn orðið að góðmálmi, en öðrum virðist ryð og mölur hafa grandað. Fréttin um snöggt fráfall Pálma Gíslasonar kallaði fram ótal minningar, sem sýndu manni hversu góður samferða- maður Pálmi var. Að hafa átt hann að vini og samstarfsmanni á ýmsum vettvangi, sannaði manni hver gæfa það er að kynnast gefandi einstak- lingum. Okkar leiðir lágu saman á vett- vangi samvinnustarfsmanna og sam- vinnustarfs nær allan áttunda ára- tuginn á liðinni öld, þegar samvinnuhreyfingin á Íslandi stóð með blóma og ferskir og nýir vindar léku um hin félagslegu gildi. Hús Jónasar frá Hriflu við Hávallagötuna í Reykjavík var miðpunkturinn og félög samvinnustarfsmanna voru stofnuð nánast við hvern fjörð eða vík. Þær urðu líka margar ferðirnar að Bifröst í hópi gamalla nemenda, þar sem Pálmi lék Jón gamla annað árið og öll greinarmerkin með punktum, kommum og upphrópunarmerkjum hitt árið. Enginn nemandi heyrði því sama prógrammið tvisvar og gamla setustofan í Bifröst nötraði af hlátri ár eftir ár. Pálmi Gíslason var samvinnumað- ur í bestu merkingu þess orðs. Hon- um virtist meðfætt að leiða menn til samstarfs, vera gefandi og rækta land og lýð. Sumum fannst við vera einum of duglegir á þessum árum. Það reis fjöldi sumarhúsa, farið var í fjölmennar utanlandsferðir til margra landa, vináttuvikur með öðr- um norrænum samvinnustarfsmönn- um voru fastur liður, blaðaútgáfa endurvakin, fundað linnulaust um allt land og námskeið haldin um alla skapaða hluti. Tvennt langar mig að nefna í þessu starfi sem Pálma var sérlega hugleikið. Annað voru nor- ræn samskipti og starfið í KPA – samtökum samvinnustarfsmanna á Norðurlöndum. Hitt voru sumarbúð- ir fyrir börn starfsmanna í sumar- húsunum við Hreðavatn. Er það ekki lýsandi að huga sérstaklega að börn- unum og samstarfsmönnum okkar annars staðar á Norðurlöndum? Mig langar að nefna eitt minnis- stætt augnablik í þessu starfi öllu. Við vorum samankomin í félagsheim- ilinu í Hamragörðum, fyrrum heimili Jónasar frá Hriflu, stuttu eftir að starfsemi hófst í húsinu. Stjórnir félaganna sem áttu að reka húsið voru að vandræðast með peninga- málin og fátt um úrræði. Þá stóð Pálmi upp og lagði til að hver starfs- maður og félagsmaður legði hundrað krónur á mánuði í rekstrarsjóðinn svo dæmið gengi upp. Áður höfðu 20– 30 krónur verið nefndar og þótti sumum mikið. Þrumuræða Pálma leiddi samt til þess að hans tillaga var samþykkt og menn gengu glaðir út á akurinn. Í þessu húsi var síðan ótrú- lega margþætt starfsemi í nærri tvo áratugi. Þegar við stofnuðum LÍS – Lands- samband íslenskra samvinnustarfs- manna gaf Pálmi kost á sér í fyrstu stjórnina og lagði síðan öllu starfi mikið lið, þar til hann hvarf á annan vettvang og tók að sér formennsku í UMFÍ. Og þar munaði aldeilis um PÁLMI SIGURÐUR GÍSLASON ✝ Pálmi SigurðurGíslason fæddist á Bergstöðum í Svartárdal í A-Húna- vatnssýslu 2. júlí 1938. Hann lést af slysförum 22. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju í Hafnar- firði 30. júlí. Pálma Gíslason. Eftir stofnun LÍS fórum við Pálmi til Finnlands og gengum í norrænu starfsmanna- samtökin. Þar var okk- ur tekið eins og týndi sonurinn væri loksins fundinn og þetta var mín fyrsta ferð til Finn- lands. Ári síðar var ég komin með finnska konu upp á arminn og þótti þá við hæfi að koma með hana í Eikju- voginn til Pálma og Stellu skömmu eftir komuna til landsins. Daginn eftir átti ég erindi við Pálma og hann lýsti því sérstaklega fyrir mér hvað honum litist vel á þessa konu og hve ég væri heppinn. Og þá spillti það ekki að vera af nor- rænu bergi brotin. Þegar ég rifja upp þessa minningu finnst mér eins og Pálmi sé aftur kominn og segi: „Mik- ið líst mér vel á þessa konu.“ Þegar við horfum yfir lífið eigum við kannski að forðast að mæla það í lengdum heldur augnablikum og minningum. Öll hefðum við ætlað forsjóninni að Pálmi og Stella hefðu átt saman a.m.k. 20–30 ár enn og þau hefðu svo sannarlega notið þeirra, en hvað er gæfa? Í mínum huga var Pálmi mikill gæfumaður. Hann átti Stellu að vini og félaga í mörg góð ár. Það var svo mikið jafnræði með þeim og gagnkvæm virðing. Hann átti því láni að fagna að starfa um langa hríð að sínum áhugamálum og eignast hvarvetna vini. Og hann var sífellt að gefa öðrum og rækta í kringum sig. Og svo voru það börnin og fjölskyldan. Gleymum heldur ekki því gamansama í tilverunni og öllum stökunum. Svona mun ég muna Pálma Gíslason. Kæra Stella og fjölskylda. Megi ríkidæmi góðra minninga um ljúfling styrkja ykkur. Reynir Ingibjartsson. Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Mér brá illa við þegar Þórir Jóns- son, formaður UMFÍ, hringdi í mig snemma á sunnudagsmorgun og greindi frá hörmulegu bílslysi sem olli dauða Pálma Gíslasonar, fyrrver- andi formanns samtakanna, þá um nóttina. Ég hafði hitt Pálma nýlega á Landsmóti Ungmennafélaganna á Egilsstöðum hressan í bragði og stuttu áður stýrði hann þingi Héraðs- sambands Strandamanna á Hólma- vík af sinni alkunnu festu. Hann hafði nýlega farið á eftirlaun sem útibús- stjóri Landsbankans við Háaleitis- braut og Stella, eiginkona hans, sem skólastjóri Hjallaskóla. Saman ætl- uðu þau hjón að nýta árin, meðan bæði voru í fullu fjöri, til að njóta lífs- ins, m.a. með uppgræðslu við sum- arbústað þeirra við Ísafjarðardjúp. Einnig hafði Pálmi tekið að sér verk- efni við að efla starf eldri ungmenna- félaga. Á Egilsstöðum kynnti Pálmi mér hugmyndir að því verkefni og ég skynjaði strax að það mál var í öruggum höndum þessa reynda félagsmálaforingja. Það hryggir mig að áform þeirra hjóna skyldu ekki ganga eftir. Persónulega kynntist ég Pálma fyrir um þrjátíu árum þegar hann stundaði borðtennisíþróttina af kappi í Kópavogi þar sem ég sem gutti steig mín fyrstu spor. Það var einnig gott að leita til Pálma í bankanum þegar ég var í húsbyggingum á tím- um verðbólgu og hárra vaxta, alltaf var Pálmi tilbúinn að hjálpa til við að skipuleggja fjármálin og koma með góð ráð. Síðar þegar ég hóf störf hjá íþróttahreyfingunni hélt samstarf og vinskapur okkar áfram þegar við hittumst á fundum sambandsaðila úti um allt land. Stundum keyrðum við saman á fundina og þá naut maður þekkingar Pálma á landinu. Pálmi Gíslason var sterkur persónuleiki sem hafði til að bera góðar gáfur, var kurteis og alúðlegur, rökfastur og hafði mikið næmi í samskiptum við fólk. Hann átti auðvelt með að fá fólk til samstarfs. Félagar hans í UMFÍ ræddu oft um hversu góður stjórnandi Pálmi hefði verið í starfi sínu sem formað- ur. Þessir eiginleikar hans nýttust honum vel, bæði í oft á tíðum erfiðu starfi útibússtjóra en einnig í forystustarfi UMFÍ en þar sinnti hann formennsku í 14 ár frá 1979– 1993. Pálmi vann mikið og gott starf fyr- ir ungmennafélagshreyfinguna og var óumdeilanlegur foringi hennar í þau ár sem hann var í forystu og í raun hélt hann áfram að vera í traustri bakvarðarsveit samtakanna til dauðadags. Undir stjórn Pálma Gíslasonar efldist og styrktist starf UMFÍ. Ungmennafélagshreyfingin hefur misst traustan liðsmann. En mestur er missirinn fyrir eiginkonu og fjöl- skyldu Pálma. Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands sendir þeim hug- heilar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni og minn- ingin um góðan dreng lifa. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Pálma Gíslason. Pálmi gengdi stöðu útibússtjóra um árabil, fyrst í útibúi Samvinnubankans á Suður- landsbraut, sem varð Landsbanka- útibú við sameiningu bankanna árið 1991, síðan í Miklubrautarútibúi Landsbankans og nú síðast í útibúi bankans í Háaleiti. Pálmi reyndist af- ar farsæll í sínu starfi sem útibús- stjóri og gott var að leita til hans, bæði sem kollegi og vinur. Hann var og vinsæll meðal samstarfsfólks og viðskiptavina. Hann var réttsýnn og ráðagóður í samskiptum sínum við samferðamenn. Hann var virkur í félagsstarfi innan bankans og ekki síður í þeim félagsskap sem útibús- stjórar í Landsbanka Íslands hf. hafa haft með sér. Pálma var margt til lista lagt og fengum við að njóta hæfileika hans á ýmsan hátt. Hann var afbragðs ræðu- og sögumaður, hafði ríka kímnigáfu og sló oft á létta strengi, en gat verið ákveðinn og fastur fyrir, þegar á þurfti að halda. Okkur er í fersku minni þegar Pálmi tók að sér að elda dýrindis hádeg- isverð á fundi félags útibússtjóra, sem á voru um fimmtíu manns, en þar stóð Pálmi keikur með svuntuna og bauð upp á einhverja þá ljúffeng- ustu fiskisúpu sem við höfðum bragð- að. Hann átti sér mörg áhugamál. Á síðari árum var það skógræktin sem vafalítið átti hug hans allan og biðu hans mörg verkefni á því sviði í sælu- reit þeirra hjóna í Heydölum. Það er margt sem kemur upp í hugann þeg- ar Pálma er minnst og víst er, að það skarð sem hlýst af fráfalli hans, verð- ur seint fyllt. Með þessum orðum viljum við þakka Pálma Gíslasyni fyrir ánægjulegt og gott samstarf og sendum eiginkonu hans, Stellu Guð- mundsdóttur, og fjölskyldu hans allri, okkar innlegustu samúðar- kveðjur. Kveðja, Félag útibússtjóra Landsbanka Íslands hf. Kveðja frá Ungmennafélaginu Fjölni Andartakið er liðið. Sú stutta stund sem gefst með hverjum og ein- um til að kynnast, læra og njóta er fljót að líða og verður því enn dýr- mætari ef við kynnumst manni sem er tilbúinn að gefa af sér, kenna, styðja og leiða öllum stundum. Þann- ig maður var Pálmi Gíslason. Pálmi markaði djúp spor hvar sem hann gekk. Hann lagði áherslu á að vinna ungmennum Íslands betri leið til lífs og frama og var einn af máttarstólp- um seinni ára í uppbyggingu al- mennrar íþróttastarfsemi á Íslandi. Þegar foreldrar í Grafarvogi hófu undirbúning að stofnun íþróttafélags fyrir 13 árum var Pálmi mættur á staðinn, boðinn og búinn til að styðja, leiðbeina og greiða götuna. Barnið hans Pálma hefur síðan vaxið og dafnað og er núna eitt af stærstu íþróttafélögum landsins. Fjölnis- menn eiga Pálma margt að þakka og eru ákveðnir í að halda verki hans á lofti og halda áfram að starfa í þeim anda sem hann kenndi. Spor Pálma í Grafarvogi eru djúp og varanleg og verða varðveitt og gengin af ungu fólki til leiðsagnar og framdráttar til framtíðar. Fjölnismenn vilja senda fjölskyldu Pálma dýpstu samúðarkveðjur með von um að þau finni huggun í þeim styrku sporum sem hann skildi eftir sig hvarvetna og þeim velvilja sem hann skapaði með nærveru sinni. Snorri Hjaltason, formaður UMFF. Fallinn er góður félagi langt um aldur fram. – Það var á árunum upp úr 1970 að leiðir okkar Pálma lágu saman í Nemendasambandi Sam- vinnuskólans, NSS. Þrátt fyrir nokk- urn aldursmun mynduðust þarna vináttubönd sem héldu allar götur upp frá því. Pálmi hafði til að bera hispursleysi og einstakt skopskyn. Var og frábær ræðumaður sem bjó yfir þeirri út- geislun er hreif með sér þá er á hlýddu. Pálmi lét að sér kveða í félagsmál- um svo um munaði. Hann var Sam- vinnumaður af lífi og sál og sat í stjórnum félaga samvinnustarfs- manna. Hann var ungmennafélags- maður og gegndi formennsku UMFÍ vel á annan áratug, en umfram allt var hann drengur góður. Þegar kunningsskapur okkar Pálma hófst vorum við á leið að Bif- röst í Borgarfirði. Sú siðvenja hafði skapast að Nemendasamband Sam- vinnuskólans stóð fyrir árlegri kvöld- vöku fyrir nemendur í Bifröst. Ég var þarna í minni fyrstu ferð en Pálmi líklega í sinni sjöttu. Í slíkum heimsóknum var nemendum lesinn pistillinn um ágæti NSS auk gaman- mála og íþróttakeppni. Ferðin frá Reykjavík að Bifröst tók þá liðlega tvo tíma og var skemmtidagskráin að hluta samin og æfð á leiðinni. Það var ógleymanlegt að fylgjast með Pálma, hvernig hann lifði sig inn í hlutverkið og náði að virkja okkur hin til söngs og annarra uppákoma, fyrirhafnarlaust og með dágóðum árangri. Þannig var ég, sem annars var mættur þarna upp á þau bítti að ljósmynda, farinn að syngja raddað og tapa í skák. Þegar Pálmi tróð svo upp með fylgifiskum var eins og menn hefðu æft mánuð- um saman. Er ég spurði Pálma hvernig í ósköpunum þetta væri hægt sagði hann: „Þú kemst að því á þriðja ári. Kúnstin er að muna hvað við gerðum í hittiðfyrra.“ Til skýr- ingar má geta þess að Samvinnuskól- inn var tveggja ára nám í þá daga. Pálmi var slíkur veiðiáhugamaður að byðist honum að renna fyrir fisk þá skipti fjarlægðin engu máli. Hann vílaði ekki fyrir sér að skjótast aust- ur í Meðalland eða norður í Húna- vatnssýslu ef svo bar undir og þá oft- ar en ekki í fylgd sona sinna, þeirra Atla og Gísla. Pálmi smitaði frá sér lífsgleði og hressleika án léttúðar. Undir niðri skynjuðu menn ábyrgð og keppnis- skap. Því valdist hann til ábyrgðar- starfa í leik og starfi hvar sem hann fór. Pálmi var á árunum sem við kynntumst starfsmaður Samvinnu- bankans og fluttist með þegar sá banki rann inn í Landsbankann. Hann var útibússtjóri þar til margra ára og rækti þann starfa af alúð. Pálmi var mikill fjölskyldumaður og eftirtektarvert hversu samrýmd fjölskyldan var. Þau hjónin Pálmi og Stella voru einstök heim að sækja og umhverfi þeirra heima í Eikjuvogin- um ber vitni um þá natni sem lögð er þar í hvert verk. Fjölskyldan hafði nýlega keypt lönd vestur í Djúpi og var stefnan sett á skóg- og landrækt og kannski örlítið fiskeldi. Þau voru gagntekin af þessu verkefni og til að helga sig þessu og öðrum áhugamálum höfðu bæði, Pálmi og Stella, sagt sig frá stöðum sínum. Hann sem útibús- stjóri hjá Landsbankanum og hún sem skólastjóri í Kópavogi. Nú hafa mál skipast á þann veg að Pálmi er allur en eftir lifir minningin um góðan dreng. Ég óska Stellu og fjölskyldu þess að þeim auðnist að halda kyndlinum á lofti og hrinda í verk þeim heillandi hugðarefnum sem að var stefnt. Kristján Pétur Guðnason. Pálmi Gíslason, fyrrum formaður UMFÍ og útibústjóri Landsbankans, lést í hörmulegu umferðarslysi að- faranótt sunnudagsins 22. júlí. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Pálma í starfi sínu sl. 23 ár og tók þátt í því að kveðja hann nú í vor er hann hætti störfum í bank- anum. Pálmi var traustur maður sem gott var að leita til ef maður þurfti á fyrirgreiðslu að halda. Jafnframt var hann nákvæmur og heiðarlegur bankamaður sem ætlaðist til þess að viðskiptamenn bankans stæðu við þær skuldbindingar sem búið var að ákveða. Pálmi starfaði mikið að félagsmál- um og einkum þó að málefnum Ung- mennafélags Íslands. Hann var for- maður UMFÍ í mörg ár og sem slíkur kynntist hann fjölda manns sem unnu að íþrótta- og æskulýðsmálum. Þá kom áratugareynsla hans að góð- um notum ef leitað var eftir ráðlegg- ingum. Það var alltaf gaman að hitta Pálma, hvort sem var á mannamót- um eða í vinnunni. Þó að fjármálin væru oft á dagskrá var ekki langt í umræður um íþróttir og Ungmenna- félagshreyfinguna. Þjóðmálin voru rædd, einkum mál Framsóknarflokksins okkar, og auð- vitað var svo talað um alla andstæð- ingana líka. Allir sem þekktu Pálma vissu að hann var margfróður og skemmtileg- ur. Stutt var í kímnina og á góðri stund voru margar gamansögurnar sagðar ásamt vísum sem hann orti og fór létt með. Viðfangsefni Pálma var ræktun lýðs og lands – kjörorð UMFÍ. Það stundaði hann nú af enn meiri krafti eftir að hann settist í helgan stein. Vann Pálmi við að yrkja jörðina fyrir vestan og jafnframt aðstoðaði hann UMFÍ við það mannræktarstarf sem hreyfingin annast. Ljóst er að mikill foringi á þessu sviði er fallinn frá og hans er nú sárt saknað. Ég sendi ættingjum Pálma inni- legar samúðarkveðjur. Einkum eig- inkonu hans, Stellu Guðmundsdótt- ur, sem nú hefur orðið fyrir slíkri reynslu sem engin orð fá lýst. Sigfús Ægir Árnason. Pálmi Gíslason góður vinur og félagi er horfinn af sjónarsviðinu, en eftir eru minningar sem lifa. Minn- ingarnar um félagsmálamanninn Pálma sem ég kynnist fyrst í ung- mennafélagshreyfingunni fyrir margt löngu og þar fór foringi og leiðtogi sem hreyfingin á margt að þakka. Síðar hef ég unnið með hon- um í norrænu ungmennasamtökun- um NSU. Hann sat þar í stjórn síð- astliðin tuttugu og eitt ár, eða lengur en nokkur annar Íslendingur. Tók hann þátt í mótun og eflingu þessara fjölmennu samtaka sem nú telja á þriðju milljón félaga í nítján lands- samtökum. Pálmi lagði á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir félagsstarf ungs fólks á Norðurlöndum. Fyrir hönd stjórnar NSU og samtakanna færi ég fjölskyldu hans djúpar sam- úðarkveðjur. Ferðafélaginn Pálmi skilur eftir sig bæði margar og góðar minningar en þær eru ófáar ferðirnar sem við höfum farið saman í, bæði innanlands og utan. Nú síðast var frábær ferð í góðra vina hópi sem farin var á Horn- strandir auk yndislegra daga í nátt- úruperlu Pálma og fjölskyldu í Hey- dal í Mjóafirði. Allar þessar ferðir, styttri sem lengri, voru ánægjulegar og eru fullar af ljúfum minningum. Og síðast en ekki síst eru minn- ingar um góðan og traustan vin sem alltaf var tilbúinn með góð ráð og stuðning. Fundir, matarveislur með listakokkinum Pálma og allar aðrar samverustundir kalla á söknuð góðs félaga sem var vinur vina sinna. Sá sem kynnist manni eins og Pálma Gíslasyni getur ekki orðið annað en betri maður. Þökk sé að margir þekktu hann. Við hjónin viljum þakka samfylgdina með góðum vini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.