Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
í góðra vina hópi sem á hátíðastund-
um. Sumar tækifærisræðurnar sem
hann hélt eru ógleymanlegar.
Fyrir hálfum mánuði hittumst við
að vanda á Landsmóti UMFÍ sem nú
var haldið á Egilsstöðum. Þar var
Pálmi fremstur í flokki nýstofnaðs
hóps eldri Ungmennafélaga. Þar
kvöddum við hann án þess að óra fyr-
ir því að þar myndi leiðir skilja. Það
er skarð fyrir skildi innan hreyfing-
arinnar þegar nærveru þessa mæta
manns nýtur ekki lengur við. Hans
verður sárt saknað.
Við samstarfsmenn innan UMSK
fyrr og síðar vottum Stellu eiginkonu
Pálma og aðstandendum hans öllum
okkar innilegustu samúð.
Félagar í UMSK
Kristján, Svanur, Páll,
Hafsteinn, Birgir,
Hraunar, Ester, Valdimar.
Fyrst minnist ég Pálma sem
drenghnokka á næsta bæ. Þangað
kom hann 9 ára með móður sinni,
Helgu Einarsdóttur og manni henn-
ar Kristmundi Stefánssyni, í nýbyggt
hús þeirra á nýbýlinu Grænuhlíð. Ég
sem var nokkrum árum eldri man
fyrst eftir honum hlaupa fyrir kindur
um sauðburðinn og undraðist hvað
svona lítill strákur gat hlaupið alveg
endalaust fyrir ærnar. Við hittumst
oft og ég kunni vel við strákinn og
fljótlega urðum við góðir vinir. Á vor-
in eftir rúning þótti okkur skemmti-
legt að reka féð með fullorðna fólkinu
fram á Auðkúluheiði en féð af okkar
bæjum var rekið saman. Þá fórum
við ríðandi og reksturinn tók allan
daginn og fram á nótt. Á heimleiðinni
var oft sprett úr spori og metist á um
hvor væri betur ríðandi. Oftast sáum
við morgunsólina koma upp áður en
heim var komið. Í réttunum á haustin
var féð af þessum bæjum dregið sam-
an í dilk í Auðkúlurétt og síðan rekið
heim en dregið sundur í réttinni á
Kagaðarhóli. Þannig lágu leiðir okk-
ar saman í leik og starfi á æskuár-
unum.
Pálmi var strax góður félagi, glað-
lyndur og hjálpsamur og taldi ekki
eftir sér sporin.
Hann fékk fljótlega áhuga á ung-
mennafélagsskapnum og gekk í ung-
mennafélagið. Ég minnist hans á
hverju ári á héraðsmótum ung-
mennasambandsins sem þá voru allt-
af haldin 17. júní á Blönduósi og
keppt í fjölmörgum íþróttagreinum.
Þar keppti Pálmi fyrst 14 ára og eftir
það árum saman. Þar kom fljótt í ljós
að hann var liðtækur og fjölhæfur
íþróttamaður. Til dæmis vann hann
bæði 400 og 800 metra hlaup ásamt
stangarstökki árið 1960. Í grein sem
hann skrifaði fyrir nokkrum árum í
Húnavökuritið, segir Pálmi: „17. júní
mótin voru einn eftirminnilegasti
þáttur á mínum unglingsárum.“
Einnig segir hann: „Ég tel það happ
lífs míns að hafa kynnst ungmenna-
félagshreyfingunni og það gerði ég
einmitt hér.“ Síðar varð hann for-
maður UMFÍ um árabil og sýndi í því
starfi hversu hugmyndaríkur og ötull
hann var. Ég veit að aðrir munu fjalla
um þann þátt í lífi hans enda ekki
rými í stuttri grein fyrir það mikla
hugsjónastarf sem hann vann þar.
Pálmi var vel ritfær og hagmæltur
og í fyrsta Húnavökuritinu fyrir 41
ári birtist eftir hann smásaga og vísa.
Síðan varð ég oft var við að hann átti
létt með að koma orðum að hugsun-
um sínum í bundnu og óbundnu máli.
Árum saman höfum við Pálmi allt-
af öðru hverju haft samband og hann
ásamt sinni ágætu konu, Stellu Guð-
mundsdóttur, komið í heimsókn þeg-
ar þau hafa verið á ferðinni hér um
slóðir. Þegar ég hef verið staddur í
Reykjavík hef ég oft slegið á þráðinn
til hans og þá var hann alltaf jafn
hress og ekki tekið annað í mál en ég
liti heim til hans um kvöldið. Það var
alltaf jafn skemmtilegt að koma til
þessara gestrisnu og elskulegu hjóna
og spjalla við þau um gamalt og nýtt,
norðan og sunnan heiða. Innilegar og
einlægar samúðarkveðjur frá okkur
á Kagaðarhóli til Stellu, barna og
fjölskyldna þeirra.
Stefán Á. Jónsson.
Kveðja frá frjálsíþróttadeild
Breiðabliks
Við sviplegt fráfall Pálma Gísla-
sonar sér frjálsíþróttadeild Breiða-
bliks á eftir góðum félaga og einum af
frumkvöðlum þeirrar vakningar í
frjálsum íþróttum sem varð í Kópa-
vogi á árunum upp úr 1960. Þá urðu
strax ljósir forystuhæfileikar Pálma
og allt frá því að hann kom til liðs við
deildina árið 1963 varð hann einn af
öflugustu máttarstólpum hennar.
Pálmi lagði sig fram við að auka
styrkleika deildarinnar íþróttalega
með því að fá fleiri til að taka þátt og
ekki síst var hann hugmyndaríkur
við að styrkja innviðina og efla
félagslega þáttinn. Að því starfi bú-
um við enn. Sem vænta mátti lágu
leiðir jafnmikils félagsmálamanns
sem Pálmi var út fyrir takmarkað
svæði frjálsíþróttadeildar Breiða-
bliks. Þó að störf á landsvísu í þágu
Ungmennafélagshreyfingarinnar
væru fyrirferðarmest í félagsmála-
ferli hans litum við Breiðabliksfélag-
ar fyrst og fremst á hann sem okkar
góða og trygga félaga. Víst er að
hann bar hag deildarinnar fyrir
brjósti, ætíð boðinn og búinn að
leggja starfinu lið. Pálmi var að verð-
leikum sæmdur æðstu heiðursmerkj-
um ungmenna- og íþróttahreyfinga
innanlands og utan en sjálfur lét
hann svo um mælt að ein kærasta
viðurkenningin sem honum hlotnað-
ist væri Silfurblikanafnbót Breiða-
bliks sem hann hlaut árið 1998. Þetta
sýnir vel hve sterkar taugar hann bar
til félagsins sem hann sannarlega á
stóran þátt í að gera eins öflugt og
það er í dag.
Að leiðarlokum vilja félagar í
frjálsíþróttadeild Breiðabliks þakka
fyrir þau miklu störf og þá atorku
sem hann lagði af mörkum við upp-
byggingu deildarinnar og hefur lengi
verið leiðarljós í starfi hennar og
verður vonandi í framtíðinni.
Stellu, eiginkonu Pálma, sem ætíð
stóð við hlið hans í erilsömu félags-
málastarfi, og fjölskyldu sendir
deildin innilegar samúðarkveðjur á
þessari sorgarstund.
Minningin um góðan félaga og vin
lifir í huga okkar allra.
Fyrir hönd frjálsíþróttadeildar
Breiðabliks,
Magnús Jakobsson.
Í síðustu viku barst mér sú harma-
fregn til Svíþjóðar að vinur minn og
hugsjónlegur samherji og félagi til
margra ára Pálmi Gíslason, fyrrver-
andi formaður UMFÍ, væri látinn.
Ljúfar minningar tengjast okkar
góða samstarfi innan ungmenna-
félagshreyfingarinnar þar sem
nokkrir áfangasigrar náðust sem ég
tel að við höfum átt nokkurn þátt í
ásamt okkar góðu samstarfsmönnum
um land allt.
Á nýafstöðnu glæsilegu landsmóti
UMFÍ á Egilsstöðum, dagana 12. til
15. júlí sl., höfðum við sem oft áður á
landsmótum báðir hlutverki að
gegna og m.a. því að gera hlut eldri
ungmennafélaga áberandi og virkan
en framkvæmdastjóri verkefnisins
var Pálmi Gíslason og komu margir
félagar okkar utan og innan hreyf-
ingarinnar að því verki sem ég tel að
hafi tekist mjög vel.
Árið 1969, þegar undirritaður tók
við formensku UMFÍ, lágu leiðir
okkar Pálma fljótlega saman í félags-
starfi, en mikill vinskapur var og hef-
ur alla tíð verið með þeim Sigurði
Geirdal, sem þá gerðist fram-
kvæmdastjóri samtakanna.
Segja má að starfsemi UMFÍ hafi
á þessum tíma verið í sögulegri lægð
og nánast á götunni húsnæðislaust
fyrir höfuðstöðvarnar.
Að tilstuðlan okkar Sigurðar Geir-
dal var Pálmi fenginn til að gerast
formaður húsnæðisnefndar fyrir
samtökin og segja má að þá hafi
glæsilegur og árangursríkur ferill
hans hafist fyrir ungmennafélags-
hreyfinguna á Íslandi og á sama tíma
tók hann sæti sem varamaður í stjórn
UMFÍ. Fljótlega eignaðist UMFÍ
sitt eigið húsnæði fyrir þjónustumið-
stöð samtakanna, sem var hluti í
glæsilegri hæð í Mjölnisholti 14 í
Reykjavík. Með ólíkindum gekk
þetta fljótt og vel og margir lögðu fé
til framkvæmdanna innan og utan
hreyfingarinnar fyrir tilmæli for-
manns húsnæðisnefndar.
Frá þeim tíma sem grunnurinn var
lagður hefur húsnæðisaðstaðan sí-
fellt orðið fullkomnari og betur við
hæfi sívaxandi umsvifa hreyfingar-
innar. Þegar undirritaður lét af for-
mennsku UMFÍ eftir tíu ára setu var
valið á eftirmanni mínum næsta auð-
velt; Pálmi Gíslason var einróma
kjörinn á glæsilegu þingi samtak-
anna á Kirkjubæjarklaustri 1979 og
gegndi því óslitið án mótframboðs til
ársins 1993, eða í 14 ár. Það hefur
stundum verið rifjað upp að á árun-
um 1969 til 1979 tókst að tvöfalda
félagatölu UMFÍ og svo aftur á ár-
unum 1979 til 1993 í formannstíð
Pálma. Þegar minningar af þessum
víðfeðma vettvangi ungmennafélags-
hreyfingarinnar eru rifjaðar upp við
fráfall góðs vinar og samstarfsmanns
sem víða kom við sögu er efnið meira
en svo að hægt sé að gera því skil í
stuttri minningargrein, það verður
að bíða betri tíma.
Það er gleðilegt til þess að vita að
það eru fleiri en við Pálmi og aðrir í
framvarðarsveit UMFÍ um áratuga
skeið sem skynja mætavel fyrir
hverju þessi nærri eitt hundrað ára
hreyfing stendur.
Á setningarathöfn 23. landsmóts
UMFÍ föstudagskvöldið 13. júlí sl.
voru flutt mörg áhugaverð ávörp sem
greinilega hafði verið lögð mikil alúð
við í vinnslu.
Eitt þeirra flutti forseti Íslands,
hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Þegar
við Pálmi hittumst að lokinni setning-
arathöfninni, þ.e.a.s. (gamli-formað-
urinn og gamli-gamli formaðurinn)
vorum við glaðir og afar hrærðir yfir
orðum forsetans, en að okkar mati
sagði hann í stuttu og hnitmiðuðu
ávarpi það sem hreyfingin UMFÍ og
aðildarfélög hennar eru og hafa verið
íslenskri þjóð í nærri heila öld.
Að lokum þetta kæri vinur, þegar
þú svo óvænt hverfur á braut í miðju
verki fyrir hreyfinguna og þín nýtur
ekki lengur við um framkvæmd
margvíslegra persónulegra áforma
þinna og fjölskyldunnar verðum við
vinir þínir að taka vaktina svo um
munar og vona ég að við getum sem
flest orðið þar að liði, þar við liggur
heiður okkar.
Minningu þína heiðrum við mest
og best með því að láta ekki fánann
falla og að tengja saman í órofa heild
alla aldurshópa undir merkjum
UMFÍ í víðtæku samstarfi við þá að-
ila sem með okkur vilja vinna.
Landsmótin eru og verða sá far-
vegur sem starfið beinist að um
ókomna tíð og er sá íþrótta-, félags-
og menningarlegi þáttur sem tengir
hinar dreifðu byggðir saman í fram-
kvæmdum, leik og starfi.
Það er engin tilviljun að næstu
þrjú landsmót eru þegar komin á
verkefnaskrá og munu, eins og við
höfum alltaf barist fyrir, stuðla að
bættri íþrótta- og félagsaðstöðu á
viðkomandi svæðum um leið og við
minnumst með landsmótshaldi
merkra áfanga í sögu samtakanna.
Við Hildur sendum Stellu eigin-
konu Pálma og aðstandendum öllum
innilegar samúðarkveðjur og erum
sem fleiri vinir og kunningjar harmi
slegin við hið sviplega fráfall hans.
Minningin lifir um góðan dreng
sem gaf samtíð sinni svo mikið af
glaðværð og góðum hugmyndum, og
krefjandi er sú hugsjón hans og okk-
ar samherjanna sem eftir lifum að
standa vörð og efla enn til dáða ung-
mennafélagshreyfinguna og allt það
sem hún stendur fyrir.
Hafsteinn Þorvaldsson,
fyrrv. form. UMFÍ.
Þegar síminn hringdi snemma að
sunnudagsmorgni óttuðumst við að
eitthvað hefði komið fyrir. Við misst-
um af fyrstu hringingunni. En þegar
hringt var aftur stuttu síðar vissum
við að eitthvað alvarlegt hafði gerst.
Og á nokkrum sekúndum dundi áfall-
ið yfir okkur, við fengum að vita að
mjög góður vinur okkar, Pálmi Gísla-
son, hefði farist í umferðarslysi.
Við skildum ekki það sem okkur
hafði verið sagt. Það var óskiljanlegt
eins og það er óskiljanlegt enn í dag
því að himinninn er enn blár, sólin
skín enn þá og heimurinn er indæll.
Af hverju Pálmi, sem var maður sem
skipti svo miklu og líka fyrir fjöl-
skylduna okkar? Þegar ég fékk tíð-
indin hræðilegu var sami tími dags-
ins og nú, enn skil ég ekki
hörmulegan sannleikann vegna þess
að ég get enn heyrt dynjandi hlát-
urinn í honum. Enn get ég séð fyrir
mér hlýtt brosið. Enn get ég fundið
fyrir hjálpandi hönd, stuðningi þegar
hann vildi sýna mér eitthvað af ein-
staklega fögru landslagi Íslands á
stöðum þar sem Dani eins og ég hefði
undir venjulegum kringumstæðum
ekki þorað að heimsækja. Enn get ég
rifjað upp traust faðmlagið, hann
þurfti ekki orð til að segja: „Ég er
hérna hjá þér“ eða „farðu nú varlega
þangað til við sjáumst aftur“.
Nú sjáumst við ekki oftar í þessum
heimi og það er sárt, svo sárt að ég
finn fyrir því í hverri frumu líkamans
að horfast í augu við þessa staðreynd.
En lífshlaup Pálma varð annað en ég
og allir aðrir sem þekktu hann hefðu
viljað því að hann var í sannleika
mjög góður og hlýr maður.
Það þarf svo lítið til að breyta öllu í
lífinu. Nokkrir litlir atburðir, sek-
úndur eða sentimetrar, geta breytt
öllu. Þannig var það einnig með
hörmulegan dauða Pálma. Eftir svo
hræðilegt umferðarslys spyrjum við,
eins og oftar í lífinu: „Ef...“ „Ef ekki“.
En hversu mikið sem ég óska annars
getur raunveruleikinn samt ekki orð-
ið annar.
Ég skil þetta ekki af því að myndir
af Pálma halda áfram að birtast á
nethimnunni eins og ekkert hefði
komið fyrir. Ég sé fyrsta fund okkar
fyrir mörgum árum þegar ég kom
með fjölskyldu mína í flugvél til Ís-
lands, það var seint að kvöldi og án
þess að þekkja manninn í sjón fékk
ég á tilfinninguna að þetta væri
Pálmi Gíslason. Ég laðaðist að hon-
um.
Ég sé hann fyrir mér í mörgum
ferðum um landið þar sem hann lagði
metnað sinn í að sýna okkur ekki
bara stóru hlutina heldur einnig litlu
hlutina í náttúrunni sem urðu miklir
við að kynnast þeim. Ég sé hann fyrir
mér þegar hann dró stoltur lax að
landi. Sömu hreyknina þegar hann
var búinn að framreiða gómsæta
máltíð úr rjúpum sem hann hafði
sjálfur skotið. Ég sé innri gleðina
þegar hann lék sér við börnin og
barnabörnin. Ég sé þakklætið og
auðmýktina þegar hann sýndi mér
nýja jörð sína í norðvesturhluta
landsins, þegar hann sagði með mik-
illi virðingu fyrir því sem lífið gæti
fært okkur: „Þessi jörð verður hluti
af mér og ég verð hluti af henni.“
Orðin „að vera hluti af“ voru einmitt
dæmigerð fyrir Pálma. Hann notaði
faðmlög á þann hátt sem enginn ann-
ar gerði. Og fólk sem hann faðmaði
að sér varð eðlilegur hluti af honum
og hann jafn eðlilegur hluti af því.
Þess vegna varð hann jafn eðlileg-
ur hluti af heimi mínum og fjölskyldu
minnar. Hann var ekki aðeins kær
gestur þegar hann kom í heimsókn til
Danmerkur. Hann var öll þessi ár
svo sannarlega hluti af okkur. Hann
heimsótti okkur fyrir mánuði og sem
fyrr ræddum við um bæði smátt og
stórt. Ekkert var heilagt í þeim sam-
ræðum, ekkert var of stórt eða of lítið
til að ræða. Pálmi hafði í samskiptum
við okkur mestan áhuga á grund-
vallaratriðum og því sem snerti fólk.
Það gerði hann líka í þetta sinn, við
töluðum um að láta þakklæti sitt í ljós
við aðra.
Seint um kvöldið langaði mig innst
inni til að þakka honum hjartanlega
fyrir allt það góða og fallega í sam-
verustundum okkar og fjölskyldna
okkar, allt sem við höfðum séð og
fundið fyrir í sameiningu. En það var
eins og hann vildi segja: „Lífið er
fyrst að byrja núna. Nú munum við
uppskera eins og við höfum sáð.“
Eins og áður horfði hann fremur
fram á við en aftur. En við vorum
báðir þakklátir fyrir allt það fagra
sem lífið hafði fært okkur. Okkur
fannst báðum að við hefðum verið
heppnir – og að við gætum með sanni
sagt að við hefðum reynt eftir bestu
getu.
Og nú er Pálmi látinn og við sem
þekktum hann sitjum eftir með sorg í
hjarta en einnig vitum við að það er
skylda mannsins að vera hamingju-
samur. Orð sem túlka í reynd trúna á
að ríkidæmi lífsins sé takmarkalaust
og staðfesta þau sannindi um leið.
Lífið er eins auðugt og við getum
skilið. Getum við krafist meira? Þeg-
ar við gerum það samt sem áður er
ástæðan allt hið óskiljanlega, allt sem
við getum ekki meðtekið.
Þess vegna skil ég alls ekki það
sem hefur gerst. Ég og fjölskylda
mín erum sorgmædd vegna ótíma-
bærs andláts Pálma og samt verðum
við að leggja okkur fram um að verða
aftur glöð. Við eigum öll að grafa
sorg okkar í birtunni miklu sem
Pálmi veitti okkur. Við verðum ávallt
að muna eftir honum vegna jákvæðr-
ar lífsýnarinnar og gleðinnar sem
hann veitti okkur. Við verðum að við-
urkenna að lífið er hið eina sem hugs-
anlegt er innan um allt það sem ekki
er hægt að hugsa.
Fjölskylda mín og ég erum stolt af
því að hafa getað kallað Pálma vin
okkar og ég er þakklátur því að
Pálmi skyldi líta á mig sem vin.
Blessuð sé minning hans.
Jacob, Anders, Jytte
og Carl Sørensen,
Silkeborg. Danmörku.
Kveðja frá samstarfsfólki
Suðurlandsbrautarútibúi
Okkur berast fregnir dag hvern,
sem betur fer eru þær oftar en ekki
til að gleðjast yfir. Þannig var um þá
frétt að Pálmi, okkar gamli yfirmað-
ur en þó fyrst og fremst vinnufélagi
og vinur, hefði ákveðið að fara á eft-
irlaun og njóta lífsins. Að sama skapi
er fregn eins og sú er okkur barst
sunnudaginn 22. júlí sl. harmafregn.
Það telst ekki til sanngirni að Pálmi
hafi verið kallaður burt frá fjölskyldu
og vinum jafn snemma og raun ber
vitni.
Það er hreint ótrúlegt að hann
Pálmi, Pálmi okkar eins og við viljum
kalla hann, sé dáinn. Hann sem loks-
ins var kominn á þau tímamót að geta
einbeitt sér að því að gera bara það
sem hann langaði til. Ekki skemmdi
það fyrir að hún Stella hans var einn-
ig að komast á sömu tímamót. Fram-
undan voru sælustundir í dalnum
þeirra, þar sem þau ásamt börnum
sínum og fjölskyldum þeirra voru
byrjuð á langtíma verkefni, sem fólst
í því að gera landið okkar aftur skógi
vaxið á milli fjalls og fjöru. Þarna
stóð til að vera á sumrin, og á veturna
átti svo að sinna öðrum hugðarefn-
um. En svona er lífið, það er ekki allt-
af sanngjarnt. Það var mjög gott að
vinna með Pálma, eiginlega má segja
að það hafi verið sérstök forréttindi.
Hann var mikill sómamaður sem
hugsaði vel um samstarfsfólk sitt og
leit á það sem vini sína. Dæmi getum
við nefnt, um tíma sáum við sjálf um
hádegismatinn okkar í Suðurlands-
brautarútibúinu og þegar svo lá við
munaði Pálma ekkert um að elda
súpu handa okkur eða skella blöndu í
brauðgerðarvélina, svo að við fengj-
um heitt brauð með súpunni öðru
hvoru. Það sem viðkom eldamennsku
var auðvelt mál fyrir Pálma. Hann
munaði ekki um að bjóða okkur heim
til þeirra heiðurshjóna í hlaðborð svo
svignaði undan öllum kræsingunum
sem að sjálfsögðu voru heimalagað-
ar, og oftar en ekki óhefðbundnar að
gerð. Það var auðséð að þau Stella
höfðu þá átt annasaman dag við mat-
argerð en samt skein af öllu þeirra
fasi gestrisni og ánægja yfir því að
geta deilt kvöldinu með samferða-
fólki. Pálmi vildi alltaf vera í góðum
tengslum við okkur sem með honum
unnu og var honum afar umhugað
um okkur á allan hátt. Þegar hann
færði sig yfir í Miklubrautarútibú
gerði hann sér far um að halda góðu
sambandi við okkur áfram. Þær voru
ófáar símhringingarnar sem mörg
okkar fengu þar sem nafnið okkar
var fyrst nefnt og síðan fylgdi við-
skeytið mín eða minn á eftir. Hann
átti og mun ávallt eiga hvert bein í
okkur. Elsku Stella, Gísli, Atli, El-
ísabet og fjölskyldur. Við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur á sorgartímum. Megi styrk
hönd almættisins styrkja ykkur.
Blessuð sé minning vinar okkar
Pálma.
PÁLMI SIGURÐUR
GÍSLASON