Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 50

Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Max- im Gorkiy kemur og fer í dag, Dettifoss og Snorri Sturluson koma í dag. Polarka, Oceanus og Adriana fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bootes og Ostroviets fóru í gær, Brúarfoss fer frá Straumsvík í dag, Kapitan Dropinin kom í gær. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laugardaga, til Við- eyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferð- ir fyrir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyj- arferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl. 10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst., sími 892 0099. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, frá kl. 14–17, s. 552 5277. Sumarlokun í júlí og ágúst. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæð- argarður 31. Fimmtu- daginn 9. ágúst nk. verður farið í ferð í Borgarfjörð um Kalda- dal að Húsafelli. Ekið verður að Barnafossum og Hraunfossum að Reykholti þar sem snæddur verður léttur hádegisverður. Þaðan verður svo ekið um Geldingadraga og Hval- fjörð til Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 8.30 og síðan teknir farþegar í Furugerði og Hæð- argarði. Skráning í Norðurbrún í síma 568- 6960, í Furugerði í síma 553-6040 og í Hæð- argarði í síma 568-3132. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–16 al- menn handavinna og fótaaðgerð, kl. 9.30 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 banki, kl. 11.15 mat- ur, kl. 13 spiladagur, kl. 15 kaffi. Vegna mikillar þátttöku verður önnur borgarferð farin fimmtudaginn 16. ágúst, Ekið um borgina og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golf- skála Reykjavíkur, Grafarholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568-5052 í síðasta lagi fyrir 13. ágúst. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 opin handavinnustofan, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllurinn op- inn. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Félagsheimilið Hraun- sel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Miðvikudaginn 1. ágúst almennur félagsfundur kl. 17.00. Fundarefni: Húsnæðismál og önnur mál. Munið að taka félagsskírteinin með. Dagsferð þriðjudaginn 7. ágúst, Hítardalur– Straumfjörður. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Þeir sem hafa skráð sig vinsamlegast sækið far- miðann fyrir 4. ágúst. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir. Eigum laus sæti. Dagsferð 18. ágúst. Fjallabaksleið syðri í samvinnu við FEB og Ferðaklúbbinn Flækifót. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir o.fl. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 9.30. Púttvöllurinn er opinn virka daga kl. 9– 18, Kylfur og boltar í af- greiðslu sundlaug- arinnar til leigu. Allir velkomnir. Veitingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí–14. ágúst. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–11 morgunkaffi, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 9–12 hár- greiðsla, 11.30–13 há- degismatur, kl. 15–16 eftirmiðdagskaffi. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 7. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 11–12 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, en lokuð 16.–20. júlí. Kl. 13–13.30 bank- inn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Grill- veisla verðu haldin fimmtudaginn 2. ágúst, húsið opnað kl. 18, mat- reiðslumenn koma og grilla á staðnum. Har- mónikkuleikur, happ- drætti fylgir að- göngumiða. Vinsamlega skráið þátttöku á Norð- urbrún 1 s. 568-6960 sem fyrst. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Handavinnustofan opin án leiðbeinanda til 20. ágúst. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 almenn handmennt, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir og bókband, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bókband, kl. 13 kóræf- ing, kl. 14.30 versl- unarferð, kl. 14.30 kaffi. Mosfellingar – Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Komið og takið þátt í góðri og hollri hreyf- ingu. Halldóra Björnsdóttir íþróttakennari byrjar með gönguferðirnar miðvikudaginn 1. ágúst. Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 16. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Í dag er miðvikudagur 1. ágúst, 213. dagur ársins 2001. Bandadagur. Orð dagsins: „Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“ (Jóh. 16, 33.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞEIRRI hugmynd var skotið aðVíkverja nýverið hvort ekki væri ráð að nefna Nesjavallaveg- inn, sem liggur milli Reykjavíkur og Nesjavallavirkjunar, öðru nafni og kalla hann Dyraveg. Fannst Víkverja ábendingin ekki fráleit þegar að er gáð og Dyravegur er að mati hans skemmtilegra nafn og tilkomumeira en Nesjavallavegur. Téður Nesjavallavegur var lagð- ur þegar ráðast átti í gerð orku- og vatnsnýtingarversins í landi Nesja- valla utan í Hengilssvæðinu. Er þetta ágætur vegur, lagður bundnu slitlagi en nokkuð öldóttur. Ekki veit Víkverji gjörla hver vann verkið en nokkurt frumkvæði hef- ur komið frá yfirvöldum Reykja- víkurborgar sem stóðu að Nesja- vallavirkjun eins og kunnugt er. Vegagerðin hefur eflaust haft verkið formlega á könnu sinni. Til- urð vegarins og tilgangur hans hefur trúlega ráðið mestu um nafngiftina og enn hlýtur borgin að eiga þar nokkurn hlut að máli. Dyravegur var gömul alfaraleið milli Mosfellssveitar og Árnes- sýslu. Lá hún um Bolavelli og norðan undir Lyklafelli um Dyr og niður að Nesjavöllum en Dyr þess- ar eru skarð til austurs úr Dyradal og Dyrafjöll heita fjölbreytilegir móbergs- og klettaásar norðaustur úr Henglinum. Nú liggur hinn ný- legi vegur kannski ekki algjörlega um sömu slóðir og hinn gamli Dyravegur en um Dyrnar eigi að síður og má því allt eins nota það kennileiti til að nefna veginn eins og Nesjavelli þar sem vegurinn kemur inn á Grafningsveginn. Víkverji ekur þennan veg marg- oft á hverju ári og þreytist seint á þessari síbreytilegu leið. Mun hann fleyta þessari nafngift í umræðu um Nesjavallaveg og leyfa sér að tala um Dyraveg svona í tilrauna- skyni. Væri fróðlegt að vita hvort þar til bær stjórnvöld, veganafna- stjórnvöldin, hafa skoðun á þessu máli. Hver ræður annars nafngift á vegum? Er þetta kannski allt til- viljunum háð? Eða sérvisku? Það hefði nú einhvern tíma þótt verð- ugt verkefni að koma á stofnun um veganöfn. Og er áreiðanlega ekki oft seint. x x x OFT verða mönnum á ýmis mis-mæli og kemur það m.a. fyrir í fréttaútsendingum í útvarpi og sjónvarpi. Við því er svo sem ekk- ert að gera, menn tala kannski lítt undirbúið og þá er ekki alltaf hægt að gera allt kórrétt. Víkverja finnst hins vegar miður þegar fréttamenn flytja texta sinn og gera sig seka um ambögur sem eru algjörlega óþarfar. Fréttir sem þeir semja og lesa inn á band eða eru í það minnsta undirbúnar eiga að vera frekar lausar við slíkar ambögur. Snemma í vikunni mátti t.d. heyra í fréttum ríkissjónvarps- ins setningu eins og þessa: Rökin fyrir því að... eru sú (!). Það er eins og menn gleymi hvernig setningin byrjar og skella síðan einhverjum botni í hana með þessum árangri. Þetta hlýtur bara að skrifast á reikning fljótfærni því með því að lesa textann einu sinni yfir hefði svona villa verið lagfærð umsvifa- laust. x x x LANDSMENN hafa nú fengiðskattaglaðninginn og kætast eða gráta eftir atvikum. Víkverja tókst eftir nokkra stunda að ráða fram úr upplýsingunum á seðli sín- um en spyr hvort ekki sé hægt að gera þetta einfaldara og skýrara. MIG langar að senda Ragn- heiði Steindórsdóttur mín- ar bestu þakkir fyrir lestur á útvarpssögunni Anna, Hanna, Jóhanna, sem hún las á Rás 1. Hún er einstak- lega skemmtilegur upples- ari, les dásamlega og hvert atriði verður svo lifandi. Hafðu mínar bestu þakkir fyrir frábæran lestur. Svava. Þakkir til Ragnhildar B. VIÐ erum gestir sem kom- um stundum í Dvöl í Kópa- vogi. Okkur langar að þakka Ragnhildi B. fyrir ómetanlegan stuðning og alla þá gleði sem hún veitti okkur með sinni kærleiks- ríku ástúð og blíðu, sem geislaði alltaf frá henni. Hún var okkur ómetanleg. Herti okkur alltaf upp. Manni fannst allt vera í lagi, þegar hún birtist ljóm- andi af gleði og kátínu. Aldrei hallmælti hún fólki, tók alltaf upp hanskann fyrir alla og svona fólk hitt- ir maður sjaldan á lífsleið- inni. Við söknum þín, stað- urinn verður aldrei eins síðan gleðigjafinn fór og við sendum þér þakklætis og ástarkveðjur. Gestir sem koma í Dvöl. Tapað/fundið Grænt peninga- veski tapaðist LÍTIÐ grænt peningaveski týndist nýlega, líklega við Austurver eða í Fossvogi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 588-4407. Brúnn leðurjakki tapaðist BRÚNN millisíður leður- jakki var tekinn í misgrip- um á Einari Ben. fyrir stuttu. Í vasanum var Pan- asonic GSM sími og lyklar. Góðum fundarlaunum heit- ið. Vinsamlegast hringið í síma 699-4252 eða komið jakkanum til skila á Einar Ben. Nýtt reiðhjól hvarf frá Hringbraut NÝTT Giant reiðhjól með tveimur dempurum, silfur- grátt að lit, hvarf úr portinu hjá versluninni Nóatún við Hringbraut, miðvikudags- kvöldið 25. júlí sl. á milli kl. 21-22. Hjólið var kyrfilega fest. Upplýsingar í síma 552-0854. Tarotspil MAÐUR hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver vissi hvar væri hægt að læra á Tarotspil. Upplýsingar í síma 690-1368. Gróf hálsfesti tapaðist GRÓF hálsfesti úr Túrkis- steinum tapaðist frá Kaffi List og upp í Hlíðar, aðfara- nótt föstudagsins 20. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 551-5251. Dýrahald Læða fæst gefins FJÖGURRA mánaða læða fæst gefins á gott heimili. Hún er kassavön. Upplýs- ingar í síma 554-0902 eða 864-4936. Persnesk læða AF sérstökum ástæðum fæst gefins 1½ árs persn- esk læða. Upplýsingar í síma 861-3755. Páfagaukur flaug út um gluggann HVÍTUR lítill páfagaukur með bláan blett á bakinu flaug út um glugga í Folda- hverfi í Grafarvogi, föstu- daginn 27. júlí sl. Hann er mjög gæfur. Upplýsingar í síma 567-5450 eða 899- 8189. Kisa í óskilum UNG grábröndótt læða með bláa hálsól með bjöllu, fannst við Lyngberg 3 í Hafnarfirði. Hún hefur ver- ið að sniglast þar í kring svolítinn tíma. Upplýsingar í síma 565-1382. Títla er týnd TÍTLA er smávaxin læða sem týndist aðfaranótt 7. júlí sl. Hún býr í Þingholts- stræti 8, en gæti verið kom- in langt að heiman þar sem hún hefur verið týnd í rúm- ar þrjár vikur. Hún er óvenjuleg á litinn, svört með ljósum yrjum. Títla hefur það sérkenni að hálf hakan er ljós en hálf svört. Hún er eyrnamerkt með tölunni 56 en er ólarlaus. Ef þú telur þig hafa séð hana vinsamlegast hafðu sam- band við Sigrúnu s. 695- 4835 eða Guðmund s. 695- 9482. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Ragnheiðar Steindórsdóttur K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kleifur, 8 hnöttum, 9 sloka í sig, 10 jurt, 11 smávaxin, 13 uppskrift, 15 soltin, 18 garfar, 21 höfuðborg, 22 skordýrs, 23 dánardægur, 24 aftr- aðir. LÓÐRÉTT: 2 gjafmild, 3 mergð, 4 Eistlendinga, 5 kvendýr, 6 greiðsla, 7 gljálaust, 12 greinir, 14 kona, 15 róa, 16 snakilli, 17 gras- flötur, 18 jurtar, 19 sjúgi, 20 tala. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 horsk, 4 fersk, 7 pútur, 8 remma, 9 nem, 11 röng, 13 ermi, 14 álfur, 15 holt, 17 reim, 20 úði, 22 ýlfur, 23 leður, 24 akarn, 25 afræð. Lóðrétt: 1 hopar, 2 rotin, 3 korn, 4 form, 5 ræmur, 6 klafi, 10 erfið, 12 gát, 13 err, 15 hnýta, 16 lyfta, 18 eiður, 19 morið, 20 úrin, 21 ilja. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.