Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 51

Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 51 DAGBÓK Nýbýlavegi 12, Kópavogi, s. 554 4433. Bolir frá kr. 990. Stórar stærðir. Stuttbuxur frá kr. 990. St. 38—56 SUÐUR spilar þrjú grönd eftir innákomu vesturs á spaða: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 43 ♥ DG1097 ♦ Á2 ♣ ÁD73 Suður ♠ ÁD2 ♥ 83 ♦ KG954 ♣ KG2 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Út kemur spaðagosi og suður fær fyrsta slaginn á drottninguna. Hvernig er best að spila? Sagnhafi telur á fingrum sér upp í átta örugga slagi og þarf að búa til einn á hjarta eða tígul. Það er fljótséð að ekki vinnst tími til að vinna slag úr hjartalitn- um, svo böndin berast að tígl- inum. Og þá vaknar kannski spurningin hvort rétt sé að taka ásinn og svína gosanum, eða taka tvo efstu fyrst. Sem er í sjálfu sér áhugavert við- fangsefni, en snertir ekki þetta spil með beinum hætti. Norður ♠ 43 ♥ DG1097 ♦ Á2 ♣ ÁD73 Vestur Austur ♠ KG1098 ♠ 765 ♥ Á5 ♥ K642 ♦ D1076 ♦ 83 ♣ 98 ♣ 10654 Suður ♠ ÁD2 ♥ 83 ♦ KG954 ♣ KG2 § Þetta er spil sem þarf að nálgast eins og kötturinn heitan grautinn – í stað þess að ráðast til atlögu strax eru slagirnir fjórir á lauf teknir. Grauturinn kólnar á meðan. Vestur má missa hjarta- fimmuna í þriðja laufið, en það síðasta ræður hann ekki við. Hann verður að henda spaða og þá er hægt að sækja slag á hjarta í rólegheitum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert kraftmikill og litríkur einstaklingur og hefur alla þá eiginleika til að bera sem prýða góðan foringja. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hverjum manni nauð- synlegt að vera einn með sjálf- um sér öðru hverju og láta aðra um að halda um stjórn- völinn. Hafðu engar áhyggjur á meðan. Naut (20. apríl - 20. maí)  Allir hlutir þurfa sinn undir- búning því flas er ekki til fagn- aðar. Varastu að láta tilfinn- ingarnar hlaupa með þig í gönur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Með örlítilli fyrirhyggju ættir þú að geta sveigt atburða- rásina þér í hag. Gættu þess þó að missa ekki yfirsýnina. Sinntu ástvinum þínum af al- úð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allt hefur sinn stað og stund undir sólinni og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þeg- ar það gefst. Farðu þér samt í engu óðslega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Forvitni þín leiðir þig inn á áhugaverðar brautir svo þú skalt vera jákvæður og und- irbúa þig og taka vel á móti því sem á fjörur þínar rekur þar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tillitssemin er gulls ígildi og þú ættir að minnast þess þeg- ar þér finnst ekkert ganga upp hjá þér og allt vera öðrum að kenna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sá sem þú síst áttir von á skýtur nú upp kollinum og réttir fram sáttarhendi. Taktu boðinu og þú munt sjá áhrifa- mátt fyrirgefningarinnar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allir geta á sig blómum bætt. Þú ert hugrakkur og skalt taka þeim áskorunum sem þú færð og læra eitthvað nýtt sem víkkar út sjóndeildar- hringinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu ekkert að velta þér upp úr fortíðinni en reyndu heldur að losna við reiðina því aðeins þá ertu fær um að halda áfram til framtíðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er gaman að njóta augna- bliksins þegar allar aðstæður eru réttar. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur því það gef- ur mestu lífsfyllinguna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt rómantíkin blómstri nú í lífi þínu máttu ekki alveg gleyma þínum gömlu og góðu vinum. Þiggðu því heimboð þeirra þegar þau bjóðast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur fært miklar fórnir fyrir aðra og þótt svo virðist að það hafi þótt sjálfsagt muntu fljótt sjá að annað er raunin og þér verður ríkulega launað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Kvöldvers Sólin til fjalla fljótt fer að sjóndeildarhring, tekur að nálgast nótt, neyðin er allt um kring. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn; ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesús minn. Hallgrímur Pétursson Frammistaða Braga Þor- finnssonar (2.292) á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu var afburðagóð. Hann náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli enda fékk hann 6 vinninga af 13 mögulegum í sterkasta móti sem hann hefur tekið þátt í. Hann hefði jafnvel getað fengið fleiri vinninga miðað við tækifærin sem gáfust. Staðan er dæmi um slíkt þar sem hann hafði hvítt gegn hol- lenska stór- meistaranum Dimitry Rein- derman (2.539). 43. Kh2? Hvítur gat komist hjá þráskák með því að leika 43. Kh1! Svartur stendur þá frammi fyrir óyfirstíg- anlegum erfiðleikum. Besta tilraunin er 43. ...Dxd1+ 44. Kh2 Dd4 en eftir 45. Dg5+ Kh8 46. Dc1! getur svartur ekki komið í veg fyrir með góðu móti að hvítur veki upp nýja drottningu. Eftir textaleik- inn tryggir svartur sér jafntefli. 43. ... De5+! 44. Kg1 De1+ 45. Kh2 Dg3+ og jafntefli samið. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Átt-ræður er í dag, 1. ágúst, Halldór M. Ólafsson, fyrrverandi vörubifreiða- stjóri frá Ísafirði, nú búsett- ur í Hafnafirði. Hann held- ur upp á daginn með eiginkonu sinni, Elísabetu Jónsdóttur, hjá börnum þeirra og fjölskyldum í Nor- egi. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.371 kr. og afhentu Blindrafélaginu peningana. Þær heita Anna Monika, Valdís Björk og Stacy Alla. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík           90 ÁRA AFMÆLI. Ámorgun, fimmtudag- inn 2. ágúst, verður níræður Úlfar Þórðarson augnlækn- ir, Bárugötu 13, Reykjavík. Úlfar fagnar þessum tíma- mótum með því að taka á móti vinum og vandamönn- um í Valsheimilinu á Hlíð- arenda á afmælisdaginn kl. 17–20. NORÐURLANDAMÓTIÐ í svif- drekaflugi var í fyrsta sinn haldið á Íslandi nú í júlímánuði. 23 keppend- ur voru skráðir til leiks. Áætlað var að keppa á Búrfelli, en sökum veðurs á Suðurlandi keppnishelgina var keppnin færð á Norðurland og end- aði í Fnjóskadal. Verkefnið (þrautin) var 30 km flug norður dalinn. Aldrei áður hafði verið flogið þessa leið á svifdreka, þannig að þetta var bæði spennandi og skemmtileg keppni. Úrslit í einstaklingskeppni: 1. Árni Gunnarsson, Ísland (259 stig) 2. Jón Sveinsson, Ísland (234 stig) 3. Lars Lauridsen, Danmörk (224 stig) 4. Lárus Halldórsson, Ís- land (219 stig) 5. Charles Gjorup, Danmörk (198 stig). Ísland vann einnig í liðakeppninni en þar giltu þær reglur að efstu fimm frá hverju landi voru í liðinu. Þeir sem einnig voru í íslenska lið- inu voru Sveinbjörn Sveinbjörnsson (189 stig) og Friðrik Andersen (155 stig). Árni Gunnarsson, nýbakaður Norðurlandameistari. Ísland Norðurlanda- meistari í svifdrekaflugi FORSALA aðgöngumiða á menning- ar- og fjölskylduhátíðina Galdrastef á Ströndum sem haldin verður í Bjarn- arfirði á Ströndum dagana 10.–12. ágúst nk. er hafin. „Hægt er að nálg- ast miða á eftirfarandi stöðum: Ísa- fjörður: Vesturferðir ehf. Hólmavík: Galdrasýning á Ströndum. Akureyri: Upplýsingamiðstöð ferðamála. Egils- staðir: Upplýsingamiðstöð ferðamála. Einnig er hægt að nálgast miða á Netinu á http://www.midasala.is. All- ar upplýsingar um menningarhátíð- ina Galdrastef á Ströndum er að finna á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum. http://www.vestfirdir.is/ galdrasyning,“ segir í fréttatilkynn- ingu. „Það sem hæst ber á Galdrastefi á Ströndum eru án efa stórtónleikar hljómsveitarinnar Sigur Rós sem far- ið hefur sigurför um heiminn með sína einstöku tónlist að undanförnu. Sigur Rós mun tjalda öllu sínu besta, strengjasveitinni ásamt Steindóri Andersen kvæðamanni. Þetta verða einu tónleikar sveitarinnar á Íslandi það sem af er ári. Hátíðin verður til- einkuð minningu þeirra sem brenndir voru á báli á 17. öld fyrir galdur. Táknræn minningarathöfn verður haldin eftir tónleika Sigur Rósar á föstudagskvöldinu,“ segir þar jafn- framt. Fleiri tónlistarmenn koma fram á laugardeginum s.s. Megas, Hilmar Örn Himarsson, Gulli kuklari, Andrea Gylfa og Eddi Lár og fleiri. Flutt verður sérsamið tónverk Hilmars Arnar fyrir hátíðina þar sem túlkaðir verða 1.000 ára galdraatburðir í Bjarnarfirði með tónlist og flugeld- um. Aðgöngumiðaverð kr. 5.000. For- sölumiðaverð kr. 4.000. Fjölskyldutil- boð – ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Sérstakt Tilberaklúbbsverð er kr. 2.500. Hægt er að ganga í Tilbera- klúbbinn á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum. http://www.vestfirdir.is/ galdrasyning/tilberakl.html Tjald- svæði eru innifalin í miðaverði,“ segir í fréttatilkynningu. Galdrastef á Ströndum AÐRA helgi í ágúst næstkomandi munu niðjar Katrínar Jónsdóttir f, 29. mars 1855, og Sveins Arnfinns- sonar f, 29. apríl 1850, ábúenda á Torfastöðum í Grafningu um ára- bil, halda ættarmót í veitinga- staðnum Fossbúanum að Skógum undir Eyjafjöllum og þar í grennd. Gert er ráð fyrir að þeir móts- gestir sem lengst hyggjast dvelja á staðnum byrji að koma þegar á föstudeginum, en laugardaginn 11. ágúst verður aðaldagur ættar- mótsins. Setning verður kl. 14:30 en eftir það verður fjölbreytt dagskrá fram á kvöld. Niðjamót Katrínar og Sveins frá Torfastöðum HÓPUR karla, sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli, stendur fyrir rabbfundi í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógar- hlíð 8 í Reykjavík í dag. Fundurinn hefst kl. 17 og er boðið upp á kaffi og meðlæti. Fundurinn er óformlegur þar sem menn miðla af reynslu sinni af meðferð krabbameinsins. Hópur- inn hefur staðið fyrir fundum sem þessum fyrsta miðvikudag í mán- uði. Rabbað um krabbamein í blöðruhálskirtli FRÉTTIR „SÍÐUSTU ábúendur í Vatnskoti í Þingvallasveit voru álitnir galdra- menn síns tíma, en voru í reynd frumkvöðlar og uppfinningamenn. Símon Daníelsson, bóndi í Vatnskoti, var jafnvígur á tré og járn, gerði við klukkur, og framleiddi niðursuðu- mat fyrir fjölskyldu sína og ná- grannabændur. Teknar hafa verið saman heimildir, bæði ljósmyndir og ritað mál, varðandi Vatnskot og af- komendur Símonar og settar á netið. Bent er á slóðina http://fashiontv.is.“ Síðasti bóndinn í Þjóðgarðinum á Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.