Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 52
SÖNGKONAN Macy Gray ætlar að leggjast í teikni- myndagerð og skrifa handrit að þáttum sem verða byggðir á ævi henn- ar. Í viðtali við VH1-sjónvarpsstöð- ina sagði Gray þættina eiga að fjalla um hana og . „Í þættinum mun einnig koma fram þekkt fólk úr skemmtanaiðnaðinum, sem börn,“ upplýsti Gray. „Erykah Badu og Shaquille ÓNeill eru meðal þeirra sem kíkja í heimsókn.“ Gray mun sjálf tala fyrir sína persónu í þáttunum. Önnur breiðskífa söngkonunnar, The Id, er væntanleg þann 17. sept- ember næstkomandi. Macy Gray er fjölhæf Æviferillinn teiknaður Macy Gray FÓLK Í FRÉTTUM 52 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið  VERSLUNARMANNA- HELGINA 4., 5. og 6. ágúst HENRY PURCELL, Sonnata’s of III Parts. Jaap Schröder, fiðla Svava Bernharðsdóttir, fiðla Sigurður Halldórsson, celló Kees de Wijs, orgel JOHANN SEBASTIAN BACH, tónverk fyrir tvo sembala. Elín Guðmundsdóttir, semball Helga Ingólfsdóttir, semball Jaap Schröder, fiðluleikari, flytur erindi um Henry Purcell. 11. og 12. ágúst GREGORSSÖNGVAR og ítölsk orgelverk. Ítalski sönghópurinn Schola Gregoriana Virorum og Giancarlo Parodi, orgel. Dom Daniel Saulnier O.S.B. flytur erindi um Gregorssöng. TÓNLEIKATÍMI Laugardaga kl. 15 og 17 Sunnudaga kl. 15 Aukatónleikar 4. ágúst kl. 21 og 6. ágúst kl. 15. Messa kl. 17 á sunnudögum hefst með tónlistarflutningi kl. 16:40 Erindi eru flutt í Skálholtsskóla laugardaga kl. 14 Boðið er upp á barnapössun og kaffiveitingar í Skálholtsskóla. Velkomin á Sumartónleika í Skálholtskirkju! A Ð G A N G U R Ó K E Y P I S     Í HLAÐVARPANUM Fimmtudag 2. ágúst kl. 21.00. Tónleikar Bag of joys              ÞAÐ kom mörgum á óvart þegar kvikmyndin um ofurhetjuhópinn X- Men sló í gegn í fyrra. Sérstaklega í ljósi þess að sala blaðanna hafði far- ið dvínandi síðustu áratugi. Eldri aðdáendur áttu erfitt með að við- halda áhuga sínum á blaða- sápuóperunni þar sem aldursmark- hópurinn var alltaf sá sami og þroskuðust upprunalegu aðdáend- urnir því frá hetjum sínum. Á sama tíma áttu nýir lesendur erfitt með að komast inn í hina áralöngu forsögu sem ávallt var verið að vísa í. Les- endafjöldi í gegnum þau 38 ár sem liðin eru frá útgáfu fyrsta blaðsins nær örugglega milljónum. Því hefur fólk líklegast safnast saman á mynd- ina af afar misjöfnum ástæðum. Sumir til þess að sjá endurvarp barnæsku sinnar á hvíta tjaldinu en aðrir til þess að bera saman kvik- myndaútgáfurnar af hetjum sínum við þær sem þeir hafa upplifað sæt og súr ævintýri með í gegnum tíð- ina. Það var svo á svipuðum tíma í fyrra og myndin kom út að ný blaða- sería um X-Mennina hóf göngu sína, Ultimate X-Men, þar sem byrjað var upp á nýtt í nútímalegra umhverfi. Þó er söguþráðurinn afar ólíkur þeim sem er í myndinni. Til þess að höfða til breiðari aldurshóps leitaði Marvel-útgáfan á náðir yngri og ferskari höfundar, Mark nokkurs Millar sem hafði getið af sér gott orð sem kaldrifjaður andskoti og skap- ari ævintýra The Authority ofur- hetjuhópsins. Þrátt fyrir að hann hafi gert ýms- ar betrumbætur á uppruna X- Mannanna eru grundvallaratriðin þau sömu. Mannveran er, eins og allar aðrar lífverur, í stöðugri þróun og skyndilega verður almenningur var við það, að til eru einstaklingar sem eru betur til þess fallnir af nátt- úrunnar hendi að komast af. Þessu veldur viss stökkbreyting á DNA- kóða þeirra sem veldur því að hver og einn „hinna stökkbreyttu“ þróar með sér sinn sérstaka ofurmanna- kraft. Eins og alltaf hræðist fjöldinn hið óþekkta og því hafa „hinir stökk- breyttu“ fengið sinn skammt af höfnunum, fordómum og eru jafnvel eltir uppi af ríkistjórnum sem vilja helst bútasauma mannréttindi þeirra þar sem þær telja þá ógn við „hina eðlilegu“ borgara. Charles Xavier, betur þekktur sem Prófessor X, lítur ef til vill út fyrir að vera afskaplega brothættur í hjólastól sínum. Í raun er hann ein þó öflugasta mannvera í heiminum, gæddur dulrænum kröftum sem gera honum kleyft að sniglast inn í huga hvers sem er og stjórna gjörð- um þeirra eftir sínum vilja. Hann setur upp sérstakan skóla sem á yfirborðinu er ætlaður börn- um sem hafa ýmislegt til brunns að bera en er í raun skóli fyrir „hina stökkbreyttu“ til þess að læra að beisla og þroska meðfædda hæfi- leika sína. Þessa hæfileika vill Pró- fessor X nýta í að þjóna mannkyn- inu, sem hann álítur sig og aðra X-Menn vera hluta af. Erkifjandi hans, Magneto, er svo vitanlega á gjörólíkri skoðun, en hann telur homo sapiens vera bakt- eríu og að lækningin sé hinn æðri kynstofn, homo superior eins og hann kallar hina stökkbreyttu. Þannig að það er einhver pólitík í þessu, eins og öllu öðru, en án henn- ar yrði söguþráðurinn líklegast eins bitlaus og nýfætt barn. MYNDASAGA VIKUNNAR Nýjar stökk- breytingar Ultimate X-Men: The Tomorrow People eftir Mark Millar. Teiknuð af Adam og Andy Kubert. Útgefin af Marvel 2001. Fæst í mynda- söguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson EINHVER misskilningur virðist hafa orðið á skrifstofu þeirra Beta Bandmanna austur á Bretlandseyj- um. Ekki nóg með það að síminn hafi hringt tveimur tímum fyrr en áætlað var heldur var kolrangur maður á lín- unni; John Maclean (plötuspilarar, hljóðbútar og píanó) í stað Richard Greentree (bassi og ásláttur). Og enn seinna komst ég að því að ég hafði verið að tala við Richard allan tímann en var tilkynnt af skrifstof- unni að hann væri John! Til allrar hamingju hafði ég hripað niður nokkra punkta fyrr um morg- uninn þannig að ég var sosum hæfi- lega undirbúinn. Gallinn var hins veg- ar sá að síminn hringdi á öðru skrifborði en mínu og þar neyddist ég til að taka viðtalið. Spurningarnar voru því fastar inni í tölvunni sem er á mínu skrifborði! Á meðan ég hélt John, fyrirgefið, Richard í ofvæni á innihaldsrýru snakki hlupu starfsfélagarnir út um alla skrifstofu, reddandi viðtalstæki og spurningum. Þær komu svo fram- sendar úr tölvunni minni (eða Morg- unblaðsins) í þá sem ég hafði fyrir framan mig. Hvílíkt snjallræði! Þessi óvænti þeytingur allur; vesen og hamagangur, er ekki fjarri eðli og inntaks Beta Band en eina stefna sveitarinnar er nefnilega að hafa enga en vaða því meir úr einu í annað á fremur órökvísan hátt að því er virð- ist. Mun betri en sú síðasta Spurningarnar sem sagt komnar og ekkert því til fyrirstöðu að láta vaða: Nýja platan er nokkuð frábrugðin síðustu plötu... „Já, guði sé lof fyrir það,“ svarar John með hægð. “ Hann segist að- spurður þeir einfaldlega hafa reynt að gera betri plötu en síðast. „Og ég er á því að þessi sé mun betri en sú síð- asta.“ Sem þið voruð nú ekkert sérstak- lega ánægðir með [The Beta Band (1999)]. Sögðuð meira að segja að hún væri hrein hörmung? „Jaa...umm...hún er nú ekki eins slæm og við sögðum hana vera á þeim tíma. Við bara sáum eftir á að við hefðum getað gert svo miklu betur. Við reyndum bara að vera hreinskiln- ir með þetta.“ Nýja platan lýtur í raun lögmálum hins hefðbundna lagaforms á meðan að fyrri verk voru til muna „loft- kenndari“. Engu að síður er mikið um tilraunastarfsemi innan einstakra laga... „Já, við höfum alltaf byggt mikið á tilraunastarfsemi,“ segir John, hálf- drafandi. „Í þetta skiptið tókst okkur þó að hafa einhverja stjórn á henni, lögin hagnast á henni fremur en að hún sé þeim byrði.“ Vinnið þið þetta náið saman? „Já. Steve (Mason gítarleikari, ásláttarleikari og söngvari og „leið- togi sveitarinnar“) kemur með prufu- upptökur og svo vinnum við saman að því að byggja eitthvað í kringum það.“ Er það markmið hjá ykkur að reyna að brjóta reglurnar, fara í kringum kerfið og vera óútreiknan- legir? „Jaaá, já,“ svarar John og og er far- in að hressast lítið eitt. Kannski búinn að fá sér kaffi. „Mér finnst að allir ættu að gera það. Ég ætla ekki að segja að við séum að reyna að forðast frægðina en ef menn ganga einvörð- ungu á gróðasjónarmiðum þá getur það ruglað menn í ríminu um hvað þeir vilja raunverulega gera. Við reynum að viðhalda sköpunarkraftin- um eins og við getum. Jú...ég skrifa undir þetta.“ En Richard. Hvað fór eiginlega úr- skeiðis með The Beta Band breiðskíf- una? „Jaaa...Við vorum eiginlega hálf- áttavilltir. Við notuðum sama upp- tökusjóra og tók þrjár fyrstu þröng- skífurnar upp með okkur [sem hefur verið mikið hampað af gagnrýnend- um sem leikmönnum]. Og...umm....við hefðum átt að vinna með einhverjum öðrum, svei mér þá. Hann var fastur í sjöunda áratugnum og hann náði ekki þeim hljómi sem við vildum ná. Þann- ig að ofsóknarkennd og ranghug- myndir tóku völdin og vandamálin hlóðust upp.“ Leggið þið ykkur í líma við að búa til „glænýja tónlist“ eða er þetta bara rokk og ról eins og 90% hljómsveita segja gjarnan? „Fyrri staðhæfingin er rétt. Rokk- ið er ágætt sem slíkt en það er búið að gera rokk og ról er það ekki? Ég skil ekki af hverju allir eru að hjakka endalaust í þessu gamla formi. Af hverju eru allir svona hræddir við „núið“, „framtíðina“? Við erum í raun að reyna að forðast rokkið eins og við getum.“ En eruð þið áhugamenn um tónlist, þá svona meira en gengur og gerist? „Já, ég myndi segja það. Við hlust- um þó helst á hipp-hopp. En líka á reggí, fönk og sálartónlist. Við höfum ekki mikinn áhuga á gítarrokki. Og við kaupum bara vínyl.“ Rödd kemur inn á símtalið og til- kynnir mér að ég hafi tíma fyrir eina spurningu í viðbót. Ég kýs þó að nota ekki þann möguleika og kveð bara. Jæja, þá er þetta bara komið held ég. Takk fyrir spjallið og gangi ykkur vel. „Takk.“ Það er búið að gera rokk og ról ... er það ekki? Beta Band eru á mikilli siglingu um þessar mundir. Richard er þessi stórskorni, lengt til vinstri. Skrýtirokksveitin Beta Band fer vægast sagt ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni. Arnar Egg- ert Thoroddsen ræddi við Richard Greentree um nýja breiðskífu sveitarinnar, Hot Shots II. Beta Band gefur út Hot Shots II arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.