Morgunblaðið - 01.08.2001, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 53
„ÉG var að segja Róberti frá
teiknimyndasöguhetjunni Jonah
Hex sem var lítt þekktur kúreki
en við bræðurnir héldum mikið
upp á,“ útskýrir gítarleikarinn
Ragnar Emilsson. „Þá samdi
Róbert eitt lag honum til heiðurs
í kúrekastíl og við ákváðum að
hafa tónlist sveitarinnar alla í
þeim anda, með þessum kúreka-
undirtón.“
En umræddur Róbert er einnig
gítarleikari og sonur Reynis rak-
ara á Akureyri. Hinir kúrekarnir,
sem skipa bandið, eru bassaleik-
arinn Jóhann Ásmundsson og
trommuleikarinn Helgi Svavar
Helgason. Þeir halda tónleika á
Vídalín Austurstræti í kvöld og
hefjast þeir kl. 22.30.
Mest í gamni gert
„Þetta er djass með kántríáhrif-
um mætti segja,“ heldur Ragnar
áfram. „Heyrast munu kántrístef
og kántrí„lick“ frá gíturunum, og
stundum notum við rennihólk eins
og blúsaranir voru með og er
upphaflega flöskustútur sem not-
aður var til að ná þessu stálgítar-
eða blúskántríhljómi. En þetta er
samt djass og við spilum djass-
standarda inni á milli en reynum
að gefa þeim öllum einhvers kon-
ar villtavestursmeðferð,“ segir
Ragnar og viðurkennir að þetta
hljóti nú að vera nýjung í tónlist-
arflórunni á Íslandi.
„Á dagskránni eru tvö frum-
samin lög, nokkrir standardar og
síðan lög eftir bassaleikarann
Mark Johnsson sem hefur samið
lög í þessum kúrekastíl og hefur
haft í bandinu sínu gítarleikara á
borð við Bill Frisell, John Scho-
field og Pat Matheny,“ útskýrir
Ragnar og segir þá Róbert munu
skipta sólóunum bróðurlega á
milli sín, „eða stundum flippum
við báðir út í einu“.
Ragnar vill taka það fram að
dagskráin sé samansett með það í
huga að vera skemmtileg og að
tónleikarnir verði síður en svo al-
varlegir. „Við höfum samt æft
dagskrána sérstaklega fyrir þessa
tónleika og lagt mikið í hana og
menn mega ekki vera með fýlu-
svip á tónleikunum,“ segir gít-
arleikarinn að lokum og lofar að
hann og hinir kúrekarnir í band-
inu verði skælbrosandi í kvöld.
Morgunblaðið/Billi
Þeir eru sallarólegir kúrekar norðursins; Jóhann, Ragnar, Helgi Svavar
og Róbert eru Jonah Hex.
Kántrídjass í kúrekastíl
Jonah Hex leikur á Vídalín í kvöld
TOPP 20 mbl.is