Morgunblaðið - 10.08.2001, Qupperneq 28
MINNINGAR
28 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
iðferðilegi vandinn sem
maður stendur frammi
fyrir vegna fyrirhug-
aðrar einræktunar á
fólki er kannski að-
allega sá, hversu erfitt það er að
átta sig fyllilega á því hvað um er
að ræða.
Áður en maður fer að velta því
fyrir sér hvort það sé rétt að
klóna fólk, eins og nokkrir vís-
indamenn hafa nýlega sagt að
þeir hyggist gera, þarf að vera
svona nokkurnveginn á hreinu
hvað það eiginlega er sem menn-
irnir ætlast fyrir.
En það flækir málið, að við
þessari spurningu virðist ekki
vera til einhlítt svar. Hvernig ber
að skilja fyrirætlanir Severinos
Antinoris og
félaga hans?
Fyrst má
spyrja: Hvert
er markmið
doktorsins og
kollega hans?
Vísindamennirnir segja að fyrir
þeim vaki fyrst og fremst að
hjálpa fólki sem ekki getur eign-
ast börn með hefðbundnari leið-
um. Að því leyti má segja að
markmið fyrirhugaðra tilrauna sé
það sama og markmiðið með
glasafrjóvgunum, sem núorðið
eru varla umdeildar, en voru
harðlega gagnrýndar í fyrstu,
þegar þær voru ekki annað en
óljósar fyrirætlanir vísinda-
manna.
Ef eingöngu er litið á málið út
frá þessu sjónarhorni – það er að
segja í ljósi þess hvert yfirlýst
markmið er – má því segja að til-
gangurinn sé fyrst og fremst sá,
að bæta úr meini (ófrjósemi). Og
það getur varla verið siðferðilega
rétt að banna tilraunir sem miða
að því að veita fólki lækningu.
Þegar rætt er um einræktun á
fósturvísum í þeim tilgangi að
búa til stofnfrumur, sem síðan
eru gerðar að líffærum sem
græða má í fólk til að lækna það,
eru flestir sammála um að sið-
ferðilega sé ekkert við slíka fram-
leiðslu að ræða. Þar er markmiðið
það sama og með glasafrjóvgun-
um, það er, að bæta mein. Í báð-
um tilvikum er frjósemifræðum
beitt til að búa til frjóvgun á
óhefðbundinn hátt (þótt þetta
geti varla talist óhefðbundið öllu
lengur).
Af fréttum má ráða að Antinori
og félagar líti svona á málið. Að
þeir séu að koma fólki til hjálpar
og bæta lífshamingju þess. Og
hvaða læknir vill ekki gera það?
Ef út í það er farið, hvaða lækni
ber ekki að gera það?
Af fréttum má ennfremur ráða
að gagnrýni á fyrirætlanir dokt-
ors Antinoris séu einkum af
tvennum toga. Annarsvegar er
hann sakaður um að vera farinn
að haga sér eins og Hitler, og ætli
að búa til ofurbörn. Þessi gagn-
rýni kom úr Vatíkaninu. (Lækna-
stofur Antinoris eru staðsettar í
Róm, steinsnar frá múrum Páfa-
garðs.) Þá mun einhver ónafn-
greindur franskur lífsiðfræðingur
og læknir hafa sagt fyrirætlanir
Antinoris vera „glæpi gegn
mannkyninu“. Þannig að breiðu
spjótin siðfræðinganna eru komin
á loft.
Hins vegar er Antinori sagður
ætla sér um of í vísindalegu tilliti.
Það sé tæknilega miklum vand-
kvæðum bundið að gera það sem
hann ætli sér, og það muni óhjá-
kvæmilega kosta margar til-
raunir og hver einasta tilraun feli
í sér að fóstur verði skapað og
flest þeirra hljóti að verða gölluð
og verða fargað. Því megi í raun
segja að Antinori hljóti í til-
raunum sínum að búa til fjöldann
allan af fötluðum fóstrum, og
hreinlega henda þeim. Bent er á
að það hafi tekið rúmlega 200 til-
raunir að búa til kindina Dollý.
Þetta er sú gagnrýni sem mest
hefur farið fyrir. Gagnrýnendur
horfa því fyrst og fremst á fyr-
irætlanir Antinoris sem tilraunir
til að skapa manneskju með alveg
nýjum hætti. Gagnrýnendur líta
því ekki á málið alveg sömu aug-
um og Antinori, sem virðist, eins
og áður sagði, fyrst og fremst líta
svo á að hann sé að hjálpa fólki
sem á við ófrjósemi að stríða.
Antinori hefur gefið lítið fyrir
þá gagnrýni sem hann hefur orð-
ið fyrir. Hann segir að í vinnu
sinni við frjósemisaðgerðir hafi
hann þróað aðferð til að skera úr
um hvaða fósturvísar séu heil-
brigðir og hverjir ekki. Því geti
hann fargað óheilbrigðum fóst-
urvísum áður en þeir verði að
fóstrum, og einungis heilbrigð
fóstur verði til.
„Þetta er ógerningur,“ segir
annar vísindamaður, Rudolf Ja-
enisch, sem vinnur við Massa-
chusetts Institute of Technology
(MIT) í Bandaríkjunum – ein-
hverja virtustu vísindastofnun í
heimi. „Það er engin leið að spá
fyrir um hvort eitthvert tiltekið
klón verði að heilbrigðum eða
óheilbrigðum einstaklingi,“ segir
Jaenisch.
Þetta er kjarni málsins. Ef – og
þetta er alveg risastórt ef – Anti-
nori hefur rétt fyrir sér og getur í
raun og veru valið úr aðeins þau
klón sem verða að heilbrigðum
einstaklingum þá verður ekki séð
að það sé neitt augljóslega rangt
við það sem hann hyggst fyrir. Þá
verður engum fóstrum fórnað,
aðeins fósturvísum, líkt og gert
er þegar stofnfrumur eru búnar
til í lækningaskyni.
Ef það er í rauninni tæknilega
mögulegt að klóna fóstur án þess
að það kosti að fórna verði fjölda
„misheppnaðra“ einstaklinga til
að fá einn fullkominn (Antinori
hefur líka látið út úr sér að hann
ætli að búa til „læknisfræðilega
fullkomin“ börn), þá er þetta
varla mikið verra en vel þekktar
og siðferðilega viðurkenndar að-
ferðir við gervifrjóvgun.
En ef gagnrýnendur Antinoris
hafa rétt fyrir sér, og hann er að
æða út í eitthvað sem er í besta
lagi ótrygg vísindi og í versta falli
alveg ókannað land, þá er svo
sannarlega margt athugavert við
áætlanirnar og þær fara í raun að
líkjast frásögn um margboðað
morð.
Hverjum á maður þá að trúa?
Ef ekki einu sinni vísindamenn
eru á einu máli og fullyrðingar
þeirra um grundvallaratriði máls-
ins stangast á, hvernig eiga þá
þeir, sem ekki eru vísindamenn,
að geta áttað sig í málinu?
Klónun
á fólki
Gagnrýnendur líta því ekki á málið
alveg sömu augum og Antinori
sjálfur, sem virðist fyrst og fremst líta
svo á að hann sé að hjálpa fólki sem
á við ófrjósemi að stríða.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
✝ Mikael Jóhannes-son fæddist á Ak-
ureyri hinn 16. júlí
1927. Hann andaðist
á heimili sínu hinn
28. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jóhannes Jón-
asson frá Ystu-Vík, f.
1885, d. 1964, og
Gunnlaug Kristjáns-
dóttir, Akureyri, f.
1894, d. 1957. Hálf-
systkini Mikaels eru
Kristín, f. 1918, d.
1984, Kristján, f.
1920, og Guðmundur,
f. 1921. Faðir þeirra og fyrri mað-
ur Gunnlaugar var Mikael Guð-
mundsson, skipstjóri frá Hrísey, f.
1886, d. 1922. Uppeldisbróðir
systkinanna var Magnús Kristins-
son, f. 1920, d. 1990. Hinn 3. nóv-
ember 1951 kvæntist Mikael eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Hrönn
Arnheiði Björnsdóttur, f. 18. sept-
ember 1931. Foreldrar hennar
voru hjónin Björn Arngrímsson, f.
1900, d. 1950, og Sigrún Júlíus-
dóttir, f. 1911, d. 1979, og voru
þau bæði frá Dalvík. Börn Mikaels
og Hrannar eru: 1) Björn, f. 1950.
Kona hans er Sveinsína Guðrún
Steindórsdóttir, f. 1950. Þau eiga
fjögur börn og eitt barnabarn. 2)
Jóhannes, f. 1953. Kona hans er
Guðrún Gísladóttir, f. 1951. Þau
eiga þrjú börn og
eitt barnabarn. 3)
Sigurður, f. 1955.
Kona hans er Inga
Þorbjörg Steindórs-
dóttir, f. 1955. Þau
eiga fjögur börn. 4)
Sigrún Alda, f. 1964.
Hún er í sambúð með
Sigurði Halldórs-
syni, f. 1959. Þau
eiga eitt barn. Fyrir
á Sigurður tvær dæt-
ur.
Mikael varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum á Akureyri ár-
ið 1947. Hann nam arkitektúr við
Edinborgarháskóla einn vetur.
Jafnhliða námi starfaði hann á
Teiknistofu Kaupfélags Eyfirð-
inga á Akureyri. Síðan í bygg-
ingavörudeild KEA og var í um 30
ár deildarstjóri hennar. Síðustu
árin starfaði hann hjá bygginga-
vöruversluninni METRÓ á Akur-
eyri. Samhliða störfum sínum rak
Mikael eigin teiknistofu. Hann átti
sæti í bygginganefnd Akureyrar-
bæjar árið 1956 til 1982. Hesta-
mannafélagið Léttir heiðraði
Mikael fyrir störf hans að málefn-
um félagsins og gerði hann að
heiðursfélaga sínum árið 1998.
Útför Mikaels fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hjartkær bróðir minn Mikael Jó-
hannesson er látinn, 74 ára gamall,
eftir erfið veikindi síðustu mánuði.
Mig langar með fáum orðum að
minnast hans en við andlát hans rifj-
ast upp góðar minningar og þakk-
læti. Faðir Mikaels, Jóhannes Jón-
asson, kvæntist móður okkar,
Gunnlaugu, nokkru eftir að hún varð
ekkja en hún missti föður minn
Mikael Guðmundsson skipstjóra frá
Hrísey er skip hans Talisman fórst í
aftakaveðri við Vestfirði árið 1922.
Stjúpfaðir okkar, Jóhannes, var al-
veg einstakur mannkostamaður og
reyndist móður okkar og föðurlaus-
um stjúpbörnum sínum mjög vel
sem fólst í sérstakri umhyggju og
nærfærni sem værum við hans eigin
börn.
Mikki bróðir eins og hann var allt-
af kallaður í hópi fjölskyldunnar var
strax einstaklega skemmtilegt og
fjörmikið barn og kom okkur syst-
kinunum oft til að brosa með ýmsum
skringilegum og sérstökum uppá-
tækjum og tilburðum. Þá kom
snemma fram áhugi hans á teikningu
og sérstaklega síðar þegar hann fór
að teikna mannamyndir að hann
sýndi einstaka leikni og nákvæmni
listamannsins með lifandi og per-
sónulegum stíl. Í dag prýða margar
þessara mynda heimili fjölmargra
ættingja innanlands sem utan. Þetta
listfengi og sérstaka dráttleikni hans
átti eftir að nýtast honum vel síðar
þegar hann lærði húsateikningar í
háskóla erlendis og sem hann stund-
aði hér heima um árabil. Eftir heim-
komu tók hann til starfa hjá Teikni-
stofu KEA og síðar varð hann
deildarstjóri byggingavörudeildar
KEA en því starfi gegndi hann um
árabil. Ég og fjölskylda mín munum
ávallt minnast heimsóknanna á Eyr-
arlandsveginn og Vestursíðuna þar
sem okkur var alltaf tekið opnum
örmum og af mikilli gestrisni. Einnig
hafa samverustundir með börnum
þeirra, Bjössa, Jóa, Sigga og Sig-
rúnu Öldu veitt okkur mikla ánægju.
Forsjónin hagaði því þannig til að
ég átti erindi til Akureyrar í byrjun
júlí sl. og mér gafst kostur á að koma
að sjúkrabeð bróður míns sem þá
hafði nýverið gengist undir upp-
skurð vegna meins sem hafði greinst
fyrir nokkru. Þrátt fyrir uppskurð-
inn tókst ekki að komast fyrir mein-
semdina og var einsýnt að hverju
stefndi. Það var mér því mjög dýr-
mætt að fá þetta tækifæri á að hitta
og ræða við bróður minn dágóða
stund um gamla tímann, menn og
málefni frá liðnum æskudögum
heima á Akureyri. En örlögin urðu
ekki umflúin og hann andaðist á
heimili sínu nokkrum vikum seinna.
Elsku Hrönn mín, við vottum þér
og fjölskyldu þinni dýpstu samúð
okkar og biðjum Guð að gefa ykkur
styrk og huggun í sorginni. Ég mun
ávallt geyma minninguna um góðan
bróður í hjarta mínu.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Guðmundur J. Mikaelsson
Í tólfta sinn er höggvið skarð í
stúdentahópinn, sem útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri 1947.
Mikael var fæddur á Akureyri,
ólst þar upp og bjó þar alla ævi sína,
utan skamms tíma, sem hann var í
Edinborgarháskóla við nám í arki-
tektúr.
Hann var fjölhæfur skíðamaður á
yngri árum sínum og keppti í svigi,
meðal annars, á Landsmóti á Siglu-
firði 1944, þar sem hann stóð sig með
ágætum.
Mikael var mjög listfengur, málaði
snemma olíumálverk og teiknaði
m.a. í Carmínu stúdenta 1947. Hann
teiknaði fjölda húsa á Akureyri og
nágrenni af miklum hagleik.
Við bekkjarsystkini Mikaels
hörmum fráfall hans, sem okkur
finnst ótímabært og viljum með
þessum fátæklegu orðum votta
Hrönn eiginkonu hans og fjölskyldu
innilega samúð okkar, og biðjum
Guð að blessa þau um ókomin ár.
Stúdentar MA 1947.
Skjótt hefur sól brugðið sumri. Í
dag verður lagður til hinstu hvílu
góðvinur minn Mikael Jóhannesson.
Enn á ný sannast hið fornkveðna;
Enginn má sköpum renna. Heilsa
Mikaels beið þungan hnekki er hann
fyrir nokkrum mánuðum greindist
með krabbamein. Með honum er
genginn einn besti maður sem ég
hefi kynnst um ævina, einn af öðl-
ingum þessarar þjóðar. Kær vinur
sem ég sárt sakna.
Leiðir okkar Mikaels lágu saman
hjá samvinnuhreyfingunni. Ég veitti
honum fyrst athygli er ég hafði með
höndum stjórn og umsjón með bygg-
ingarráðstefnu Sambandsins, sem
haldin var í Hamragörðum fyrir
tæpum þrjátíu árum. Þar voru
komnir saman allir helstu sérfræð-
ingar Sambandsins, kaupfélaganna
og fyrirlesarar með ýmis sérsvið.
Eftir hvert erindi urðu til umfjallan-
ir og margar fyrirspurnir komu
fram. Oft komu fram strembnar
spurningar og flókin úrlausnarefni,
sem helstu kunnáttumenn í hópnum
áttu á tímabilum í erfiðleikum með
að ráða fram úr. Það vakti fljótlega
aðdáun mína og annarra þátttak-
enda í ráðstefnunni að með í hópnum
var einstaklega álitlegur maður,
deildarstjóri byggingavörudeildar
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur-
eyri, sem hafði ætíð úrlausnir við erf-
iðum ráðgátum sem upp komu. Af
sérstakri hógværð og prúðmennsku
kom hann sínum uppástungum á
framfæri. Mér er sérstaklega minn-
isstætt að aldrei höfðu ræðumenn
eða sérfræðingarnir minnkun af til-
lögum eða úrlausnum Mikaels. Það
var ekki í hans eðli að vilja hefja sig
upp á kostnað annarra. Í mannlegum
samskiptum var hann óvanalega
nærgætinn og umhyggjusamur mað-
ur.
Upp frá þessum tíma var Mikael
valinn einn helsti ráðgjafi og um-
sagnaraðili í allskonar erfiðum og
flóknum viðfangsefnum fyrir bygg-
ingavörudeildir samvinnuhreyfing-
arinnar. Menn komu ekki að tómum
kofunum þar á bæ. Mikael var vel
lesinn um byggingarfræðin. Hann
nam arkitektúr í Skotlandi og var
einn afkastamesti teiknari norðan
heiða í fjölmörg ár. Með Mikael eign-
aðist viðskiptaheimurinn og sam-
vinnuhreyfingin listamann sem
skapaði hugmyndir og hugsanir sem
leiddu aðra til dáða og athafna í
MIKAEL
JÓHANNESSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.