Morgunblaðið - 31.08.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ KA bíður enn um sinn eftir sæti í efstu deild / C2 Fjölnismenn gefast ekki upp / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag KRÓKABÁTURINN Ási SH-314 náðist á flot seinnipartinn í gær eftir að hafa strandað um fimmleytið í gærmorgun þegar hann sigldi á brimbrjótinn við Suðureyri. Við ásiglinguna kom gat á bátinn. Björg- unarsveitarmenn frá Suðureyri náðu í tvo menn um borð á slöngubát skömmu eftir strandið og björguðu þeim í land. Það var björgunarskip Ísfirðinga, Gunnar Friðriksson, sem dró bátinn síðan á flot á flóði en báturinn stóð nánast á þurru rétt fyrir hádegi, á fjöru, að sögn Eggerts Stefánssonar björgunarsveitarmanns sem staddur var um borð í Gunnari Friðrikssyni. Björgunarsveitarmenn frá Suður- eyri og Ísafirði unnu við að þétta bát- inn og dæla úr honum sjó og setja belgi framan í hann til að reyna að halda honum á floti. Auk þess fluttu björgunarmenn um tveggja tonna afla bátsins í land. Morgunblaðið/Halldór Unnið að dælingu á sjó úr Ása SH. Í bakgrunni er björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Náðist af strandstað í Súgandafirði ÞRJÁTÍU og sjö starfsmönnum Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Alls er um 34 stöðugildi að ræða. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að uppsagn- irnar taki gildi frá 1. september en uppsagnarfrestur er frá einum og upp í þrjá mánuði. Alls vinna um 120 manns hjá fyrirtækinu. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um uppsagnirnar á fund- um sem haldnir voru í gær. Ástæð- ur uppsagnanna eru sagðar ákveðin óvissa sem ríkir á helstu mörk- uðum fyrir fullunnin skinn, svo og óvissa um hráefnisöflun á haust- dögum. Að sögn Ormars Örlygssonar, framkvæmdastjóra Skinnaiðnaðar hf., fara um 98% af framleiðslu Skinnaiðnaðar til útflutnings. Helstu útflutningsmarkaðir eru í Suður-Evrópu, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Suðaustur- Asíu. Ormarr segir að menn hafi einkum horft til Asíumarkaðarins en að ekkert verði flutt út þangað í haust. Þá hefur Finnlandsmarkað- ur brugðist. Langmestur útflutningur Skinna- iðnaðar er til Ítalíu. Um 40% fram- leiðslunnar eru flutt út þangað í ár. Mest er flutt út af mokkaskinnum. Þá framleiðir fyrirtækið einnig skrautgærur. Ormarr segist engu vilja spá um frekari horfur í rekstri. Hann segir óvissuástand á erlendum mörkuð- um meginástæðuna fyrir uppsögn- unum. Að hans sögn hefur rekst- urinn gengið erfiðlega eftir að markaður með mokkaflíkur hrundi árið 1998 eftir mjög góð ár þar á undan. Allt hráefni er keypt inn á haustin og hrundi markaðurinn strax í kjölfarið. Skinnaiðnaður hf. segir upp 37 starfsmönnum Ástæða uppsagna óvissa á erlendum mörkuðum STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti á fundi sínum í gær að taka að sér að veita bakábyrgð fyrir við- skiptabanka sem veita afurðalán til sláturleyfishafa vegna sauðfjárslátr- unar. Að sögn Theodórs Bjarnason- ar, forstjóra Byggðastofnunar, var þetta samþykkt einróma á fundinum og segir hann það vera mjög áríðandi fyrir stofnunina að koma að þessu máli. „Þarna tekst okkur að sinna nýjum verkefnum sem voru komin í óefni. Þetta er að sjálfsögðu mikið landsbyggðarmál og snertir hag sauðfjárbænda á öllu landinu.“ Theodór segir að ábyrgð Byggða- stofnunar fyrir afurðalánunum geri viðskiptabönkunum kleift að lækka verulega vexti af afurðalánum og það lækki kostnað sláturleyfishafa af slátruninni í heild til verulegra hags- bóta fyrir sauðfjárbændur. Að sögn Theodórs er þarna um að ræða áætl- aðan sparnað sem nemur á bilinu 60– 70 milljónum á ársgrundvelli. Afurðalánin geta numið 75% af heildsöluverðmætinu og segir Theo- dór að ábyrgð Byggðastofnunar geti hæst náð því marki, sem er áætlað samtals um 1,5 milljarðar. „Þessar ábyrgðir eru mestar í nóvember og síðan lækka þær. Þetta verður fram- kvæmt í nánu samstarfi við við- skiptabankana, fyrst og fremst Landsbankann og Búnaðarbank- ann,“ segir Theodór. Finna þarf lausn á vanda loðdýrabænda Annað sem rætt var á fundinum eru málefni loðdýraræktunar. Að sögn Theodórs er um að ræða veru- legan fjárhagsvanda hjá 16–17 loð- dýrabúum sem finna þurfi flöt á. „Það hefur mikið verið rætt um vandamál loðdýrabænda og það er mikill áhugi hjá Byggðastofnun að vera aðili að lausn þess vanda.“ Theodór segir vanda loðdýra- bænda hafa skapast vegna þess hve verð á skinnum hafi verið lágt und- anfarin ár og því hafi skilaverð eng- an veginn dugað til þess að standa undir rekstri búanna. Því hafa lausa- skuldir hlaðist upp og segir Theodór að sá vandi verði ekki leystur nema til komi langtíma aðgerðir hjá öllum hagsmunaaðilum. Byggðastofnun samþykkir ábyrgð fyrir afurðalánum Í GÆRMORGUN handtók lög- reglan í Reykjavík tvo unga menn í og við húsnæði líffræði- skorar Háskóla Íslands við Grensásveg. Í húsleit sem gerð var í kjölfarið fundust skjávarpi og tölva sem stolið var úr hús- næði Landsvirkjunar, annars- vegar í Höfða og hins vegar við Grensásveg. Málin teljast upp- lýst. Lögreglan handtók annan manninn fyrir utan hús líf- fræðiskorar um kl. 5.30 í gær- morgun. Félagi hans fannst eft- ir að hafa falið sig á 3. hæð hússins. Mennirnir höfðu brot- ið rúðu til að komast inn. Þeir höfðu reynt að losa skjávarpa úr einni kennslustofunni þegar lögreglu bar að garði. Innbrot upplýst INNFLUTNINGUR á krókódílum hefur staðið til á Húsavík um nokk- urt skeið og að sögn Reinhards Reynissonar bæjarstjóra Húsavíkur er um þessar mundir verið að vinna í að útvega þau gögn sem landbún- aðarráðuneytið hafi beðið um vegna hugsanlegs innflutnings. „Við vorum búin að spyrjast fyrir um hvað við þyrftum að leggja fram til þess að fá leyfi fyrir inn- flutningnum og fengum frá ráðu- neytinu spurningar í nokkuð mörg- um liðum sem við erum að vinna í að fá svör við áður en við getum formlega vænst þess að fá efnislega afstöðu til þess. Spurningarnar varða meðal annars sjúkdóma í dýrunum. Við vorum ekki búin að setja okkur neina tímaáætlun hvað þetta varðar en erum að vinna þetta í rólegheitunum,“ sagði Rein- hard. Hann telur líklegt að fáist leyfi til að flytja dýrin inn verði stofnað hlutafélag um starfsemina. Ætlunin sé að flytja inn nokkur dýr og ala þau í affallstjörnum frá orkuveit- unni. Hugmyndin er að krókódíl- arnir verði eins konar lífrænar sorpkvarnir sem taki við matar- úrgangi frá fiskeldi, fiskvinnslu og kjötvinnslu í bænum en hugmyndin er fengin frá Colorado-fylki í Bandaríkjunum þar sem krókódílar búa við óvenjuleg veðurfarsleg skil- yrði. Krókódíla- innflutning- ur enn í skoðun Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þetta skilti sem er að finna rétt sunnan Húsavíkur og svipar til umferðarskiltis gefur til kynna að krókódíla sé að vænta í bæinn innan skamms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.