Morgunblaðið - 31.08.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR mun af-
greiða umsóknir sem berast um
húsbréfalán til sjóðsins samkvæmt
því brunabótamati sem í gildi er á
þeim degi sem umsókn berst. Það
þýðir að þeir sem sækja um hús-
bréfalán fyrstu tvær vikurnar í
september eiga möguleika á hærra
húsbréfaláni en ella, þar sem reglu-
gerðarbreyting félagsmálaráðherra
um viðmiðun við 85% af brunabóta-
mati í stað 65% tekur gildi 1. sept-
ember, en endurmat brunabóta-
matsins, sem almennt þýðir lækkun
þess, tekur ekki gildi fyrr en 15.
september. Samkvæmt upplýsing-
um félagsmálaráðuneytisins er
tímasetning á gildistöku reglugerð-
arinnar sett að ósk Íbúðalánasjóðs.
Hallur Magnússon, sérfræðingur
í stefnumótun og markaðsmálum
hjá Íbúðalánasjóði, sagði að Íbúða-
lánasjóður myndi afgreiða umsókn-
ir eftir því brunabótamati sem í
gildi væri þegar umsóknirnar
kæmu inn til þeirra. Þær umsóknir
sem myndu berast til Íbúðalána-
sjóðs á þessum tveimur vikum yrðu
afgreiddar eftir því brunabótamati
sem væri í gildi. Í einhverjum til-
fellum væri það brunabótamat sem
myndi lækka eftir 15. september og
í öðrum tilvikum myndi það hækka.
Það þýddi að í einhverjum tilvikum
fengju aðilar lægra lán eftir 15.
september en ella og í einhverjum
tilvikum hærra lán.
Aðspurður hvort Íbúðalánasjóður
teldi tryggingar fyrir lánum sínum
nægilega góðar ef lánað væri 85%
af brunabótamati, sem síðan ætti
eftir að lækka við endurmatið, sagði
Hallur að mat þeirra og stjórnar
sjóðsins hefði verið að óhætt hefði
verið að fara í 100% af brunabóta-
mati hér á höfuðborgarsvæðinu
tryggingarinnar vegna, þar sem
ekki væri lánað nema 65 til 70% af
kaupverði sem lægi nálægt mark-
aðsverði. Lækkun brunabótamats-
ins 15. september næstkomandi
breytti í raun og veru ekki mark-
aðsverðmæti íbúða og því væri auk-
in tapáhætta hverfandi.
Kærufrestur vegna endurmats
brunabótamatsins rennur út 15.
september næstkomandi og tekur
þá endurmatið gildi nema það hafi
verið kært til Fasteignamatsins og
ekki tekist að afgreiða kæruna fyrir
þann tíma. Ef ekki er búið að af-
greiða kæruna gildir eldra bruna-
bótamat þar til niðurstaða liggur
fyrir varðandi kæruna.
Aðspurður hvernig Íbúðalána-
sjóður myndi taka á slíkum málum
þar sem endurmat hefði verið kært
og niðurstaða lægi ekki fyrir 15.
september, sagði Hallur að afstaða
Íbúðalánasjóðs væri sú að umsóknir
yrðu afgreiddar eftir því bruna-
bótamati sem gilti þegar umsóknin
kæmi inn svo fremi sem umsóknin
væri fullgild.
Dagsetningin samkvæmt
ósk Íbúðalánasjóðs
Ingi Valur Jóhannsson, deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu,
sagði að tímasetning á gildistöku
reglugerðarinnar væri sett að ósk
Íbúðalánasjóðs.
Aðspurður hvort það væri við-
unandi af hálfu ráðuneytisins að
þeir sem sæktu um lán á tímabilinu
1.–15. september fengju hærra lán
en þeir sem sæktu eftir þann tíma,
sagðist Ingi Valur ekki hafa neina
skoðun á því, en þegar reglugerðin
hefði verið í smíðum hefði Íbúða-
lánasjóður viljað hafa þetta með
þessum hætti.
Íbúðalánasjóður óskaði eftir að reglugerð um 85% lán gilti frá 1. september
Möguleiki á hærra húsbréfa-
láni 1. til 15. september
HAUKUR Ingibergsson, forstjóri
Fasteignamats ríkisins, segir að
brunabótamat íbúða í Víkurási sem
sagt var frá í Morgunblaðinu í fyrra-
dag, sé frá því áður en endurmat fór
fram. Eftir endurmatið sé mat á
íbúðunum, sem allar eru af sömu
stærð, á bilinu frá 5,9 upp í 6,2 millj-
ónir króna, en áður var matið frá 5,8
milljónum kr. og upp í 8,3 milljónir
kr.
Guðrún Árnadóttir, formaður
Félags fasteignasala, segir frá því í
Morgunblaðinu á miðvikudag að sex
sambærilegar íbúðir í fjölbýlishúsi í
Víkurási sem byggðar séu af Bygg-
ung og allar séu af sömu stærð með
sambærilegum innréttingum séu
með mismunandi brunabótamati frá
5,8 milljónum upp í 8,3 milljónir.
Haukur sagði að þessar tölur um
brunabótamat á íbúðunum væru frá
því áður en endurmat á brunabóta-
mati íbúðanna hefði farið fram. Eftir
endurmatið væru íbúðirnar í fjórum
tilvikum metnar á 5,9 milljónir kr. og
í einu tilviki á 6,2 milljónir kr.
Haukur sagði að þessi dæmi um
mismunandi mat á sambærilegum
eignum undirstriki þá þörf sem hafi
verið á því að samræma brunabóta-
mat í landinu.
Brunabótamat
í Víkurási
Tölur áður
en endurmat
fór fram
HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkisins
hefur lýst yfir áhyggjum af því að
brunabótamat ýmissa gamalla og
friðaðra húsa kunni að vera of lágt
með hliðsjón af raunverulegum end-
urbyggingarkostnaði þeirra, að því er
fram kemur í bréfi nefndarinnar til
Fasteignamats ríkisins.
Að mati nefndarinnar er slík nið-
urstaða til þess fallin að hindra varð-
veislu byggingararfs þjóðarinnar með
því að draga úr viðleitni fasteignaeig-
enda til að halda við gömlum og frið-
uðum húsum og endurbæta þau.
„Um leið og Húsafriðunarnefnd
vekur athygli Fasteignamats ríkisins á
mikilvægi þess að gömul og friðuð hús
séu rétt virt til brunabótamats hvetur
nefndin eigendur gamalla og friðaðra
húsa, sem of lágt kunna að hafa verið
metin að teknu tilliti til viðhalds og
endurbóta, til að nýta sér kæruúrræði
laga nr. 6/2001 um skráningu og mat
fasteigna og fá brunabótamat endur-
skoðað,“ segir ennfremur.
Húsafriðunarnefnd
Brunabóta-
mat friðaðra
húsa kann að
vera of lágt
♦ ♦ ♦
26 PUNDA hængur veiddist í Laxá
í Aðaldal fyrir nokkrum dögum og
hafa þá tveir slíkir veiðst í ánni í
sumar, báðir á Nesveiðum, og eru
saman stærstu laxar vertíðarinnar
hér á landi. Að þessu sinni var það
vel þekktur bandarískur veiðimað-
ur, Art Lee, sem veiddi laxinn, sem
var leginn hængur, á Presthyl og
notaði hann fluguna Governer
númer 4, að sögn Stefáns Skafta-
sonar í Straumnesi.
Sonur hans, Steingrímur, var
með Lee og vigtaði laxinn lifandi í
háfnum. Var hann slétt 13 kg eftir
að þyngd háfsins hafði verið dregin
frá. Sagði Stefán að laxinn hefði
verið óður, strikað og stokkið um
allt og því tapað úthaldinu fljótt og
Lee hefði aðeins verið um stund-
arfjórðung að sigra fiskinn. Ekki
var tekin mynd af laxinum, að sögn
Stefáns Skaftasonar.
Íslendingar veiða nú í Nesi og
fyrstu þrjá dagana veiddu þeir 37
laxa, bæði á flugu og spón. Stærst
var 18 punda hrygna sem fór í klak,
einnig fallegur hængur, 16–17
punda. Annars voru laxarnir flestir
smálaxar. Síðan dofnaði yfir veið-
inni og var lítil veiði á miðvikudag,
en svo glæddist aftur í gær og í
gærmorgun veiddist m.a. 20 punda
hængur á Núpafossbrún á flugu.
Fullt af laxi í Flekkunni
„Þetta hefur verið viðunandi í
Flekkudalsá í sumar. Það eru
komnir um 115 laxar úr ánni, en
hún hefur oft verið erfið í sumar
vegna vatnsleysis. Það er fullt af
laxi í ánni og fastagestir okkar
hafa orð á því. Það var lokað fyrir
maðkveiði í sumar og ekki verið að
slátra fjölda laxa. Það skilar sér.
Menn hefðu þó veitt meira í sumar
ef þeir hefðu smækkað flugurnar.
Ég hef oftar en einu sinni heyrt í
mönnum sem hafa talað um að lax-
inn taki ekki, en þeir hafa ekki far-
ið niður fyrir tíurnar í flugustærð.
Ég hef þá sagt þeim að setja undir
míkrótúpur og öngla niður í 16–18
og þá hefur farið að ganga eitthvað
hjá þeim,“ sagði Ómas Blöndal Sig-
geirsson, einn leigutaka Flekku-
dalsár í Dölum, í samtali við
Morgublaðið.
Svalbarðsá miklu
betri en í fyrra
Holl fluguveiðimanna sem lauk
nýverið 6 daga veiðum í Svalbarðsá
í Þistilfirði fékk 28 laxa og voru þá
komnir 140 laxar úr ánni, en allt
síðasta sumar veiddust þar aðeins
92 laxar.
Af þessum 28 löxum voru tveir 16
punda, einn 15 punda og einn 14
punda en aðrir smærri. Nokkrum
hrygnum í vænni kantinum var
sleppt, að sögn Jörundar Mark-
ússonar, leigutaka árinnar. Tals-
vert er af laxi, mest í ofanverðri
ánni, og nokkuð er um nýgenginn
smálax.
Annar 26 punda
hængur úr
Laxá í Aðaldal
Enn finnast stórlaxar í Norðurá í Borgarfirði. Þennan veiddi Jens P.
Clausen á Kálfhylsbroti fyrir skömmu, en hann var rétt tæp 16 pund, en
97 sentímetra langur og hefði trúlega vegið 18–19 pund nýgenginn.
Laxinn tók mjög smáa Black Brahan.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir segir nokkuð mikið um að
fólk með alvarlega sjúkdóma sæki í
hjálækningar og í mörgum tilvikum
sé það af hinu góða. Skottulækning-
ar segir hann hins vegar bannaðar
með lögum og alvarlegt mál þegar
fólki er jafnvel valdið skaða, það fé-
flett eða haldið frá hefðbundnum
lækningum.
Mömmur athugið
Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn
var lítil auglýsing undir yfirskrift-
inni „Mömmur athugið“ þar sem lof-
að er undraverðum árangri með
óhefðbundnum aðferðum ef börn
pissa undir. Maðurinn sem býður
upp á þjónustuna er titlaður reiki-
meistari og svæðanuddari í síma-
skrá. Aðspurður vildi hann ekki gefa
upp hvaða aðferðum hann beitti í
meðferð sinni.
„Ég vil eiginlega ekki láta þetta
fara neitt lengra eins og er því ég er
að þróa þetta,“ sagði hann en tiltók
að ekki væri um handayfirlagningu
eða eitthvað slíkt að ræða. „Þetta er
áþreifanlegt, ég meðhöndla þau, eins
og maður fer í nudd eða annað sem
er áþreifanlegt,“ bætti hann við og
sagði að lyf sem gefin væru við
vandanum hefðu ekki gagnast börn-
um sem til hans hafi verið leitað
með.
„Ég mundi segja að næstum öll
börn sem hafa komið til mín hafi
fengið lækningu,“ sagði maðurinn og
bætti aðspurður við að þau væru um
150 talsins.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir segir mjög alvarlegt ef ein-
staklingar sem ekki eru til þess bær-
ir lofi lækningu og falli það undir
skottulækningar sem séu bannaðar
með lögum. Hann segir ekki nokkra
spurningu að ómarkviss eða úr lofti
gripin meðferð geti valdi töluverðum
skaða þegar börn eiga í hlut.
„Þegar um jafn erfitt tilfinninga-
legt vandamál eins og þetta er að
ræða getur það verið hættulegt.
Enda allt annars eðlis en þegar fást
á við bólu á fingri eða brotinn putta,
þarna er verið að beita einhvers kon-
ar aðferðum sem tengjast mjög til-
finningum barna,“ sagði hann.
Sumar hjálækningar gera gagn
Landlæknir segir að gerð sé ský-
laus krafa um að hjálækningar valdi
ekki skaða og að gripið sé til aðgerða
ef grunur er um að slíkt eigi sér
stað. Hann segir að þetta mál verði
skoðað sérstaklega en upp hafi kom-
ið mál þar sem starfsemi hafi verið
stöðvuð og rifjaði í því sambandi upp
mál hjóna sem á síðasta ári buðu
upp á huglægar ristilskoðanir.
Muninn á hjálækningum og hefð-
bundum lækningu segir landlæknir í
grófum dráttum vera að hefðbundn-
ar lækningar hafi verið prófaðar og
staðfestar með vísindalegum aðferð-
um en hinar nánast aldrei. Hann
segir jafnframt sjálfsagt að styðja
við bakið á þeim tegundum hjálækn-
inga sem gert hafi gagn og vísar þar
t.a.m. til nálastungumeðferða.
„Oft á tíðum veita þeir sem stunda
hjálækningar líka fólki nærveru.
Þetta eru mannleg samskipti, það er
samhygð og samúð sem þarna er til
staðar og ég held að það sé mjög af
hinu góða. Því hefur enda vissulega
verið haldið fram, kannski að ein-
hverju leyti með réttu, að á nútíma
sjúkrahúsum sé kannski ekki alltaf
nægilega mikill tími til að sinna
þessum nærveruþætti þótt starfs-
fólk geri auðvitað sitt besta. Hjá-
læknar geta oft fyllt í þetta gat,“
sagði hann en áréttaði jafnframt að
gæta þyrfti þess að fólk væri ekki
prettað.
Reikimeistari og svæðanuddari meðhöndlar börn sem væta rúm
Óhefðbundnar aðferð-
ir geta valdið skaða