Morgunblaðið - 31.08.2001, Qupperneq 14
AKUREYRI
14 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Amst-
erdam frá Rotterdam í Hollandi
kom til Akureyrar í vikunni en
þetta var jafnframt síðasta
skemmtiferðaskipið sem heimsækir
bæinn á þessu sumri. Alls voru
komur skemmtiferðaskipa 28 í sum-
ar, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.
Amsterdam er jafnramt næst-
stærsta skipið sem kom til Akureyr-
ar að þessu sinni, um 61.000 brúttó-
tonn að stærð og 238 metra langt.
Um borð eru rúmlega 1.270 farþeg-
ar og 660 manna áhöfn. Skipið hélt
frá Akureyri til Reykjavíkur en fer
þaðan til Grænlands, St. John og
New York.
Morgunblaðið/Kristján
Farþegar á skemmtiferðaskipinu Amsterdam stíga á land á Akureyri.
Síðasta
skemmti-
ferðaskipið
BORUN eftir heitu vatni hefst í
Laufáslandi í Grýtubakkahreppi nú
um mánaðamótin. Að sögn Guð-
nýjar Sverrisdóttur sveitarstjóra
verður boruð 300 metra djúp hola
gegnt bænum Skarði en við ár-
bakka Fnjóskár hefur fundist yf-
irborðsvatn sem er rúmlega 20
gráðu heitt jafnt að sumri sem
vetri.
Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða hefur verkið með höndum
en kostnaður við það er áætlaður
um 2,5 milljónir króna. Guðný sagði
að samkvæmt rannsóknum lofi
efnainnihald vatnsins sem þarna er
nokkuð góðu. „Þarna vilja menn
gera enn eina tilraun og ef ekkert
kemur út úr því spyr maður sig
hvort búið sé að fínkemba svæðið.
Ég hef hins vegar alltaf haldið því
fram að það sé heitt vatn í hreppn-
um og ef við ekki finnum það, höf-
um við bara ekki leitað nógu vel.“
Guðný sagði að heitt vatn hefði
fundist allt í kringum Grýtubakka-
hrepp og því hljóti að finnast vatn í
hreppum. „Hitastrýturnar góðu á
botni Eyjafjarðar tilheyra Grýtu-
bakkahreppi en ég á þó ekki von á
að við förum að beisla þær, enda
strýturnar friðaðar.“
Nánast enginn árangur
af borunum til þessa
Guðný sagði að ef fyndist nýt-
anlegt vatn í Laufáslandi væri lítið
mál að leggja leiðslu í gegnum
sveitina og norður til Grenivíkur.
Hún vonast því eftir niðurstöðu
sem fyrst. Fram til þessa hefur leit
eftir heitu vatni í hreppnum gengið
illa.
Haustið 1998 voru boraðar 18
rannsóknarholur 50–80 metra djúp-
ar víðs vegar í sveitarfélaginu en að
mati jarðfræðinga Orkustofnunar
var árangurinn ekki nógu góður.
Árið eftir voru gerðar viðnámsmæl-
ingar í hreppnum á vegum Orku-
stofnunar en ekkert kom út úr
þeim mælingum.
Hola sem boruð var um einn km
sunnan við Grenivík gefur um 20
gráðu heitt vatn. Vatnið er notað í
sundlaugina en er jafnframt hitað
enn frekar með varmadælu. „Þetta
er eina hitaveita staðarins og þessi
hola virðist ekki geta gefið meira
en þetta.“
Borun eftir heitu vatni að hefjast í Grýtubakkahreppi
„Alltaf haldið því fram
að hér sé heitt vatn“
SANDBLÁSTUR og málmhúðun hf.
á Akureyri hafa keypt fyrirtækið
Damstahl hf. af Damstahl a/s í Dan-
mörku og taka kaupin gildi á morg-
un, 1. september.
Damstahl hf. verður svo sameinað
dótturfyrirtæki Sandblásturs og
málmhúðunar, Ferro Zink hf. í
Hafnarfirði. Sandblástur og málm-
húðun á einnig Straumrás hf. á Ak-
ureyri. Eftir kaupin verður þannig
til sterk samstæða fyrirtækja í stál-
sölu og sölu á tengdum vörum. Áætl-
uð velta Sandblásturs og málmhúð-
unar og dótturfyrirtækja á þessu ári
er áætluð um 700 milljónir króna.
Sandblástur og málmhúðun var
stofnað árið 1960 af Jóhanni Guð-
mundssyni og bræðrum ásamt Jóni
E. Aspar, en það er nú í eigu fjög-
urra sona Jóhanns auk stofnandans,
Jóns. Fyrir 10 árum stofnaði félagið
fyrirtækið Ferro Zink í Hafnarfirði
til að annast stálsölu og aðra þjón-
ustu á höfuðborgarsvæðinu og hefur
það styrkt stöðu sína umtalsvert á
markaði fyrir stál og stálvörur á síð-
ustu árum.
Betri þjónusta og aukin
samkeppnishæfni
Damstahl á yfir tveggja áratuga
sögu á Íslandi, en það sérhæfir sig í
sölu á ryðfríu stáli og tengdum
vörum. Markaður fyrir slíkar vörur
er hlutfallslega stór á Íslandi vegna
mikils sjávarútvegs og vinnslu úr
sjávarfangi. Þá er mikil framleiðsla á
búnaði úr ryðfríu stáli hér á landi
sem seldur er um allan heim.
Samhliða kaupum Sandblásturs
og málmhúðunar á Damstahl hf. var
samið um samstarf milli Sandblást-
urs og málmhúðunar og Damstahl
a/s um sölu á vöru og þjónustu.
Vonir standa til að hið nýja sam-
einaða fyrirtæki muni veita enn betri
þjónustu en áður, en á lager verður
ávallt breið vörulína af stáli, málm-
um og tengdum vörum. Þá mun fyr-
irtækið kappkosta að bæta þjónustu
sína hvað varðar afhendingartíma og
sérþjónustu. Til lengri tíma litið mun
sameiningin hafa í för með sér aukna
samkeppnishæfni Sandblásturs
samstæðunnar á stálmarkaði.
Starfsemi Damstahl hf. og Ferro
Zink verður flutt í sameiginlegt hús-
næði sem fyrst. Framkvæmdastjóri
hins nýja sameinaða fyrirtækis verð-
ur Steinn Eiríksson sem verið hefur
framkvæmdastjóri Damstahl, en
Steingrímur Pétursson er fram-
kvæmdastjóri Sandblásturs og
málmhúðunar.
Sandblástur og málmhúðun
kaupa fyrirtæki í Danmörku
Damstahl hf.
verður samein-
að Ferro Zink
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam-
þykkt að ganga til samninga við Ís-
lenska aðalverktaka um byggingu
fjölnota íþróttahúss á félagssvæði
Þórs við Skarðshlíð. Stefnt er að því
hefja jarðvegsvinnu strax í haust og
ljúka framkvæmdum í desember á
næsta ári og að þá strax geti knatt-
spyrnumenn og frjálsíþróttafólk far-
ið að sprikla í húsinu. Liðirnir gervi-
gras og búnaður voru teknir út úr
tilboði ÍAV og á að bjóða gervigrasið
út sérstaklega. Kostnaður við bygg-
ingu hússins er áætlaður rúmar 400
milljónir króna og heildarkostnaður
við verkið rúmar 450 milljónir króna.
Tilboð ÍAV fékk hæstu einkunn
matsnefndar sem fór yfir þau átta
tilboð sem bárust í verkið. Auk ÍAV
koma VA arkitektar ehf. og VSÓ
ráðgjöf ehf. í Reykjavík að hönnun
hússins.
Fjölnota húsið verður um 116
metra langt og 81 metra breitt, eða
um 9.400 fermetrar og með einangr-
uðu þaki. Í húsinu verður aðstaða til
knattspyrnuiðkunar og fyrir frjálsar
íþróttir. Knattspyrnuvöllurinn verð-
ur 106 x 68 metrar, fimm metra breið
hlaupabraut verður meðfram norð-
urhlið hússins, fjögra metra breitt
stökksvæði við austurgaflinn og að-
staða fyrir allt að 700 áhorfendur við
suðurhlið hússins. Hæð undir burð-
arvirki í mæni er 13,5 metrar.
Búningsaðstaða verður í kjallara
Hamars og er gert ráð fyrir að
byggður verði rúmlega 50 fermetra
neðanjarðartengigangur austur úr
Hamri sem tengist við suðurhlið fjöl-
notahússins. Samkvæmt hugmynd-
um ÍAV er hægt að koma fyrir 314
bílastæðum á lóðinni, 139 stæðum
umfram það sem deiliskipulag svæð-
isins gerir ráð fyrir.
Ráðgert er að nota það efni sem til
fellur við uppgröft vegna fjölnota-
hússins til uppfyllingar á malarvelli
félagsins. Þannig verði á félagssvæð-
inu heilt samfellt grassvæði sunnan
við Hamar og væntanlegt fjölnota-
hús, með þremur grasvöllum.
Jarðvegsvinna vegna byggingar fjölnota íþróttahússins á að hefjast í haust
Samsett mynd af félagssvæði Þórs eftir að íþróttahúsið er risið. Hér sér í vesturgafl hússins, en til hægri er Hamar, félagsheimili Þórsara.
Afstöðumynd af Þórssvæðinu eftir að húsið verður komið á sinn stað.
Húsið í notkun
í lok næsta árs
STANGAVEIÐIFÉLAGIÐ Flúðir,
Akureyri og Veiðifélag Fnjóskár
halda sameiginlega veiðidaga fyrir
börn og unglinga, félaga, vini og
kunningja á morgun laugardag og á
sunnudag.
Veiðitími er frá kl. 9-13 og 16-21
báða dagana. Áhugasamir mæti í
Veiðihúsið Flúðasel með veiðiáhöld
en milli kl. 14 og 16 verða grillaðar
pylsur og gos fyrir alla.
Veiðidagar
í Fnjóská
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta verður í Svalbarðskirkju
næstkomandi sunnudag, 2. septem-
ber, kl. 14. Væntanleg fermingarbörn
í Svalbarðssókn og foreldrar þeirra
eru hvött til að koma til kirkjunnar.
Stuttur fundur verður eftir messu.
Guðsþjónusta verður í Grenivíkur-
kirkju á sunnudag, 2. september, kl.
20.30. Væntanleg fermingarbörn
sóknarinnar eru hvött til að koma til
kirkju þetta kvöld. Stuttur fundur
verður eftir messu.
Kirkjustarf
BÓKAÚTGÁFAN boki.is hefur ver-
ið stofnuð á Netinu, en að henni
stendur Vigfús Björnsson.
Netútgáfan er ætluð íslenskumæl-
andi lesendum um allan heim. Auk
bókaútgáfu er þar að finna bóka-
kynningar og heimasíðu þar sem
m.a. verður kynnt það sem helst er á
döfinni hjá útgáfunni.
Fyrsta útgáfubók boka.is er „Um
uppruna Íslendinga“ eftir Björn O.
Björnsson. Um er að ræða mann-
fræði- og fornfræðilega könnun á
forsögulegum uppruna íslensku
þjóðarinnar. Liðin eru 26 ár frá því
handritið var skrifað, en í tilkynn-
ingu segir að það sé enn í fullu gildi
og jafnvel fremur nú en þegar það
var skrifað.
Síðar eru væntanlegar í bókaher-
bergið ýmsar bækur aðrar, s.s.
barnabækur og stærri skáldverk.
Öllum er frjálst að skoða útgáfubæk-
urnar án endurgjalds. Hægt er að fá
allt útgáfuefni í lausum síðum á 500
krónur eintakið og einnig með fest-
ingu í kjöl og hlífðarplasti yfir for- og
baksíðu á 700 kr. Hver útprentun úr
eigin prentara kostar 500 kr.
Bókaútgáfa
á Netinu
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦