Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 35 S-ið í nafninu voru upphafsstafir tveggja ungra manna, þeirra bræðra Árna og Sigurðar Ólafssona, sem smíðað höfðu fleyið sem drifið var með 100 hesta v-laga bílmótor og náði 30 sjómílna hraða. Annar okkar undirritaðra náði að fara með Sigurði á fyrsta sjómannadeginum en hinn varð að láta sér nægja að horfa á því 50 aurar voru miklir peningar fyrir drengstaula í „dentid“, þegar tíma- kaup verkamanna var kr. 1,36 um tímann. Sigurður var dagfarsprúður mað- ur í öllu sínu fasi, ávallt brosmildur og hlýr, átti jafnauðvelt með að blanda geði við sína yngstu bræður í stúkunni sem jafnaldra sína. Hann var einkar viðræðugóður, kunni deili á mönnum og málefnum og var vel inni í málum líðandi stundar. Hann var fundarmaður góður, tók virkan þátt í öllum umræðum og var tillögu- góður. Sigurður kvæntist aldrei og átti enga niðja. Stúkan nr. 5, „Þórsteinn“ I.O.O.F., var trúlega sá félagsskapur, sem var Sigurði kærastur. Hún varð hans annað heimili í hartnær 50 ár. Hann sótti fundi vel og dyggilega, allt til hins síðasta. Sigurður reyndist og vann stúku sinni vel. Eins lengi og elstu menn muna sá hann um að skjalasafn hennar væri ávallt í röð og reglu. Það var ekki nóg að hann sæi um skjalasafn hennar heldur sá hann líka um skjalsöfn tveggja stofnana Oddfellowreglunnar með sama hætti. Sigurður H. Ólafsson er einn örfárra Oddfellowa sem sæmdur hefur verið æðstu heiðursviðurkenningu sem Reglan veitir fyrir frábær störf í hennar þágu. Sigurður var vel að þessum heiðri kominn. Blessuð sé minning bróður Sigurðar Hilmars Ólafssonar. Í Guðs friði. Gylfi Guðmundsson og Magnús Eymundsson. Gigtarfélag Íslands kveður í dag heiðursfélaga sinn og mikinn bar- áttumann gegn gigtarsjúkdómum, Sigurð Hilmar Ólafsson. Sigurður Hilmar var bæði sérstakur og fjöl- hæfur maður. Í honum sameinaðist frjór hugur, skörp greind, ná- kvæmni, vingjarnleiki, hógværð og sérstök kímnigáfa. Hann var vanur að standa fast á sínu en gat um leið verið sveigjanlegur. Hann var afar nákvæmur og traustur starfsmaður í hverju því verkefni, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði ríka sköp- unargáfu, sem kom fram í margvís- legum áhugamálum og hugðarefn- um, allt frá kæfugerð til svifflugs. Hann var merkur frumkvöðull á ýmsum sviðum og var áhugamaður um framfarir og tækninýjungar. Hann hafði ríka félagsvitund og var virkur þátttakandi í ýmsum félaga- samtökum svo sem Oddfellowregl- unni, Félagi kjötiðnaðarmanna, Landsambandi Hugvitsmanna, Gigt- arfélagi Íslands og fleiri. Sigurður Hilmar settist í stjórn Gigtarfélagsins árið 1978 og tók þar að sér starf gjaldkera. Í byrjun var um að ræða aukastarf meðan félagið var að safna fjármunum til að geta sinnt þeim fjölmörgu verkefnum, sem biðu þess. Umsvifin jukust síðan ár frá ári. Félagið opnaði skrifstofu, keypti húsnæði og hóf rekstur end- urhæfingarstöðvar. Við, sem vorum þeirrrar ánægju aðnjótandi að vinna með Sigurði Hilmari á þessum árum, eigum margar minningar um hann úr félagsstarfinu, m.a. þegar hann skrif- aði út og afhenti seljendum tékka til greiðslu á fyrstu útborgun fyrir hús- næði félagsins eða þegar hann stóð með sleggjuna á lofti við veggjabrot til að rýma fyrir innréttingum í end- urhæfingarstöðina, eða þá við hittum hann kankvísan að vanda við að festa límmiða á fréttabréf til félagsmanna. Öll þessi störf og mörg fleiri, stór og smá, leysti hann af hendi af miklum dugnaði og árvekni og að mestum hluta í sjálfboðastarfi. Eftir að hann treysti sér ekki lengur til að sinna þessum störfum af heilsufarsástæð- um kom hann iðulega í heimsókn á gigtlækningastöðina í Ármúla, ýmist til meðferðar, til að fylgjast með félagsstarfinu og til að gefa góð ráð. Við hjá Gigtarfélagi Íslands vottum Sigurði Hilmari virðingu okkar og þakklæti og sendum aðstandendum hans einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Hilm- ars Ólafssonar. F.h. Gigtarfélgs Íslands Einar S. Ingólfsson formaður. Í dag verður kvaddur hinstu kveðju Sigurður Hilmar Ólafsson, heiðursfélagi í Gigtarfélagi Íslands og vil ég votta honum virðingu mína í örfáum orðum. Árið 1994 var ég kynntur fyrir „Sigurði okkar“ eins og kynningin var, þar sem hann var að dytta að hlutum í húsakynnum Gigtarfélags- ins og því fljótlega bætt við, „ef eitt- hvað bilar, þá gerir Sigurður við það, hann gerir við allt“. Sigurður var hagur maður, en á vettvangi Gigtarfélagsins gerði hann meira en gera við hlutina því hugsun, framtak og hans vökula fyrirhyggja var ætíð til reiðu þá hagsmunir gigt- arfólks og félagsins voru í brenni- depli. Samræður áttum við Sigurður margar um þessa hluti og aðra er honum voru mikilvægir. Minnisstæð- ust eru samtölin þá næði var gott og Sigurður komst á skrið. Hugðarefni Sigurðar voru fjöl- breytt og spönnuðu vítt svið. Auk umræðu um dagleg verkefni og vanda gigtarfólks, man ég samtöl um hugmyndir Sigurðar varðandi snjó- flóðavarnir, byltingu þá sem varð með stýribúnaði Sigurðar og föður hans á síldveiðiskipum á sínum tíma, tengsl súrefnisupptöku og/eða þrýst- ings og gigtar, svo og um hugmyndir hans um mataræði fólks er tryggja skyldi kalkbúskap þjóðarinnar og minni gigt. Ég minnist bliksins í aug- um hans og brossins hógværa þegar hann talaði um svifflugið sem hann stundaði uns aldur stóð í vegi. Viðhorf Sigurðar og framtak ein- kenndist af einlægum vilja til að bæta hlutina, leita svara og vinna í þeim. Hugmyndir sínar setti hann skipulega fram og mælti fyrir þeim af góðlátlegri einurð, átti stundum til að verða langorður, en ætíð var vert að bíða niðurstöðu. Síðustu árin fækkaði samveru- stundum, fákur Sigurðar, Trabant- inn, farinn, lengra orðið á milli og Sigurður heilsutæpur. Síðustu árin var Sigurður á Grund, þar leið hon- um vel, var öruggur og sáttur. Vissu- lega saknaði hann hlutanna á Lauga- veginum og grúsksins þar. Um Sigurð áttræðan skrifaði fyrr- verandi formaður félagsins Sveinn Indriðason eftirfarandi orð, orð að sönnu. „Það er mannbætandi að hafa átt samleið með Sigurði.“ Samúðarkveðjur sendi ég aðstand- endum Sigurðar. Blessuð sé minning hans. Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélag Íslands. Árið 1982, þegar undirrituð var í námi í Svíþjóð, fékk ég beiðni frá stjórn Gigtarfélags Íslands um að koma til starfa hjá þeim að námi loknu. Hafði Gigtarfélagið nýlega keypt hæð í Ármúla 5 og ætlaði að opna göngudeildarþjónustu fyrir gigtarsjúklinga. Að þessu stóðu nokkrir bjartsýnir menn og konur. Gigtarstöðin var opnuð 1. júní 1984, en það hefði tæpast gengið upp, ef Sigurður Hilmar Ólafsson hefði ekki verið gjaldkeri félagsins þessi ár. Hann var kletturinn sem allt mæddi á og lagði á sig ómælda vinnu fyrir félagið. Oft var hann áhyggjufullur yfir því að geta ekki staðið við skuld- bindingar sem á félaginu hvíldu, en alltaf tókst Sigurði að greiða úr þeim. Meðan Sigurður hafði starfskrafta var hann boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd, sá um innkaup og viðgerðir og sökum hæfileika sinna reyndist hann okkur þúsund þjala smiður. Sigurður var ógleymanlegur persónuleiki og fjölhæfur. Hafði hann gaman af því að segja frá fyrri störfum, hvernig hann leysti ýmis erfið verkefni á hugvitsamlegan hátt. Fjölskyldu Sigurðar þekkti ég ekki, en sjaldan hef ég heyrt mann tala af jafn mikilli virðingu um móður sína og Sigurður gerði. Að leiðarlokum vil ég þakka Sig- urði vináttu og samstarf til margra ára. Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir yfiriðjuþjálfi. Ég man fyrst eftir Sigurði Ólafs- syni á árunum 1937 – 9, þegar hann vann með föður mínum Hans Blomsterberg, í kjötbúð Reykjavíkur sem var á Vesturgötu 16 hér í borg, en SÍS rak þar góða kjötbúð og al- hliða kjötvinnslu, sem faðir minn stjórnaði. Þetta var ein af betri búð- um á þeirra tíma mælikvarða. Faðir minn hafði mikið álit á Sig- urði vegna áhuga hans, dugnaðar og hugmyndauðgi. Sigurður kom oft á heimili mitt til að fræðast um fagið sem hann var að læra. Ég man að þeir faðir minn og hann ræddu nokkrum sinnum um nauðsyn á stofnun félagsskapar fyrir fagmenn í kjötiðnaði. En eins og margir vita hefur tíma- bilið frá aldamótum oft verið kallað upphaf félagsmálatímabilsins á Ís- landi. Frá þeim tíma eru flest stór- félög stofnuð. Sigurður vildi læra meira og sigldi til Danmerkur, hann vann á ýmsum stöðum í Kaupmanna- höfn og tók meðal annars tvö nám- skeið á Teknologisk Institut, annað var fyrir fínni pylsugerð. Það þótti fádæmi að taka mann á Institutið sem ekki var faglærður. Einnig vakti það furðu forráðamanna Institutsins að kjötiðnaður var ekki viðurkennd grein á Íslandi, af ýmsum ástæðum, og nokkur samtök stóðu gegn henni. Það er annað og verra mál. Sigurður vakti athygli á Institutinu og kynnti margar frumlegar hugmyndir sínar, eins og t.d. að mala dýrabein í mjöl, sem síðan væri blandað í flestar fars- vörur, í réttu hlutfalli við hvern kjöt- skrokk fyrir sig. Þá myndu biðraðir hjá tannlæknum styttast til muna. Þessi kenning vakti slíka athygli, að prófessorinn við Institutið leitaði álits þekktra lækna á þessu og kenn- ingin reyndist hárrétt. Gallinn á þessu var bara sá að svona mulnings- vélar voru ekki til á almennum mark- aði þá. Þegar Sigurður kom aftur heim 1939, var hann beðinn að taka að sér kjötvinnslu sem KRON hugðist setja upp, líklegast um 1940. Hann gerði það með því fororði að tiltekinn að- búnaður væri fenginn. Sigurði of- bauð sú aðstaða til matvælafram- leiðslu sem hér var almennt boðið upp á. Honum rann til rifja hin menn- ingarsnauða aðstaða hér, hafandi séð og unnið víða við aðrar og betri að- stæður en þessar. Sigurður boðaði til undirbúnings- fundar á Hótel Vík um áramótin 1939 eða 40 um málefni kjötiðnarmanna. Það mættu þrír sem þorðu, Hans Blomsterberg, Sigurður og Benedikt Guðmundsson sem var nýkominn heim eftir nám í iðninni í Berlín, Leipzig, og Danmörku og var vel þekktur fyrir félagslegan áhuga sinn. Á þessum árum var lítið um at- vinnu og það hafði kvisast út að menn vildu fá einhverjar úrbætur og jafn- vel réttindi. Hugsanlegum þátttak- endum var hótað atvinnumissi og þeir jafnvel beittir pólitískum þrýst- ingi, sem hafði sín áhrif á þessum tíma. Það þarf meira en þrjá menn til að stofna félag sem væri starfhæft. Tímarnir breyttust, það var næga vinnu að fá alls staðar. Sigurður var hættur í iðninni, hann gat ekki beðið eftir úrbótum sem aldrei komu. Nokkrum árum seinna, 1946, eða 47, báðu menn Sigurð að reyna aftur og lofuðu ákveðnum stuðningi. Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna var stofnað 5. febrúar 1947 í Aðal- stræti 12 hér í borg, en þar var kaffi- hús. Sigurður Ólafsson var einróma kosinn fyrsti formaður FÍK. Stofn- endur voru 17 talsins, en l4 eru nú látnir. Sigurður stjórnaði félaginu af röggsemi og var farsæll og vinsæll með afbrigðum. Sigurður sá félögum FÍK fyrir tveimur námskeiðum, mest þó til að samræma iðnina meira. Það fyrra hélt Hans Blomsterberg fyrir 20 manns í Kjöthöllinni 1948. Það síðara var 1951, með kennurum frá Teknologisk Institut og bæði hér í borg og á Akureyri. Kennarinn var Georg Mikelsen. Sigurður fékk einn- ig til liðs við sig kunnan slátrara frá Esbjerg, Henry Hansen. Aðalaðstoð- armenn Sigurðar voru Jens Klein og Arnþór Einarsson. Ég held að ég sé að ná hápunkti ferils Sigurðar fyrir FÍK. Sú var tíðin að þegar kom að skólamálum fyrir FÍK, gekk Sigurður milli eitt hund- rað kennara og húfuliða til að fá þá til að kenna FÍK–ungliðum í skólanum. Þeir færðust allir undan. Sigurður settist þá sjálfur við kennarapúltið og kenndi nemunum. Síðan hefur alltaf verið fagfólk við kennslu. Sigurður varð fyrstur til að frysta blóð hér á landi. Hann bjó vel um blóðið með aðstoð sérfræðings og lét laga blóðmör í næstu sláturtíð úr nýju blóði og því sem hann hafði fryst, og smakkarar fundu ekki hvort var hvað. Það er honum að þakka að við höfum nú slátur í verslunum allan ársins hring. Sigurður rak um árabil hina þekktu Vélasölu Kelvin, bátavélar sem eru víðþekktar. Sigurður var þekktur fyrir hin mörgu áhugamál sín. Ef ég man rétt var hann í um 30 félögum, sem öll eru menningarfélög, og hann var heiðursfélagi í mörgum þeirra. Þegar Sigurður hafði lokið glæsi- legum ferli fyrir kjötiðnaðarmenn var hann kosinn fyrsti heiðursfélagi FÍK á aðalfundi þess 1966. Til gamans mætti minnast á að Sigurður smíðaði hinn fræga hraðbát Spaða ÁS sem eldri borgarar muna vel eftir á höfninni hér forðum. Hann var 4½ ár að smíða bátinn. Hann setti átta strokka chevrolet bílvél í hann og stórt bílstýri. Það var sæti fyrir tvo til þrjá afturí en kafteinninn í stóru bílsæti frammí. Ég var eitt sinn niðri á bryggjunni að horfa á eins og aðrir. Sigurður bauð mér með sér eina bunu sem ég þáði. Ég steig um borð í farkostinn með talsverðum tilburðum og taldi best að setjast strax, svo ég færi ekki útbyrðis. Ásinn hentist út úr höfninni á 40 mílna hraða inn í sundin blá og tók einn hring kringum skemmti- ferðaskip þarna á ytri höfninni. Í beygjunni sá ég sjóinn þar sem ég hélt gólfið vera á skútunni, og ég er viss um að ekkert nema skrúfan var í sjónum. Ég held að þessi bátur sé til enn þá. Það er hægt að ræða meira um hin ýmsu áhugamál Sigurðar, en það verða aðrir kunnugri að gera. Ég vil fyrir hönd okkar kjötiðnað- armanna þakka Sigurði fyrir allt hans óeigingjarna starf fyrir okkur FÍK-menn fyrr og síðar sem okkar fyrsti, mesti og besti formaður. Hans verður lengi minnst. Við kjötiðnaðarmenn sendum að- standendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Marius Blomsterberg kjötiðnaðarmeistari.                                     !"          #   !$%            !  !"           !& $  !"          '  !"(                 )*+'   %, ! * -" .//    !     "#  # 0 !$$%     $%  1%2&" 3  $%  #  " #0  " 4 5(1%$%  6" 6( $ %&   3'1)#  )77 #!- &89:     ! ;  .. !          '  (   6 "$%   "" 1%"" " 06 $ ( )*  <'7''*< )77 0 &0&! #!$ % ! - &   $- &   #; 4 0 !   +  ,    )   '  -  . /    0    1 & %  2( 3 * '  4 ,  25## '$%  4 '$%  " ! !$ $ (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.