Morgunblaðið - 18.09.2001, Side 15

Morgunblaðið - 18.09.2001, Side 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 15 ÁSLANDSSKÓLI var formlega af- hentur Íslensku menntasamtök- unum á sunnudag, en af því tilefni var opið hús í skólanum fyrir gesti og gangandi. Börn úr skólanum sungu nýjan skólasöng eftir Ás- laugu Brynjólfsdóttur skólastjóra auk þess sem þau fluttu leikrit undir stjórn Herdísar Egilsdóttur, sem er einn ráðgjafa skólans. Þá flutti séra Gunnþór Ingason blessunarorð. Í fréttatilkynningu frá Hafn- arfjarðarbæ segir að skólanefnd bæjarins hafi samþykkt einróma á fundi á fimmtudag að ráðning Ás- laugar sem skólastjóra væri í fullu samræmi við rekstrarsamning Hafnarfjarðarbæjar og Íslensku menntasamtakanna. Vonast sé til að friður og sátt skapist nú um skóla- starf í Áslandi. Börn úr Áslandsskóla flytja nýjan skólasöng eftir Áslaugu Brynjólfsdóttur skólastjóra við afhendingu skólans. Afhendingu skóla fagnað Hafnarfjörður ÍBÚI við Fjólugötu í Reykjavík hef- ur kært framkvæmdir að næturlagi við norður-suðurbraut flugvallarins í Vatnsmýri. Segir í kæru hans að hann telji að þessar framkvæmdir brjóti í bága við Lögreglusamþykkt Reykjavíkur og reglugerð um há- vaða nr. 933 frá árinu 1999. Íbúinn bendir á að byggingarstað- urinn sé inni í miðri miðborgarbyggð og allt að 15.000 manns búi á áhrifa- svæði framkvæmdanna, sem valdi verulegum hávaða. Er þess óskað að næturvinnu við framkvæmdirnar verði hætt þegar í stað. Unnið allan sólarhringinn Í rökstuðningi með kærunni segir að framkvæmdum við norður-suður- braut flugvallarins hafi í vor verið flýtt um eitt ár, frá 2002 til 2001. Flýtingin fari í bága við frummat Skipulagsstofnunar á umhverfis- áhrifum og sé í ósamræmi við fram- kvæmdaleyfi Borgarskipulags sem byggist á umhverfismatinu. Hvorki Borgarskipulag eða önnur yfirvöld í Reykjavík hafi veitt sér- stakt leyfi fyrir flýtingu fram- kvæmdanna né samþykkt að unnið sé allan sólarhringinn sjö daga í viku. Þá hafi Lögreglustjórinn í Reykjavík ekki veitt sérstaka undanþágu vegna framkvæmda að næturlagi. Tvær kvartanir borist á árinu Í umsögn umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavíkurborgar til Lögreglustjórans í Reykjavík segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé ekki leyfisveitandi fyrir fram- kvæmdir við flugvöllinn eða hafi eft- irlit með framkvæmdunum. Því hafi eftirlitið ekki upplýsingar um vinnu- tíma á flugvallarsvæðinu. Hins vegar hafi embættinu borist tvær kvartan- ir vegna hávaða frá framkvæmdun- um á þessu ári. Í umsögninni segir að í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna og úrskurði Skipulags- stofnunar hafi verið talið að óþæg- indi vegna hávaða frá framkvæmd- unum væru innan viðunandi marka. Heilbrigðiseftirlitið eigi að fylgja því eftir að reglugerðnr. 933 um hávaða sé framfylgt en til að staðfesta hvort um brot á henni sé að ræða þyrfti há- vaðamælingar og er embættið reiðu- búið til að framkvæma þær verði óskað eftir því. Íbúi ósáttur við framkvæmdir við norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar Vatnsmýrin Kærir hávaða að næturlagi ÞAÐ var glatt á hjalla í Grafarvogi á laugardag þegar Grafarvogsdagur- inn var haldinn hátíðlegur í fjórða sinn. Er talið að á fjórða þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöld- unum sem fóru fram víðs vegar um voginn og hefur mætingin aldrei ver- ið betri. Sérstakir heiðursgestir á þessum degi voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Var tekið á móti þeim við Gullinbrú laust fyrir klukkan tvö þar sem hópur barna fagnaði þeim með íslenska fána á lofti. Þaðan var gengið að byggingarreit nýrrar kirkju við Spöngina þar sem fram fór helgi- stund en hálftíma síðar ávörpuðu heiðursgestirnir hátíðarsamkomu í Borgarholtsskóla. Að samkomunni lokinni var geng- ið fylktu liði úr Borgarholtsskóla að útisvæði við Gufunesbæinn þar sem einnig var skipulögð dagskrá. Meðal annars afhenti borgarstjóri Máttar- stólpann, sem eru hvatningarverð- laun Grafarvogs en að þessu sinni hlaut trimmhópur Fjölnis gripinn, en í honum eru á milli 50 og 60 manns sem skokka reglulega í Graf- arvogi. Að sögn Sigfúsar Sigmundssonar, verkefnastjóra í Miðgarði – fjöl- skylduþjónustunni í Grafarvogi – var til þess tekið hversu góð mætingin var á hina ýmsu atburði. Til dæmis hafi um 71-80 manns tekið þátt í sögugöngu um Grafarvoginn og hef- ur þátttakan aldrei verið betri. Morgunblaðið/Golli Þrátt fyrir sólskin var svolítið kalt í veðri en Grafarvogsbúar létu það ekkert á sig fá heldur fylktu liði á hátíðina og sumir fengu skreytingu á nebbann. Börnin fögnuðu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra við Gullinbrú á laugardag. Hátíðarstemning á hverfishátíð Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.