Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 15 ÁSLANDSSKÓLI var formlega af- hentur Íslensku menntasamtök- unum á sunnudag, en af því tilefni var opið hús í skólanum fyrir gesti og gangandi. Börn úr skólanum sungu nýjan skólasöng eftir Ás- laugu Brynjólfsdóttur skólastjóra auk þess sem þau fluttu leikrit undir stjórn Herdísar Egilsdóttur, sem er einn ráðgjafa skólans. Þá flutti séra Gunnþór Ingason blessunarorð. Í fréttatilkynningu frá Hafn- arfjarðarbæ segir að skólanefnd bæjarins hafi samþykkt einróma á fundi á fimmtudag að ráðning Ás- laugar sem skólastjóra væri í fullu samræmi við rekstrarsamning Hafnarfjarðarbæjar og Íslensku menntasamtakanna. Vonast sé til að friður og sátt skapist nú um skóla- starf í Áslandi. Börn úr Áslandsskóla flytja nýjan skólasöng eftir Áslaugu Brynjólfsdóttur skólastjóra við afhendingu skólans. Afhendingu skóla fagnað Hafnarfjörður ÍBÚI við Fjólugötu í Reykjavík hef- ur kært framkvæmdir að næturlagi við norður-suðurbraut flugvallarins í Vatnsmýri. Segir í kæru hans að hann telji að þessar framkvæmdir brjóti í bága við Lögreglusamþykkt Reykjavíkur og reglugerð um há- vaða nr. 933 frá árinu 1999. Íbúinn bendir á að byggingarstað- urinn sé inni í miðri miðborgarbyggð og allt að 15.000 manns búi á áhrifa- svæði framkvæmdanna, sem valdi verulegum hávaða. Er þess óskað að næturvinnu við framkvæmdirnar verði hætt þegar í stað. Unnið allan sólarhringinn Í rökstuðningi með kærunni segir að framkvæmdum við norður-suður- braut flugvallarins hafi í vor verið flýtt um eitt ár, frá 2002 til 2001. Flýtingin fari í bága við frummat Skipulagsstofnunar á umhverfis- áhrifum og sé í ósamræmi við fram- kvæmdaleyfi Borgarskipulags sem byggist á umhverfismatinu. Hvorki Borgarskipulag eða önnur yfirvöld í Reykjavík hafi veitt sér- stakt leyfi fyrir flýtingu fram- kvæmdanna né samþykkt að unnið sé allan sólarhringinn sjö daga í viku. Þá hafi Lögreglustjórinn í Reykjavík ekki veitt sérstaka undanþágu vegna framkvæmda að næturlagi. Tvær kvartanir borist á árinu Í umsögn umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavíkurborgar til Lögreglustjórans í Reykjavík segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé ekki leyfisveitandi fyrir fram- kvæmdir við flugvöllinn eða hafi eft- irlit með framkvæmdunum. Því hafi eftirlitið ekki upplýsingar um vinnu- tíma á flugvallarsvæðinu. Hins vegar hafi embættinu borist tvær kvartan- ir vegna hávaða frá framkvæmdun- um á þessu ári. Í umsögninni segir að í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna og úrskurði Skipulags- stofnunar hafi verið talið að óþæg- indi vegna hávaða frá framkvæmd- unum væru innan viðunandi marka. Heilbrigðiseftirlitið eigi að fylgja því eftir að reglugerðnr. 933 um hávaða sé framfylgt en til að staðfesta hvort um brot á henni sé að ræða þyrfti há- vaðamælingar og er embættið reiðu- búið til að framkvæma þær verði óskað eftir því. Íbúi ósáttur við framkvæmdir við norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar Vatnsmýrin Kærir hávaða að næturlagi ÞAÐ var glatt á hjalla í Grafarvogi á laugardag þegar Grafarvogsdagur- inn var haldinn hátíðlegur í fjórða sinn. Er talið að á fjórða þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöld- unum sem fóru fram víðs vegar um voginn og hefur mætingin aldrei ver- ið betri. Sérstakir heiðursgestir á þessum degi voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Var tekið á móti þeim við Gullinbrú laust fyrir klukkan tvö þar sem hópur barna fagnaði þeim með íslenska fána á lofti. Þaðan var gengið að byggingarreit nýrrar kirkju við Spöngina þar sem fram fór helgi- stund en hálftíma síðar ávörpuðu heiðursgestirnir hátíðarsamkomu í Borgarholtsskóla. Að samkomunni lokinni var geng- ið fylktu liði úr Borgarholtsskóla að útisvæði við Gufunesbæinn þar sem einnig var skipulögð dagskrá. Meðal annars afhenti borgarstjóri Máttar- stólpann, sem eru hvatningarverð- laun Grafarvogs en að þessu sinni hlaut trimmhópur Fjölnis gripinn, en í honum eru á milli 50 og 60 manns sem skokka reglulega í Graf- arvogi. Að sögn Sigfúsar Sigmundssonar, verkefnastjóra í Miðgarði – fjöl- skylduþjónustunni í Grafarvogi – var til þess tekið hversu góð mætingin var á hina ýmsu atburði. Til dæmis hafi um 71-80 manns tekið þátt í sögugöngu um Grafarvoginn og hef- ur þátttakan aldrei verið betri. Morgunblaðið/Golli Þrátt fyrir sólskin var svolítið kalt í veðri en Grafarvogsbúar létu það ekkert á sig fá heldur fylktu liði á hátíðina og sumir fengu skreytingu á nebbann. Börnin fögnuðu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra við Gullinbrú á laugardag. Hátíðarstemning á hverfishátíð Grafarvogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.