Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÁDI-arabíski útlaginn Osama bin
Laden hvatti múslíma út um allan
heim til að rísa upp og heyja „heilagt
stríð“ gegn Bandaríkjunum í ræðu
sem sjónvarpað var tveimur og hálfri
klukkustund eftir að árásirnar á Afg-
anistan hófust á sunnudag. Bin Laden
lauk lofsorði á hryðjuverkamennina,
sem gerðu árásirnar á World Trade
Center og höfuðstöðvar bandaríska
varnarmálaráðuneytisins 11. septem-
ber, án þess þó að lýsa því afdrátt-
arlaust yfir að hann hefði staðið fyrir
hryðjuverkunum. Hann sagði að
Bandaríkjamenn gætu ekki gert sér
vonir um frið fyrr en þeir flyttu her-
sveitir sínar frá Arabíuskaga og frið-
ur ríkti í Palestínu.
Ari Fleischer, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði að ræðan væri
„áminning“ um hvers vegna þurft
hefði að grípa til aðgerða gegn
hryðjuverkastarfsemi í heiminum.
Ekki er vitað hvenær Osama bin
Laden flutti ræðuna, en hún var tekin
upp á myndband og sýnd á arabísku
fréttasjónvarpsstöðinni al-Jazeera í
Katar. Fulltrúi bin Ladens er sagður
hafa afhent fréttamanni sjónvarps-
stöðvarinnar í Kabúl upptökuna á
sunnudag. Að sögn sjónvarpsstöðvar-
innar er það „tilviljun“ að upptakan
var afhent sama dag og árásirnar á
Afganistan hófust.
Lofaði Guð fyrir
hryðjuverkin
Bin Laden sagði að íslamskar
„framvarðasveitir“ hefðu gert árás-
irnar í Bandaríkjunum 11. septem-
ber. „Framvarðasveitirnar sem eyði-
lögðu Bandaríkin voru undir
handleiðslu Guðs og við biðjum hann
að hefja þá upp og hleypa þeim í para-
dís.“
„Ég sver við Guð að Bandaríkin og
þeir sem þar búa geta ekki látið sig
dreyma um frið fyrr en friður ríkir í
Palestínu og hersveitir trúleysingj-
anna fara frá landi Múhameðs,“ sagði
hann og skírskotaði til Arabíuskaga
og hernáms Ísraela.
Hreyfing bin Ladens, al-Qaeda,
hefur hingað til ekki lagt mikla
áherslu á uppreisn Palestínumanna
og talið er að hún hyggist nú reyna að
notfæra sér þann mikla stuðning sem
Palestínumenn njóta meðal múslíma
út um allan heim.
„Þessir atburðir hafa skipt heims-
byggðinni í tvennt, hina trúuðu og
hina trúlausu,“ sagði bin Laden og
skoraði á múslíma að rísa upp og
verja trú sína. „Hér höfum við Banda-
ríkin, sem urðu fyrir höggi frá Guði
þar sem þau eru einna veikust fyrir.
Stórfenglegustu byggingar þeirra
voru lagðar í rúst, Guði sé lof fyrir
það. Hér höfum við Bandaríkin, sem
hafa fyllst ótta frá norðri til suðurs,
frá vestri til austurs, Guði sé lof fyrir
það. Það sem Bandaríkjamenn þola
núna er smávægilegt á við það sem
við höfum mátt þola í fjölmörg ár.“
Bin Laden sakaði einnig „trúlausu“
þjóðirnar um tvískinnung, sagði þær
fordæma árásir á Vesturlönd en gefa
engan gaum að drápum á Palestínu-
mönnum eða dauðsföllum af völdum
viðskiptabannsins á Írak.
Talin hafa verið flutt
fyrir nokkrum dögum
Nokkrir af helstu samstarfsmönn-
um bin Ladens stóðu við hlið hans
þegar hann flutti ræðuna, þeirra á
meðal egypski læknirinn Ayman
Zawahiri, sem nokkrir telja stjórna
al-Qaeda á bak við tjöldin. Zawahiri
er fyrrverandi leiðtogi Jihad-samtak-
anna í Egyptalandi sem hafa barist
gegn þarlendum stjórnvöldum í þrjá
áratugi. Hann flutti einnig stutt ávarp
fyrir ræðu bin Ladens og hvatti músl-
íma til að heyja „heilagt stríð“ gegn
Bandaríkjunum.
Hermt er að bin Laden þjáist af
nýrnasjúkdómi og hann virtist hafa
grennst talsvert frá því í janúar, en þá
voru teknar síðustu myndirnar af
honum sem hægt er að dagsetja ná-
kvæmlega.
Al-Jazerra er gervihnattastöð, sem
nær til tugmilljóna múslíma, og talið
er að ræðan geti haft mikið áróðurs-
gildi fyrir bin Laden og hreyfingu
hans. Mohammed Sayed Said, stjórn-
málafræðingur í Kaíró, kvaðst þó
telja að mörgum hófsömum múslím-
um ofbyði hrósyrðin um hryðjuverka-
mennina og fögnuðurinn yfir ódæðinu
í Bandaríkjunum. „Fólk mun líta á
þetta sem nokkurs konar játningu og
fyllast viðbjóði.“
Osama bin Laden hvetur
múslíma til uppreisnar
Segir að Banda-
ríkin geti ekki
vænst friðar fyrr
en friður ríki í
Palestínu
Dubai, Washington. AFP, Los Angeles Times.
AP
Osama bin Laden (annar frá vinstri) á upptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi á sunnudag. Við hlið hans eru
egypski læknirinn Ayman Zawahiri (annar frá hægri) og tveir óþekktir samstarfsmenn þeirra.
VIÐBRÖGÐ á Vesturlöndum við
þeim tíðindum, að Bandaríkjamenn
og Bretar hefðu hafið hernaðarað-
gerðir gegn Afganistan, voru al-
mennt á einn veg í gær, að óhjá-
kvæmilegt hefði verið að til tíðinda
drægi. Buðust mörg ríki til að veita
Bandaríkjamönnum aðstoð í barátt-
unni gegn hryðjuverkum. Jafnvel
stjórnvöld í Peking lýstu stuðningi
sínum við aðgerðirnar en Kínverjar
og Bandaríkjamenn hafa um langa
hríð eldað grátt silfur í utanríkis-
málum.
Í yfirlýsingu rússneska utanrík-
isráðuneytisins sagði að sá tími væri
runninn upp þegar hryðjuverka-
menn fengju að finna til tevatnsins.
Sagði Vladímír Pútín Rússlandsfor-
seti að árásirnar væru „fyrirsjáan-
leg“ afleiðing hryðjuverkanna í New
York og Washington í síðasta mán-
uði og lýsti hann þeirri sannfæringu
sinni, að Bandaríkjamenn myndu
gera hvað eina til að tryggja að sem
minnst mannfall yrði í röðum sak-
lausra borgara.
Rússar hafa boðið Bandaríkjun-
um að fljúga um lofthelgi sína með
þær flugvélar sem falið er það verk-
efni að varpa matvælum og lyfjum
til Afgana, sem um sárt eiga að
binda vegna átakanna í Afganistan.
Gennadí Seleznjov, forseti dúmunn-
ar, neðri deildar rússneska þingsins,
lýsti hins vegar þeim ótta sínum í
gær að aðgerðirnar yrðu til að valda
óstöðugleika í þessum heimshluta
en bæði Úsbekistan og Tadjíkistan,
sem landamæri eiga að Afganistan,
teljast til áhrifasvæðis Rússa.
Kínversk stjórnvöld sögðust
styðja aðgerðir gegn hryðjuverkum
þó að þau gerðu ýmsa fyrirvara.
Fólu þeir m.a. í sér að allt yrði gert
til að koma í veg fyrir mannfall í
röðum saklausra borgara, að að-
gerðunum yrði stillt í hóf og að
markmið þeirra væru skýr. Vilja
Kínverjar ennfremur að allar frek-
ari aðgerðir verði bornar undir sam-
þykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna.
Frakkar ætla að taka þátt
í hernaðaraðgerðunum
Ríki Evrópusambandsins stóðu
fast að baki Bandaríkjamönnum og
sögðu frönsk stjórnvöld að her
landsins myndi taka þátt í aðgerð-
unum í Afganistan á næstu dögum.
Buðu þau Bandaríkjamönnum jafn-
framt að fljúga óhindrað um loft-
helgi Frakklands. Sömu sögu má
segja um stjórnvöld í Þýskalandi og
Ítalíu.
Í Japan sagði forsætisráðherrann
Junichiro Koizumi að þjóð sín styddi
þessar aðgerðir af fullum heilindum
og John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, bauð Bandaríkjamönnum
frekari aðstoð. Jóhannes Páll II.
páfi lýsti hins vegar áhyggjum sín-
um og bað menn um að fara að öllu
með gát.
Ástand á mörkuðum vestanhafs
og í Evrópu var með ágætu móti í
gær þó að augljóst væri að fjár-
festar væru uggandi um hverjar af-
leiðingar hernaðaraðgerðanna gætu
orðið. Sögðu fréttaskýrendur að
stöðugleikinn skýrðist af því að
flestir hefðu átt von á þessum að-
gerðum og þær hefðu því ekki kom-
ið á óvart. Þess væri ekki að vænta
að hrun yrði á mörkuðum nú í lík-
ingu við það sem varð þegar í kjöl-
far hryðjuverkaárásanna í Banda-
ríkjunum 11. september síðast-
liðinn.
Kínverjar
og Rússar
lýsa stuðn-
ingi við að-
gerðirnar
Evrópuþjóðirnar
bjóða Bandaríkja-
mönnum aðstoð sína
París, Moskvu, Peking, London. AFP.
LOFTÁRÁSIRNAR á stöðvar tal-
ibana í Afganistan ollu viðbrögðum
af ýmsu tagi í löndum múslíma og í
óeirðum á Gaza-ströndinni, þar
sem fólk hafði safnast saman til að
mótmæla árásunum, féllu tveir Pal-
estínumenn. Í Pakistan mótmæltu
þúsundir manna, kveikt var í skrif-
stofum Sameinuðu þjóðanna og
fleiri húsum. Einn maður féll í
átökum við lögreglu í borginni
Quetta, einnig voru mótmæli í
Bangladesh. Forseti landsins,
Perwez Musharraf, sagði hins veg-
ar að stuðningur stjórnar sinnar
við aðgerðirnar í Afganistan end-
urspeglaði vilja meirihluta Pakist-
ana.
Nokkur hundruð herskárra
múslíma efndu til mótmæla við
sendiráð Bandaríkjanna í Djak-
arta, höfuðborg Indónesíu, í gær og
var lögregla með mikinn viðbúnað
á götum borgarinnar. Krafist var
heilags stríðs gegn Bandaríkjunum
og þau kölluð Hinn stóri Satan.
„Hætta er á heimsstyrjöld milli
múslíma og vestrænna þjóða,“
sagði háttsettur trúarleiðtogi.
Í Írak fordæmdu stjórnvöld
harkalega og skilyrðislaust aðgerð-
ir Bandaríkjamanna og Breta, víða
annars staðar var lýst stuðningi
eða hlutleysi. Oft var orðalag hóg-
vært og lögð áhersla á að þess yrði
gætt að óbreyttum borgurum í
Afganistan yrði hlíft. Sérfræðingar
sögðu að mikið ylti á því hvort
verulegt mannfall meðal óbreyttra
borgara yrði í árásunum, ef svo
færi gæti komið til heiftarlegra
mótmæla í mörgum múslímalönd-
um.
Í Kúveit var lýst yfir fullri sam-
stöðu með vesturveldunum og
sama var að segja um yfirlýsingu
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna, einnig sögðu egypsk stjórn-
völd að Bandaríkjamenn hefðu rétt
til að svara árásunum á New York
og Washington 11. september. For-
sætisráðherra Tyrklands, Bülent
Ecevit, sagðist vona að aðgerðirnar
stæðu ekki lengi yfir og mannfall
yrði lítið. En berjast yrði gegn
hryðjuverkum sem væru eins og
hver önnur farsótt sem yrði að „út-
rýma í eitt skipti fyrir öll“.
Talsmenn múslímaklerka og
bókstafstrúarmanna, frá Indónesíu
til Norður-Afríku, fordæmdu nær
alls staðar aðgerðirnar á sunnudag.
Jamil Abu-Baker, talsmaður
Bræðralags múslíma í Jórdaníu,
sagði að markmiðið væri augljós-
lega að ráðast gegn „endurreisn
Íslams og múslíma.
Ísraelum verði einnig refsað
Sýrlenskur embættismaður, Mo-
hammed Kheir, sakaði Bandaríkja-
menn um tvöfalt siðferði. „Banda-
ríkjamenn ráðast gegn Osama bin
Laden án þess að sýna okkur sann-
anir en sannanirnar fyrir því sem
Ísraelar eru að gera Palestínu-
mönnum eru ljósar öllum sem
horfa á sjónvarp,“ sagði hann.
Líbanon er hersetið af Sýrlend-
ingum. Upplýsingamálaráðherra
Líbana, Ghazi Aridi, sagði að arab-
ar spyrðu hvort Ísraelar fremdu
ekki líka hryðjuverk. Ef menn
gagnrýndu Bandaríkjamenn
merkti það ekki að verið væri að
verja bin Laden og stefnu hans en
hann bætti við að bin Laden ætti
sér stuðning meðal almennings,
þar ríkti sú tilfinning að „stefna
Bandaríkjamanna eigi sök á því
sem gerst hafi og er að gerast“.
Stjórn Jórdaníu sendi frá sér yf-
irlýsingu þar sem sagði að hún
styddi alþjóðlegar aðgerðir gegn
hryðjuverkum en lagði áherslu á að
saklausir borgarar mættu ekki
týna lífi. Einnig yrði að takast á við
„helstu ástæðu örvæntingarinnar í
okkar heimshluta og það merkir að
fundin verði réttlát lausn á Palest-
ínuvandanum“.
Andlegur leiðtogi Írans, Ajatoll-
ah Ali Khamenei, fullyrti að raun-
verulegt markmið Bandaríkja-
manna væri „útþensla“. Hann
sagði Bandaríkjamenn aldrei
bregðast við hryðjuverkum af hálfu
„zíonista“ þ.e. Ísraela. Utanríkis-
ráðherra landsins, Kamal Khar-
azzi, lýsti áhyggjum sínum yfir því
að miklar hernaðargerðir gegn
Afganistan myndu „ekki útrýma
hermdarverkum, heldur gætu þær
breitt þau enn frekar út“.
Mótmæli víða
í múslímaríkjum
Bókstafstrúarmenn stóryrtir en ríkisstjórnir styðja
yfirleitt aðgerðirnar með fyrirvara
Damaskus, Djakarta. AP, AFP.
Reuters
Stuðningsmenn talibana í
Peshawar í Pakistan brenna
bandarískan fána í gær.
Ráðist gegn hryðjuverkamönnum