Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 25
OKTÓBER
f a t a s k á p u r i n n - é g - p i s t l a r - s t j ö r n u s p á - t í s k a
NýttLíf09.tbl.24.árg.20
0
1
V
e
r
ð
k
r.
8
9
9
.-
m
.
v
s
k
GLÍMAN
VIÐ SÖKNUÐINN
- missti konu og dóttur með 9 mánaða millibili
TILBRIGÐI VIÐ
TRÚBOÐASTELLINGU
Vinkonur
Við hvað ertu hrædd?
„FEMINISMI ER SJÚKDÓMUR“
- segja konur í Tékklandi
HÁIR HÆLAR
- þjáninganna virði?
Lífsreynsla listamanns
- Sigurlaugur Elíasson á Sauðárkróki
MD-87-þota frá SAS-flugfélaginu og
þýsk fjögurra sæta einkaflugvél af
Cessna-gerð rákust saman á Linate-
flugvelli í Mílanó snemma í gær-
morgun, með þeim afleiðingum að
allir sem voru um borð í vélunum,
114 manns, létu lífið. Ítalska innan-
ríkisráðuneytið útilokaði í gær að
um hryðjuverk hefði verið að ræða
og sagði „mannleg mistök“ að öllum
líkindum hafa valdið slysinu, auk
þess sem slæmt skyggni hefði verið
á flugvellinum vegna þoku.
SAS-þotan, með 104 farþega og
sex manna áhöfn innanborðs, var að
búa sig undir flugtak þegar hún
lenti í árekstri við Cessna-vélina.
Þotan þeyttist út af flugbrautinni
við áreksturinn, rann áfram yfir
grasbala og lenti á farangursbygg-
ingu. Við það brotnaði þotan í
þrennt og kviknaði í þúsundum lítra
eldsneytis, sem voru í tönkum henn-
ar, með þeim afleiðingum að gífur-
legt eldhaf myndaðist. Þrátt fyrir að
slökkvilið hafi komið skjótt á vett-
vang tók rúmar tvær klukkustundir
að ráða niðurlögum eldsins. Um 20
flugvallarstarfsmenn voru við störf í
byggingunni sem þotan skall á og
voru fjórir þeirra taldir af síðdegis í
gær.
Í tilkynningu ítalska innanríkis-
ráðuneytisins segir að þýska flug-
vélin, sem mun hafa komið frá
Frankfurt á sunnudag og var á leið
til Parísar í gærmorgun, hafi verið á
rangri flugbraut. Báðir flugmenn
hennar, sem voru Þjóðverjar, létust
og einnig farþegarnir tveir, sem
voru ítalskir. Cessna-vélin hafði
fengið heimild til að aka í flugtaks-
stöðu en fór ranga leið þangað. Haft
var eftir einum af stjórnendum flug-
vallarins, Osvaldo Gammino, að
flugbrautarratsjá flugvallarins hafi
verið óvirk er slysið varð. Að sögn
Gammino var ratsjáin, sem er notuð
til að fylgjast með umferð um flug-
og akstursbrautir flugvallarins í
slæmu skyggni og í myrkri, tekin úr
notkun fyrir helgi vegna viðhalds.
Linate-flugvelli var lokað strax
eftir slysið og átti ekki að opna hann
fyrr en á miðnætti í nótt. Einnig var
öllum vegum í nágrenni flugvallar-
ins lokað fyrir almennri umferð og
aðeins hleypt um þá sjúkrabílum og
bifreiðum björgunarsveita.
Hlutabréf í SAS
lækkuðu eftir slysið
SAS-vélin var á leið til Kaup-
mannahafnar og talið var í gær að á
annan tug Dana hefði verið um borð.
64 farþeganna voru ítalskir ríkis-
borgarar og norskir fjölmiðlar
skýrðu frá því að ekki færri en fimm
Norðmenn hefðu verið í vélinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Flug-
leiðum benti ekkert til þess að Ís-
lendingar hefðu verið um borð.
Slysið í Mílanó í gær var það
fjórða í sögu SAS þar sem manntjón
hefur orðið. Í janúar 1969 biðu 15
manns bana er DC-8 þota félagsins
fórst undan ströndum Los Angeles.
Þá létust 42 er Caravelle-þota fé-
lagsins fórst í janúar 1960 í aðflugi
að flugvellinum í Ankara í Tyrk-
landi. Í júlí 1948 létust og allir 32
farþegar DC-6 flugvélar SAS sem
fórst við Northwood í Bandaríkjun-
um. Hlutabréf í flugfélaginu lækk-
uðu um leið og fregnir tóku að ber-
ast af slysinu í gærmorgun.
Mannskæður árekstur tveggja flugvéla á Linate-flugvelli í Mílanó á Ítalíu
Reuters
Ítalskir slökkviliðsmenn að störfum við brak SAS-þotunnar á Linate-flugvelli í Mílanó í gær.
Að minnsta kosti 118
létu lífið í slysinu
Mílanó. AFP, AP.
HOLLENSKU björgunarliði tókst
í gær að lyfta rússneska kjarnorku-
kafbátnum Kúrsk upp á yfirborð
sjávar og byrjað var að draga hann
í átt að Kólaskaga. Búist var við að
björgunarprammi kæmi með kaf-
bátinn til hafnar í Roslyakovo í
fyrramálið, svo fremi sem veður
héldist hagstætt.
Kúrsk sökk í Barentshafi í ágúst
í fyrra. Öll áhöfnin, 118 manns,
fórst. Undirbúningur björgunar-
innar hafði staðið í rúma fjóra mán-
uði, en aðgerðirnar í gær gengu að
sögn mjög vel.
Tvö hollensk björgunarfélög,
Mammoet og Smit International,
unnu saman að því að ná kafbátn-
um af hafsbotni. Til stóð að draga
Kúrsk upp á yfirborðið um miðjan
september, en aðgerðunum var
nokkrum sinnum frestað vegna
veðurs. Kafarar gátu loks um
helgina fest 26 stálkapla, sem
þurfti til að lyfta kafbátnum, en
hann vegur um 20.000 tonn. Það
tók 15 klukkustundir að draga bát-
inn upp að yfirborðinu og hann var
síðan festur við björgunarpramma,
sem hélt strax af stað í átt að landi.
Engin merki um leka
frá kjarnakljúfum
Óttast hafði verið að geislun frá
kjarnakljúfum kafbátsins gæti
stefnt björgunarliðinu í hættu, en
vel var fylgst með magni geislunar
og ekki fundust nein merki um
leka.
Eftir að komið verður með
Kúrsk til hafnar í Roslyakovo, ná-
lægt Múrmansk, verða lík áhafn-
arinnar flutt til greftrunar. Á
þriðja tug Granit-stýriflauga verð-
ur einnig fjarlægður áður en kaf-
báturinn verður fluttur í þurrkví í
Snezhnogorsk, þar sem rannsókn
verður hafin á orsökum slyssins.
Kúrsk lyft upp
á yfirborðið
Murmansk. AFP, AP.
ÞRÍR vísindamenn, tveir Bretar og
einn Bandaríkjamaður, voru í gær
tilnefndir til Nóbelsverðlauna í
læknisfræði fyrir rannsóknir sínar
á sviði frumulíffræði.
Verðlaunahafarnir eru Bret-
arnir Timothy Hunt og Paul M.
Nurse, sem starfa við krabba-
meinsrannsóknastofnanir í Hert-
fordshire og London, og Banda-
ríkjamaðurinn Leland H. Hartwell,
forstöðumaður Fred Hutchinson-
krabbameinsrannsóknastöðv-
arinnar í Seattle. Munu þeir deila
verðlaunafénu, 10 milljónum
sænskra króna (um 96 milljónum
íslenskra króna).
Að sögn úthlutunarnefndar Nób-
elsverðlaunanna á sviði læknis-
fræði varpa rannsóknir þremenn-
inganna ljósi á það hvernig
litningagallar myndast í krabba-
meinsfrumum og segir í áliti nefnd-
arinnar að uppgötvanir vísinda-
mannanna geti lagt grunninn að
nýjum aðferðum til að lækna
krabbamein. „Flest rannsóknasvið
líffræðilegrar læknisfræði munu
njóta góðs af þessum tímamótaupp-
götvunum,“ segir í nefndarálitinu.
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði
Þrír tilnefndir
Stokkhólmi. AP.