Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 29
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 29 Dada Satyatmakananda er indverskur jóga munkur sem hefur dvalist hérlendis síðan í sumar- byrjun á vegum Ananda Marga hreyfingarinnar. Hann helgaði ungur lífi sínu kennslu á jóga og hugleiðslu, og hefur komið víða við á viðburðaríkum 38 ára ferli sínum sem kennari. Hann mun halda fyrirlestur um gildi jóga í daglegu lífi. Fyrirlesturinn verður haldinn í veitingasalnum Litlu Brekku, Bankastræti 2 (gegnt Lækjarbrekku) nk. þriðjudag kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Jóga í daglegu lífi SAMKÓP, Samtök foreldra-félaga og foreldraráða viðgrunnskólana í Kópavogi,eru 10 ára um þessar mundir. Á aðalfundi SAMKÓPS í kvöld kl. 20.00 verður tímamótunum fagnað í Smáraskóla. Eftir að hafa legið í dvala um hríð voru samtökin endurreist árið 1999 til að stuðla að markvissara og öflugra foreldra- starfi við grunnskóla Kópavogs. Foreldrum á að gefast tækifæri til að láta rödd sína heyrast í samtök- unum og ná þannig fram markmið- um sínum sem eru skv. 2 gr laga samtakanna: a) að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska, b) að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf c) að stuðla að skipulegu samstarfi aðild- arfélaganna d) að vera sameiginleg- ur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum. SAMKÓP hefur beitt sér fyrir ýmsum málum er tengjast grunn- skólanum; innan stjórnar, á fulltrúa- ráðsþingum, í skólanefnd og for- varnarnefnd, á ráðstefnum og innan skólanna sjálfra og meðal foreldra- félaga og foreldraráða. Einnig hefur stjórn SAMKÓP staðið að nám- skeiðum m.a. um hlutverk foreldra- ráða og foreldrafélaga, en samtökin telja mjög mikilvægt að styðja við bakið á foreldrarstarfi. Í lögum SAMKÓPS segir að samtökin skuli ná markmiðum sínum m.a. með um- ræðu um skóla- og uppeldismál, en regluleg fulltrúaráðsþing eru einn helsti vettvangur þess. Gildi skólafærninámskeiða og forvarnarstarfs „SAMKÓP hefur undanfarið lagt áherslu á móttöku nýrra grunn- skólanemenda og foreldra þeirra,“ segir Rúnar Þórisson formaður samtakanna, „eða að allir skólar í Kópavogi bjóði upp á skólafærni- námskeið fyrir foreldra sex ára barna um upphaf skólagöngu og uppeldismál.“ Samtökin telja slík námskeið grunnforsendu þess að foreldrastarf fái dafnað í grunnskól- anum og að skapa megi góð tengsl og samstarf nemenda, starfsfólks skólans og foreldra þegar í upphafi. „Við höfum hvatt alla aðila skóla- samfélagsins til að líta á þetta mál í víðu samhengi og skorað á skóla- yfirvöld og skólana í Kópavogi að taka mál þetta til skoðunar og sjá til þess að markmiðum aðalnámskrár er lúta að samskiptum heimila og skóla verði náð.“ Núna halda flestir grunnskólar í Kópavogi skólafærninámskeið. Reynslan af námskeiðunum þykir hafa sýnt aukinn áhuga og virkni foreldra í skólastarfi og vaxandi meðvitund skóla og starfsmanna um foreldrasamstarf. Margar rannsókn- ir um þessi mál hafa leitt í ljós, að í skólum þar sem samstarf við for- eldra er samfellt og gott, verði námsárangur, agi og líðan nemenda betri. SAMKÓP hefur markvisst unnið að því að foreldrasamningar verði teknir upp í öllum grunnskólum Kópavogs, en foreldrasamningurinn er forvarnarverkefni sem beinist að- allega að foreldrum barna í 6.-8.bekk grunnskóla. Öflugt sam- starf foreldra innbyrðis og við skól- ann er mikilvægur liður í forvarn- arstarfi. „Verulegur árangur hefur náðst við að koma á foreldrasamn- ingum í grunnskólum Kópavogs,“ segir Rúnar, „núna hefur samningn- um verið komið á í öllum 7. bekkjum í Kópavogi, 80% af 6. bekkjum.“ Það er ekki nokkur vafi í huga Rúnars að árangurinn af forvarn- arstarfinu verði orðinn sýnilegur eftir tvö til þrjú ár. „Samtökin hafa einning unnið að því að kynna for- eldraröltið og mikilvægi þess,“ segir hann, en foreldrarölt er sjálfboða- liðastarf foreldra og skipulagt af for- eldrafélagi í viðkomandi skóla. Samband foreldra og kennara Grunnur að góðu skólastarfi ligg- ur ekki síst í hugarfari starfsmanna skólanna og í vel hæfum og mennt- uðum kennurum. Aukið foreldra- starf er m.a. háð kjarsamningum við kennara og því fjármagni og þeim tíma sem ætlaður er til foreldrasam- starfs. „Í ljósi nýgerðra kjarasamn- inga má gera þær væntingar að for- eldrastarf aukist og að skólinn eigi meira frumkvæði í því starfi,“ segir Rúnar, en í stefnuyfirlýsingu Launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands kemur fram að aðalmarkmið samningsaðila eru betri skóli og árangursríkara skólastarf. Lögð er sérstök áhersla á hlutverk bekkjarkennarans og á að foreldrasamstarf muni verða aukið. Í því samhengi má sjá fyrir sér auk- ið samstarf og upplýsingastreymi foreldra og kennara m.a. varðandi nám barnanna. „Það má sjá fyrir sér skipulagðari og reglubundnari við- töl, þar sem kennarar hafi aukið frumkvæði að því að hafa samband við foreldra,“ segir Rúnar, og að vegna almennrar tölvueignar og notkunar komi tölvusamskipti að góðu gagni. Þar er hægt að setja inn áætlanir um heimanám, skilaboð um frammistöðu nemandans og annað það sem gæti stutt við nám barnanna og samskipti kennara og foreldra. Greinarmunur á námsvanda og hegðunarvanda Í lögum um námsskrár og kennsluskipan stendur m.a. að í öllu skólastarfi skuli tekið mið af mis- munandi persónugerð, þroska. hæfi- leikum, getu eða áhugasviðum nem- enda. „Þó eru þeir margir sem fullyrða að í skólasamfélaginu sé að finna brotalöm í greiningu og þjón- ustu við nemendur og foreldra barna með sérþarfir,“ segir Rúnar, og að hluti skýringar sé sennilega fjárhagslegur og/eða faglegur. „Í kjölfar rannsóknar á sérkennslu í grunnskólum Reykjvavíkur er í skólum borgarinnar lögð áhersla á að greinarmunur sé gerður á þjón- ustu við nemendur með námsvanda og nemendur með hegðunarvanda. SAMKÓP hefur margsinnis lagt fram fyrirspurn í skólanefnd Kópa- vogs, um hvort sérkennslukvóta skólanna væri að stórum hluta varið til að leysa agamál innan skólanna en ekki til eiginlegrar sérkennslu- þjónustu,“ segir hann, og að fyrir hálfu ári hafi verið ákveðið að gera úttekt á þeim málaflokki en hún hafi enn ekki verið gerð. „Öllum er ljóst að aukin þjónusta í þessum efnum fæst ekki ókeypis né án faglegs metnaðar. Sveitarfélög þurfa að bú- ast við auknum útgjöldum, ekki síst í ljósi nýrrar skólastefnu mennta- málaráðherra, þar sem segir að það skuli „meta líkur á námsörðugleik- um nemenda þegar í upphafi skóla- göngu og bregðast við áður en í óefni er komið.““ Upphafs- og lokatími skóladags Mikil umræða hefur verið í skóla- samfélaginu í Kópavogi undanfarið um upphafs- og lokatíma skóladags grunnskólanna í Kópavogi og yfir- lýsta stefnu og tilmæli skólayfir- valda um samræmingu í þeim efn- um. „Það er stórt hagsmunamál að mismunandi upphafs- og lokatími skóladags skapi ekki ójöfnuð hvað varðar gjald vegna dægradvalar,“ segir Rúnar. „Stjórn SAMKÓPS hefur gert könnun á því hvað for- eldrar greiða fyrir dvöl barna sinna í dægradvöl/frístund og er um tölu- verðan mismun á upphæðum að ræða. Til að koma í veg fyrir slíkan ójöfnuð lagði fulltrúi SAMKÓP í skólanefnd fram á sínum tíma til- lögu þess efnis að foreldrum sem eiga börn í dægradvöl verði ekki skylt að greiða fyrir hana fyrr en eftir kl. 13.15.“ Tillagan náði ekki fram að ganga. Skólayfirvöld hafa lagt mikið kapp á að samræma upp- hafstíma skóladags, en samtökin hafa bent á að það eitt tryggi ekki jöfnuð milli foreldra vegna dægra- dvalar barna þeirra. Fulltrúi foreldra verði launaður Rúnar segir að stjórn SAMKÓPS hafi ítrekað óskað eftir því að skóla- yfirvöld í Kópavogi veittu samtök- unum stuðning; að þau yrðu studd með föstu fjárframlagi, en því hefur jafnan verið hafnað. „Það hefur líka verið bent á, að eðlilegt væri að for- eldrar og börn þeirra hefðu fulltrúa sem væri launaður starfsmaður bæj- arins,“ segir Rúnar og að ekki hafi verið tekið undir það. „Það er með ólíkindum að þrátt fyrir vilja for- eldra til starfa og skýr ákvæði um hlutverk og þátttöku þeirra í skóla- samfélaginu, eru þau einu aðilar þess sem ekki hafa fastan rekstr- argrundvöll, starfsmann eða að- stöðu,“ segir hann. „Þeir sem bera ábyrgð í skólamálum í Kópavogi verða að fara að gera upp við sig hvort hafa eigi virkt foreldrastarf eður ei.“ Með föstu fjárframlagi gætu samtökin með markvissum hætti sinnt hlutverki sínu, að mati Rúnars, auk þess sem meiri stöð- ugleiki skapaðist í starfsemi þeirra. Foreldrar/ Grunnur að góðu skólastarfi liggur ekki síst í hugarfari starfsmanna skólanna og í vel hæfum og mennt- uðum kennurum. Samtök foreldrafélaga og foreldraráða við grunnskólana í Kópavogi leggja til að fulltrúi foreldra verði launaður, það auki líkur á árangri. Samtökin standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska. Viljinn til að skapa samstarf  Flestir grunnskólar í Kópavogi halda skólafærninámskeið.  Foreldrasamningar í grunnskólum verða æ algengari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki er nokkur vafi um árangur í hugum foreldra í forvarnarstarfinu í grunnskólum Kópavogs, að mati Rúnars. Foreldrar skólabarna í Kópa- vogi komu fram með margar hugmyndir og ábendingar um skólasamfélagið á síðasta full- trúaþingi SAMKÓPS, „Sýn for- eldra á skólastarfið“, sem mun hafa áhrif á vinnu samtakana á næstunni. Þar kom m.a. eftirfar- andi fram að:  ástæða þykir til að virkja foreldra betur en gert er í sam- starfi heimila og skóla  brýn þörf sé á að aðilar skólasamfélagsins vinni betur saman  breyta þurfi hugarfari og móta skýra stefnu í skólamálum,  hvetja þurfi til umræðu í þjóðfélaginu um málefni fjöl- skyldunnar  fá faglærða og vel launaða kennara  hlúa betur að hegðunar- mynstri barna  fá mötuneyti og viðunandi mataraðstöðu  lengja skóladaginn og skapa skilyrði fyrir heilstæðan skóla  takmarka fjölda nemenda í bekk  sinna sköpunarþætti í námi betur  efla þarf forvarnir  fá aukið fjármagn til skóla- starfs „Sýn foreldra á skólastarfið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.