Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 45
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 45
Suðvesturkjördæmi
Aðalfundur
Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
í suðvesturkjördæmi verður haldinn þriðjudag-
inn 23. október nk. kl. 20.00 í Valhöll, Háaleitis-
braut 1, Reykjavík.
Dagskrá:
● Venuleg aðalfundarstörf.
● Önnur mál.
Stjórn kjördæmisráðs.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Tilboð í Sæbakka
Fasteigna- og skipasala Austurlands ehf.
auglýsir eftir tilboðum í fasteignina
Sæbakka, Borgarfirði eystri.
Sæbakki er lítið einbýlishús á einni hæð sem
stendur í útjaðri bæjarins. Húsið hefur mikið
verið endurnýjað á síðustu misserum en endur-
bótum er þó ekki að fullu lokið.
Tilboð þurfa að hafa borist skrifstofu Fasteigna-
sölunnar fyrir kl. 12:00, 17.10.2001 en í tilboði
skal m.a. koma fram tilboðsfjárhæð og greiðslu-
fyrirkomulag. Borgarfjarðarhreppur áskilur sér
rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllum.
Allari nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Fasteigna- og skipasölu Austurlands ehf.,
Egilsstöðum í síma 470 2205.
TILKYNNINGAR
Stofnfundur Vallasóknar
í Hafnarfjarðarprestakalli
Á Kirkjuþingi haustið 2000 var tekin ákvörðun
um stofnun Vallasóknar í Hafnarfjarðarpresta-
kalli í Kjalarnessprófastsdæmi á árinu 2001.
Mörk sóknarinnar eru Reykjanesbraut að vest-
an og norðvestan að Kaldárselsvegi, Kaldár-
selsvegur og mörk Garðabæjar og Hafnarfjaðar
að norðan, austan og suðaustan og Ásbraut
að sunnan og suðvestan. Hér með er boðað
til stofnfundar sóknarinnar fimmtudaginn 11.
okt. nk. kl. 20.30 í Félagsheimili Hauka.
Dagskrá stofnfundar verður í samræmi við 11.
gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr. 732/1998,
sbr. og ákvæði til bráðabirgða í sömu reglum:
1. Gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun
sóknarinnar.
2. Framtíðarhugmyndir um kirkjustarf á svæð-
inu.
3. Kosning fimm sóknarnefndarmanna og jafn-
margra varamanna til 2ja ára.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur-
skoðanda og varamanna þeirra til árs í senn.
5. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
6. Önnur mál.
Allt þjóðkirkjufólk á svæðinu er velkomið. Þeir
sem áttu lögheimili í sókninni 1. okt. 2001 hafa
kosningarrétt og kjörgengi enda hafi þeir náð
sextán ára aldri á fundardegi. Ath.: Í auglýsingu
sem birtist nýlega var röng dagsetning í þess-
um lið og leiðréttist það hér með.
Gunnar Kristjánsson, prófastur
í Kjalarnessprófastsdæmi.
Einbýlishús til leigu
Til leigu í ca 10 mánuði, með húsgögnum og
öllum húsbúnaði, vandað húsnæði. Leigist að-
eins reyklausum einstaklingi eða pari með með-
mælum og tryggingu frá fyrirtæki. Lág leiga.
Sendið greinargóðar upplýsingar til:
minicube@netscape.net .
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Huglækningar/
heilun
Sjálfsuppbygging.
Samhæfing
líkama og sálar.
Áran.
Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 milli
kl. 18.00 og 19.00.
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
FJÖLNIR 6001100919 III
I.O.O.F.Rb.1 1511098 — 9.II*
EDDA 6001100919 I Atkv.
HLÍN 6001100919 IV/V
Hamar 6001100919 I
AD KFUK, Holtavegi 28
Fundur í kvöld kl. 20.
Benedikt Arnkelsson fjallar um
bænina. Allar konur velkomnar.
www.kfuk.is
Miðvikudagur 10. október
Fyrsta myndakvöld vetrarins
í sal Ferðafélagsins, Mörk-
inni 6. Fjalllendi Suðursveita
með viðkomu á Öræfajökli í
máli og myndum, Vatnaleiðin
o.fl.
Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500
kr., kaffiveitingar.
TIL LEIGU
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti-
ganga um Laugardalinn eða upplestur kl.
10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir.
Bæna- og fyrirbænastud kl. 12 í kirkjunni.
Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur há-
degisverður að stundinni lokinni. Sam-
vera foreldra ungra barna kl.14–16 í neðri
safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í neðri
safnaðarsal.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altar-
isganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður
í safnaðarheimili eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl.
17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir
börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar
Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll
börn velkomin. Unglingaklúbburinn MeMe
kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7.
bekk. Kvikmyndagerðin heldur áfram. Sig-
urbjörn Þorkelsson og Bjarni Karlsson
stjórna. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sókn-
arpresturinn kennir biblíufræðin á lifandi
og auðskilinn hátt. Gengið inn um merkt-
ar dyr á austurgafli kirkjunnar. Allir vel-
komnir. Efni kvöldsins: Jesús frá Nasaret
– vinur vina sinna. Allir velkomnir. Þriðju-
dagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðar-
stund þar sem Þorvaldur Halldórsson
leiðir lofgjörð við undirleik Gunnars Gunn-
arssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs
orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30
í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn
Margrétar Scheving, sálgæsluþjóns.
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara,
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman.
Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn
miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12. Hittumst, kynnumst, fræðumst.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15.
Léttur málsverður. Helgistund, samvera
og kaffi. Starf fyrir 10–12 ára á vegum
KFUM&K og Digraneskirkju. Húsið opnað
kl. 16.30. Fótboltaspil, borðtennis og
önnur spil. Hellaferð kl. 17. Verð 400 kr.
Alfa-námskeiðið. Fræðari sr. Magnús B.
Björnsson. Kvöldverður kl. 19, fræðsla,
hópumræður, helgistund.
Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund í kirkjunni. Organisti leikur frá kl.
12. Kl. 12.10 hefst stundin og að henni
lokinni kl. 12.25 er framreiddur léttur há-
degisverður í safnaðarheimilinu gegn
vægu gjaldi. Fyrirbænaefnum má koma til
presta og djákna. Þeir sem óska eftir
akstri láti vita fyrir kl. 10 á þriðjudags-
morgni í síma 557-3280. Starf fyrir 11–
12 ára drengi kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30. Helgistund, handa-
vinna, spil og kaffiveitingar. Kirkjukrakkar
í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–
18.30.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
18 á neðri hæð kirkjunnar.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og
spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjöl-
breytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlk-
ur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK.
Bessastaðasókn. TTT – kristilegt æsku-
lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla,
stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnun-
um heim.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–
18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs-
félag yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára
krakka. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–12
ára krakka, gengið inn um kirkjudyr uppi.
Kl. 20 hjónakvöld. Sr. Kristján Björnsson
flytur stutt erindi um hjónaband, ást og
sambúð. Kaffi og spjall á eftir. Gott ef
hjón skrá sig til þátttöku hjá sr. Kristjáni
(893-1606) eða í safnaðarheimilinu
(488-1500).
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12.
Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðju-
dögum kl. 10–12.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í
Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf Kynning á tólf spora
starfi í Áskirkju
KYNNING á tólf spora starfi Ás-
kirkju fer fram í kvöld kl. 19:00.
Þetta starf er ætlað fólki sem kann
að hafa orðið fyrir einhverri nei-
kvæðri reynslu og vill einfaldlega
byggja sig upp á jákvæðum for-
sendum. Hér er um einstakt tæki-
færi að ræða fyrir alla þá sem vilja
vaxa hið innra með markvissum
hætti og þiggja styrk trúarinnar og
reynslu annarra í veganesti. Allir
sem áhuga hafa eru hjartanlega vel-
komnir. Guðrún Kr. Þórsdóttir
djákni.
Alfanámskeið í Hafn-
arfjarðarkirkju
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 11. októ-
ber nk. kl. 19.00 hefst Alfa-námskeið
í safnaðarheimili Hafnarfjarð-
arkirkju en þrjú Alfa-námskeið hafa
verið haldin þar fyrr og tekist vel.
Alfa er fyrsti stafurinn í grísku,
sem er frumtunga Nýja testament-
isins og vísar til þeirra orða þess um
Jesúm Krist, að hann sé upphafið og
takmarkið. Alfa-námskeið felst í
vikulegum samverustundum í tíu
vikur þar sem á einfaldan og að-
gengilegan hátt er fjallað um
meginspurningar lífsins og svör
kristinnar trúar við þeim.
Fundir á námskeiðinu hefjast með
léttum málsverði hverju sinni. Eftir
málsverð fer fram fræðsla, síðan er
spjallað og rætt um efnið. Alfa-
námskeið felst jafnframt í gjöfulu og
þægilegu samfélagi þar sem um-
hyggja og trúarleg hlýja umlykur
þátttakendur.
Fjölmenn ráðstefna var nýlega
haldin í Grafarvogskirkju með fyr-
irlesurum frá Hollandi og Englandi
þar sem víðtækt Alfastarf hefur far-
ið fram en það breiðist nú óðfluga
um heiminn.
Alfanámskeiðið í Hafnarfjarð-
arkirkju er öllum opið. Greitt er fyr-
ir málsverði og kennslugögn kr.
4.500. Að auki er boðið upp á helg-
arferð á miðju námskeiðinu sem sér-
staklega er greitt fyrir en kostnaði
haldið í lágmarki. Æskilegt er að
þátttakendur láti skrá sig fyrirfram.
Skráning fer fram í síma 6954490,
8548605 og 5551295. Námskeiðin
eru samkirkjuleg því fræðsluna ann-
ast bæði fræðarar úr Þjóðkirkjunni
og samfélaginu Veginum. Það vott-
ar einlægan vilja til þess að styrkja
einingu kristinna manna á sögu-
legum tímamótum og í upphafi
nýrrar aldar. Sr. Gunnþór Ingason
sóknarprestur hefur umsjón með
Alfanámskeiðum í safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju. Prestar Hafn-
arfjarðarkirkju.
FRÉTTIR
VERSLUNIN DUKA hefur verið
opnuð í Kringlunni. DUKA er ein
þekktasta verslunarkeðjan í Sví-
þjóð og selur heimilis- og gjafa-
vöru, samkvæmt því sem segir í
fréttatilkynningu.
Flestar vörurnar í verslununum
eru framleiddar fyrir DUKA. Þar
fást einnig glervörur frá helstu
glersmiðjum í Svíþjóð, leirvörur
frá Höganäs og eldhúsáhöld frá
Boda Nova.
Sömu rekstraraðilar eru að
DUKA-versluninni í Kringlunni
og sænsku keðjunni Polarn O
Pyret.
Verslunarstjóri er Stefanía
Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Verslunarstjóri DUKA er Stefanía Gunnarsdóttir.
DUKA opnað í Kringlunni
Í KJÖLFAR nýju plötunnar „Lauf“
verður Hörður Torfason á faralds-
fæti til þess að kynna hana.
Hann spilar á Pollinum á Akureyri
11. október. Í Gamla Bauk á Húsavík
12. október og Ábæ í Siglufirði 13.
október.
Hörður Torfa-
son kynnir
geisladisk
SAMBANDSÞING Norræna fé-
lagsins var haldið á Egilsstöðum
dagana 29. og 30. september síðast-
liðinn. Á þinginu var Sigurlín Svein-
bjarnardóttir endurkjörin formaður
félagsins til næstu tveggja ára. Ný-
kjörin sambandsstjórn Norræna fé-
lagsins er að öðru leyti skipuð
Bjarna Daníelssyni óperustjóra,
Guðmundi Sigvaldasyni fram-
kvæmdastjóra, Kristínu B. Sigur-
björnsdóttur ferðafræðingi, Sigurði
Hlöðverssyni tæknifræðingi, Sigur-
veigu Sigurðardóttur kennara, Stef-
áni Veturliðasyni verkfræðingi og
Úlfi Sigurmundssyni hagfræðingi.
Þingfulltrúar frá félagsdeildum
Norræna félagsins um land allt fjöl-
menntu á Egilsstaði til að marka
stefnu í félagsstarfi Norræna félags-
ins til næstu tveggja ára.
Ný stjórn
Norræna
félagsins
♦ ♦ ♦