Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 10
FÁNINN fer ekki nema hálfaleið upp stöngina á torginu ímiðbæ Berkeley í Kaliforn-íu, þar sem sú sem þettaskrifar hefur dvalið undan-
farna tvo mánuði. Það hefur ekki þótt
ástæða til að hífa flaggið ofar frá því
að allt breyttist hinn 11. september.
Þannig er þetta orðað hér í Banda-
ríkjunum, dagurinn sem allt breytt-
ist. Þann dag var því lýst yfir að til-
vera fólks hér í landi yrði aldrei söm
og þó að enginn vissi í raun hvað væri
framundan var næsta öruggt að allt
yrði breytt.
Nú, næstum fimm vikum síðar, er
fólk smám saman að átta sig á því í
hverju umræddar breytingar felast.
Þegar mesta viðurstyggðin, hryggðin
og reiðin vegna atburðanna sjálfra
hjaðnar vakna nýjar ónotatilfinning-
ar, óöryggi og ótti. Og ótti þessi er af-
ar sýnilegur. Hann birtist meðal ann-
ars í því að undanfarna daga hafa
tugir tilkynninga um hugsanlegan
miltisbrand í umslögum borist lög-
reglunni hér á San Fransicso-svæð-
inu, sem og annars staðar í landinu,
og er hverri tilkynningu sinnt eins
um alvöru neyðartilfelli sé að ræða,
byggingar rýmdar, fólk sett í ein-
angrun og á sýklalyf. Hann birtist
líka í því að fólk er varara um sig og
er augljóslega afar grunnt á hræðsl-
unni. Óvenju hávær hljóð, einkum
flugvélarhljóð, nægja til að láta gesti
kaffihúsa halda niðri í sér andanum,
,,þetta hljómar allt öðruvísi núna,
ekki satt,“ sagði maður á næsta borði
um daginn til að rjúfa þögnina sem
varð vegna þyrlu sem flaug óvenju
lágt yfir.
Að eitthvað ennþá hræðilegra
kunni að vera í vændum
Þessi ótti meðal almennings hefur
farið stigvaxandi undanfarna daga
um leið og miltisbrandstilfellum í
landinu fjölgar. Fólk þorir varla að
opna póstinn sinn, fjöldi fyrirtækja
og stofnana hefur lokað deildum sem
taka við pósti, afgreiðslufólk á póst-
húsum klæðist gúmmíhönskum og
lögregla, slökkvilið og eiturefnasveit-
ir um land allt hafa ekki við að sinna
útköllum vegna tilkynninga um að
grunsamlegt duft hafi fundist í um-
slögum, á gólfum fyrirtækja og versl-
ana eða á götum úti.
Í langflestum tilfellum er þó um
óþarfa áhyggjur að ræða, en álag á
rannsóknarstofur er gríðarlegt og
hafa þær fengið fjölmargt efnið til
skoðunar undanfarna daga, þar á
meðal mjólkur- og búðingsduft, fó-
tapúður, muldar magnyltöflur, papp-
írsmylsnu og svo mætti lengi telja.
Ljóst er að fólk hefur brugðist við
þeirri hvatningu yfirvalda að tilkynna
allt sem þykir grunsamlegt og hefur
ótti fólks í bland við mikla varkárni
valdið gífurlegu róti og uppnámi um
allt land og þykir nokkuð kaldhæðn-
islegt að afleiðingar hræðslunnar
sem gripið hefur um sig séu taldar
umfangsmeiri en afleiðingar sjálfs
miltisbrandsins, enn sem komið er.
Nú þegar æ líklegra er talið að
miltisbrandurinn orsakist af skipu-
lögðum hryðjuverkum stafar sú
skelfing sem gripið hefur um sig ekki
síst af þeirri staðreynd að beiting
sýklavopna virðist orðinn veruleiki
hér í landi, en ekki bara eitthvað sem
lesið er um í framtíðarhrollvekjum.
Tilhugsunin um mögulegan eitur-
efna- og sýklahernað gagnvart
óbreyttum borgurum hefur lengi
vakið ótta og nú þegar hann birtist
með þessum hætti óttast margir að
eitthvað ennþá hræðilegra kunni að
vera í vændum. Í fréttum um milt-
isbrandstilfellin í blöðum hér fylgir
gjarnan sögunni, að ásamt því sem
yfirvöld bregðist við þeim tilfellum
sem upp hafa komið sé um allt land
verið að styrkja varnir og útbúnað til
að bregðast við ,,stórfelldri“ sýkla-
eða eiturefnaárás.
Fjölmiðlar sætta sig við að
birta ekki efni í ,,þágu öryggis“
Annað sem fylgir fréttum um milt-
isbrandinn er hversu erfitt reynist að
fá upplýsingar um stöðu mála. Sagt er
að stjórnvöld vilji sem minnst tjá sig,
ekki sé ljóst hver beri ábyrgð á því að
stýra viðbrögðum við ástandinu og að
á einhverjum stigum málsins hafi ver-
ið gefnar rangar og jafnvel villandi
upplýsingar. Þá skrifar blaðamaður
hjá San Fransisco Chronicle nú rétt
fyrir helgi að líklega sé staðan hrein-
lega sú að stjórnvöld viti ekki sitt
rjúkandi ráð. Hafi aldrei staðið
frammi fyrir vanda af þessu tagi fyrr
og þurfi hreinlega tíma til að ná áttum
og tökum á vandanum, en til þess
þurfi þeir svigrúm. Auk þess sé rétt af
þeim að sýna varkárni og gefa engar
villandi upplýsingar.
Má teljast nokkuð merkilegt að
blaðamaður kjósi að verja þá sem
víkja sér undan því að gefa honum
þær upplýsingar sem hann biður um
og má segja að það sé á margan hátt
til marks um alvarleika þeirrar stöðu
sem við blasir.
Fjölmiðlar virðast margir hverjir
sætta sig við það í ,,þágu öryggis“, að
stjórnvöld skammti þeim upplýsing-
ar og beini því jafnvel til þeirra að
þeir birti ekki ákveðið efni.
Skemmst er að minnast þess að
fimm stærstu sjónvarpsstöðvar
landsins samþykktu þau tilmæli yf-
irvalda að birta ekki frekari yfirlýs-
ingar Osama bin Ladens eða annarra
forsvarsmanna Al Queda. Í blöðum
hér hefur ekki farið mikið fyrir gagn-
rýninni umfjöllun um þessa ákvörðun
sjónvarpsstöðvanna, en sagt var frá
því eins og hverri annarri frétt að
sjónvarpsstöðvarnar myndu ekki
birta umrætt efni af öryggisástæð-
um. Í nýlegum umræðuþætti á NPR
(National Public Radio, Rás 1 þeirra
Bandaríkjamanna) um mikilvægi
málfrelsis við núverandi aðstæður
héldu fulltrúar ,,málfrelsissamtaka“
fréttamanna uppi hörðum andmæl-
um gegn því viðhorfi sem þeir telja
blasa við hjá mörgum fjölmiðla nú, að
réttast sé að að leyfa stjórnvöldum að
stýra að einhverju leyti því efni sem
birtist. Þar með hafi þeir vikist undan
skyldu sinni sem ,,fjórða valdið“ og
sannað það sem gjarnan er sagt um
hlutskipti sannleikans í stríði.
Öryggi tryggt á kostnað frelsis?
Umræða um persónufrelsi hefur
einnig farið nokkuð hátt og má búast
við því að hún fari vaxandi og verði
beittari þegar ástandið er orðið stöð-
ugra, en núna virðist fólk upp til hópa
mjög svo reiðubúið til að láta flest yfir
sig ganga til að forðast frekari hörm-
ungar.
Skoðanakannanir sýna að meiri-
hluti Bandaríkjamanna er reiðubúinn
að fórna hluta af borgararéttindum
sínum í von um aukið öryggi og virð-
ast margir líta svo á, að nú sé runnið
upp nýtt skeið þar sem fullkomið
frelsi í daglegu lífi er ekki lengur
raunhæfur kostur. Aðrir sætta sig
ekki við svo grimman úrskurð og
segjast ekki vilja gefa eftir nein rétt-
indi, en Bandaríkin byggi sérstöðu
sína meðal annars á umræddu frelsi
og því megi aldrei fórna. Flestir eru
þó sammála um að stjórnvalda bíði
torleystur vandi í því að finna leið til
að tryggja öryggi borgaranna án
þess að fórna þessum grundvelli
bandarísks samfélags.
Umræða um þetta er svo afar við-
kvæm því í auknu eftirliti er talið víst
að felist kynþáttamisrétti, en slíkt
hefur þegar komið fram varðandi ör-
Óttinn skekur frj
BANDARÍSKI fáninn hefur orðið að mikilvægu tákni
við núverandi aðstæður og blasir við hvert sem litið er.
Í gluggum og görðum flestallra heimila, á brúm og við
hraðbrautir, í útstillingum verslana, á veitingastöðum,
í bílum og á fatnaði fólks.
Langflestum þykir sjálfsagt að bera fánann við þess-
ar aðstæður og líta á það sem stuðning við landið, sam-
einingartákn. Sú gagnrýni fámenns hóps friðarsinna að
í beitingu fánans felist stríðsyfirlýsing má sín lítils og
hafa forsvarsmenn friðarhreyfinga jafnvel hvatt til
notkunar fánans sem friðartákns. Til marks um mik-
ilvægi bandaríska fánans í huga fólks má nefna að
regnbogafáninn, fáni samkynhneigðra, hefur verið
prýddur stjörnum til samræmis við bandaríska fánann
og sést nú þessi nýi regnboga/bandaríski fáni um allt
Castro-hverfið í San Fransisco.
Þess má einnig geta að um 40.000 gerðir af banda-
ríska fánanum og vörum honum tengdum eru til sölu á
netversluninni e-bay. Þar er hægt að fá allar gerðir
fatnaðar og ritfanga skreytt fánanum, sem og húsgögn,
kökuform, hundaólar og öskubakka.
Lögreglu víða í Bandaríkjunum hefur borist fjöldi til-
kynninga frá fólki um að Osama bin Laden hafi sést á
ferð á ýmsum stöðum í nágrenni þess. Meðal annars á
götum stórborga og í verslunum. Þá segist lögreglan
vart hafa tölu á þeim tilkynningum sem henni hafa bor-
ist um að hugsanlegir hryðjuverkamenn séu á ferð hér
og þar og vegna slíkra tilkynninga hafa ýmsir verið
hafðir fyrir rangri sök. Sem dæmi má nefna að ljós-
myndari San Fransisco Chronicle var næstum því hand-
tekinn við Golden Gate-brúna fyrir skömmu þar sem
hann var að taka myndir af sólarlaginu með stórri að-
dráttarlinsu, en kona hafði hringt í lögregluna og sagt
að maður sem liti út fyrir að vera frá Mið-Aust-
urlöndum beindi stórri sprengjuvörpu í átt að brúnni.
Sala á gasgrímum, byssum, vasaljósum og sýklalyfj-
um hefur margfaldast á undanförnum vikum. Sér-
útbúnir kassar með viðlagabúnaði vegna hryðjuverka-
árása seljast grimmt hjá sjónvarpsmörkuðum og
netverslunum. Einnig berast fréttir af því að fólk
hamstri dósamat og vatnsflöskur í stórum stíl. Reyndar
má minnast þess að hið sama gerðist fyrir aldamótin,
en ljóst er að margir hugsa sem svo að það geti aldrei
annað en borgað sig að vera viðbúinn því versta. Hvað
sýklalyfin varðar hafa læknar varað við því að fólk
skammti sér þau sjálf, en á netinu hefur verið hægt að
nálgast lyfið Ciprofloxacin sem er notað gegn milt-
isbrandi. Læknar segja að fólk sem hefur enga ástæðu
til að ætla að það sé smitað eigi alls ekki að taka lyfið
„til öryggis“, enda sé það afar sterkt og aukaverkanir
geti verið miklar, auk þess sem það að taka sýklalyf
þegar engin sýking er til staðar geti veikt mótstöðu lík-
amans gegn öðrum sjúkdómum. Sérstaklega er varað
við því að gefa börnum lyfið.
Gasgrímur, sýklalyf og fánar
10 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Verið vör um ykkur. En haldið áfram eins og
ekkert hafi í skorist. Það verða líklega framin fleiri
hryðjuverk á næstu dögum. En ekki vera hrædd.
Það eru sannarlega mótsagnakennd skilaboð sem
íbúar Bandaríkjanna fá frá yfirvöldum þessa
dagana og er ekki að furða þótt almenningur
virðist upp til hópa á barmi taugaáfalls. Birna
Anna Björnsdóttir skrifar frá Bandaríkjunum,
þar sem óöryggi og ótti við frekari voðaverk
fer stöðugt vaxandi, auk þess sem umræða um
málfrelsi, persónufrelsi og almennt umburðar-
lyndi fer hátt og verður sífellt beittari.