Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 57 ÞEGAR ég var lítil og varað læra á píanó höfðuðutónskáldin misjafnlega tilmín. Helst vildi ég spila eitthvað eftir þau rómantísku og tregafullu. Bach var t.d. ekki efst- ur á vinsældalistanum því ég fann ekki í honum neinn trega, bara há- tíð.“ En tónskáldið og söngkonan Magga Stína virðist ekkert sérlega tregafull, hún er skælbrosandi að vanda. Enda hefur hún næga ástæðu til, hún á von á sínu öðru barni auk þess sem annars konar barn, sólóplata númer tvö, er kom- ið í heiminn og ber titilinn Kossa- far á ilinni. „Fyrri platan mín hét Cut my Strings, og fabúlunafnið hef ég notað síðan þá. Nafnið merkir spunasaga og textarnir mínir eru það stundum. Ég hef notað það nafn bæði á hljómsveitina mína og ein og sjálf.“ Líka leikkona Flestir mun vel eftir laginu hennar „Röddin þín“ í undan- keppni Evróvisjón þar sem það lenti í 3.sæti. Lagið er einmitt á diskinum en á ensku. „Ég byrjaði fyrst að semja í menntaskóla, að- allega blúslög og texta. Nokkrum árum eftir menntaskóla fór ég til Noregs og bjó þar í fimm ár, og var þar með blúsband,“ segir Magga Stína og sannar að trega- tónlistin á stóran hluta af henni. Í Noregi lærði hún leiklist, blandaða kvikmyndanámi, og var að hugsa um að snúa sér að leiklistinni en svo æxlaðist það þannig að hún valdi tónlistina. En hún hefur líka þurft að nota leiklistarhæfileikana þegar hún fór með hlutverk Gras- kersins í leikritinu Ávaxtakörf- unni. „Já, þetta helst allt í hendur. Ávaxtakarfan er annars klassískt verk sem ég held að Íslendingar eigi eftir að setja upp aftur og aft- ur. Tónlistin hans Þorvaldar er frábær og sagan mjög skemmtileg. Þá var ég einmitt ófrísk að mínu fyrsta barni og var að syngja hlut- verkið þangað til ég var komin á steypirinn. Það passaði bara vel við hlutverk graskersins. Ég söng t.d „ef horft er á í réttu ljósi, hvað það er í raun sem fær lítið hjarta til að slá.“ Þá gat ég strokið mag- ann um leið,“ segir tilvonandi mamman, brosir og strýkur yfir magann sinn. Leyfi því að flæða ómeðvitað – Hvaðan koma hugmyndirnar að lögunum þínum? „Ég held þær læðist bara inn. Héðan og þaðan. Beinar upplifanir og annað sem býr í tilfinninga- bankanum. Þær koma hvenær sem er, en oft sest ég niður við píanóið og reyni að hleypa hugmyndinni að. Byrja ómeðvitað um það sem ég er að gera, og leyfi hugmynd- inni að flæða. Og svo verður það meðvitaðra þegar fer að líða á, bæði orðin, hljómarnir og laglín- an.“ – Hvernig tónlist hlustar þú á? „Allt sem hefur sál. Ég ólst upp á klassíkinni, en djassinn og blúsinn hófu svo sterka innreið. Það sem ég sem, heyrir undir popptónlist og í þeim geira á ég mörg uppáhöld. Hljómsveitin Bel Canto, Björn Eidsvaag og Kari Bremnes eru nöfn sem ég ætt- leiddi þegar ég bjó í Noregi. Mark E Nevin, sem samdi flest lög Fairground Attraction held ég upp á og Ricky Lee Jones er bara perla perlnanna. Undanfarið hef ég verið að hlusta á Bic Runga. Það er erfitt að segja hvaðan áhrifin koma, þau síast líka inn á svo löngum tíma. Og svo eru það leikhúsáhrifin. Þegar ég gaf út síðustu plötu kallaði einn stíl- spekingurinn hana „teknóróman- tískt leikhúsdjasspopp“. Ég held að ef ég á mér einhvern stíl, þá eru lögin „Heavy Secret“ af fyrri plötunni og „My true Love“ á þessari, svona dæmigerðust fyrir þann stíl. Einföld hljómasamsetn- ing í einum kafla, óhefðbundin í næsta kafla og svo viss leikhús- stemmning.“ Nakin lög – Útsetningarnar eru mjög skemmtilegar. „Við unnum útsetningarnar saman, við Valgeir Sigurðsson. Matthías Hemstock kom mjög snemma inn með slagverk og trommur og hann á líka heilmikinn þátt í þessu, og svo bættust fleiri hljóðfæraleikarar í hópinn, Kjart- an Valdemarsson, Guðni Franzson, Bjarni Sveinbjörnsson og Hilmar Jensson. Samúel Jón Samúelsson í Jagúar gerði blástursútsetninguna í laginu „Anna the Librarian“ fyrir mig og Eyjólfur Þorleifsson og Kjartan Hákonar spila með hon- um. Annars liggja útsetningarnar mjög ljósar fyrir þegar lög er nak- in. Þá eru þau nánast bara tilbúin, önnur lög eru í meiri búning.“ – En textarnir? „Það eru fleiri ástartextar á þessi plötu en þeirri eldri. Hún var blárri en þessi er frekar rauð. Ég eignaðist barn fyrir tveimur árum síðan, skilurðu?“ – Dropinn er samt sorglegt ást- arlag. „Já einmitt. Stundum sest ég niður og held að ég sé að fara að semja gleðipopp en svo endar það mjög tregafullt. Ég get bara ekk- ert að því gert!“ segir Magga Stína og hlær. – Þú er mjög hamingjusöm í tit- illaginu... „Já, ástin mín sem ég syng um er dóttir mín. Ég er með barna- vagn og geng upp og niður Lauga- veginn einsog ég er búin að gera alla vega 1400 sinnum síðan að hún fæddist.“ Vildi ekki sleppa íslensku lögunum – Lögin eru bæði á ensku og ís- lensku hjá þér. „Það er kannski skrýtið en ég sem bæði á ensku og íslensku, það fer kannski eftir þemanu eða stemmningunni. Ég talaði um að byrja ómeðvitað, og texti og lag verða til um leið. Það fer af stað á öðru tungumálinu og ég leyfi því að halda þannig áfram. Hin platan var alfarið á ensku. Við gerð þess- arar var ég með safn af lögum til að velja úr, og gat ekki sleppt öll- um íslensku lögunum eða öllum ensku og vildi ekki fara út í að þýða þau öll og ákvað að fara þessa leið að hafa flest lögin á ensku. Læða svo tveimur íslensk- um að.“ – Á að fara með plötuna til út- landa? „Ja ... það væri mjög gott að koma einhverju sem ég bý til til útlanda, því við erum svo fá. Ef ég á að geta lifað á tónlistinni þá væri það mjög gott. Skífan gefur þetta út með mér og aðstoðar mig við að kynna efnið erlendis á einhvern hátt,“ segir Magga Stína brosandi, og lofar að halda útgáfutónleika í nóvember, auk þess sem kannski fer bráðlega að glitta í hana í sjón- varpinu í nýju myndbandi. Morgunblaðið/Kristinn „... og ég labba niður Laugaveginn, held mig mest hægra megin ...“ Hugmyndirnar læðast inn Hún semur lögin sín á níðþungt gamalt píanó sem hún bjargaði frá dauða úr gömlu safnaðarheimili sem var verið að leggja niður í Noregi. Hildur Loftsdóttir hitti Möggu Stínu á Laugaveginum. Fabúla gefur út Þingholtadjasspopp með leikhúsáhrifum Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.