Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 21 Uppörvun farþega: Verið gætnir, óhræddir, forðist múgsefjun! „Vits er þörf, þeim er víða ratar,“ segir í Hávamálum. Eftir hryðjuverkin 11. sept. setti ugg að fólki, sem von var. Þau eru fordæmd af nærri allri heimsbyggðinni, en lífið heldur áfram. Mesti sigur ódæðismannanna væri fólginn í því að trufla ráðagerðir og daglegt líf fólks um allan heim. Reyndin sýnir að svo er ekki, nema helst í Bandaríkjunum. Hættusvæði geta ekki talist nema Mið-Austurlönd vegna stríðs í Afghanistan. Nokkur samdráttur er í flugi sumra flugfélaga, en flest halda sinni áætlun og samgöngur eru annars með eðlilegu móti. Flugið er enn öruggasti ferða- mátinn, og vegna aukins eftirlits er það öruggara í dag en var fyrir 11. september. Þrátt fyrir hnattvæðingu eru stór svæði heimsins ótrufluð af átökunum í Afghanistan, sem vonandi linnir á næstunni, eins og margt bendir til. Sölustjóri THAI flugfélagsins sagði mér í símtali í fyrradag, að vélarnar legðu nú smálykkju á leið sína frá Kaupmannahöfn yfir Rúss- land og Kína suður til Bangkok. Afpantanir þekkjast varla og fyllast jafnóðum aftur af öðrum farþegum, svo að allar vélar fara fullar, enda nýtur Thailand álits sem eitt öruggasta svæði heimsins. Umboðsmaður Heimsklúbbsins í Thailandi, Khun Apichart, sem nýtur álits sem einn besti fagmaður í ferðaþjónustu á heimsvísu, sagði í símtali að færri Am- eríkanar væru á ferðinni, en talan frá Evrópu, einkum Skandinavíu, væri nær óbreytt, og á Phuket-eyju einni tekur hann á móti um 1000 Norður- landabúum á viku. Rómuð Stóra-Thailandsferð Heimsklúbburinn-Príma eru í forystuhlutverki í Thailandsferðum, sem eru fjölbreyttar, kynna stórfagurt land og merkilega menningu brosandi þjóðar, sem kann að þjóna gestum. 40 manna hópur okkar í síðasta mán- uði kannaði slóðir, sem fæstir höfðu hugmynd um áður, og komu stór- hrifnir til baka. Ummæli þeirra eru besti vitnisburður, sem ferð getur fengið: „Ferð, sem stendur uppúr, fór langt framúr væntingum, skipulag, fararstjórn og framkvæmd frábær, besta ferð á ævi okkar og ótrúlega ódýr!“ Ferðin endurtekin 30. jan. 2002 Vandaðar Austurlandaferðir frá áramótum AUKIN OG BÆTT ÞJÓNUSTA - ÍSLENSK FARAR- STJÓRN. Góð fararstjórn er lykilatriði í árangri hópferðar. Betri kostur finnst vart en að njóta leiðsagnar og umhyggju heimsborgara eins og Steindórs I. Ólafssonar og Huldu, Ásgeirs Guðmundssonar og Sigríðar konu hans, eða Sigmundar Andrés- sonar og Steinunnar á ferðum sínum um fjarlægar slóðir, en öll eru þau víðförul, orðlögð fyrir fagleg vinnubrögð og frábært við- mót við farþega Heimsklúbbsins-Prímu. ENN NOKKUR SÆTI LAUS: 9. jan. 02 - UNDRA-THAI- LAND 17 d. STÓRA-THAILANDSFERÐIN - þverskurður þess besta: 30. jan. 02 STÓRA THAILANDSFERÐIN ENDURTEKIN 6. mars 02 - 17d. UNDRA THAILAND - ódýrasta Austurl. ferðin endurt. 20. mars 02 - 17 d. - páskar - fá sæti. Töfrar 1001 nætur í Austurlöndum-Malasía-Bali 10. feb. 15d. Draumasigling á OCEAN PRINCESS um Suður-Karíbahaf - 26. feb. 02 - 12 d. - Fort Lauderdale, Curacao, Margharita, Barbados, Domenica, St. Thomas. Páskar í sumri og náttúrudýrð SUÐUR-AFRÍKU- Durban 23. mars-01. apr.- páskar á mestu villidýralendum heims - 10 d. - fá sæti. Páskar á Blómaleið S.-Afríku - Cape Town 10 d., fá sæti 24. mars 02 - 01. apr. Sérferðir - okkar sérgrein Nú berst okkur fjöldi fyrirspurna um sérferðir fyrir hópa, t.d. útskriftar- ferðir framhaldsskólanna, þar sem við búum að langri reynslu og ein- stökum samböndum og þekkingu. Við þökkum traustið og vitnum í ánægju viðskiptavina með þjónustu okkar. Eftir afar vel heppnaða söng- ferð Mótettukórs Hallgrímskirkju til Kanada sl. sumar: „Mótettukórinn og stjórn hans þakka Heimsklúbbnum-Prímu fyrir mjög vandaðan undirbúning stórkostlegrar ferðar til Kanada alla leið að Kyrra- hafi. Bestu minningar úr söngferðum okkar eru tengdar útsjónarsemi og hugkvæmni forstjóra Heimsklúbbsins við undirbúning ferðanna“. Kristján Már Sigurjónsson, verkfr. Ferð Skógræktarfélags Íslands til Alaska í sept. 01. „Eftir nokkra athugun völdum við að fela Heimsklúbbi Ingólfs-Prímu undirbúning ferðarinnar sökum þess trausts sem fyrirtækið hefur aflað sér fyrir vönduð vinnubrögð og sanngirni. Allar pantanir á flugferðum, akstri, skemmtisiglingu og gistingu í þessari yfirgripsmiklu, stórfróðlegu og skemmtilegu ferð tókst með ágætum og stóðst eins og stafur á bók. Með þakklæti og bestu kveðjum. Brynjólfur Jónsson frkvstj. Kammersveit Reykjavíkur á leið til Japans „Kammersveit Reykjavíkur þakkar frábæra þjónustu við ferð okkar á EXPO í Hanover sumarið 2000. Í framhaldi af því ósk- um við nú aðstoðar við ferð okkar til Japans hinn 20.-28.okt. nk. Kær kveðja.“ Stjórn Kammersveitar Reykjavíkur. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA þakka viðskiptin í sumar og býður ykkur þjónustu við hvers konar skemmtilegar uppákomur til að stytta veturinn, sem fer í hönd. Djásn ferðanna í ár er Suður-Ameríkuferðin: RÍO de JANEIRO, BUENOS AIRES, IGUAZU 14.-25. nóv.- verð m. ferðum, gistingu og fararstj. frá kr. 149. þús. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Fréttabréf Heimsklúbbs-Príma Sími 56 20 400 Ing. Guðbrandss. ekkert nema gott um það að segja.“ Halldóra: „Sveigjanleiki á vinnu- stöðum skiptir öllu máli hvort heldur sem starfsmaðurinn er karl eða kona.“ Una: „Þetta er einmitt inntakið í jafnræðisplaggi Íslandsbanka og því til staðfestingar þá hélt til dæmis bankinn pabbadag um daginn þar sem pabbar og afar í bankanum voru hvattir til þess að taka sér frí hluta úr degi til að verja honum með börnun- um og þannig var verið að hvetja og minna á að uppeldi er á ábyrgð beggja aðila.“ Lára: „Ég ætti kannski að stela hugmyndinni til þess að laða fleiri karlmenn til starfa hjá Félagsþjón- ustunni.“ Hvað um námskeið bara fyrir kon- ur. Nú hafa sumar ykkar nefnt það sem kost en hvers vegna? Halldóra: „Minn yfirmaður spurði mig eftir námskeiðið hvort það hefði verið öðruvísi ef það hefði verið blandaður hópur. Ég er sannfærð um að svo hefði verið. Eins held ég að það sé gott að ekki voru margar frá sama vinnustaðnum. Því það getur gert fólki erfiðara um vik að ræða einstök mál sem tengjast vinnunni.“ Heiðrún: Það er einhvern veginn þannig að við hegðum okkur öðruvísi ef bæði kynin taka þátt í námskeiði. Þetta er atferli sem finnst allt niður í leikskóla. Þetta fyrirkomulag gerði það að verkum að umræðurnar urðu opnari og persónulegri.“ Una: „Þarna var líka hópur sem upplifði eitthvað svipað í sínu starfi. Ég efast um að þetta sama hafi verið rætt ef um karla og konur hefði verið að ræða. Það hefði kannski frekar eitthvað annað verið rætt sem stjórn- endur upplifa á vinnustað.“ Halldóra: „Konur hafa mjög mikið óformlegt vald og karlmönnum stendur oft ógn af því og taka sér formlega valdið. Munið þið eftir umræðunni um já- kvæða og neikvæða einstaklinga inn- an vinnustaðar. Það hvernig sumt fólk hreinlega sogar frá manni orkuna og gjörsamlega eyðileggur fyrir manni daginn. Það var mjög fróðlegt að hugsa út í þetta og það var skrýtin tilfinning að setjast niður og nefna þrjá aðila sem eru neikvæðir og taka frá manni orku og aðra þrjá jákvæða sem gefa manni orku. En þegar á hólminn var komið var þetta kannski ekki svo erfitt.“ Hinar taka undir orð Halldóru. Una: „Námskeiðið fékk mig til þess að snúa áherslunum við, það er hætta að dvelja við eigin veikleika og leggja áherslu í staðinn á styrkleikana. Mér finnst að sjálfstraustið hafi aukist og gert mig að betri stjórnanda þar sem ég hef meiri trú á sjálfri mér.“ Heiðrún: „Það er þörf naflaskoðun að horfa á styrkleika og veikleika. Hvernig getur maður þroskað styrk- leikana og dregið úr veikleikunum án þess að hugsa of mikið um þá.“ Lára: „Er þetta ekki líka einkenni á konum. Þær telja sig ekki geta orðið stjórnendur fyrr en þær valda starf- inu 150% í stað þess að karlmenn eru miklu meira til í að henda sér í djúpu laugina áður en þeir eru kannski full- syndir.“ Una: „Og við komumst nánast aldr- ei á toppinn þar sem við erum orðnar svo þreyttar þegar við teljum okkur uppfylla skilyrðin til þess.“ Heiðrún: „Ég man eftir þessu úr starfi mínu sem starfsmannastjóri KEA. Ef við auglýstum eftir fólki í stjórnunarstöður þá komu bara um- sóknir frá konum sem uppfylltu skil- yrðin fullkomlega og vel það, en mjög margar frá karlmönnum sem ekki uppfylltu nema brot af skilyrðunum.“ Lára: „Konur þurfa að styrkja hver aðra í því að þær séu góðar og fylli- lega hæfar til þess að taka að sér stjórnunarstörf og vera leiðtogar. Einhvern veginn held ég að leið- toganámskeið sem þetta geri það að konur kynnast og það eru þær sjálfar sem eru í raun að leiðbeina hinum.“ Una: „Námskeiðið staðfestir líka að við búum í öðru umhverfi nú en fyrir 10–15 árum. Þá hefði ekki komið til greina að senda konur saman á leiðtoganámskeið.“ Heiðrún: „Nei, nei, við hefðum kannski farið saman í húsmæðra- orlof.“ Lára: „Það er svo stutt síðan eitt- hvað fór að gerast í þessum málum til að mynda innan opinbera geirans. Hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveit- arfélagi landsins, voru tveir eða þrír kvenstjórnendur þegar ég var ráðin félagsmálastjóri árið 1994. Nú hefur þetta snúist við og nú eru embætt- ismennirnir jafnt konur á við karla.“ Flokkunin konur karlar er þetta eitthvað sem er enn við lýði? Halldóra: „Konur sætta sig ekki lengur við það að vera skipt upp í tvo flokka. Við erum ungir stjórnendur sem vilja vera metnir á eigin verð- leikum. Erum konur og viljum ekki breyta því en það er ekki höfuðmálið.“ Heiðrún: „ Mér leiðist þegar um- ræðan fer á það stig að við konur séum minnimáttar sem þurfum að þola órétti af hálfu karlmanna. Við verðum að ganga út frá jöfnum rétti bæði til tækifæra og launa og hvika ekki frá því. Hversu lítið hvetjandi er það fyrir ungar stúlkur að heyra hryllingssögur úr atvinnulífinu í stað þess að vera hvattar áfram og brýnt fyrir þeim að standa á sínum rétti. Og hversu lengi eiga karlmenn að sitja undir því að þeir fari illa með okkur? Við getum varla vænst mikils skiln- ings frá þeim þegar við sökum þá alla um yfirgang og óréttlæti. Við konur þurfum í sumum tilfellum að breyta okkar þankagangi.“ Lára: „Já, svona eins og við sjáum í síðustu launakönnun. Að það tekur okkur meira en 100 ár að ná sömu tekjum og karlmenn. Það er sjaldgæft að sjá konu kom- ast í toppstöðu í atvinnulífinu ef hún er ekki hámenntuð. Miklu algengara að karlmenn komist áfram án þess að hafa lokið framhaldsnámi.“ Heiðrún: „Lagaramminn tryggir okkur jöfn réttindi og við megum aldrei gleyma því að þetta er mjög mikið undir okkur sjálfum komið. Konur mega ekki vanmeta sitt fram- lag. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa neitt, en í mínu fyrra starfi sem starfsmannastjóri fannst mér konur of oft nálgast launamál sín út frá eigin forsendum, til dæmis hvað þær þurftu mikið til að ná endum saman, í stað þess að skoða myndina í víðara samhengi. Karlmenn skoðuðu málið oft kaldara, hvað markaðurinn borg- aði og voru sjaldnast að draga úr sinni getu – þetta er þankagangur sem við konur mættum oftar temja okkur. Það er ekki mín trú að nokkur vinnuveitandi vilji í raun mismuna starfsmönnum sínum í launum eftir kynferði, en lausnina á þessu vanda- máli er ekki síst að finna hjá okkur konum sjálfum og okkar mati á vinnuframlagi okkar og hvernig við setjum fram okkar kröfur.“ Það getur oft gustað um mann á toppnum Þátttakendurnir í hringborðinu koma frá ólíkum vinnustöðum og mis- jafnt hvernig kynskipting er á þeim, allt frá kvennavinnustöðum í karla- vinnustaði, a.m.k. hvað varðar stjórn- endur innan viðkomandi fyrirtækis. Því ekki er óalgengt að þrátt fyrir að vinnustaðir gefi sig út fyrir að vera jafnréttissinnaðir þá beri lítið á kon- um í stjórnunarstöðum innan þeirra. Eins er misjafnt eftir vinnustöðum hvernig þeim fáu konum sem eru í stjórnunarstöðum er tekið af karl- kynsstjórnendum þegar vinnudegi lýkur, a.m.k. inni á vinnustað. Þó svo að þær geti í einhverjum tilvikum far- ið með strákunum í gufuna og rætt um vinnuna þá taka þær ekki þátt í umræðunum í sturtuklefunum. Eru þær teknar með út á krá eða út á golf- völl? Eða hafa þær yfir höfuð áhuga á því? Mjög misjafnt er eftir því við hvaða kvenstjórnanda er talað hvaða svar er gefið. En yfir heildina virðast kvenstjórnendur ekki hafa neinn sér- stakan áhuga á því að verða einar af strákunum og þykir frekar óþægilegt þegar til þess er ætlast. Því það er nú bara þannig að það þykir ekkert öll- um gaman að spila golf, fótbolta, fara á krár eða nektarstaði, hvort heldur um kven- eða karlstjórnanda er að ræða. Það er hins vegar algengur mis- skilningur að samstarfsfélagarnir telji það sjálfsagt mál að þær vilji vera með frekar en að eyða sínum frí- tíma með fjölskyldunni. Eins að þær séu hreinlega settar í hóp með strák- unum á toppnum og haldið fyrir utan hópa kvenna á vinnustöðum. En ólíkt strákunum á toppnum, sem eru yf- irleitt einhver hópur, þá eru þær oft einar og það getur gustað um mann á toppnum og oft gott að geta leitað til annarra með ráð. Almennt eru konurnar í hringborð- inu sammála um að þetta sé helsti kosturinn við að hafa tekið þátt í leið- toganámskeiðinu. Að hafa myndað tengslanet við tugi kvenna sem hægt er að leita til um ráð og hugmyndir. Að upplifa þá þægilegu tilfinningu að vera ekki einar á báti. guna@mbl.is  ÞAÐ að mun færri konur stuðla að atvinnusköpun en karlar, er ekkert sem hægt er að kenna öðr- um um. Kon- ur verða að leita inn í sjálfar sig eft- ir ástæðunni, segir Guðrún Pétursdóttir, formaður verk- efnastjórnar Auðar í krafti kvenna. Hún segir að meðal skýringa sem nefndar eru sé skortur á sjálfstrausti og ákveðinn eðl- ismunur milli kvenna og karla sem veldur því að þær eru ekki eins áræðnar. „Áhrifin birtast í því að þær taka síður áhættu og stuðla þar með síður síður að atvinnusköpun. Ef við viljum breyta þessu, þarf að auka sjálfstraust kvenna og það verður best gert með bættri þekk- ingu. Allt annað eru leiktjöld sem standast ekki. Því varð það úr hjá aðstandendum Auðar, að hafa dagskrána mjög breiða, þannig að hún höfði til sem flestra, óháð aldri. Auður inniheldur þætti fyrir ungar stelpur, unglingstúlkur, konur sem vilja skilja betur fjármál og konur sem vilja stofna fyrirtæki og síðast en ekki síst dagskrá fyrir konur sem þegar eru í ábyrgðar- miklum stöðum. Margar þeirra hafa ekki leitt hugann sérstaklega að því hvaða sérstöðu konur í stjórnunarstöðum hafa. Þær hafa ekki stefnt beinlínis að þessu, heldur hefur starfsferillinn einfald- lega þróast þannig að þeim er falin sífellt meiri ábyrgð,“ segir Guðrún. Hún bætir við að tengslanet kvenna í ábyrgðarstörfum sé allt annað en hjá körlum í sambæri- legum störfum, og miklu skipti að styrkja það. Hugmyndin að leiðtogaAuði kviknaði í samtölum við stjórn- endur stórra fyrirtækja og stofn- ana þegar aðstandendur Auðar í krafti kvenna leituðu eftir stuðn- ingi við verkefnið í upphafi. „Það var nánast undantekningarlaust vel tekið í bón okkar og um leið sögðu margir að meðal starfs- manna þeirra væru frábærar kon- ur sem þeir vildu óska að væru til- búnar til þess að taka á sig meiri ábyrgð. Þessir stjórnendur reyndu ekki að halda konum niðri, heldur vildu einmitt virkja enn betur þann mannauð sem fyrirtækið hafði yfir að ráða, en konurnar hika. Þær vantar sjálfstraust, heimilið kallar, og kannski eru þær ekki spenntar fyrir ábyrgðarmeira starfi. Það er alveg lögmætt, því þetta er val.“ Konur eru gagnrýnar hver á aðra Guðrún segir að oftast þegar konur komi saman, myndist sér- stök stemmning, eins konar systrastemmning. „Gagnkvæmt traust verður til. Það er alltaf verið að segja að konur séu konum verstar. Þær geta verið mjög strangar á aðrar konur, bæði fram- ferði þeirra og árangur, og þær eru ekkert fyrir það að konur komist upp með léleg vinnubrögð. En þeg- ar konur koma saman líkt og á leiðtogaAuði, þá er andrúmsloftið frábært. Ég held að hluti af skýr- ingunni sé að þar ríkir engin sam- keppni. Þær eru ekki að keppast um hver er flottust, heldur eru þær þarna til að þiggja og gefa vináttu og stuðning,“ segir Guðrún. Engin samkeppni um hver er flottust Guðrún Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.