Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 33 a m í í r t i g a f á r m m g m u a m a g t r d t a a í í á a d m r r r r m a n m nýja sýn á eigið samfélag. Í verkum þeirra kem- ur sterklega í ljós hversu glöggt gestsaugað get- ur verið og vegna þess að þau eru ennfremur rit- uð frá sjónarhóli þeirra sem eru gerkunnugir bresku samfélagi hafa þau verið áhrifaríkt verk- færi til þess að brjóta niður þá veggi fordóma er áður byrgðu fólki sýn. Jafnframt hafa þau rutt öðrum rithöfundum veginn sem einnig eru af er- lendu bergi brotnir en eru álitnir tilheyra minni- hlutahópum af ýmsu tagi þrátt fyrir að fjölskyld- ur þeirra hafi jafnvel búið í nokkrar kynslóðir í Bretlandi. Nú er því svo komið að flokkur fremstu sam- tímahöfunda Bretlands er jafnlitskrúðugur og heimsveldið var áður og stendur fyrir ákaflega vítt svið mannlegrar reynslu og menningar. Sú einsleitni sem var allsráðandi fyrir 1960 þegar vestrænir siðir og viðmið voru álitin algild er með öðrum orðum horfin – jaðarmenningunni hefur verið rudd braut inn að miðju. Fyrir vikið má með réttu halda því fram að samtímabókmenntir hafi átt stóran þátt í því að skapa viðunandi sátt í því fjölmenningarlega samfélagi sem Bretland er í dag. Flestir gera sér nú grein fyrir að lítilsvirðing og fordómar grund- vallast oftast á ótta við það sem er framandi. Skáldskapur, sem kemur framandi reynslu- heimi þannig til skila að skilningur á sammann- legum gildum skapast með lesandanum, er því mikilvægt tæki til að rækta jarðveg félagslegrar sáttar og umburðarlyndis. Þekking Breta á að- stæðum, hugsunarhætti og siðum þeim er tíðk- ast meðal milljóna manna af erlendum uppruna í Bretlandi eykst með hverju því bókmenntaverki sem nær verulegri útbreiðslu og það sama má segja um þekkingu þeirra á umheiminum. Bókmenntirnar hafa því á síðustu árum orðið farvegur fyrir alla þá ólíku og fjölbreyttu strauma sem liðuðust um breska heimsveldið þær aldir sem nýlendustefna þeirra var við lýði. Raddir sem áður voru markvisst þaggaðar niður heyrast nú skýrt og greinilega. Sjálfsmynd þjóða Samt sem áður er það ekki svo að þessi já- kvæða þróun hafi ein- faldlega átt sér stað án meðvitaðrar baráttu margvíslegra hagsmuna- hópa til að hrinda af stað hugarfarsbreytingu meðal ráðandi afla í hinum alþjóðlega bók- menntaheimi. Það væri of gott til að geta verið satt. Staðreyndin er sú að allar þjóðir, hvort sem þær eru fyrrum nýlenduveldi eða ekki, búa við ákveðna sjálfsmynd sem breytist ekki svo auð- veldlega. En það að Booker-verðlaunin skuli í ár hafa fallið í skaut Ástralans Peter Carey sem býr í New York og í fyrra kanadísku skáldkonunni Margaret Atwood, er til marks um þá grundvall- arbreytingu sem orðið hefur á viðhorfum Breta til sinnar eigin menningararfleifðar. Listinn yfir vinningshafa fyrri ára geymir einnig höfunda á borð við J.M. Coetzee og Nad- ime Gordimer frá Suður-Afríku, Ben Okri frá Nígeríu og Arundhati Roy frá Indlandi og vitnar því um fjölþjóðlega og fjölmenningarlega bók- menntahefð sem síast í gegnum London, þótt hún tilheyri vissulega öll ensku málsamfélagi. Margar aðrar þjóðir hafa fetað áþekka leið og Bretar, með því að opna bókmenntahefð sína og brjóta upp þá einsleitni sem fyrir örfáum áratug- um var næsta sjálfgefin. Þetta hefur ekki ein- ungis gerst í gegnum nýjar kynslóðir rithöfunda er tilheyra minnihlutahópum, heldur einnig í gegnum þýðingar. Þannig líta t.d. grannar okkar Danir svo á að allar bókmenntir sem gefnar eru út á dönsku tilheyri danskri bókmenntahefð, þýðingar jafnt og verk sem frumsamin eru á dönsku, enda hafa þau engu síður mótandi áhrif á samfélag þeirra. Með þessum hætti telja þeir sig geta notið ávinnings af annarri sýn en sinni eigin á umheiminn. Þar, sem og víðar í Evrópu, hafa því bók- menntir síðustu ára orðið til þess að bylta hug- myndum manna um vestrænt samfélag og rjúfa einangrun minnihlutahópa. Ólíkir þjóðfélagshóp- ar og menningarheildir hafa eignast málsvara meðal virtra rithöfunda sem tekist hefur að draga sértækan hugmyndaheim fram í dagsljós- ið, jafnframt því að brúa bil ólíkra menninga sem oft hefur reynst svo erfitt að sætta með öðrum hætti. Þannig er sjálfsmynd þjóða ekki lengur ein- vörðungu byggð á gamaldags viðhorfum um „hreint“ þjóðerni sem ákvarðast af blóðböndum og ættfræði, heldur er þjóðernið ræktað sem sameiningartákn er fyrst og fremst tekur tillit til sameiginlegra lífsviðhorfa, hugmynda um mann- gildi og réttindi. Áhugi á íslenskum bókmenntum Þær fréttir sem borist hafa frá Frankfurt eftir að bókastefnunni lauk þar nýverið, eru til marks um mikil- vægi þessara við- horfa, einnig hvað okkur hér á Íslandi viðkemur. Þeir sem kaupstefnuna sóttu héðan virðast á einu máli um að íslenskum höfundum, sem vissu- lega tilheyra „jaðrinum“ í menningarlegu tilliti, þó ekki sé nema vegna smæðar okkar, hafi verið sýndur mikill áhugi að þessu sinni. Áhuginn spratt ekki einungis af kynningarstarfi íslenskra útgáfufyrirtækja, heldur einnig fyrir tilstilli er- lendra forlaga sem eru að gefa verk íslenskra höfunda út í þýðingum í sínum heimalöndum. Slíkur áhugi á íslenskum bókmenntum heyrir vissulega til tíðinda, því fram að þessu hefur ver- ið fremur erfitt að koma íslenskum bókmennta- verkum á framfæri erlendis við erlenda útgef- endur. Það er þó afar mikilvægt ef raddir íslenskra höfunda eiga að heyrast á alþjóðavett- vangi, því jafnvel þótt íslensk útgáfufyrirtæki gefi stöku sinnum út þýðingar á íslenskum verk- um er ætíð afar erfitt að koma þeim á framfæri og markaðssetja nema í mjög takmörkuðum mæli – til þess eiga erlendir útgefendur á heima- velli mun meiri möguleika. Kristín Marja Baldursdóttir var mjög áber- andi á bókastefnunni en á bás þýska forlagsins sem gefur verk hennar út var hún í aðalhlut- verki. Samhliða var kastljósinu beint að Kristínu Mörju í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Þetta er ekkert einsdæmi að undanförnu því samkvæmt heimildum frá útgáfufyrirtækjum er nú búið að selja útgáfurétt að bókum fleiri íslenskra höf- unda á meginlandi Evrópu, en meðal þeirra má nefna Vilborgu Davíðsdóttur, Steinunni Sigurð- ardóttur, Guðberg Bergsson, Einar Má Guð- mundsson og Hallgrím Helgason. Útgáfuréttur- inn að bók þess síðastnefnda, 101 Reykjavík, hefur selst til 12 landa og sætir það nokkrum tíð- indum. Einnig má geta þess að kvikmyndarétt- urinn að bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðr- ildanna, hefur verið seldur til Hollywood, svo áhuginn á íslenskum verkum er ekki alfarið bundinn við Evrópu. Það er því ljóst að það fjölmenningarlega um- hverfi sem nú er við lýði, samhliða auknum áhuga á jaðarsvæðum, kemur okkur mjög til góða með tilliti til kynningar á íslenskri menn- ingu á alþjóðavettvangi. Þýðingar úr erlendum mál- um hér á landi Hér á landi hefur lengi þótt sjálfsagt að gefa út þýðingar á góðum erlendum bók- menntum og er það vel. Sá starfi hefur m.a. verið liður í viðleitni okkar til að viðhalda móðurmálinu og gefa þjóðinni kost á að lesa heimsbókmenntirnar á þeirri tungu sem henni er tömust. Það er þó óneitanlega svo að þýðingum er aldrei gert jafnhátt undir höfði hér, t.d. í jóla- bókaflóðinu, og bókum íslenskra höfunda. Í því sambandi er þó vert að hafa í huga að verk sem búið er að þýða er ekki síður gefandi, frjótt og upplýsandi en innlent verk. Þau utanaðkomandi sjónarhorn sem í þýðingum birtast geta meira að segja gegnt mjög mikilvægu hlutverki við að víkka út reynsluheim okkar og skilning á því sem er framandi. Góðar bókmenntir, hvaðan svo sem þær koma, eru því mikilvægur vettvangur þess menningarlesturs sem nauðsynlegur er í alþjóð- legri orðræðu samtímans, orðræðu sem spunnin er mörgum þráðum ólíkra menninga og viðhorfa. Við sem búum hér á landi, við einangrun frá landfræðilegu sjónarmiði og töluverða menning- arlega einsleitni, ættum því ekki einungis að nota þau færi sem nú gefast til að koma okkar eigin bókmenntum á framfæri erlendis, heldur einnig að leitast við að gera þýðingum hærra undir höfði hérlendis og leyfa þeim að standa jafnfætis okkar eigin skáldskap í íslenskum bókmennta- heimi líkt og nú tíðkast í auknum mæli meðal ná- grannaþjóða okkar. Þannig getum við tryggt að sá sérstaki menn- ingarheimur sem við búum að og er undirstaða vitundar okkar sem þjóðar, eigi heilbrigðan orðastað við umheiminn, haldi áfram að þroskast og mótast með tilliti til allra sem hann byggja, hvaðan svo sem þeir koma. Morgunblaðið/Jim Smart Siglt inn Hvalfjörðinn. Í skáldskapnum er stundum eins og góðum rithöfundum takist að þreifa á æðaslætti sam- félagslegrar þróun- ar löngu áður en hún tekur sér fasta bólfestu í sjálfu þjóðfélaginu. Rann- sókn þeirra á sam- mannlegum eig- inleikum og tilhneigingum virð- ist skila skilningi á mannlegu eðli og anda sem hafinn er yfir þá tískustrauma og hegðun er ein- ungis kemur fram í yfirborði samfélags- myndarinnar. Laugardagur 20. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.