Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur síðasta áratuginn beitt sér af miklu kappi fyrir einkavæðingu á flestum sviðum. Samstarfsflokkar í ríkisstjórn síðan Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa smátt og smátt látið undan kröfum hans og má ekki á milli sjá hvor flokkurinn hefur verið leiðitamari. Frjálshyggjan hef- ur riðið húsum allan þann tíma og sérstaklega þau fyrirtæki og stofn- anir sem skilað hafa ríkinu mestum tekjum hafa verið efst á óskalista frjálshyggjumannanna enda mest gróðavonin að kaupa þau fyrir sem minnsta peninga og það hefur Davíð Oddsson ávallt lagt blessun sína yfir. Það er sorglegt að vita að sum rík- isfyrirtækin hafa verið seld fjárplógs- mönnum á hálfvirði eða rúmlega það. Enda er nú svo komið að misskipting eigna og tekna í þjóðfélaginu er orðin geigvænleg. Sumir velta sér í tugum eða hundruðum milljóna eigna og 10 til 15 milljónum tekna á ári, en ýmsir hafa um tæpa eina milljón í tekjur á ári og eiga litlar eignir og aðrir eru að glíma við miklar skuldir. Er þetta þjóðfélag sem almenningur vill sjá? Það er líka til fólk sem hefur 70 til 80 þúsund á mánuði, einkum öryrkjar, og getur varla greitt nauðsynlegustu lyfin sín. Þetta er til háborinnar skammar í okkar svokallaða velferð- arríki. Svo þurfa allir að greiða rúm- lega 38% skatt, hvað er þá eftir af launum þeirra tekjulægstu? Að mínu áliti ættu skattþrepin að vera þrjú. 1. Þeir sem hafa innan við 100 þúsund á mánuði greiði engan tekjuskatt. 2. Fólk með meðaltekjur 40%. 3. Fólk sem hefur yfir 300 þúsund á mánuði greiði 48% í staðgreiðsluskatt. Ég tel nauðsynlegt að breyta tekjuskatts- kerfinu eitthvað í þessa átt. Hins veg- ar tel ég alveg fráleitt að lækka skatta um 50 milljarða á næsta ári eins og ungir sjálfstæðismenn kröfð- ust á aðalfundi sínum nú í september og formaður flokksins tók undir með þeim, samkvæmt útvarpsfréttum. Nú hefur útvarpið skýrt frá því nýlega að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafi halli á ríkissjóði verið 4 milljarðar. Þarf þá ekki frekar að hækka skatt- ana á næsta ári? Það fer óðum að nálgast sveitarstjórnarkosningar enda ber þessi samþykkt þess glögg merki og ég spyr; hvað átti að spara í ríkisrekstrinum í staðinn? Átti kannski að lækka framlög til heil- brigðismálanna? Fjármálaráðherra hefur mörg undanfarin ár skammtað sjúkrahúsunum svo naumt fjárfram- lag að stór vandræði hafa hlotist af. Eða ætlar hann að skera enn á ný niður bætur til öryrkja og ellilífeyr- isþega? Nú á þessu ári hefur verið varið verulegu fjármagni í væntan- lega Kárahnjúkavirkjun sem ekki er öruggt að verði nokkru sinni byggð. Og til að bíta hausinn af skömminni hefur ríkið gengið í ábyrgð fyrir væntanlega svokallaða fjárfesta ef tap yrði á virkjuninni og verksmiðju- rekstrinum. Nú um þessar mundir er útlit fyrir mikinn samdrátt í flugvéla- smíði og þar af leiðandi líka stórlækk- un á álverði. Hér á Austurlandi hefur ekkert stórt átak verið gert í atvinnu- Einkavæðingin í framkvæmd Frá Sigurði Lárussyni: SHALOM. Friður. Fyrir ári naut ég þeirra forréttinda að fara til Jerúsal- em og halda laufskálahátíð. Hún kall- ast á hebresku „Sukkót“, sem þýðir laufskáli. Sjá 1. Mós 33:17. Á þessari hátíð búa gyðingar til laufskála að hafa í garðinum sínum og dvelja í honum í heila viku. Laufskálahátíðin er ein af þremur aðalhátíðum Bibl- íunnar. Hinar eru páskar og hvíta- sunna. Sjá 3. Mós. kap. 23. Í ár er fyrsta vikan í október sukkót árið 5762, Í fyrra var þessi há- tíð um miðjan október. Þá fóru yfir 30 manns frá Íslandi til Jerúsalem ásamt yfir 100 öðrum þjóðum að halda laufskálahátíð á vegum Hins alþjóðlega kristna sendiráðs. Íslend- ingarnir voru góður hópur og náðu vel saman. Margir í hópnum voru frá Njarðvíkurkirkju. Það er þrennt sem mér finnst standa út úr í minningunni í dagskrá kristna sendiráðsins á laufskálahá- tíðinni: 1. Í fyrsta lagi var það samveran fyrsta kvöldið á erev Súkkót, að- fangadagskvöld laufskálahátíðar- innar. Hún fór fram í eyðimörkinni hjá En Gedi. Það var mikið um dans og gleði í lofgjörð til Drottins. Við fengum að sjá stórfenglega sýningu um sköpun heimsins. Einnig var flugeldasýning af tilefni 20 ára afmælis Kristna sendiráðs- ins. 2. Einn dagur á hátíðinni er mér sér- staklega minnisstæður. Það var þegar kristið fólk frá yfir 100 lönd- um gekk fylktu liði um götur Jerú- salem. Allar þjóðirnar voru með sinn fána og önnur séreinkenni. Margir voru dansandi af gleði. Til- gangur göngunnar var að sýna samstöðu, biðja fyrir og blessa gyðingana. Kirkjan þarf að iðrast þess hvernig hún hefur komið fram við gyðinga í gegnum aldirn- ar. 3. Eitt kvöldið á hátíðinni var brauðs- brotning fyrir alla viðstadda. Þá fór fólk frá yfir 100 löndum saman til altaris og neytti saman brauð og víns til að minnast þess sem Yesh- ua gerði fyrir okkur á krossinum. Það var margt sem íslenski hóp- urinn gerði saman. Við skoðuðum borgina Jerúsalem og markverða staði þar. Einnig fórum við tvær heilsdagsferðir um Ísrael, þar af aðra norður í Galíleu. Við gátum því miður ekki farið til Betlehem vegna ófrið- arástandsins sem var og er enn í Ísr- ael. Það gladdi mig mikið að þrátt fyrir þetta ófriðarástand fóru um 10 manns um síðustu helgi til Jerúsalem að halda laufskálahátíð. Guð blessi þá. Guð blessi landið Ísrael og íbúana þar. Biðjum Jerúsalem friðar. Friður sé með Ísrael. Shalom. HELGI B. KÁRASON, Hverfisgötu 43, Reykjavík. Sukkót árið 5761 Frá Helga B. Kárasyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.