Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 39 Jesús segir: „Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig.“ Jóhannes 14.k. 1. vers. Útg: Immanúel - S. 588 7740 UM þessar mundir stendur Hafrann- sóknastofnun fyrir umræðufundum í bæjar- og sveitarfélögum við sjávar- síðuna um störf stofnunarinnar. Nú nýverið voru þeir Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri stofnunarinnar, Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur og Hreiðar Valtýsson, útibússtjóri stofn- unarinnar á Akureyri, á ferð á Húsa- vík. Fundurinn var haldinn á Foss- hóteli Húsavík og var Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, fundarstjóri. Sigurður Gunnarsson, trillusjó- maður á Húsavík, spurði hvaða áhrif þær miklu loðnu- og rækjuveiðar sem stundaðar hefðu verið undanfarna þrjá áratugi hefðu á þorskstofninn. Hann vísaði til þess að veiðar hefðu lítið verið stundaðar fyrir þann tíma. Jóhann svaraði því til að rækjan væri ekki svo mikilvæg miðað við loðnuna í fæðu þorsksins en aftur á móti hefði þorskurinn mikil áhrif á vöxt rækju- stofnsins. Björn Ævarr sagði svo miklar loðnuveiðar sem stundaðar væru nú rýra afrakstursgetu þorsk- stofnsins. Heimir Bessason, trillusjómaður á Húsavík, spurði þar sem grásleppu- veiðin hefði brugðist undanfarin ár, hvort auka ætti rannsóknir á grá- sleppu. Jóhann sagði ekki vera nein sérstök áform um auknar grásleppu- rannsóknir, fylgst væri með veiðun- um og þeim mannafla og því fjár- magni sem stofnunin hefði og það þyrfti einfaldlega að forgangsraða hlutunum. Stofnunin þyrfti á meira fjármagni og mannskap að halda ef vel ætti að vera. Sigurður V. Olgeirsson, útgerðar- maður á Húsavík, sagði einföldustu leiðina til að auka fjármagn til Hafró vera að láta hið nýja skip þeirra Árna Friðriksson fá kvóta, „skipið myndi síðan búa til peninga handa stofnun- inni“. Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari á Húsavík, spurði út í meint brottkast á afla, hvort kvóta- kerfið sem slíkt hamlaði rannsóknum á brottkastinu og hvort hægt væri að koma með einhverja lausn á þessu vandamáli. Jóhann svaraði að Haf- rannsóknastofnunin væri ekki með neina lausn á þessu vandamáli. „Þetta væri mál sem ekki væri hægt að horfa fram hjá, hins vegar væri þetta lög- brot og því erfitt að rannsaka það.“ Greina þyrfti hvatann fyrir brottkasti í þessu kerfi og sagði hann að þetta væri vandamál í öðrum veiðikerfum líka. Heimir Bessason sagði „brott- kastið er miklu eldra en kvótinn, miklu eldra“. Jóhann sagði í framsögu sinni að dregið hefði úr nýliðun í greininni, þ.e.a.s. fólki sem menntaði sig til starfa sem stofnunin byði upp á. „Við teljum að við getum boðið upp á skemmtilegt starf á Hafrannsókna- stofnun og verðug viðfangsefni fyrir ungt fólk. Við verðum hins vegar ekki vör við að fólk streymi til okkar eða sæki mikið um störf hjá okkur og þetta er verulegt áhyggjuefni,“ sagði Jóhann. Steindór Sigurðsson, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, spurði hvort ver- ið gæti að léleg laun fældu fólk frá því að starfa við stofnunina. Hreiðar Val- týsson svaraði þessu og sagði að laun- in væru sennilega ekki ástæðan, hins vegar væri almennt lítill áhugi í dag hjá ungu fólki að mennta sig til og starfa við sjávarútveg. Það menntaði sig frekar frá honum, þetta sæist greinilega á aðsókn í sjávarútvegs- deild Háskólans á Akueyri miðað við aðrar deildir skólans. Steindór spurði einnig um ástand rækjunnar í Öxarfirði, „Ég get glatt þig, Steindór, með því að segja að út- litið í Öxarfirði er heldur betra nú en fyrir ári en vegna seiðagengdar get- um við ekki mælt með opnun nú í haust,“ sagði Jóhann. Kristján Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Geflu á Kópaskeri, spurði hvort ekki yrði farið í annað innfjarðarrækjurall í vetur og Jóhann svaraði að svo yrði. Hermann Sigurðsson, stýrimaður á rækjufrystitogaranum Geira Pét- urs, spurði hvort sérfræðingarnir teldu að rækjustofninn við Ísland væri einn stofn. Jóhann svaraði að til þessa hefði verið gengið út frá því en segja mætti að vísbendingar um fleiri stofneiningar eða undirstofna væri að ræða, t.d væri talið að rækjan í Kollu- ál og við Eldey væru aðskildir stofn- ar. Hermann sagði sjómenn telja að stofninn við Norður- og Austurland væri tveir til þrír stofnar. Hafrannsóknastofnun með fund á Húsavík „Brottkastið miklu eldra en kvótinn“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Júlíus og Heimir Bessasynir, Bárður Guðmundsson og Kári Páll Jónasson skiptust á skoðunum við sérfræðingana. Húsavík. Morgunblaðið. HÁSKÓLINN í Reykjavík mun bjóða háskólanám með vinnu í tölv- unarfræði frá og með janúar á næsta ári. Nemendur geta valið um að taka kerfisfræðipróf HR sem er 60 einingar eða ljúka BS- prófi sem er 90 einingar. Námsefni og próf er það sama í háskólanámi með vinnu og í hefð- bundnu námi í tölvunarfræðideild HR og réttindi að loknu prófi eru þau sömu. Munurinn á háskóla- námi með vinnu og hefðbundnu námi við tölvunarfræðideild HR liggur í kennsluaðferðinni, hvar og hvernig námsefninu er komið til skila. Nemendur í háskólanámi með vinnu sækja sér hljóðfyrir- lestra ásamt glærum inn á tölvunet skólans og hlusta á þá þegar þeim hentar, segir í fréttatilkynningu. Nemendur sækja síðan dæmatíma í skólanum tvo daga í hverri viku kl. 16:15-19. Námsannir eru þrjár á ári í stað hefðbundinna tveggja námsanna og fá nemendur sum- arfrí í júlí og ágúst. Nemendur taka að jafnaði 6 eða 9 einingar á önn og þeir sem hefja námið í jan- úar 2002 geta lokið prófi í kerf- isfræði vorið 2004. Opinn kynningarfundur um námið verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember. Nánari upplýsingar um háskólanám með vinnu má finna á www.ru.is. Umsóknarfrest- ur um námið er til 30. nóvember, en þeir sem sækja um fyrir 15. nóvember fá svar fyrir mánaða- mót. Háskólanám með vinnu í tölvunarfræði UM ÞESSAR mundir er Hanna Kristín Gunnarsdóttir ljósmyndari að taka ljósmyndir af öllum íbúum Tálknafjarðar. Þetta gerir hún að eigin frumkvæði og hugsar þetta sem heimildaröflun. Myndirnar tekur hún í svart/ hvítu og áætlar að myndatakan sjálf taki um 80 til 100 tíma, en síð- an fari það eftir umfangi eft- irvinnslunnar, hvað langur tími fari í verkið í heild. Hanna nam ljós- myndun hjá Barna- og fjölskyldu- ljósmyndum og síðan í Stockport Collage í Manchester í Englandi. Tekur myndir af öllum Tálkn- firðingum Morgunblaðið/Finnur Tálknafirði. Morgunblaðið. GUNNHILDUR Óskarsdóttir, lekt- or við Kennaraháskóla Íslands, og Guðrún Sturlaugsdóttir, kennari við Melaskóla, munu halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag 24. októ- ber kl. 16.15, í sal Sjómannaskóla Ís- lands við Háteigsveg. Í fyrirlestrinum verður hugað að samvinnu foreldra og kennara í gegnum náttúrufræðinám nemenda. Fjallað verður um verkefni í nátt- úrufræði sem börn vinna heima með foreldrum sínum og hvernig foreldr- ar, kennarar og börn hafa tekið þess- ari nýjung. Einnig verður sagt frá því hvernig unnið er með niðurstöð- ur nemenda og hvernig heimaverk- efnin geta orðið kveikja að frekari vinnu í skólanum. Fundurinn er öllum opinn. Samstarf heimila og skóla í tengslum við náttúrufræðinám ALLIR sem hófu nám í Hagaskóla haustið 1973, flestir fæddir 1960, ætla að hittast laugardaginn 27. nóv- ember 2001 í sal Múrarafélagsins, Síðumúla 34. Opnuð hefur verið heimasíða og er sú síða í stöðugri uppfærslu. Hægt er að nálgast síð- una frá <http://hagaskoli.ismennt.- is> og þaðan fyrir nemendur. Hagaskóli 1973–1977 RÁÐSTEFNA verður á Grand hót- eli í Reykjavík þriðjudaginn 23. októ- ber kl. 8.15 um verslun og skipulag, samkeppni og borgarskipulag og nýja strauma í viðskiptaháttum. Meðal fyrirlesara eru: Ari Skúla- son, framkvæmdastjóri Aflvaka hf., John A. Dawson, prófessor við Ed- inborgarháskóla, Ingjaldur Hanni- balsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, Ian Clarke, prófessor við Lancasterháskóla, og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri Reykja- víkur. Ráðstefna um verslun og skipulagÞJÓÐMINJASAFN Íslands, Nes-stofusafn og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hafa ákveðið að heiðra minningu pófessors Jóns Stef- fensens með því að veita styrk að upp- hæð kr. 200.000 til háskólanema sem hyggst skrifa BA- eða MA-ritgerð um efni sem tengist sögu heilbrigðismála. Styrknum verður úthlutað í fyrsta sinn nú á haustmisseri. Umsóknir um styrk þennan skulu berast Þjóðminja- safni Íslands, Lyngási 7, 210 Garða- bæ, fyrir 20. nóvember næstkomandi í umslagi merktu „styrkumsókn“. Umsókninni skal fylgja greinar- gerð um ritgerðarefni og umsögn um- sjónarkennara. Styrknum getur fylgt vinnuaðstaða í húsnæði Nesstofusafns, Bygggörð- um 7, Seltjarnarnesi. Nánari upplýs- ingar gefur Sigurborg Hilmarsdóttir, Nesstofusafni, netfang sigurborg- @natmus.is. Styrkur til rann- sókna á sögu heilbrigðismála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.