Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og Peter Máté píanóleikari leika á Tíbrártónleikum í Salnum í kvöld kl. 20.00. Á tónleikunum verða bæði einleiksverk fyrir fiðlu og verk fyrir fiðlu og píanó. Langt er síðan Guðný hefur haldið einleikstónleika sem þessa, og tónleikarnir því kærkomið tækifæri til að heyra hana leika sjö verk sem spanna 201 ár í tónlistar- sögunni. Elsta verkið, Adagio KV 261 samdi Wolfgang Amadeus Moz- art árið 1776, en það yngsta, Fratres eftir Arvo Pärt var samið árið 1977. Guðný segir að á efnisskránni séu mörg uppáhaldsverk. „Ég er líka stundum að grafa upp gamlar nótur og þá hugsar maður kannski: Æ hvað það er langt síðan ég hef spilað þetta! Það er skemmtilegra en að vera með eitthvað sem maður hefur verið að spila síðustu árin.“ Tónleikarnir hefjast á Sónötu KV 454 eftir Mozart. Mozart hóf barn- ungur að semja sónötur fyrir píanó og fiðlu og samdi alls um 30 slíkar. Þar er píanóið oftar en ekki í aðal- hlutverki. Í þessari sónötu, sem samin var árið 1784 ríkir þó jafnræði milli hljóðfæranna og fiðlan nýtur sín til jafns við píanóið. „Það var auðvelt að velja þessa sónötu; Út- varpið valdi hana eiginlega fyrir mig. Það á að hljóðrita allar fiðlu- sónötur Mozarts með íslenskum fiðluleikurum og það var bara dregið úr hatti hvaða verk kæmi í hlut hvers; og þessi kom til okkar Pet- ers.“ Hallgrímur Helgason er næst- ur á dagskrá, en Guðný leikur ein- leikssónötu hans frá 1972. „Þetta verk er búið að liggja á púltinu mínu frá því það var samið. Hallgrímur kom með verkið til mín stuttu eftir að hann samdi það, en mér leist ekk- ert á það, það leit ekki vel út í hand- ritinu. Þegar Björn Ólafsson lék það á Listahátíð 1974 fannst mér það mjög skemmtilegt, en gaf mér ekki tíma fyrr en alllöngu síðar til að líta á það. Nóturnar voru gefnar út, og ég var alltaf að kíkja á verkið af og til, en það var ekki fyrr en ég fór að huga að því að gefa út einleiksdisk sem kemur vonandi út fyrir jólin, að ég ákvað að velja það á diskinn. Þetta er mjög vel samið verk, og greinilegt að Hallgrímur þekkti hljóðfærið vel. Þetta er gamaldags verk, og á þeim tíma sem verkið var samið, þótti það tabú að semja í svona gamaldags stíl. Núna er fólk farið að hugsa öðruvísi, og tónskáld á okkar tímum, eins og Arvo Pärt, hafa átt þátt í að breyta þessu hug- arfari. Í dag er ekkert athugavert við það að fara aftur í gamla tímann, ró og kyrrð, hljóma og harmóníu, og mér fannst gaman að hafa saman verk Hallgríms og Pärts.“ Verkið sem Guðný nefnir hér heitir Fratr- es, og var upphaflega samið fyrir 3 raddir, 7 hljóðfæri og slagverk. „Pärt tók það fram að hljóðfærin sjö mættu vera hvort heldur gömul eða ný. Það sýnir víðsýni hans og við- urkenningu á því gamla. Síðar um- ritaði hann verkið fyrir fiðlu og pí- anó og bætti við inngangi fyrir fiðluna. Hann umritaði það svo enn aftur fyrir tólf sellóleikara, og er sú gerð nær þeirri upprunalegu. Í út- gáfunni fyrir fiðlu og píanó er fiðlan virkari og hefur meira að gera; í hin- um útgáfunum er harmónían aðal- atriðið, óskaplega róleg og verkið er þá nánast eins og hugleiðslutónlist.“ Ástarsöngurinn sem hreif Guðný segist ekki hafa spilað Havanaise op. 83 eftir Saint-Saëns í meir en tuttugu ár. Þetta er blóð- heitt og spánskt smálag eins og nafnið bendir til, upphaflega samið fyrir fiðlu og píanó, en er einnig oft leikið með hljómsveit. Þetta er glæsilegt verk og mjög vinsælt á efnisskrám fiðluleikara um víða ver- öld. Tékkinn Josef Suk, sem var tengdasonur Dvoráks, samdi Písen lásky, eða Ástarsöng aðeins nítján ára gamall. Þar tjáir hann Otylku, dóttur Dvoráks, ást sína. „Það má segja að hann hafi verið ástfanginn alveg uppfyrir haus. Hann samdi verkið fyrst fyrir píanó, og það var fyrsta lagið í flokki lítilla einleiks- verka. Síðan hafa margir sóst eftir þessu lagi og umritað það í ýmsum útgáfum. Við Peter fundum enga út- gáfu sem okkur líkaði nógu vel, þannig að það sem við leikum er ein- hvers konar samsuða af nótunum sem við áttum, því sem við höfum heyrt á plötum og okkur fannst fara best. Þannig er þetta að hluta til út- sett af okkur.“ Henri Wieniawskíj var bæði tón- skáld og afburða fiðluleikari. Guðný leikur eitt frægasta verk hans, Pol- onaise de concert op. 4 í D-dúr. „Þetta verk er óskaplega mikið spil- að, en þó er það ekki eitt af þeim sem ég hef verið með í fingrunum í langan tíma. Ég er búin að kenna þetta verk svo oft, að ég tók mig til og lærði það sjálf, þannig að það er nýtt fyrir mig að spila það á tón- leikum þó ég þekki auðvitað hverja nótu í því.“ Adagio eftir Mozart er líka verk sem Guðný hefur oft kennt nemendum sínum, en lék fyrst á tón- leikum fyrir tveimur árum. „Ég veit ekki hvernig verkið er til komið af Mozarts hendi, en það eru taldar lík- ur á því að hann hafi samið þetta sem hægan þátt í fiðlukonsert, sem hefur þá hugsanlega að öðru leyti glatast, eða jafnvel aldrei verið full- saminn. Eins og Pólónesan eftir Wieniawskíj er þetta fyrir fiðlu og hljómsveit, en útsett fyrir fiðlu og píanó.“ Gott að eiga Pétur að Guðný segir afar mikilvægt að eiga að píanóleikara eins og Peter Máté, sem hún kallar bara Pétur upp á íslensku, því honum finnst líka gaman að leika tónlist af þessu tagi. „Sumir píanóleikarar vilja bara spila sónötur. Það er mjög gaman, en það er kammertónlist og annars eðlis. Mér finnst að maður þurfi stundum að reyna meira á sig og spila tækni- lega erfiðari verk, þar sem fiðlan er í fyrirrúmi.“ Tónleikar af þessu tagi eru kallaðir recital á ensku. Það þýð- ir að eitt hljóðfæri eða einsöngvari er í sviðsljósinu, þótt um meðleik pí- anós eða annars hljóðfæris sé að ræða. Á íslensku er ekki til orð yfir þess konar tónleika, því orðið ein- leikstónleikar hlýtur að eiga við um aðeins eitt hljóðfæri. Þó er það orð oft notað um recital tónleika þótt hljóðfærin séu í rauninni tvö. Guðný segir hljóðfæraleikara allt of sjaldan halda tónleika af þessu tagi. „Það er orðið svo mikið um tónleika al- mennt, og það virðist vera mikill markaður fyrir kammertónlist, en þetta form er orðið sjaldgæft nú. Tónleikar Tónlistarfélagsins í gamla daga voru recital tónleikar, en að eitt hljóðfæri sé svona í sviðsljósinu er ekki lengur svo algengt. Á sam- leikstónleikum tveggja hljóðfæra er oftar um að ræða verk samin sem dúó eins og sónöturnar. Það liggur gífurleg vinna að baki tónleika af þessu tagi, líka fyrir meðleikarann, því hann þarf að fylgja öllum duttlungum einleikar- ans.“ Guðný segir að mikil vinna tónlist- arfólks og tímaleysi komi í veg fyrir að margir, sem gjarnan vildu, leggi í þetta. „Fók hefur bara ekki tíma til að undirbúa svona tónleika. Önnur störf og annars konar tónleikahald kemur í veg fyrir það. En ég hlakka mjög til að spila þetta prógramm.“ Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari á tónleikum í Salnum Morgunblaðið/Ásdís Peter Máté og Guðný Guðmundsdóttir á æfingu í Salnum. Maður þarf stundum að reyna meira á sig og leika erfiðari verk CANDICE Breitz, myndlistarmaður og gestakennari við LHÍ, flytur fyr- irlestur um eigin verk í LHÍ í Laug- arnesi nk. mánudag kl. 12.30. Can- dice ólst upp í Jóhannesarborg en býr og starfar í New York og Berlín. Frá 1996 hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum alþjóðlegum sýningum. Verk sín vinnur hún með popp-menn- ingu og skemmtanaiðnaðinn í huga. Þá sýna nokkrir nemendur LHÍ á textíl- og hönnunarsviði myndbönd og skyggnur nk. miðvikudag kl. 12.30, frá ferð sinni til Parísar en þar tóku þeir þátt í að undirbúa tískulínu hjá hönnuðinum Delphine Murat fyr- ir tískuvikuna í París. Leifur Þorsteinsson kennir á fram- haldsnámskeiðinu „Myndvinnsla III. Photoshop“ sem hefst fimmtudaginn 29. október. Höskuldur Harri Gylfa- son kennir á námskeiðinu „Painter“ sem hefst 5. nóvember. Með „Pain- ter“ er hægt að setja saman ljós- myndir og breyta litum. Notaðir eru stafrænir pennar, þráðlausir, sem koma í stað músar. Námskeið í Photoshop er nauðsynlegur undir- búningur. Námskeið í módelteikningu I hefst 29. október. Lögð er áhersla á stöðu, hlutföll og líkamsbyggingu. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistar- maður. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.