Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er fróðlegt að skoðahvaða hugmyndir mennhöfðu um framtíðina áðurfyrr. Óvissan er og hefuralltaf verið mikil. Í dag er- um við til dæmis alls ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti sér. Mun- um við búa í samfélagi sem er tækni- væddara en í dag eða verður aftur- hvarf til fortíðar þar sem sveita- rómantíkin mun njóta sín? Satt að segja þá höfum við ekki hugmynd um hvernig þjóðfélagi barnabörn okkar munu lifa í árið 2100. Við getum þó reynt að spá og láta okkur dreyma. Það sama gerðu einmitt tveir mætir menn fyrir rúmri öld. Þeir veltu því fyrir sér hvernig þjóðfélagið yrði árið 2000. Fyrir rúmum hundrað og tuttugu árum settist Edward nokkur Bellamy niður við skriftir. Hann var orðinn þreyttur á fátæktinni og óhreinindun- um í Boston og lét sig dreyma um betri veröld. Í bókinni „Looking Backward“ sem fæddist við skriftirn- ar vaknaði Bellamy árið 2000 í full- komnum heimi. Bókin kom út árið 1888 og þótti mjög róttæk. Margir drógu framtíðarsýn Bellamys í efa en aðrir töldu hana nokkuð raunsæja. „Hvað sem því líður er enn tekist á um hugmyndir Bellamys í dag en margt af því sem hann spáði má segja að hafi ræst,“ segir Örn. Yfirtaka skynseminnar og altækt skipulag er rauði þráðurinn í hug- myndum Bellamys. „Sóðaskapnum og fátæktinni sem Bellamy bjó við í Boston er útrýmt og í stað þess leit dagsins ljós hin „fullkomna“ stórborg með breiðum strætum og stórum byggingum. Tækninni var gert hátt undir höfði og líf mannanna byggðist á henni. Fólk framtíðarinnar lifði á því að vinna við stórfyrirtækin sem voru orðin svo stór að þau höfðu runn- ið saman í eitt stórt fyrirtæki. Frelsi og sköpun gefur lífinu gildi Í heimi Bellamys þjónaði fólkið vél- unum. Færibandavinna og önnur framleiðslustörf voru störf nútímans og svar Bellamys við spurningunni um hvernig losna ætti við fátæktina og óskipulagið. Iðnvæðingin var bjargvættur og verkamannavinna í stórfyrirtækjum var það sem fólk vann við. Í framtíðarsamfélaginu var reynt að halda púlinu í lágmarki en til þess að framfylgja því að allir tækju þátt var haldið uppi heraga. Bellamy var þeirrar skoðunar að til þess að öðlast skipulag og allsnægtir yrði að fórna frelsinu,“ segir Örn og heldur áfram: „Hinum megin Atlantshafsins las áhrifamikill samfélagsrýnir bók Bellamys og líkaði ekki framtíðarsýn hans. Hann var algerlega ósammála því að fórna þyrfti frelsinu fyrir auð- legð samfélagsins.“ William Morris settist því niður og skrifaði sína eigin framtíðarsýn þar sem hann vaknaði í London árið 2000 í bókinni „News from Nowhere“. Morris beitti þeirri tækni að í stað þess að líta til framtíðar og spá um hið óvissa sótti hann framtíðarsýn sína aftur til miðalda, þar með talið Ís- lands og þá sérstaklega Íslendinga- sagnanna. „Morris kom tvisvar sinn- um hingað til Íslands og byggði hugmyndir sínar að hluta til á því samfélagi sem hann ætlaði að væri hér. Íslandsheimsóknir hans höfðu mikil áhrif á hann og á meðan hann skrifaði bókina sendi hann tvisvar full skip af mat og fatnaði til að fæða og klæða svanga Íslendinga,“ segir Örn. Framtíðarsamfélag Morris byggðist því að ákveðnu leyti á lífi miðaldanna. Í fyrsta lagi taldi Morris líkamlega vinnu ekki vera af hinu illa, eins og fram kom í hugmyndum Bellamys þar sem allir unnu á tæknivæddum vinnustöðum við endurtekin handtök. Þvert á móti hóf Morris handverkið til vegs og virðingar og gerði ráð fyrir að maðurinn hefði gaman af að skapa hluti. Það er í raun inntak lífsins í aug- um Morris og því hafði vinnan, hvort sem menn voru að raka úti á túni eða smíða stóla, vefa, búa til bækur eða fallegt veggfóður, verulegt gildi. Í öðru lagi var framtíðarsamfélag Morris árið 2000 samfélag frjálsra manna. Hann taldi að alls ekki mætti fórna frelsinu fyrir tæknina og menn- irnir yrðu að fá að skapa og vera laus- ir við nauðungarvinnu. Í þriðja lagi fólst framtíðin ekki í stórborginni, háhýsunum og sam- þjöppuninni sem þar ríkti. Morris taldi að fólk framtíðarinnar þyrfti að njóta ákveðins frelsis og myndi því búa úti á landi. Það myndi hins vegar flytja gæði iðnvæðingarinnar og stór- borgarinnar með sér út á land og búa þannig í nokkurs konar sveit í borg. Það myndi sameina kosti sveitarinnar og stórborgarinnar, frelsið og náttúr- una í bland við kosti iðnvæðingarinn- ar. „Fyrir þessar hugmyndir var Morris kallaður andstæðingur tækni og framfara á sínum tíma. En það er hins vegar merkilegt að skoða hvern- ig hugmyndir bæði hans og Bellamys komu fram á síðustu öld, því báðir höfðu þeir rétt fyrir sér upp að vissu marki,“ segir Örn. Framtíðarspáin rætist „Bellamy hafði rétt fyrir sér fram undir 1970. Fram að þeim tíma var áherslan á stórborgir, iðnvæðingu og fjöldaframleiðslumenningu. Að skipta verkum niður í sem minnstar einingar var markið sem unnið var að og verk- in urðu stöðugt sérhæfðari. Rík áhersla var lögð á framleiðni, afköst og einsleitni. Ofurtrú var á tækni og stórvirki andans og segja má að fram- tíðarsýn Bellamys hafi fullkomnast á sjötta áratugnum,“ segir Örn. Híbýli fólks voru einnig í takt við hugmyndir hans. Í vestrænum löndum og aust- antjaldsríkjum risu stórar og einsleit- ar blokkir og berangursleg stein- steypt torg. Hugmyndir Bellamys höfðu ræst: fólk bjó í fínum húsum, það var menntað og hafði nægan mat. Sósíaldemókratísk lönd eins og til dæmis Svíþjóð gengu lengst en lönd eins og Danmörk og Frakkland að- eins skemur. Í Bandaríkjunum var það misjafnt milli borga. „Uppúr 1960 fóru að koma fram efasemdaraddir um þetta þjóðskipu- lag. Sú kynslóð sem tók við heimi Bellamys afneitaði honum og sagði: „Við erum að tapa mannauðnum og erum að ganga á þau gæði sem við höfum, bæði gæði náttúrunnar og gleðina af því að skapa“,“ bendir Örn á. Þessar hugmyndir fóru að öðlast al- mennt gildi á milli áttunda og níunda áratugarins og ríki heimsins fóru að vinna í sameiningu að því að hreinsa til. Lönd stóðu saman að gerð alþjóð- legra sáttmála um að draga úr meng- un og viðhalda líffræðilegri fjöl- breytni, svo eitthvað sé nefnt. Fjöldaframleiðsla víkur fyrir hugviti „Eftir að þessar breytingar áttu sér stað mátti sjá að draumsýn Morr- Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Örn D. Jónsson, prófessor í frumkvöðlafræðum og nýsköpun við Háskóla Íslands. „Mér sýnist við vera að fara inn í sam- félag sem byggir í auknum mæli á lífsgæðum. Samfélag þar sem við erum rík af þörfum en ekki aðeins rík af hlutum.“ Morgunblaðið/Ómar Morris var ósammála Bellamy að því leyti að hann taldi að framtíðin fælist ekki í stórborginni, háhýsunum og samþjöppuninni sem þar ríkti. Fólk þyrfti þvert á móti að njóta ákveðins frelsis og því myndi það frekar sækja í arf miðalda, smá hús og tengingu við náttúruna. Nokkurs konar sveit í borg. Morgunblaðið/Þorkell Bellamy spáði því að árið 2000 myndi fólk búa í stórborgum, með breiðum strætum og stórum byggingum. Allir hefðu vinnu í verksmiðjum, rennandi vatn, nóg að borða og viðeigandi hreinlæti. Hann hafði rétt fyrir sér upp að vissu marki. Framtíðarsýn fortíðar Framtíðin er óráðin. Það var hún einnig fyrir 100 árum. Því miður lifa þeir sem spáðu fyrir um af- drif heimsins árið 2000 ekki til að sjá hve nálægt þeir voru framtíðarspánni. Örn D. Jónsson, pró- fessor í frumkvöðlafræðum og nýsköpun, setti Rögnu Söru Jónsdóttur inn í framtíðarspár tveggja hugsuða nítjándu aldarinnar. Bellamys Altækt skipulag Yfirtaka skynseminnar Fjöldaframleiðsla Einsleitni Maðurinn þjónar vélunum Frelsinu fórnað fyrir aga Stórborgir Breiðgötur Morris Frelsi Sköpun Handverk Líkamleg vinna Engin nauðungarvinna Vélarnar þjóna manninum Sveit í borg Lífsgæði Bandaríkjamanninn Edward Bell- amy dreymdi um skipulagðan og hreinan heim árið 2000 þar sem skynsemin hefði tekið völdin. Bretinn William Morris vildi ekki fórna frelsi manna fyrir skynsem- ina. Því sótti hann framtíðarsýn sína aftur til miðalda. Þ́jóðfélagið árið 2000 í augum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.