Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Á morgun er Brúarfoss væntanlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10 púttvöllurinn opinn, kl. 16 myndlist. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömr- um fimmtudaga kl. 17– 19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 5868014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 5668060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhaldsfl. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag fer rúta frá Hraun- seli kl. 18.15 á Töfra- flautuna í Óperunni. Á morgun verður fé- lagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10. Saumar og brids í Hraunseli kl. 13.30. Tréútskurður hefst í Lækjarskóla. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10.00–13.00. Kaffi – blöðin og matur í há- degi. Sunnudagur: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dans- leikur kl. 20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13.00. Dans- kennsla Sigvalda fram- hald kl. 19.00 og byrj- endur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13.00 og alkort kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl.9.45. Söngvaka kl. kl. 20.45 í umsjón Sig- urbjargar Hólmgríms- dóttur. Á vegum Fræðslunefndar FEB verður farin fræðsluferð í Háskólann í Reykjavík þriðjudaginn 23. októ- ber. Brottför frá Ás- garði Glæsibæ kl. 13.45. Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 f.h. í síma 588- 2111. Skrifstofa félags- ins er flutt í Faxafen 12 sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10.00 til 16.00 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Á morgun kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 10.30 leshringur í Bóka- safni Garðabæjar kl. 11.15. Leikfimi kl. 13, glerskurður kl. 13. Kl. 15.10 tölvunámskeið í Garðaskóla, kl. 9–14 fótaaðgerðarstofan. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn. Hittumst heil kl. 13.30. Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir kemur í heimsókn og syngur lög eftir föður sinn, Ágúst Pétursson, af nýútkomnum geisla- diski. Kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. (Ekkert skráningargjald.) Allir velkomnir. Veitingar í veitingabúð. Allar uppl. um starfsemina á staðn- um og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári Gullsmára 13. Á morgun vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 9.05, brids kl. 13, kl. 11 mynd- mennt, kl. 12 myndlist, félagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hárgreiðsla. Föstudaginn 26. október kl. 18 kveðjum við sum- ar og heilsum vetri. Dagskrá: Matur, hlað- borð, danssýning, lukku- vinningur, tískusýning, fjöldasöngur og dans. Allir velkomnir. Skrán- ing í síma 587-2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska. Fótsnyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 12 bóka- safn. Sviðaveisla verður 26. okt. kl. 18.30. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl.12.15 dans- kennsla, kl. 13 kóræfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi, spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánud. kl. 20 á Sólvallagötu 12, Rvík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Hana-nú, Kópavogi. Undirbúningsfundur vegna Galakvöldsins 3. nóv. verður í Gjábakka þriðjud. 23. okt. kl. 15. Allir velkomnir. Mið- arnir á Töfraflautuna eru komnir. Vinsamlega sækið miðana sem fyrst. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í dag 21. okt. Spilin hefjast alla dag- ana kl. 14. Vetrarfagn- aður 27. okt. frá kl. 22 til 03. Breiðbandið leikur. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60 mánu- dagskvöldið 22. okt. kl. 20. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson talar um sköpunarsögu biblíunn- ar. Allir karlmenn vel- komnir. ITC-Harpa heldur deild- arfund í sal Flugvirkja- félags Íslands í Borg- artúni 22, þriðjud. 23. okt. kl. 20–22. Allir vel- komnir. Nánari uppl. gefur Lilja í síma 581- 3737.. Héraðsmenn (syðra). Aðalfundur Átthaga- félags Héraðsmanna verður haldinn í Gerðu- bergi (sal E) miðvikud. 24. okt. og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs vinnukvöld vegna basars mánudag kl. 20, að Hamraborg 10. Í dag er sunnudagur 21.október, 294. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.“ (Mark. 2, 27.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 örlaganorn, 4 óreiðu, 7 krydd, 8 Sami, 9 munir, 11 forar, 13 tímabil, 14 pretti, 15 þjaka, 17 krukka, 20 stefna, 22 smásnáði, 23 heimshlut- ar, 24 stéttar, 25 endist til. LÓÐRÉTT: 1 deila, 2 ótti, 3 geð- flækja, 4 hungur, 5 hetja, 6 þolna, 10 óþolandi, 12 á skakk, 13 kriki, 13 fjall, 16 trölla, 18 slitin, 19 harmi, 20 atlaga, 21 ímynd. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gullvægur, 8 loðnu, 9 ilina, 10 nes, 11 sárni, 13 týnda, 15 flóðs, 18 gatan, 21 væl, 22 grafa, 23 aftur, 24 gamanmáls. Lóðrétt: 2 Urður, 3 launi, 4 ærist, 5 urinn, 6 glás, 7 dala, 12 náð, 14 ýsa, 15 fugl, 16 óraga, 17 svala, 18 glaum, 19 titil, 20 nári. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 VEGNA sjúkradeildar í Sunnuhlíð í Kópavogi lang- ar mig að benda aðstand- endum á að safna fé hjá þeim sem stjórna lífeyris- sjóðum okkar. Nær væri að þeir byggðu fyrir veika en að fjármagna í erlendum fjárfestingarfélögum og til- vonandi álveri. Maður er búinn að leggja sitt fé í líf- eyrissjóðina áratugum saman – og svo er ekki pláss til fyrir okkur þegar við erum orðin gömul og veik. Lífeyrisþegi. Tapað/fundið Karlmannsvesti týndist DÖKKT karlmannsvesti týndist á Gauknum föstu- daginn 5. okt. sl. Finnandi hafi samband í síma 863- 6178. Ericson-farsími týndist SVARTUR Ericson 688- farsími í bláu hulstri glat- aðist á Ásvallagötu eða Túngötu/Suðurgötu horni um kl. 9.30 mánudags- morgun 15. okt. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551-6395. Vínrautt DBS- kvenhjól týndist DBS vínrautt kvenhjól með svartri grind að framan týndist á þriðjudagskvöld fyrir utan MS: Íbúar í Vogahverfi eru beðnir að svipast um eftir hjólinu. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 696-6758 eða 553-1290. Græn skólataska týndist GRÆN skólataska týndist í grennd við Þjóðarbók- hlöðuna sl. þriðjudags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552-7854 og 862-8354. Gleraugu týndust GLERAUGU, sjóngler- augu með mjórri brúnni umgjörð, týndust 3. okt. Gæti verið við Sóltún, Heimilistæki eða við Leik- skólann Mánagarð í Reykjavík. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698- 8899 eða 551-2479. GSM-sími týndist GSM-sími með rauðri framhlið og afturhlið týnd- ist 6. okt. í miðbæ Reykja- víkur. Skilvís finnandi hafi samband í síma 692-2238. Reiðhjól týndist – há fundarlaun SILFURGRÁTT appels- ínugult og svart Diamant Extreme reiðhjól týndist 11. september frá Lágmúla 7. Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar um hjólið hafi samband í 581-4422 eða 588-7337. Há fundarlaun. Dýrahald Snæfinnur er týndur SNÆFINNUR er hvít og loðin kanína með rauð augu (agnórukanínublanda). Hann týndist frá Jakaseli mánudaginn 15. okt. sl. Hans er mjög sárt saknað. Þeir sem hafa séð hann eða vita hvar hann er niður- kominn vinsamlega hringi í síma 696-9971, 567-0107, 587-0343 eða 690-7428. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ er gömul saga og ný, að það gleymist oft og tíðum að geta þess sem gott er og faglega unnið. Við hjónin vorum á leið til að gera okkur dagamun, eftir talsverða vinnu og annasamt sumar. Það var ætlunin að fara í ferðalag um landið okkar. Allur ferðaútbún- aður var kominn í bílinn. Tilhlökkun var talsverð. Þá fór að rigna, eftir þetta yndislega sumar. Eins og menn muna rigndi svo mikið fyrir austan að það kostaði skriðuföll og hremmingar. Þangað var ferð okkar einmitt heitið. Eiginmaðurinn lýsti því yfir, að hann ætlaði að gera sér ferð til Ferða- skrifstofunnar Sólar og athuga með einhverja sólarferð. Ekki er að orð- lengja það, að fín ferð var fyrir hendi með stuttum fyrirvara. Nú sáum við hjónin suðræna landið Portúgal í hyll- ingum. Þangað höfðum við aldrei komið. Ólýsanleg notalegheit í viðmóti við undirbúning ferðarinnar. Þar er átt við starfsfólk ferðaskrifstofunnar Sólar. Starfsfólkið allt var mjög gott og lipurt, sérstaklega Ómar Krist- jánsson, forstjóri og Rósa Ingólfs- dóttir. Þegar við komum til Portúgals var tekið á móti okkur með miklum virkt- um og hlýleika og fararstjórarnir María, Hrund og Andrea skiluðu svo sannarlega sínu starfi. Hótelið okkar Paraiso er með því fallegasta og besta sem við hjónin höf- um gist á fram til þessa og sam- ferðafólkið yndislegt. Vinkona okkar og fjölskylda hennar fóru stuttu seinna til Kýpur á vegum Sólar og voru þau mjög ánægð. Þang- að langar okkur að fara næst með Sól. Edda Sigrún Ólafsdóttir og Helgi Sigurðsson. Ekki pláss fyrir okkur Þakkir til Sólar Víkverji skrifar... ATHYGLI Víkverja var nýlegavakin á undrasmyrslinu Penz- im. Exem hefur kvalið Víkverja í andliti í nokkur misseri, en með notkun smyrslisins hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Víkverji mælir með því. x x x VÍKVERJI hefur nokkraráhyggjur af handknattleiknum hér á landi og hefur satt að segja fundist heldur lítið til þess koma sem hann hefur séð í haust. Vík- verji virðist ekki einn um það, því kunningjar hans hafa einmitt sumir hverjir haft orð á þessu við hann. Athygli vakti hluti frásagnar Stefáns Þórs Sæmundssonar, fréttaritara blaðsins á Akureyri, á þriðjudaginn, þar sem hann sagði m.a. eftir sigur Þórs á Fram: „Páll Gíslason sýndi enn og aftur hvað í honum býr og ef til vill er það áhyggjuefni fyrir íslenskan handknattleik að roskinn knatt- spyrnukappi skuli vera með betri leikstjórnendum í handboltanum.“ Vissulega hefur verið gaman að sjá hversu vel Þórsarar hafa komið undan sumrinu og ekki síst Páll, sem fagnaði sigri í næstefstu deild knattspyrnunnar í haust með Ak- ureyrarfélaginu, en getur verið að þetta sé jákvæð þróun? Varla. x x x VÍKVERJI gleðst sérstaklegaþessa dagana vegna frábærr- ar frammistöðu Árna Gauts Ara- sonar, markvarðar norska meist- araliðsins Rosenborg. Hann fór á kostum gegn ítalska stórliðinu Juv- entus í Meistaradeild Evrópu- keppninnar í knattspyrnu í vikunni í annað skipti á fáeinum vikum, og þeim sem sáu er enn í fersku minni hve vel hann lék á síðstu leiktíð gegn Bayern München á sama vett- vangi. Árni Gautur er greinilega með báða fætur á jörðinni, því hann heldur ró sinni þrátt fyrir meintan áhuga ýmissa liða á meginlandi Evrópu á honum. „Aðalpersónan sjálf segir í viðtali við VG að hann hafi átt ágætan leik en það skipti litlu máli þegar liðið tapi og mögu- leikar Rosenborgar séu úr sögunni þetta árið,“ sagði í Morgunblaðinu á föstudaginn. „Ég held að ég hafi staðið mig betur gegn Bayern München í fyrra í markalausum leik og líka í 2:1-sigurleik okkar gegn Dinamo Kiev fyrir tveimur árum,“ er þar haft eftir markverð- inum. Marcelo Lippi, hinn heimsfrægi þjálfari Juventus, sagði eftir leik- inn: „Við áttum að vinna stærri sig- ur [en 1:0] en það var aðeins einn sem kom í veg fyrir það – það var markvörður Rosenborgar, sem varði hvað eftir annað frábærlega.“ Akurnesingurinn Árni Gautur Arason hlýtur að hafa skráð sig í knattspyrnusögu Íslands sem besti markvörður þjóðarinnar til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.