Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 20. október 1991: Vel má vera, að nauðsynlegt sé í sumum tilvikum að auðvelda fólki að komast brott, eins og Davíð Oddsson nefndi á flokksráðsfundi Sjálfstæð- isflokksins, en annars staðar getur beinlínis verið dýrara fyrir þjóðfélagið að standa að slíkri lausn en að bæta samgöngur í því skyni að gera fólki kleift að halda áfram óbreyttri búsetu og halda eignum sínum. Það er t.d. einfalt reikningsdæmi, að það verður ekki kostn- aðarmeira fyrir þjóðarheild- ina að gera jarðgöng til Suð- ureyrar við Súgandafjörð en að auðvelda öllum Súgfirð- ingum að flytja á brott. Það er hins vegar gagn- legt að horfa á byggðamálin frá nýju sjónarhorni, eins og formaður Sjálfstæðisflokks- ins er að gera. Umræður um málefni landsbyggðarinnar hafa alltof lengi verið í þröngum og fordómafullum farvegi á báða bóga. Kjarni málsins er sá, að Íslendingar verða aldrei sáttir við sjálfa sig nema landið allt verði byggt. . . . . . . . . . . 21. október 1981: Tor- tryggnin magnast innan verkalýðshreyfingarinnar. Menn eiga ekki að venjast því þar, að forystumenn eins og Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmunds- son standi upp og játi, að þeir hafi rangt fyrir sér með því að krefjast of mikils fyrir umbjóðendur sína. Aðrir hafa um langt árabil reynt að leiða þeim fyrir sjónir, að of há kröfugerð leiddi til verðbólgu og stofnaði at- vinnulífinu í voða. Hvers vegna viðurkenna þeir þess- ar röksemdir fyrst nú, þegar af því leiðir, að fulltrúar meira en 40% félagsmanna í Alþýðusambandinu klofna í tvær jafnstórar fylkingar? . . . . . . . . . . 21. október 1971: Kjarni málsins er sá, að smáríkið Ísland mun stuðla að því með atkvæði sínu hjá SÞ að fulltrúar 15 milljóna á Form- ósu verði reknir úr samtök- unum – eingöngu til þess að þjóna hagsmunum fulltrúa kommúnista á Íslandi. Þetta er það, sem Ólafur Jóhann- esson, forsætisráðherra, kallar „sjálfstæða“ utanrík- isstefnu. Vonandi er, að þjónkun hans við komm- únista í ríkisstjórninni verði ekki til þess, að Ísland verði oft niðurlægt með þessum hætti. Og enn geta lýðræð- issinnar í ríkisstjórninni firrt Ísland þeirri smán að stuðla að brottvísun smárík- is úr samtökum allra þjóða. Með því verður rækilega fylgzt. Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÁÐSTÖFUN LÍFEYRISSPARNAÐAR Frétt, sem birtist hér íblaðinu í fyrradag umávöxtun lífeyrissjóða á síð- asta ári, hefur vakið verulega at- hygli en hún var neikvæð um 0,7%. Nú er augljóst, að það fer eftir því hvernig árar, hversu vel tekst að ávaxta lífeyrissparnað lands- manna. Hitt er jafnljóst, að ekki sízt þegar um lífeyrissparnað er að ræða ber að fara mjög varlega í meðferð þeirra fjármuna. Í þeim efnum er betra að fylgja íhalds- samri fjárfestingarstefnu, sem gefur kannski ekki jafnmikið í aðra hönd í mesta góðæri en leiðir heldur ekki til taps þegar harðnar á dalnum. Af þessum sökum vekur ávöxtun nokkurra lífeyrissjóða sérstaka at- hygli. Séreignardeild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins er með15,3% neikvæða ávöxtun. A- deild Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarð- arkaupstaðar er með 10,4% nei- kvæða ávöxtun, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga með mínus 9,7%, séreignalífeyrissjóð- urinn mínus 8,8%, Lífeyrissjóður Tannlæknafélagsins mínus 8,5%, Lífeyrissjóður verkfræðinga með mínus 7,9%, Lífeyrissjóður Eim- skipafélagsins með mínus 7,7% og Lífeyrissjóðurinn Eining með mín- us 7,4%. Nú má vel vera, að þessir lífeyr- issjóðir geti sýnt fram á að með- altal nokkurra ára sýni mun betri afkomu og alltaf megi búast við því að eitt ár komi verr út en önnur. Hitt fer ekki á milli mála, að þessar tölur eru aðvörun til stjórn- enda þessara sjóða um að fara var- legar en gert hefur verið. Ekki er ósennilegt að þeir sem ábyrgð bera á meðferð sjóðanna fái stífar athugasemdir frá sjóðfélögum. Raunar vaknar sú spurning, sem Morgunblaðið hefur áður vakið máls á, en nú af þessu tilefni, hvort ekki sé tímabært að meðlimir líf- eyrissjóðanna hafi meira um það að segja, hverjir sitji í stjórnum sjóðanna fyrir þeirra hönd. Það liggur við, að það fyrirkomulag sé eins ólýðræðislegt og kostur er á. Eitt er þótt einstaklingar og fyr- irtæki taki verulega áhættu með hluta af sparnaði sínum. En annað á að gilda um lífeyrissparnað. Ís- lenzkir lífeyrissjóðir eiga t.d. 7,4 milljarða í hlutabréfum í óskráðum félögum. Hvaða vit er í því? Meira en helmingur eigna séreignar- deildar LSR er í hlutabréfum. Það er ekki út í hött að spyrja hvernig mönnum detti þetta í hug. Lífeyr- issjóðirnir hafa fjárfest mikið í út- löndum á undanförnum misserum. Er ekki tímabært að þeir geri op- inberlega grein fyrir því, hvernig til hefur tekizt í þeim efnum? Dæmi eru um það sérstaklega frá Bandaríkjunum, að eldra fólk hefur tapað lífeyrissparnaði sínum og staðið uppi eignalaust á gam- alsaldri vegna óvarkárni svokall- aðra sérfræðinga, sem hafa stjórn- að sjóðum, sem hafa tekið að sér ávöxtun þess sparnaðar. Það er hægt að græða mikið á hlutabréf- um en það er líka hægt að tapa miklu á þeim. Það er full ástæða til að þeir, sem hafa ráðstafað fjármunum líf- eyrissjóðanna á þann veg, sem gert hefur verið geri félagsmönn- um lífeyrissjóðanna, eigendum þessara fjármuna rækilega og ít- arlega grein fyrir því hvað valdi því að ávöxtun peninganna er svo neikvæð, sem þessar tölur sýna. Eigendur peninganna eiga rétt á nákvæmari skýringum en þeir venjulega fá í yfirlitum frá lífeyr- issjóðunum. E F HÆGT er að halda því fram að einhverjum rithöf- undum hafi öðrum fremur tekist að þróa með sér hæfi- leika og innsæi til að skil- greina „ástand mannsand- ans“ í okkar samtíma, þá er Tékkinn Milan Kundera þar framarlega í flokki. Í einni af sínum umhugsunarverðu greinum um bókmenntir og þýðingu þeirra fyrir sam- félagið, segir Kundera frá konu sem tókst að forða sér frá líflátsdómi í pólitískum hreinsunum kommúnista, með því að neita að horfa í eigin barm og rannsaka hugsanleg frækorn sektar í fortíð sinni og gefa þannig færi á sér, öfugt við marga félaga hennar sem týndu lífinu fyrir bragðið. Bjargföst sannfæring um eigið sakleysi bjargaði lífi hennar þótt hún hlyti að vísu langan dóm. Seinna, eftir að hún losnaði úr fangelsi, kom þessi reynsla hennar þó ekki í veg fyrir að hún beitti sömu aðferðafræði og sú alræðisstjórn sem hafði fangelsað hana að ósekju, til þess að kúga son sinn til hlýðni. Sú kúgun átti sér stað þrátt fyrir einlæga ást hennar á syninum – konan trúði því einfaldlega að hennar sannfæring og skilningur á tilverunni væri betri en hans. Þessa dæmisögu segir Kundera í samhengi við umfjöllun sína um ótrúlega næman skilning Franz Kafka á mannlegri hegðun, en verk hans voru um margt fyrirboði þeirra miklu hörmunga sem riðu yfir Evrópu eftir hans dag; ofsókna, styrjalda og alræðisskipulags. Í greininni, sem ber heitið „Kafka and Modern History“ eða „Kafka og saga nútímans“, vekur Kundera at- hygli á því að í skáldskapnum eiga sér iðulega stað frumrannsóknir á undirliggjandi tilhneig- ingum í þjóðfélaginu sem síðar koma upp á yf- irborðið, að því er virðist öllum að óvörum. Hann heldur því fram að þetta eigi ekki síður við um samtímann en þá tíma er Kafka var uppi því „... í sögu nútímans [séu] tilhneigingar sem eru valdar að Kafka-legum einkennum hvað varðar hinar víðu samfélagslegu víddir: stöðug sam- þjöppun valds sem reynir að upphefja sig; skrif- ræðisvæðing félagslegra athafna sem breyta öll- um stofnunum í endalaus völundarhús, með þeim afleiðingum að einstaklingurinn glatar einstak- lingseðli sínu“. Og vissulega vekja þessi orð hans með okkur kunnuglegar kenndir enn þann dag í dag. Þreifað á æða- slætti sam- félagsþróunar Það sem Kundera er í rauninni að fjalla um er áhrifamáttur skáld- skaparins í samfélags- legu, ekki síður en vitsmunalegu, sam- hengi. Því í skáldskapnum er stundum eins og góðum rithöfundum takist að þreifa á æðaslætti samfélagslegrar þróunar löngu áður en hún tek- ur sér fasta bólfestu í sjálfu þjóðfélaginu. Þetta á sér stað fyrir listrænt tilstilli burt séð frá því hvort rithöfundarnir hafa beinlínis áhuga á póli- tískum eða félagslegum málefnum. Rannsókn þeirra á sammannlegum eiginleikum og tilhneig- ingum virðist skila skilningi á mannlegu eðli og anda sem hafinn er yfir tískustrauma og hegðun er einungis kemur fram í yfirborði samfélags- myndarinnar. Stundum er vísað til þess hve oft boðskapur bókmenntanna virðist eiga erindi þvert á tíma og rúm, og fornfrægir höfundar á borð við Lao Tse, Voltaire og Jane Austen eru til marks um það, auk seinni tíma skálda á borð við Halldór Laxness, Günter Grass og Toni Morri- son. Enda er það einmitt í þessu rannsakandi sköpunarferli sem mikilvægi bókmennta í opin- berri orðræðu, ímyndarmótun, uppfræðslu og áhrifum kemur best í ljós. Sú reynsla sem Kundera lýsir í grein sinni staðfestir þetta á athyglisverðan máta. Hann segist hafa „staðið bergnuminn frammi fyrir þessum stalínísku heimilisréttarhöldum, og átt- að sig á því um leið að það sálfræðilega gangverk sem er að verki þegar stórkostlegir (og að því er virðist ólíkindalegir og ómennskir) sögulegir at- burðir eiga sér stað, er það sama og stýrir per- sónulegum (ósköp hversdagslegum og mjög mennskum) kringumstæðum“. Það má því til sanns vegar færa að bókmenntir eru afar mik- ilvægur þáttur þjóðlífsins, þrátt fyrir að ýmsir óttist að teikn séu á lofti um dvínandi áhuga á þeim. Á þessum tíma árs fer ætíð að draga til stór- tíðinda í heimi bókmenntanna, bæði hér heima og erlendis. Til marks um það má nefna að skammt er síðan tilkynnt var um nýjan verð- launahafa Nóbelsakademíunnar í bókmenntum og aðeins eru nokkrir dagar síðan ein mest áber- andi verðlaun hins enskumælandi heims, Book- er-verðlaunin, voru veitt. Hér á landi er jóla- bókaflóð í uppsiglingu, og sem betur fer er það enn svo að flestir landsmenn leyfa sér að fljóta með þeim straumi og láta sig umræðuna sem fylgir í kjölfarið nokkru varða, þó sitt sýnist auð- vitað hverjum. Mest áberandi bókastefna í heimi, „bókamessan“ í Frankfurt, er einnig nýafstaðin, en þar hittast forleggjarar, höfundar, gagnrýn- endur, þýðendur og fleiri sem áhuga hafa, til að kynna sér hvaða stefnu straumar samtímans hafa tekið. Þýðing Nóbelsverð- launanna Í grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins í dag, laugardag, kemur fram að Nób- elsverðlaunahafinn í ár, V. S. Naipaul, er nokkuð umdeildur, þar sem honum hefur reynst erfitt að samrýma skoðanir sínar og ummæli þeim félagslegu og pólitísku viðhorfum sem tíðk- ast í bresku samfélagi um þessar mundir. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur verðlaunaveit- ingin mikla þýðingu fyrir ólíka hópa fólks víðs- vegar í heiminum, þ.e.a.s. Breta, Indverja og Trínídadbúa. Uppruni Naipaul er nefnilega óvenjulega fjölmenningarlegur, en hann er af ættum indverskra innflytjenda, fæddur í Tríníd- ad, þótt hann hafi verið búsettur í Bretlandi frá 18 ára aldri. Naipaul tilheyrir þeim hópi breskra innflytj- enda sem tekist hefur að skapa sér nafn á al- þjóðavettvangi fyrir ritstörf sín, en þrátt fyrir það hefur hann iðulega verið staðinn að því að tala niðrandi og af lítilsvirðingu um þjóðfélags- lega þróun á fæðingarstað sínum Trínídad, um vitsmunalegt ástand þeirrar indversku menning- ar sem mótaði hann í bernsku, og jafnvel um önnur þjóðfélög sem hann hefur heimsótt, er bú- ið hafa við margvíslegan vanda samanborið við vestrænan heim eftir að nýlenduskipulagið leið undir lok. Hann hefur sem sagt ekki fundið sig knúinn til að taka eindregna afstöðu með þeim sem eiga undir högg að sækja, ólíkt mörgum öðr- um rithöfundum í líkri stöðu. Þessi afstaða hans breytir þó ekki þeirri stað- reynd að þær bókmenntir sem hann hefur skap- að hafa beint sjónum heimsins að mönnum, mál- efnum og menningu sem Vesturlandabúar höfðu takmarkaðan áhuga á töluvert fram yfir miðja síðustu öld. Menning jaðarsvæða hefur verið dregin fram í sviðsljós ríkjandi bókmenntahefð- ar þar sem hún á greiðari leið að öllum almenn- ingi sem og þeim er búa yfir völdum og áhrifum. Í grein í The Guardian 12. október sl. lýsir rit- höfundurinn Caryl Phillips tilfinningum sínum gagnvart verðlaunaveitingunni og ber hana saman við það þegar Derek Walcott vann Nób- elsverðlaunin árið 1992, en bæði Phyllips og Walcott eru fæddir á svipuðum slóðum í Kar- íbahafi og Naipaul. Phillips segir Naipaul vissulega hafa komið sjálfum sér og sínum heimshluta inn í sögu sam- tíma okkar, „og þrengt þá snöru sem Walcott hafði þegar hringað um vitund heimsins. Ensku- mælandi hluti Karíbahafs, svæði sem telur minna en átta milljónir manna – minna en íbúa- fjölda Lundúna – hefur enn á ný fengið staðfest- ingu á vitsmunalegum og bókmenntalegum hæfi- leikum sínum“. Phillips dregur ekki fjöður yfir þá staðreynd að verðlaunaveitingin hafi komið honum á óvart vegna neikvæðra og svartsýnislegra viðhorfa Naipaul, en bendir jafnframt á að meginþema verka hans, tilfinningar tengdar missi, megi að sjálfsögðu rekja til flókins bakgrunns hans, sárs- aukafullrar vitnesku og reynslu þess sem er ut- angarðs. Hann staðhæfir að þótt landar Naipaul í Trín- ídad hafi orðið fyrir barðinu á neikvæðni hans í gegnum tíðina þá þyki þeim samt sem áður mikið til hans koma. Og hér talar Phillips af reynslu því hann segist hafa fengið afar skýr viðbrögð frá áhorfendum er hann vogaði sér að gagnrýna Naipaul í fyrirlestri sem hann hélt við Vestur- Indía háskólann. Phillips var fljótt komið í skiln- ing um að „vera megi að Naipaul sé ógöfuglynd skepna, en hann er samt sem áður þeirra ógöfug- lynda skepna“. Þýðing verðlaunanna fyrir þenn- an heimshluta er með öðrum orðum öllum ágreiningi yfirsterkari. Bókmenntir minnihlutahópa og jaðarsvæða Þetta hugarfar er glöggur vitnisburður um mikilvægi allrar þeirrar umræðu er rithöfundar úr röðum innflytjenda hafa skapað í Bretlandi. Heimsþekktir Booker-verð- launahöfundar á borð við V.S. Naipaul, Salman Rushdie og Kazuo Ishiguru, sem allir eru inn- flytjendur, hafa orðið til þess að færa Bretum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.