Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 19 Þegar gripir drepast snögglega, án þess að sjúkdómseinkenna hafi áður orðið vart, er rétt að hafa miltisbruna í huga og fá úr því skorið með rannsókn á blóðsýni úr gripnum. Þetta á ekki síst við á jörðum, þar sem sagnir eru um, að sjúkdómurinn hafi valdið tjóni fyrr á tíð. Hvar sem miltisbrandur kemur upp, ríður mikið á, að hann sé fljótt greindur og gripið sé þegar í stað til róttækra ráðstafana til að girða fyrir frekari útbreiðslu og eyða smiti svo sem föng eru á. Að lokum örfá orð um eðli milt- isbruna og einkenni hans. Miltisbrunabakteríur eða oftar sporar þeirra berast í skepnuna með drykkjarvatni, grasi eða menguðu kjarnfóðri. Sjaldgæfara er, að veikin berist í skepnuna gegnum sár. Sporarnir klekjast og bakteríurnar berast í eitla melting- arfæra og taka að fjölga sér mjög ört í sogeitlakerfi líkamans, þar sem þær mynda öflug eiturefni (toxin). Tíminn, sem líður frá smiti, þar til sjúkleg einkenni koma fram, er mislangur, 2–14 dagar. Nautgripir og sauðfé, sem farast úr miltisbruna, finnast oft dauðir, án þess að áður hafi orðið vart við, að skepnan væri veik. Oft hefur blóð eða blóðblandaður vökvi lekið úr vitum og endaþarmi á þessum hræjum. Á svínum, sem veikjast af milt- isbruna, sést oft sérkennileg bjúg- bólga á kverk og á hálsi, áður en sjúkdómurinn yfirbugar þau. Hross, sem sýkjast af miltis- bruna, fá oft kveisu eða hrossasótt- areinkenni, en stundum eru þó deyfð og sinnuleysi meira áberandi einkenni. Hross eru oft veik í tvo til þrjá daga, áður en yfir lýkur. Hitasótt fylgir alltaf miltisbruna- sýkingu. Við krufningu á húsdýr- um, sem farast af völdum milt- isbruna, er alltaf að finna miklar blæðingar víða á skrokk og í líf- færum, blóðvatnssafn í brjóst- og kviðarholi, blóðhlaupin bólga í meltingarvegi einkum görnum, oft óvenju mikil stækkun á milta, sem er meyrt og blóð áberandi dökkt á litinn. Hjá svínum, sem farast úr miltisbruna, er þó yfirleitt ekki miltisstækkun. Þó að skyndidauðsföll húsdýra hér á landi séu oftast af öðrum völdum en miltisbruna, er samt rétt að hafa þennan sjúkdóm í huga, ekki síst ef blóð eða blóðvilsa hefur gengið úr endaþarmi eða vit- um skepnunnar. Þær skepnur, sem grunur leikur á, að kynnu að hafa farið úr milt- isbruna, ætti aldrei að gera til eða kryfja, því það ýtir undir, að bakt- eríurnar myndi spora, sem eru mjög lífseigir og þolnir gegn ýms- um sótthreinsilyfjum og því erfitt að uppræta þá. Vakni grunur um miltisbruna, er því rétt að fara að öllu með gát og senda þegar í stað blóðdropa til rannsóknar. Blóðið skal taka hreinlega úr eyra eða neðanvert á hala (sterti) og senda í tryggileg- um umbúðum, vel merktum til rannsóknar. Vonandi er saga miltisbruna nú öll á Íslandi, þó enginn geti um það fullyrt. Samt þótti rétt að taka saman þetta ágrip um miltisbruna, ef svo illa tækist til, að sjúkdóm- urinn skyti einhvers staðar upp kollinum á nýjan leik.“ Höfundur er fyrrverandi yfirdýralæknir. Heimildir: Greinin Miltisbruni á Íslandi, sem hér birtist í styttri útgáfu, var upphaflega birt í Bók Dav- íðs: riti til heiðurs Davíð Davíðssyni eftir 35 ára starf sem prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítala. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.