Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 35 AUGLÝSING TIL ÞINGEYSKRA KVENNA Konur, sem fæddar eru, uppaldar eða hafa búið í Þingeyjarsýslum um lengri eða skemmri tíma. Menningarsjóður þingeyskra kvenna er 50 ára um þessar mundir og í tilefni af því hefur stjórn sjóðsins ákveðið að gefa út bók með hugverkum þingeyskra kvenna, eins langt aftur og þau finnast og til dagsins í dag. Við vonumst eftir að sem allra flestar konur sem eiga eitthvað í fórum sínum, sendi efni svo útkoma bókarinnar verði reglulegur menningarviðburður. Efnið, sem leitað er eftir, er t.d. ljóð, lausavísur, smásögur, leikrit, barnabækur og greinar af ýmsu tagi. Efni sendist til Hólmfríðar Pétursdóttur, Víðihlíð, 660 Mývatnssveit, sími 464 4145 eða Solveigar Önnu Bóasdóttur, Reykjavíkur Akademían, Hringbraut 121, 107 Reykjavík, netfang: solveig@akademia.is, vinnusími 561 0124, heimasími 554 1813. Æskilegt væri að fá efnið sent á disklingi eða beint á netfang. Tekið verður við efni fram til 1. janúar 2002. Hvað á bókin að heita? Við auglýsum einnig eftir nafni á bókina og verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina. Stjórn Menningarsjóðs þingeyskra kvenna. HjálpumAfganistan Afganistan er eitt fátækasta land í heimi. Þar vofir yfir hungursneyð nú þegar vetur gengur í garð. Stríðshrjáðir landsmenn þurfa mat, tjöld, teppi og hreint vatn. Þú getur hjálpað. Með því að hringja í 907 2003 leggur þú 1.000 krónur inn á sérstakan reikning. Fénu verður varið til að hjálpa Afgönum í mikilli neyð. Einnig er hægt að setja framlög á reikning númer 1150 26 21000 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. En tíminn er naumur. Hringdu núna. árangurslausar. Ég sagði dr. Shemesh að ég hefði oft leitt hug- ann að þessum möguleika. Hann svaraði því til að það væri eins gott að ég hefði ekki ráðist í það og hann gæti staðfest að hávaðinn hefði haldið áfram þrátt fyrir að klippt væri á heyrnartaugina hjá mér. Meðferð hans samanstendur af viðtölum og miklum blóðgrein- ingum. Síðan er sérútbúið ákveðið lyf sem ætlað er til bata fyrir við- komandi sjúkling. Batinn bannaður Ég tók með mér nokkurra mán- aða skammt af lyfinu mínu þegar ég sneri aftur til Íslands eftir fjög- urra vikna dvöl í Jerúsalem. Dr. Shemesh varaði mig við og sagði að ástand mitt myndi jafnvel versna áður en til bata kæmi. Það gekk eftir og erfiður tími fór í hönd. En svo allt að því skyndilega breyttist ferlið í síðari hluta maímánaðar. Nú tók við tímabil þar sem góðum dögum fjölgaði á kostnað þeirra vondu. Best af öllu var að samfellt tímabil vondu daganna styttist, meira um uppbrot með góðum dög- um. Þetta er lykilatriði því ástand- ið er miklu verra eftir fimm sam- fellda vonda daga en t.d. þrjá. Þessi breyting varð nokkuð var- anleg í júní, júlí og ágúst, en þá kom afturkippur í þetta jákvæða ferli. Þökk sé Lyfjastofnun ríkisins. Lyfin mín voru uppurin í ágúst- byrjun. Sá Íslendingur sem fyrstur hafði farið til Ísraels til að leita bata vegna tinnitus hafði fengið lyfin sín send reglulega í ár og án nokkurra vandkvæða en nú hafði orðið breyting þar á. Niðurstaða átti samt að hafa náðst milli hans og stofnunarinnar. Hún var sú að pakkinn yrði sendur til Lyfjastofn- unar og beiðni um afhendingu þeirra til viðkomandi sjúklings bærist frá íslenskum heimilislækni hans ásamt upplýsingum um inni- hald lyfjanna. Í mínu tilfelli hafði heimilislæknirinn fulla vitneskju um meðferð mína í Ísrael, hafði séð gögn og niðurstöður auk þess sem síðasta greiningin átti sér stað hér á landi fyrir tilstilli hans. Auðvelt var því að framfylgja þessu. Nú leið og beið en ekki skiluðu lyfin sér. Loks fékk ég tilkynningu frá TVG ZIEMSEN, flutningsmiðlara, sem á stóð: „Lyfjaeftirlit hafnaði innflutningi, vara bönnuð.“ Hvað áttu þessar köldu kveðjur að fyr- irstilla? Til að fyrirbyggja mis- skilning skal það tekið fram að fyr- ir löngu var fyrirliggjandi að í lyfinu sem ég tek eru eingöngu efni sem leyfileg eru á Íslandi og öll hægt að fá í næstu lyfja- eða heilsuvöruverslun. Eftir að hafa grennslast fyrir um ástæður þess að ákvörðun var tekin um end- ursendingu að mér forspurðum fékk ég þau svör að krafist væri öðruvísi umbúða og pökkunar. Rangalar kerfisins Í fyrstu var ég undrandi og sár en tilbúinn að fyrirgefa mannleg mistök. Hvað annað gat valdið þessari framkomu? Lyfjastofnun hafði jú upplýsingar um innihalds- greiningu. Lyfin, þ.e. pillurnar, voru send í innsigluðu fóðruðu um- slagi, sem síðan var sett í annað umslag sem innsiglað var af flutn- ingsmiðlara. Þá var ljóst að send- andinn var virtur sérfræðingur hjá viðurkenndri sjúkrastofnun. Og síðast en ekki síst var fyrirliggj- andi skrifleg beiðni frá íslenskum lækni um að viðkomandi lyf væru sérbúin fyrir ákveðinn sjúkling, þ.e. mig. Ég bað lögfræðing um að kynna sér málið og eiga fund með Lyfjastofnun því heilsunnar vegna vildi ég leita leiða samvinnu og sátta. Í ljós kom að Lyfjastofnun var ákveðin í því að skýla sér bak við reglugerðarákvæði og stöðva allar frekari sendingar til mín og annarra sem notið höfðu meðferðar í Ísrael. Hinsvegar var upplýst að heimild væri fyrir því að sjúklingar gætu tekið sjálfir með sér til lands- ins allt að100 daga lyfjaskammt án þess að kröfur um umbúðir eða innihaldslýsingu ættu við. Mér er sem sagt heimilt að fljúga á þriggja mánaða fresti til Ísraels og sækja mín lyf án þess að nefndum reglum verði beitt en ekki að fá þau send innsigluð með viður- kenndum flutningsmiðlara. Halló! Það er því miður oft tilhneiging stofnunar eins og Lyfjastofnunar að skýla sér bak við þrengstu skil- greiningar laga og reglugerða til að verja ákvarðanir sínar. Þá er sama hversu úr sér gengnar slíkar reglur kunna að vera orðnar eða stangast á við breytta tíma og al- menna skynsemi. Venjulegir borg- arar verða einfaldlega heimaskíts- mát ef þeir eru afvegaleiddir inn á þrönga stigu reglugerðarveldisins. Enda virðist markmið slíks nær eingöngu vera leit að réttlætingu embættismannsins fyrir (mis-) gjörðum sínum. Ef mál leiðast inn á slíkar brautir tapast fljótlega sjónir á því sem var upphaflegt markmið. Þá eru það ekki mann- eskjuleg sjónarmið heldur reglurn- ar sem gilda. Þetta er nákvæmlega það sem hefur átt sér stað. Emb- ættismannakerfi Lyfjastofnunar og heilbrigðisráðuneytis hefur verið að þvæla málum frá manni til manns með vangaveltum um hvernig lyfjaglösin eigi að vera, hvað eigi að standa á límmiða, hvort límmiði eigi að vera frá loki niður á glas og hvort eigi að krefj- ast þess að fá frekari upplýsingar um innihald, þ.e. nákvæmt magn hvers efnis fyrir sig í lyfinu. Mannúð og reglur Hægan nú. Hvað með mig? Það var jú ég og ég einn sem var byrj- aður að finna batann. Er ekki aðal- atriðið að lyfið berist mér svo að bataferlið haldi áfram? Hvaða máli skipta umbúðirnar? Umræða um þær getur átt fullan rétt á sér ef um er að ræða lyf til dreifingar og endursölu. Það er meginhlutverk Lyfjastofnunar að fylgjast með slíku. Hér á það einfaldlega ekki við. Um er að ræða sérbúin lyf, sem send eru til mín í gegnum Lyfjastofnun, sem hefur allar upp- lýsingar um tilurð og not þeirra auk meðmæla íslensks læknis sem er málum kunnur. Kjörið tækifæri á undantekningu til að sanna regl- una. Á það að vera vandkvæði að sjúkdómurinn er ekki skráður sem slíkur, þar sem læknisfræðileg or- sök er ekki þekkt? Á skráning- arleysi eða óþekkt orsök að hamla því að hægt sé að leita sér lækn- inga? Hefur Lyfjastofnun leyfi til þess að svipta fólk sjálfsbjargarvið- leitni og hindra bata sem var orð- inn áþreifanlegur? Hvort skiptir meiru mannúðin eða reglurnar? Er ekki verið að bera mannréttindi fyrir borð? Eitt af því sem gert er í þeirri meðferð vegna tinnitus sem ég fór í er að halda súlurit um styrk og ferli sónsins. Á myndinni hér getur að líta hvernig þetta kom út í mán- uðunum ágúst og september. Glöggt má sjá áhrif hinnar ófor- skömmuðu stöðvunar á lyfjasend- ingunni. Í ágúst voru góðu dag- arnir 13,5 sem er eitt það besta sem ég hef upplifað en í september voru þeir 4,5. Þetta er munurinn milli bærilegs og nánast óbærilegs ástands. Fyrir mig og þann mikla fjölda sem þjáist af krónískum tinnitus skiptir það öllu að árangur náist í glímunni við sjúkdóminn. Ef það er eitthvað í lögum og reglum hérlendis sem neyðir Lyfjastofnun út í að beita sér á móti því að borg- arar landsins nái bata séu þeir þjáðir, þá verður að aflétta þeirri kvöð af starfsmönnum stofnunar- innar. Það getur ekki hafa verið til- gangurinn með setningu þeirra laga sem stofnunin á að starfa eft- ir. Ef reglurnar eiga að gilda í heil- brigðisgeiranum verða þær að gera það fyrir sjúklinga í landinu en ekki embættismannakerfið. Ef það er eitthvað í lög- um og reglum hérlendis sem neyðir Lyfjastofn- un út í að beita sér á móti því að borgarar landsins nái bata séu þeir þjáðir, segir Stein- ar Berg Ísleifsson, þá verður að aflétta þeirri kvöð af starfsmönnum stofnunarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri tónlistarsviðs Norðurljósa hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.