Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 45 OPIÐ HÚS - ÖLDUGRANDI 7 Falleg 5 herbergja 106 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi í sex íbúða húsi með stæði í bílageymslu. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Góðar suður-svalir. Verð 15,7 m. Til afh. fljótlega. Margrét tekur vel á móti ykkur frá föstudegi til sunnudags milli kl. 14 og 19 (sími 562 8321). FRAMKÖLLUN – MOSFELLSBÆ Til sölu framköllunar fyrirtæki í fullum rekstri í eigin húsnæði í Mosfells- bæ. Góð velta. Tækifæri til að eignast fyrirtæki í fullum rekstri með örugga góða veltu og atvinnu- öryggi. Allar upplýsingar á skrifstofu hjá Sæberg Þórðarsyni. Netfang: eignamidlun@eignamidlun.is Heimasíða: http://www.eignamidlun.is                                                !            "#  $    %   &     '         '            Grafarholt - Sérhæðir - Tvíbýlishús Sölusýning - Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 13-16 Ólafsgeisli 16, 26, 28, 121, 123 og 125, Kristnibraut 7 og 9. Frábærar og rúmgóðar sérhæðir, sem eru frá 165-230 fm, með innbyggðum bílskúrum. Íbúðirnar verða afhentar fljótlega fullbúnar að utan en fokheldar að innan. Ótrúlega skemmtileg staðsetning í útjaðri byggðar rétt við ósnortna náttúru. Frábært útsýni og birta eru aðalsmerki þessara íbúða. Innra skipu- lag íbúðanna er óbundið og því góður möguleiki að innrétta eftir þörfum hvers og eins. Sölumenn Eignamiðlunarinnar verða á staðnum í dag, sunnudag, (Ólafsgeisli 8), með teikningar, verðlista og allar nánari uppl. Byggingaraðili: Höjgaard og Schultz Íslandi. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Herði Þórhallssyni stjórnarformanni og Þórhalli Harðarsyni hótelstjóra f.h. Fosshótels á Húsavík vegna fréttar um frestun flugs Jórvíkur til Húsa- víkur í Morgunblaðinu föstudaginn 4. október sl. „Eins og fram kemur í fréttinni hafði Flugfélagið Jórvík stefnt að því að hefja flug til Húsavíkur um 20. okt. (nánar 18.okt.). Undirbúnings- vinna á Húsavík miðaðist öll við það og höfum við, starfsfólk okkar, starfsmenn flugvallarins og fleiri lagt okkur fram við undirbúning flugsins. Á þriðjudagskvöld átti að ganga endanlega frá ferðaáætlun og auglýsa daginn eftir í auglýs- ingablaðinu Skránni. Þegar fólk kom til vinnu á Hótelinu á miðviku- dagsmorgun fáum við bréf í tölvu- pósti þar sem segir að stjórn Jórvík- ur hafi frestað öllu áætlunarflugi til Húsavíkur um óákveðinn tíma. Síðan í septemberbyrjun, að Einar Örn, framkvæmdastjóri Jórvíkur, ákvað að byrjunardagur flugsins yrði 18. október, hafa allar okkar gerðir miðast við það. Mikil sam- skipti voru við Einar Örn allan tím- ann og honum fullkunnugt um hvað var að gerast fyrir norðan. Sýnilegt sambandsleysi Einars Arnars fram- kvæmdastjóra við stjórn Jórvíkur er innanhúsvandamál þeirra.“ Athugasemd frá Fosshóteli Húsavík MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Halli Helgasyni, stjórnarformanni Leikfélags Íslands: „Fimmtudaginn 18. október birtist í Morgunblaðinu enn á ný kuldaleg kveðja frá Hávari Sig- urjónssyni þar sem hann fjallaði um mál Leikfélags Íslands. Þar kom fram rangtúlkun sem félagið telur nauðsynlegt að hreyfa athugasemdum við. Hávar nefnir aðeins að skuldir Leikfélags Íslands séu 140 millj- ónir króna. Með því er dregin upp röng mynd af stöðu Leikfélags Íslands. Fyrir viku birtist í Morgun- blaðinu frétt um hlutafjáraukn- ingu núverandi hluthafa upp á 40 milljónir króna auk aðkomu nýrra hluthafa. Unnið er að frekari hlutafjársölu, sölu á eignum, styrktarsamningum o.fl. Með þessu vinnur félagið að því að skuldir félagsins verði ekki hærri en 35–40 milljónir. Á móti skuld- um þarf jafnframt að meta eignir félagsins, sem felast í sviðs- og tæknibúnaði tveggja leikhúsa. Hlutafjáraukning hefur þegar átt sér stað að hluta og verður frá- gengin á næstu dögum. Leikfélag Íslands hefur hvorki farið fram á það við ríki né borg að þau veiti félaginu stuðning til að greiða niður skuldir félagsins. Hins vegar hefur félagið farið fram á samstarfssamning vegna starfsemi næstu fimm ára, enda hefur félagið sýnt það í sinni sjö ára sögu að fáir hafa haldið úti kraftmeiri starfsemi fyrir lægri fjárhæðir.“ Athugasemd blaðamanns Í frétt þeirri er Hallur Helga- son vísar til og birtist í Morg- unblaðinu föstudaginn 12. október kom eftirfarandi fram um vænt- anlega hlutafjáraukningu Leik- félags Íslands: „Hallur segir að hlutafjáraukningin sé þeim skil- yrðum háð að samningur náist við Reykjavíkurborg og menntamála- ráðuneytið til fimm ára þar sem ríki og borg myndu leggja Leik- félagi Íslands til 10 milljónir hvort á næsta ári er stighækki síðan ár- lega í 20 milljónir frá hvoru í lok samningstímans. Samningurinn er forsenda áframhaldandi leikhús- rekstrar félagsins.“ Þegar grein sú er Hallur vísar til var skrifuð miðvikudaginn 17. október lágu engar upplýsingar fyrir um að nefndur samningur væri í höfn. Því var engin ástæða til að ætla að skuldastaða Leikfélags Íslands væri önnur en fram hafði komið dagana þar á undan. Hávar Sigurjónsson Athugasemd að gefnu tilefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.