Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MILTISBRUNI er bráður smit- sjúkdómur, sem miltisbrunabakt- eríur (Bacillus anthracis) valda. Öll húsdýr geta tekið sjúkdóminn, en skæðastur er hann nautgripum, hrossum og sauðfé. Mörg dæmi eru um það, að fólk tæki þennan sjúkdóm, og oft leiddi hann til dauða, áður en virk lyf gegn honum komu til sögu. Því hefur fólk óttast þennan búfjár- sjúkdóm meira en flesta aðra, og hefur þessi geigur búið í fólki allt fram á þennan dag. Hér á landi hefur miltisbrandur aldrei náð mikilli útbreiðslu, held- ur hefur hann stungið sér niður á einstöku bæjum og valdið þar miklu tjóni og óþægindum. Allar sóttvarnaraðgerðir gegn sjúkdóm- inum kosta mikla vinnu og röskun á daglegu starfi og lífi heimilsfólks, sérstaka vörslu gripa og umgengni við þá, dysjun dauðra dýra o.s.frv. Á íslensku hefur þessi sjúkdóm- ur hlotið ýmis nöfn: miltisbrandur, miltisbruni, miltisdrep, miltis- bráðadauði og skinnapest, vegna þess að oft mátti rekja upptök veikinnar til ósútaðra, innfluttra skinna. Á fræðimáli er sjúkdómur þessi oft nefndur „antrax“ (kol), sem dregið er af hinu dökksvarta blóði, sem sést við krufningu á skepnum, sem farist hafa úr miltisbruna. Flestum heimildum ber saman um, að miltisbruna hafi fyrst orðið vart hér á landi árið 1865 að Skarði á Skarðsströnd, þar sem á annað hundrað fjár drápust frá miðgóu til miðs einmánaðar af völdum sjúkdómsins. Árið eftir kom miltisbrandur upp í Miðdal í Mosfellssveit, og drápust þar 20 stórgripir (12 hross og 8 naut- gripir), 3 lömb og 2 hundar á hálf- um mánuði (13.–23. mars), og ári seinna drápust á þessum sama bæ 4 hross og 2 naut. Jón Hjaltalín landlæknir og Teitur Finnbogason dýralæknir könnuðu veikina í Mið- dal, svo vart fer milli mála, að um miltisbruna var að ræða. Erlendar húðir taldar sjúkdómsvaldur Upp úr 1870 fer að bera meira á veikinni, einkum í Reykjavík og nærsveitum, en síðar verður milt- isbruna vart hingað og þangað um landið fram yfir aldamót, en þá fór mjög að fækka tilfellum. Ári áður en fyrst varð vart við miltisbruna var farið að flytja til landsins ósútaðar, hertar húðir. Þessar húðir komu að mestu um Kaupmannahöfn og voru tilgreind- ar sem „oversøiske huder,“ kennd- ar við Zansibar í Afríku. Sam- kvæmt umsögn Björns Kristjáns- sonar alþingismanns var hér um að ræða „verstu og ódýrustu“ tegund af húðum. Þessar húðir voru hert- ar vegna þess, að á langri sjóleið frá suðurhvelslöndum til Evrópu voru hitar miklir, og við þær að- stæður héldu þurrkaðar húðir sér betur en blautsaltaðar. Fljótlega var farið að setja þess- ar húðir í samband við miltis- brunatilfelli í skepnum hér á landi. Þessar aðfluttu húðir voru helm- ingi ódýrari heldur en innlendar húðir, enda skortur á innlendum húðum eftir að geldneytabúskapur dróst saman og útflutningur á hrossum og sauðfé jókst mjög. Ár- ið 1872 eru t.d. flutt til Reykjavík- ur upp undir 15.000 pund af sút- uðum og ósútuðum skinnum, og árið 1890 er talið, að fluttar hafi verið til landsins um 4.000 stór- gripahúðir. Ekki var komist af án þessara húða og skinna, meðan all- ir landsmenn að kalla gengu á ís- lenskum skinnskóm og allir sjó- menn á opnum bátum þurftu skinnklæði. Sem dæmi um skort á skæða- skinnum má nefna, að laust fyrir 1870 var Guðmundur Jónsson á Villingavatni sendur suður á Eyr- arbakka til þess að kaupa skæða- skinn. Þess hafði ekki þurft áður á þeim bæ. Til að fá skinnin keypt, þurfti hann að kaupa með þeim til- tekið magn af hákarlaskrápi til skógerðar. Hinar erlendu húðir þurfti að leggja í bleyti, svo að hægt væri að vinna úr þeim. Ef skepnur komust í vatnið, þar sem húðirnar voru bleyttar upp, var voðinn vís, væru húðirnar mengaðar miltisbruna- sýklum. Á þessum tíma og síðar fluttu Þjóðverjar inn mikið af húðum frá suðurhvelslöndum fyrir skinnaiðn- að sinn. Rannsókn var oft gerð á því, hve mikið af nautshúðum þess- um væri mengað miltisbrunasýkl- um, og í ljós kom, að rúmlega 1% af þeim var mengað, af sauða- skinnum þó aðeins 0,3%. Í sumum sendingum var hlutfall mengaðra húða mun meira, í öðr- um minna. Það þarf því ekki að undra, þó að hingað bærust meng- aðar húðir öðru hverju. Töluvert af þeim húðum, sem seldar voru til Vestur-Evrópu á þessum árum frá löndum á suð- urhvelinu, komu frá héruðum, þar sem miltisbruni var landlægur, og vafalítið var eitthvað af húðunum af skepnum, sem farist höfðu úr miltisbrandi. Áreiðanlegar sagnir herma, að klyfjahestar, sem látnir voru bera húðir úr kaupstað, nudduðust stundum illa af þessum hertu húð- um, sem fóru illa í klyfi, og smit- uðust hestarnir á þann hátt. Stundum veiktust þessir hestar á leiðinni og náðu aldrei áfangastað. Þegar mönnum var orðið ljóst, hver væri algengasta uppspretta veikinnar, leituðu stjórnvöld eftir leiðbeiningum frá danska Dýra- læknaráðinu. Í sérstöku bréfi, sem birt var í Stjórnartíðindum árið 1891, lagði ráðið til að leggja húð- irnar í bleyti í klórkalkblöndu (1 + 2) eða bleyta þær í rennandi vatni, á eða læk, hvort tveggja myndi draga úr sýkingarhættu. Þessum ráðleggingum mun þó lítið hafa verið sinnt. Árið 1891 var flutt frumvarp á Alþingi til að sporna við hættu af hertum, innfluttum húðum og skinnum. Flutningsmenn voru Þorvarður Kjerúlf héraðslæknir og Þorlákur Guðmundsson, bóndi í Fífuhvammi í Seltjarnarneshreppi. Í umræðum kom fram hinn geysilegi verðmun- ur á innlendum og erlendum húð- um, og því treystu alþingismenn sér ekki til að banna innflutning á hertum, útlendum húðum nema fá- tækur almenningur fengi álíka góðan og ódýran skófatnað í stað- inn. Að loknum löngum umræðum voru svohljóðandi heimildarlög samþykkt: „Landsstjórninni veitist heimild til að setja reglur um það, hvernig fara skuli með aðfluttar ósútaðar húðir til þess að varna miltisdrepi“ (lög nr. 35, 1891). Lög þessi komu lítið til fram- kvæmda, bann var ekki sett á inn- flutning hertra húða, sótthreinsun á húðum eins og ráðlagt hafði ver- ið mun lítið hafa verið sinnt, og miltisbruni hélt áfram að stinga sér niður öðru hverju, oft rakinn til innfluttra skinna. Magnús Einarson, dýralæknir í Reykjavík, sneri sér því með bréfi til Alþingis nokkrum árum síðar og lagði áherslu á að banna yrði inn- flutning á hertum, ósútuðum skinnum, taldi voðann, sem stafaði af þessum húðum, langt yfirgnæfa nytsemi þeirra. Málið var svo enn tekið upp á Alþingi árið 1900 og 1901. Eftir langar umræður setti Alþingi lög nr. 3, 1902 um heimild til að banna innflutning á ósút- uðum húðum. Þar segir m. a.: „Stjórnarráðinu fyrir Ísland veitist heimild til að banna að flytja hingað til lands frá útlöndum ósútaðar húðir eða ósút- uð skinn, nema söltuð séu og óhert eða enn frekari trygging sé fyrir því, að ekki felist í þeim sótt- næmi.“ Með þessum lögum var tekið fyrir innflutning á hertum húðum og skinnum að kalla, og upp frá því fór að fækka tilfellum af miltis- bruna á nýjum stöðum. Lög þessi héldu gildi óbreytt til ársins 1993. Löngu síðar var einnig sett bann við innflutningi á kjöt- og beina- mjöli og íblöndun þess í kjarnfóð- ur, vegna þess að erlend reynsla sýndi, að slíkt fóður gat borið milt- isbrunasýkla í nautgripi. Nú munu hvergi vera tiltækar heimildir um öll þau tilfelli, þegar miltisbruni hefur sýkt húsdýr hér á landi eða hvenær hann hefur komið upp. Tilfellum fækkar á 20. öld Þeir, sem kunnugastir voru þessum málum, telja þó engan vafa vera á því, að mest hafi borið á miltisbruna síðustu áratugi nítjándu aldar. Magnús Einarson, sem var dýra- læknir í Reykjavík 1896–1927, tel- ur, að eftir 1908 hafi hann ekki orðið var við miltisbruna. Sigurður E. Hlíðar, sem var dýralæknir á Akureyri 1911–1947, staðfesti milt- isbruna aðeins einu sinni á starfs- árum sínum norðanlands: Tvær kýr drápust úr veikinni á sama bænum. Jarðrask þurfti að gera í nánd við fjósið, en 17 árum áður hafði gripur, sem drapst úr milt- isbruna, verið dysjaður þar. Var talið, að samband væri þar á milli. Þau fáu miltisbrunatilfelli, sem staðfest hafa verið á þessari öld, eru oftast tengd jarðraski í ein- hverri mynd og talið, að það hafi haft í för með sér, að smit hafi bor- ist upp á yfirborðið frá skepnum, sem dysjaðar voru á staðnum ár- um eða áratugum áður. Yfirleitt mun lítið hafa verið hirt um að auðkenna staði, þar sem skepnur haldnar miltisbruna hafa verið dysjaðar eða auðkennin horf- ið í áranna rás og staðirnir þess vegna fallið í gleymsku smátt og smátt. Þess vegna er nú mjög erf- itt að átta sig á því, hvar hætta getur leynst, ef gera þarf jarðrask á landi gamalla miltisbrunajarða. Til fróðleiks skulu tilfærð nokk- ur dæmi um staði, þar sem milt- isbruni hefur komið upp og verið staðfestur: Í Skýrslum um heilsu- far og heilbrigðismál á Íslandi árið 1901 úr Reykjavíkurhéraði er þess getið, að miltisbruni komi fyrir í skepnum á hverju ári, þó ekki séu mikil brögð að því. Maður í Reykjavík missti kú úr miltis- brandi að dómi Magnúsar Einars- sonar dýralæknis. Eigandinn vildi ekki trúa því, leitst vel á kjötið og sýndi það bæði landlækni og héraðslækni, en hvorugur þeirra vildi leyfa, að kjötið yrði nýtt til manneldis. Þrátt fyrir það át eigandinn ásamt öðrum manni bita af kjötinu. Eftir tvo daga dó eigandinn, var krufinn og reyndist hafa miltisbrand. Hinn maðurinn lifði. Héraðslæknirinn í Nauteyrar- héraði greinir frá því, að 1901 hafi komið upp miltisbrandur á einum bæ í héraðinu, og drap hann á stuttum tíma mestallan nautpening bóndans. Bóndinn hafði keypt út- lenda, herta húð, lagt hana í bleyti í bæjarlæknum og dregið hana síð- an inn í heyhlöðu, þar sem hey handa kúnum var tekið. Tveir kálf- ar, sem fengu hey úr annarri hey- geymslu, veiktust ekki. Skrokkar gripanna, sem drápust, voru grafn- ir með húð og hári og fjós og um- hverfi sótthreinsað. Bóndinn keypti aftur kýr í fjósið, og bar ekki á veikinni síðan. Héraðslæknirinn á Eyrarbakka greinir frá því árið 1901, að bóndi í Selvogi hafi fengið drepbólu á enni eftir að hafa gert til sjálfdauðan hest. Bóndi stokkbólgnaði á höfði og hálsi og lést vegna bólgu í barkaopi. Litlu síðar drapst annar Tilraunastöðin á Keldum. Miltisbruni á Íslandi Miltisbrandur hefur verið mikið í umræðunni undanfarið í tengslum við hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn hefur aldrei náð mikilli útbreiðslu hér á landi en þó stung- ið sér niður á stöku bæjum í gegnum tíðina. Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, reifar sögu miltisbruna á Íslandi. Páll A. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.