Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 25
(1930–1972). Þótti afburðakennari. V. Frá bænum Bæ í Króksfirði var einnig hægt að fá fylgd og hesta norður yfir Þorskafjarðarheiði. Þar bjó Magnús G. Ingimundarson (1901–1982) vegaverkstjóri. Lýður Jónsson (1897–1982) vegaverkstjóri hafði unnið að vegagerðinni yfir Þorskafjarðarheiði að norðan frá Langadal að Högnafjalli, en þar tók við Magnús í Bæ, sem fyrr er nefnd- ur, og stjórnaði verkinu niður í byggð að Kollabúðum. Vegagerðin yfir Þorskafjarðarheiði stóð yfir á árunum 1940–1946. Hótel Bjarkar- lundur hafði verið í smíðum 1945– 1947 og gistu menn þá að mestu þar, þótt Kinnarstaðasystur yrðu að hýsa þá gesti, sem ekki komust fyrir í Bjarkarlundi. Eins var alltaf inn- hlaup í Bæ, ef allt var fullt á hinum stöðunum. Fjölmennasti flokkur, sem fluttur var á hestum yfir Þorskafjarðarheiði var fimleika- flokkur úr Glímufélaginu Ármanni í júlí 1944. pantaðir höfðu verið 36 hestar frá Bæ og fóru þrír fylgd- armenn undir forystu Lúðvíks Magnússonar frá Bæ með hestana daginn áður og geymdu þá í Efra- bólsrétt, sem er andspænis Bakka- seli. Lúðvík er fæddur árið 1925 og býr nú í Reykjavík, en hinir fylgd- armennirnir voru Hákon Sveinsson frá Hofsstöðum í Þorskafirði, f. 1924, nú blikksmiður í Borgarnesi og Sigurður Þorbjarnarson frá Fjarðarhorni í Kollafirði, f. 1927, nú búsettur í Reykjavík. Fimleikaflokkur þessi hafði lagt af stað með Súðinni frá Reykjavík hinn 2. júlí áleiðis til Stykkishólms, þar sem flokkurinn sýndi, en síðan á Patreksfirði, Sveinseyri, Þingeyri, Núpi, Suðureyri, Ísafirði, Bolungar- vík, Hnífsdal, Súðavík og Reykja- nesi. Í viðtali við blaðið Vesturland sagði Jens Guðbjörnsson (1903– 1978) fararstjóri: „Þetta er ánægju- legasta ferð, sem ég hefi farið.“ „Góða ferð suður Þorskafjarðar- heiði, Jens minn, næst þegar þú kemur með Ármenningana þína að Djúpi, kemurðu í bíl yfir heiðina.“ „Það vil ég heyra,“ segir Jens við blaðamann Vesturlands og svo er hann farinn til Súðavíkur. VI. Ég hefi farið tvisvar sinnum gamla bílveginn yfir Þorskafjarðar- heiði, í fyrra skiptið sumarið 1954, en í seinna skiptið sumarið 1969. 1954 fór ég og félagar mínir frá Bjarkarlundi yfir heiðina að Arn- gerðareyri og sömu leið til baka samdægurs. 1969 vorum við fjöl- skyldan á afar frumlegu ferðalagi. Frá Hafnarfirði með Lagarfossi II. til Patreksfjarðar, þaðan á Volks- wagen Variant-bifreið árgerð 1965, til Bolungarvíkur, þar sem gist var hjá þeim heiðurshjónum Hildi Ein- arsdóttur og Benedikt kaupmanni Bjarnasyni í 3 daga. Síðan til Ísa- fjarðar, þar sem búið var að panta flutning á bílnum til Ögurs. Frá Ögri var haldið í Botn í Mjóafirði, þar sem beini var þeginn hjá þeim heiðurshjónum Jóni Fannberg (1893–1988) og Guðbjörgu Árna- dóttur (1896–1986). Við vorum fjög- ur í þessu ferðalagi, Halldóra kona mín, Bergljót dóttir okkar (f. 1964) og Árni E. Árnason (1888–1975) tengdafaðir minn, mágur Jóns Fannberg. Eftir að við Árni höfðum gengið upp að arnarhreiðrinu skammt frá Botni, héldum við suður yfir Þorskafjarðarheiðina í Hótel Bjarkarlund og vorum þeirri stund fegnust, er við komum niður að Kollabúðum. Þoka og stórrigning var á heiðinni og setti ég mig óneit- anlega í spor þeirra ferðamanna, sem brutust þetta á hestum í svip- uðu veðri. VII. Menn gengu líka yfir Þorska- fjarðarheiði, ef bílfært var ekki orð- ið, t.d. rakst ég nýlega á frásögn í tímaritinu „Heima er bezt“, 6. tbl. 51. árgangs, þar sem Kristmundur Jóhannesson (f. 1923) frá Giljalandi í Haukadal ritar um gönguferð sína frá Kirkjubóli í Langadal í júníbyrj- un 1948 yfir Þorskafjarðarheiði nið- ur að Kollabúðum og þaðan að Bæ í Króksfirði, þar sem hann gisti. Kortlaus og áttavitalaus braust Kristmundur þessa erfiðu heiði án leiðarlýsingar, en vörðurnar góðu björguðu og allt fór vel að lokum. Hann var þá aðeins 14 ára gamall og hafði nýlokið gagnfræðaprófi frá Núpsskóla í Dýrafirði. Hann varð síðan kennari í Dalasýslu og Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Hannibal Valdi- marsson var skólastjóri Gagnfræða- skólans á Ísafirði árin 1938–1954. Hann hélt sjóleiðis til Reykjavíkur með fyrstu gagnfræðingana, sem hann útskrifaði vorið 1941. Eftir Reykjavíkurdvölina tóku þeir sér far með Dala-Brandi til Kinnar- staða, en gengu síðan yfir Þorska- fjarðarheiði til Arngerðareyrar, þar sem þeir komust með Djúpbátnum til Ísafjarðar. VIII. Síðan vegurinn var lagður yfir Steingrímsfjarðarheiði fara æ færri yfir Þorskafjarðarheiði, nema rétt um hásumarið, enda liggur vegur- inn á öðrum slóðum en fyrrum. Samt er hollt að minnast að lokum þess fjölda manna, sem unnu að þessari vegagerð og þeirra merku heimila, sem sáu um fylgd og beina á þessum árum. Kinnarstaðir og Bær eru enn í byggð, en Arngerð- areyri ekki. Frá vegamótum á Steingrímsfjarðarheiðinni eru 45 km til Reykhóla. Þá leið ætlaði ég mér í sumar, en varð að hætta við þá fyrirætlun og fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur. Eftirmáli Gott væri, ef einhver íþróttasögu- fræðingur tæki sig nú til og ritaði um hina fræknu för Ármenninganna um Vestfirði í júlí 1944, en ekki eru tiltök að gera henni full skil í þessari grein. Þeim var hvarvetna tekið fagnandi og er för þessi enn í minni margra Vestfirðinga, þótt 57 ár séu síðan. T.d. sagðist Tómas Helgason (f. 1918) hinn kunni bókamaður frá Hnífsdal, glöggt muna eftir sýningu Ármenninganna í „Nátthaganum“ við kirkjugarðinn í Hnífsdal. Heimildir: 1. Landnáma I, 1: Hið íslenzka fornrita- félag, Reykjavík, MCMLXVIII. 2. Harðar saga – Þorskfirðinga saga, Ís- lenzk fornrit XIII., Hið íslenzka fornrita- félag, Reykjavík, MCMXCI. 3. Árbók Ferðafélags Íslands, Barða- strandarsýsla MCMLIX eftir Jóhann Skaptason sýslumann, Ísafoldarprentsmiðja 1959. 4. „Heima er bezt“, 6. tbl. 51. árg., Skjald- borg 2001, Ingólfsprent/Hagprent. 5. Landið þitt Ísland, bls. 35 í A-G 1980, og bls. 221 í U-Ö 1984. Bókaútgáfan Örn & Ör- lygur hf. 6. Íslenzka alfræðiorðabókin, Bókaútgáfan Örn & Örlygur hf. 1990. 7. Islands Kortlægning, Ejnar Munksga- ard, Köbenhavn, 1944 eftir N.E. Nørlund. 8. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, VI. og VII. bindi Kaupmannahöfn, prentað hjá S.L. Möller, 1938 og 1940. 9. Ómar Ragnarsson, Stiklur nr. 4, Mynd- bandaþjónusta Sjónvarpsins, RÚV. 1983. Fyrst útgefið af RÚV 1987. 10. Vesturland, 24 tbl. 15. júlí 1944. 11. Skutull, 26. tbl., 15. júlí 1944. Efrabólsrétt í Langadal. Fimleikafólkið að ferðbúast. Áning á Þorskafjarðarheiði. Farið að halla suður af Þorskafjarðarheiði, Vaðalfjöll í fjarska. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.                                                                               MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 25 ...ferskir vindar í umhirðu húðar Byltingarkennd nýjung frá Karin Herzog Vítamín H krem sem inniheldur einnig B1, B2, B6, B12 vítamín ásamt betakarotin Stórkostlegur árangur fyrir allar húðtegundir. Kynningar í vikunni: Mánudagur: Debenhams, Hagkaup Kringlunni Þriðjudagur: Apótekið Iðufelli Miðvikudagur:’ Apótekið Spönginni Fimmtudadur: Lyfja Smáralind, Debenhams Föstudagur: Lyf og heilsa Smiðjuvegi, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlan, Debenhams Laugardagur: Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlan, Debenhams Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evr- ópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 28. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 28. okt., 4 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Quality Hotel kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október - 4 nætur 2 fyrir 1 til Prag 28. október frá kr. 16.850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.