Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 12

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 12
12 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ARABÍSKA sjónvarpsstöðinAl Jazeera hefur skapaðsér algera sérstöðu í frétta-flutningi frá Mið-Austur- löndum undanfarnar vikur og ýmist verið sögð áróðursstöð fyrir málstað Osamas bin Ladens og and-vestræn viðhorf eða hampað fyrir að vera með efni, sem enginn annar hefur fram að færa líkt og CNN gerði með útsend- ingum frá Bagdað í Persaflóastríðinu. Sem dæmi um stöðu stöðvarinnar má nefna að þegar fréttastofan AP greindi frá því í frétt á fimmtudag hvað stjórnvöld í Afganistan segðu að margir hefðu látið lífið í sprengju- árásum Bandaríkjamanna var vitnað í viðtal Al Jazeera við Abdul Hai Muttmain, talsmann talibana. Þegar Reuters sendi fréttamyndir á föstu- dag af eyðileggingu eftir loftárásir á borgina Kandahar voru þær teknar úr fréttamyndbandi Al Jazeera og mátti lesa nafn stöðvarinnar í einu horninu. En þessi stöð, sem hefur bækistöðvar í olíuríkinu Katar og er sér á báti að því leyti að hún lýtur ekki ritskoðun neinna yfirvalda, hefur ekki aðeins sýnt yfirlýsingar frá Osama bin Laden og viðtöl við talsmenn og leiðtoga talibana. Bæði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjafor- seta, fóru í viðtöl við Al Jazeera í lið- inni viku til þess að ávarpa araba beint í stað þess að ræða aðeins við leiðtoga þeirr. „... eini glugginn sem við getum and- að gegnum“ Al Jazeera hóf útsendingar árið 1996 og hefur síðan getið sér orð sem helsta óháða fréttalindin í arabaheim- inum. Egypski rithöfundurinn Ahdaf Soueif lýsti mikilvægi Al Jazeera fyr- ir ararbaheiminn í grein, sem birtist í The Guardian, og sagði að stöðin væri „eini glugginn, sem við getum andað gegnum“. Þar rifjaði hún upp þegar hún sá fyrst útsendingar stöðvarinn- ar á hótelherbergi í Kairó er hún var að skipta milli stöðva og heyrði fólk tala arabísku með hætti, sem hún hafði fram að því aðeins heyrt „fólk tala sín á milli þar sem ritskoðun og öryggissveitir, sem vaka yfir al- mennri umræðu ná ekki til. Þessi rás hefur gert ritskoðun frétta og skoð- ana gagnslausa í arabaheiminum.“ Stöðin vakti athygli fyrir alvöru á síðasta ári með umfjöllun sinni um intifada, uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum. Fyrir tveimur árum opnaði hún skrifstofu í Kabúl, höfuð- borg Afganistans. Það kostaði skild- inginn, en hefur borgað sig. „Við erum ekki lengur bara að segja fréttir,“ sagði Mohamed Jasem al-Ali, sem rekur stöðina, í samtali við vikuritið The Economist. „Við búum þær til.“ „Við erum nýi straumurinn í araba- heiminum,“ sagði Ibrahim M. Helal, fréttastjóri Al Jazeera, í viðtali við dagblaðið The New York Times. „Við notum vestrænar aðferðir og höfum ráðist á margar bannhelgar. Og auð- vitað höfum við valdið uppnámi í flest- um öðrum arabaríkjum.“ Al Jazeera hefur yfir sér allt annað yfirbragð en hinar ríkisreknu stöðvar í arabaríkjunum. Stöðin efnir til hvassra umræðna, stundar ágenga fréttamennsku og viðtölin vekja at- hygli og eru umdeild. Ríkisstjórnir í arabaheiminum hafa kvartað undan stöðinni og segja að hún kyndi undir ólgu meðal almenn- ings með því að sýna þær í neikvæðu ljósi. Nú hefur gagnrýnin síðan borist frá Vesturlöndum, sem segja að hún sé hlutdræg og dragi um of taum and- stæðinga sinna. Bandarísk stjórnvöld reyndu fyrir rúmri viku að hafa áhrif á fréttaflutning Al Jazeera og lögðu meðal annars að emírnum í Katar, sjeik Hamad bin Khalifa al-Thani, að beita stöðina þrýstingi. Á Al Jazeera er hins vegar ekki í bí- gerð að draga úr. Al-Ali hefur bent á að í Persaflóastríðinu hafi CNN feng- ið viðurnefnið „Rödd Bagdað“ og sagt að fremur en að gagnrýna stöðina fyr- ir að taka málstað talibananna eigi að hrósa henni fyrir að reyna að draga fram andstæðar skoðanir. Hávaði úr eldspýtustokki Stöðin hefur notið mikillar velvild- ar emírsins í Katar, sem er mjög í mun að sýna frjálslyndi sitt og hefur verndað hana fyrir pólitískum þrýst- ingi. Stjórn hans hjálpaði að koma Al Jazeera af stað með því að veita stöð- inni 130 milljóna dollara (13 milljarða króna) lán, sem brátt þarf að endur- greiða, en miðað við núverandi gengi hennar verður það ekki mikill vandi. Kostnaður við stöðina er 30 millj- ónir dollara (þrír milljarðar króna) á ári og til samanburðar má nefna að rekstur egypska ríkissjónvarpsins kostar rúmlega einn milljarð dollara (100 milljarða króna) á ári. Í The Eco- nomist er sagt frá því að þegar Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skoð- aði höfuðstöðvar Al Jazeera heyrðist hann hvísla að upplýsingaráðherra sínum: „Allur þessi hávaði kemur úr þessum litla eldspýtustokki.“ Bandaríkjamenn hafa ekki aðeins beint spjótum sínum að stöðinni sjálfri, heldur einnig farið fram á það við bandarískar sjónvarpsstöðvar að þær sendi ekki út yfirlýsingar Osam- as bin Ladens og samverkamanna hans að óskoðuðu máli. Tilefnið var að sýnd hafði verið yfirlýsing bin Lad- ens, sem Al Jazeera sendi út. Rök- studdu bandarísk stjórnvöld þetta meðal annars með því að bin Laden kynni að reyna að senda liðsmönnum sínum á Vesturlöndum dulbúin skila- boð um að láta til skarar skríða á Vesturlöndum með þessum hætti. Stóru sjónvarpsfréttastofurnar fimm í Bandaríkjunum samþykktu að verða við þessum tilmælum og senda ekki út ummæli bin Ladens eða annarra liðsmanna samtaka hans, al Qaeda, þar sem hvatt er til ódæðisverka. Slíkt samkomulag stóru sjónvarps- fréttastofanna mun hins vegar síður en svo koma í veg fyrir að bin Laden geti komið boðskap sínum og skila- boðum á framfæri í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Útsendingar Al Jaz- eera eiga greiða leið til bandarísks al- mennings og er engin leið að stöðva þær. Það eina, sem til þarf til að taka á móti útsendingunum er gervi- hnattadiskur, sem er lítið stærri en ítalskt flatbrauð. Fyrirtækið EchoStar rekur dóttur- fyrirtæki, sem nefnist Dish Network og hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á útsendingar Al Jazeera í fjögur ár. Áskrifendur Dish Network í Bandaríkjunum eru um sex milljónir, en talsmaður fyrirtækisins segir reyndar að mun færri áskrifendur nái sendingum stöðvarinnar. Jon Alter- man, sérfræðingur um Mið-Austur- lönd við Bandarísku friðarstofnunina í Washington, telur að stöðin nái til um 150 þúsund heimila í Bandaríkj- unum og segir að í fréttaflutningi sé matið oft og tíðum ekkert frábrugðið því, sem heyra megi í breska ríkisút- varpinu, BBC. Munurinn sé fólginn í umræðuþáttunum, þar sem menn heyrist oft ákalla Allah. Vinsældir stöðvarinnar hafa verið að aukast meðal Bandaríkjamanna af arabísk- um uppruna og hafa margir verið límdir við útsendingar stöðvarinnar. Sendingar Al Jazeera nást á Íslandi Íslendingar búa ekki við einangrun í þessum efnum frekar en öðrum. Hér á landi er hægt að ná sendingum Al Jazeera með hefðbundnum móttöku- búnaði samkvæmt upplýsingum frá Elnet-tækni hf. í Kópavogi. Það er gert með því að stilla diskaloftnetið á gervihnöttinn Hotbird, sem er á 13° austurbreiddar, en til þess þarf staf- rænan móttökubúnað. Sendingarnar nást einnig á Arabsat 2A, sem er á 26° gráðum austurbreiddar. Athygli hefur vakið að bandarísk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það við EchoStar að hætt verði að senda dagskrá Al Jazeera þrátt fyrir að beita bæði sjónvarpsfréttastofurnar og stöðina sjálfa þrýstingi. Talsmaður þjóðaröryggisráðsins neitaði að svara hvernig á þessu stæði þegar dagblað- ið The New York Times leitaði svara. Hins vegar hafði blaðið eftir heimild- um í fjölmiðlaheiminum og gervi- hnattarekendum að þess hefði ekki verið farið á leit við EchoStar að skrúfa fyrir Al Jazeera vegna þess að Bandaríkjastjórn þyrfti á útsending- unni að halda til að fylgjast með því, sem fram kæmi á stöðinni. Og reynd- ar dygði ekki til að EchoStar hætti út- sendingum á Al Jazeera vegna þess að þeir, sem eiga búnað, sem getur tekið á móti merki á svokallaðri C- bands tíðni, myndu áfram ná stöðinni og það eru um milljón manns í Banda- ríkjunum. Málpípa frelsis eða fordóma? „Skoðunin – hin skoðunin,“ er kjörorð arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera. Þar er fréttaflutn- ingur ekki fólginn í því að sýna arabíska leiðtoga faðmast á rauðum dreglum eins og venjan er í arabísku sjónvarpi. Karl Blöndal fjallar um sjónvarpsstöðina sem hefur hrist upp í ríkisstjórnum í arabaheim- inum og er nú litin horn- auga á Vesturlöndum. Reuters Sjónvarpsstöðin Al Jazeera í Katar hefur talsvert forskot á aðra fréttamiðla. Þessi mynd barst frá Reuters á föstudag og sýnir mann á gangi í rústum eftir loftárásir á Kandahar, einu helsta vígi talibana. Myndin er tekin úr myndbandi frá Al Jazeera eins og sést í vinstra horninu uppi. eiginlegu hernaðaraðgerðum, sem Bretar og Bandaríkjamenn hófu með loftárásum á stöðvar talibana og hryðjuverkamanna í Afganistan 7. þessa mánaðar. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að á þriðjudeginum í vikunni á undan hafi Bush forseti ákveðið að hrinda hernaðinum af stað og daginn eftir hafi hann hringt í Tony Blair til að leita samþykkis hans: „Ég ætla að segja þér hvers við þörfnumst,“ sagði Bush og tók að þylja upp ýmsa þætti hernaðarað- stoðar, sem Bandaríkjamenn þyrftu á að halda. Breskir og bandarískir embættis- menn eru sammála um að árásirnar á World Trade Center og Washington hafi orðið til þess að undirstrika mik- ilvægi þess „sérstaka sambands“, sem löngum hefur ríkt með Bretum og Bandaríkjamönnum; báðar þjóð- irnar hafi þurft að skilgreina for- gangsröðun sína á nýjan leik. Nú þegar þjóðirnar standa saman að loft- árásum á Afganistan og undirbúa takmarkaðan landhernað gegn talib- önum og hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden er samband þeirra trúlega nánara en það hefur verið allt frá síðari heimsstyrjöldinni. Á slíkum tímum þurfa menn á vin- um að halda. Í nýjum hlutverkum Við hæfi sýnist að hverfa rúm tíu ár aftur í tímann. Í Persaflóastríðinu var það Margaret Thatcher, þáver- andi forsætisráðherra, sem varaði George Bush forseta við því að sýna nokkur merki eftirgjafar: „Farðu nú ekki að bila á þessu, George,“ mun hún hafa sagt einhverju sinni þegar hún greindi efa hjá forsetanum. Nú hafa hlutverkin snúist við. Banda- ríkjamenn hafa verið meira áfram um að færa átökin út og ráðast jafnvel gegn hryðjuverkamönnum í öðrum ríkjum. Þeir eru ekki jafnspenntir fyrir þeirri „þjóðar-uppbyggingu“, sem Blair talar um í Afganistan. Nú eru það Bretar, sem hvetja til varfærni. Samráðið hefur þó ekki verið hnökralaust. Nokkrum klukkustundum eftir að hernaður var hafinn gegn talibönum og hryðjuverkamönnum í Afganistan lét John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, undir höfuð leggjast að gera hinum breska starfsbróður sínum grein fyrir því að Bandaríkjamenn hygðust áskilja sér rétt til að grípa til víðtækari aðgerða. Bretar höfðu haft frumkvæði að því að breskir og bandarískir embættismenn drægju í sameiningu upp bréf, sem lagt yrði fyrir Öryggisráðið þar sem skýrður yrði lagalegur grundvöllur fyrir að- gerðunum í Afganistan. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi bætt klásúlu inn í þann texta, sem sam- þykktur hafði verið. Þar sagði að þeir áskildu sér rétt til að fara gegn fleiri ríkjum, sem héldu hlífiskildi yfir hryðjuverkamönnum. Hins vegar sýnist rás atburða öll hafa leitt í ljós að viljinn til að komast hjá deilum er ríkur mjög í herbúðum þeirra Blairs og Bush. Blair lítur svo á að mikilvægur hluti starfs síns felist í því að halda uppi vinsamlegum sam- skiptum við forseta Bandaríkjanna. Haft hefur verið eftir Blair að ætli Bretar sér að vera „sem brú yfir hafið til Bandaríkjanna“ sé nauðsynlegt að forsætisráðherra Bretlands sé í traustu persónulegu sambandi við forseta Bandaríkjanna. „Besti vinurinn“ Forgangsröðun Bandaríkjastjórn- ar hefur hins vegar breyst. Í fyrstu lagði Bush forseti einkum áherslu á að styrkja sambandið við Vicente Fox, forseta Mexíkó. Fox var fyrsti erlendi gesturinn, sem kom í opin- bera heimsókn til Bandaríkjanna eft- ir að Bush hafði tekið við lyklavöldum í Hvíta húsinu. „Ekkert samband Bandaríkjamanna við annað ríki er mikilvægara en það, sem við höldum uppi við Mexíkó,“ sagði Bush við það tækifæri. Þetta var 5. september. Tveimur vikum síðar hafði allt breyst. Í ræðu frammi fyrir samein- uðu þingi fór Bush fyrir því mikla lófaklappi, sem Blair hlaut þar. „Bandaríkjamenn eiga sér engan traustari vin en Stóra-Bretland,“ sagði forsetinn. Umskiptin eru að sönnu mikil vegna þess að í raun fóru samskiptin ekki vel af stað eftir að Bush hafði tekið við vestra. Bretar urðu fyrir sárum vonbrigðum þegar forsetinn skipaði John Bolton aðstoðarutanrík- isráðherra. Bolton hafði iðulega farið gagnrýnum orðum um stefnu bresku ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að kuldalegt viðmót hafi einkennt fyrsta fund Blairs með Dick Cheney varaforseta. Bush reyndi hins vegar að þíða ís- inn. Þegar Blair kom til hvíldarseturs forsetans í Camp David í febrúar reyndist viðmótið annað. Embættis- menn, sem voru viðstaddir, segja að ágreiningsefnum hafi verið ýtt til hliðar. Kýótó-bókunin og gróður- húsaáhrif voru stuttlega rædd. Sam- eiginleg yfirlýsing kom báðum vel: Bush lýsti yfir því að hann væri ekki öldungis andsnúinn hugmyndinni um evrópskan her en Blair hafði fyrir sitt leyti fallið frá nokkrum fyrirvörum varðandi eldflaugavarnarkerfið. Eftir Camp David-fundinn hefur Blair verið eins konar sérlegur sendi- maður Bandaríkjaforseta gagnvart örðum evrópskum stjórnmálaleiðtog- um. Haft er fyrir satt að Blair telji Bush ekki metinn að verðleikum; hann sé mun betri stjórnmálamaður en margir í Evrópu geri sér grein fyr- ir. Snögg viðbrögð við breyttum heimi Einum og hálfum sólarhring eftir árásir hryðjuverkamannanna voru Bretar og Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að þeir myndu bera hitann og þungann af viðbrögð- unum við illvirkinu. Bandaríkjamenn kusu að vinna einkum með Bretum sökum þess að þeir voru eina þjóðin, sem réði yfir hernaðarviðbúnaði er Bandaríkjamenn þurftu á að halda og beita mátti án teljandi tafa. Bretar túlkuðu hins vegar árásina á þann veg að einnig hefði verið ráðist á þá. Nú er talið að um 100 Bretar hafi týnt lífi í árásinni á World Trade Center. Þessi tala hefur lækkað, fyrstu vikurnar eftir árásina var hún talin allt að þrisvar sinnum hærri. En Blair heldur sínu striki og hefur margsinnis ítrekað: „Þetta er mesta manntjón, sem þjóð okkar hefur orð- ið fyrir í hryðjuverkaárás.“ Aðstoðarmenn segja að þeir Bush og Blair hafi að undanförnu talast við tvisvar í viku að meðaltali. Stjórnend- ur leyniþjónustu, þjóðaröryggisráða og varnarmála eru í stöðugu sam- bandi. Í fyrstu voru Bretar andvígir því að ráðist yrði sem fyrst gegn Osama bin Laden. Þeir töldu mikilvægast að myndað yrði alþjóðlegt bandalag gegn hryðjuverkamönnum. Á þetta féllust Bandaríkjamenn þrátt fyrir að hefndarþorsti meðal þjóðarinnar væri nokkuð almennur. Þeir Blair og Bush skiptu með sér verkum. Blair, sem ekki þurfti að hughreysta þjóð í losti eftir árásina, lagði upp í heimsreisu. Hann fór til Moskvu, Islamabad, Nýju-Delhí og Óman til að tryggja stuðning við að- gerðir Breta og Bandaríkjamanna. Framlag hans til þessa verkefnis hef- ur því verið mikilsvert og það hafa Bush forseti og Bandaríkjamenn sýnt að þeir kunna að meta. Á heima- velli virðist staða Blairs hafa styrkst þótt sumum þar hafi talið hann full- rogginn með sig. Þannig fór dálka- höfundur tímaritsins The Economist hæðnisorðum um Blair fyrir tveimur vikum og kallaði hann „forsætisráð- herra heimsins“. Þeir Bush og Blair hafa ennfremur greinilega samráð um opinberar yf- irlýsingar og skipta þeim á milli sín eftir því sem henta þykir. Bandarísk- ir embættismenn segja að Blair hafi tekið að sér að stjórna umræðunni um nauðsyn þess að talibanastjórn- inni í Afganistan verði komið frá völdum. Bush hafi hins vegar orðið fyrstur til að skýra frá hernaðarleg- um markmiðum aðgerða Breta og Bandaríkjamanna í þingræðu sinni 20. september. Og þar var Blair mættur. Hið „einstaka samband“ Breta og Bandaríkjamanna hefur því gengið í endurnýjun lífdaga. Sameinandi hagsmunir vega nú þyngra en af- mörkuð ágreiningsefni. Rætist spár um að „hryðjuverkastríðið“ eigi eftir að verða bæði langt og erfitt mun reyna á innviði þessa sambands um fyrirsjáanlega framtíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.