Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það er komið að kveðjustund. Hugrakka hetjan mín hún Haddý hefur nú sofnað vært, komin í himneskar hæðir þar sem al- mættið umvefur hana ljósi sínu. Af ótrúlegri þrautseigju og full af lífsvilja barðist hún við mein í tæp þrú ár, mein er náði um síðir yfirhöndinni og örlög sem enginn fær flúið urðu að veruleika nú 10. október. Það eru 14 ár síðan ég kynntist Haddýju, fínlegri og fallegri konu sem stendur mér nú ljóslifandi fyrir hugskotssjónum með fallega brosið, hlýja viðmótið og hjarta- hlýju sem streymdi frá henni. Haddý starfaði hjá okkur í Silf- urbúðinni frá 1987 og þar til hún veiktist, 1999. Það voru okkar for- réttindi að hafa hana sem starfs- kraft öll þessi ár, trú sínu starfi og samstarfsfólki og svo einstaklega ljúf og yndisleg, að allir sóttust eftir návist hennar. Hún var sölu- kona af lífi og sál, meðfæddir hæfi- leikar og næmi hennar nutu sín til fulls við sölustörfin og muna ef- laust margir viðskiptavinir eftir henni, hún fann alltaf á sér hvern- ig best væri að umgangast hvern einstakan viðskiptavin og það var eins með þá og okkur hin, öllum leið vel í návist hennar. Rík þjón- ustulund og fádæma dugnaður ein- kenndi hana; með fullri virðingu fyrir öðru starfsfólki í gegnum ár- in þá bar hún af með árangursríku starfi og síðast en ekki síst afar ánægðum viðskiptavinum. Mér er minnisstætt að oft gerðist það að viðskiptavinir komu og báðu bein- línis um hennar þjónustu og ef hún GUÐRÚN HAFDÍS JÓHANNSDÓTTIR ✝ Guðrún HafdísJóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 18. júlí 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 19. október. var farin heim þá sögðust þeir koma aftur að morgni þegar Haddý væri komin. Það var sérlega þægi- legt að vinna með Haddýju, hún var ein- hvern veginn eins og hugur manns, vissi alltaf hvað bar að gera hverju sinni og gekk í verkin hljóðlát, ákveðin og snögg. Jólaösinni fylgdi alltaf spenningur, eft- irvænting og mikil vinna. Haddý var þá eins og alltaf, boðin og búin að vinna eins lengi og þörf væri á og hlífði sér í engu. Þá kom ósjaldan fyrir að við gerðum brosleg mistök í erlinum. Haddý átti held ég met- ið í að lenda í einstaklega fyndnum atvikum; þá var erfitt að hætta að hlæja og hafa gaman af. Hlátur hennar hljómar nú í huga mér, hún beygði sig alltaf aðeins saman og hló sínum smitandi hlátri þar til hláturtárin streymdu úr gáskafull- um augunum. Kímnigáfa hennar var alltaf á sínum stað, hreif okkur með og veröldin varð dásamleg. Haddý kunni margar skemmtileg- ar sögur af samferðafólki sínu á lífsleiðinni, var vel lesin og rík kímnigáfa olli að hún var fljót að sjá skoplegar og oft aðrar hliðar en við hin. Fjölskylda Haddýjar, Einar, börnin og barnabörn voru henni allt. Í hvert sinn er einhver þeirra kom í heimsókn í búðina ljómaði Haddý af gleði, ástúðin og um- hyggjan geislaði af henni, þau voru stolt hennar og yndi. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Haddýju, lært af henni og notið ómetanlegra samverustunda sem munu aldrei líða mér úr minni. Elsku Einar, börn og barna- börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi algóður Guð veita Haddýju blessun, birtu og yl um alla eilífð. Edda Gunnarsdóttir. Það er komið haust, lauf sumarsins falla af trjánum og jörðin – sameiginleg „móðir“ okkar allra – býr sig undir myrkur og kulda þar til enn á ný vorar með nýjum trjá- laufum og lífsgeislum í hringrás ei- lífðarinnar. Vér mannlegar verur er- um hluti þessa hringferils þar sem fæðing, vöxtur, þroski, hrörnun og andlát eru helstu „kennileitin“. Já andlát, dauði, hann er jafn óhjá- kvæmilegur og koma vetrarins í hringrás árstíðanna. Hins vegar er- um vér hvergi nærri sátt við heilsu- leysi og andlát fólks á ágætum aldri og hjá öllu tilfinningalegu heilbrigðu fólki veldur andlát hins nánasta sorg og djúpum söknuði og það eins þótt allir viti að andlátið sé hinum látna lausn og hvíld. Þetta er það sem mér kom einna fyrst í hug er ég heyrði andlátstilkyningu góðmennisins og höfðingjans Hálfdánar skattstjóra eins og við sveitafólkið titluðum hann í daglegu tali. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 11. október að viðstöddu miklu fjölmenni. Þann dag birti Morgunblaðið minningargreinar um Hálfdán sem ég vísa til en vil auk þess minnast hans með eftirfarandi orðum. Hálfdán ólst upp á menningar- heimili, hjá foreldrum sínum á Auð- unarstöðum í Húnavatnssýslu. Að honum stóðu traustir húnvetnskir kynstofnar og meðal náfrænda hans voru Björn alþm. á Löngumýri og Lárus Björnsson í Grímstungu. Auð- unarstaðir voru kostajörð og á upp- vaxtarárum Hálfdánar var þar sím- stöð og bú var þar stærra en á nokkurri annarri jörð í Þorkelshóls- hreppi. Þar voru tíðar gestakomur, stundum voru hreppsnefndarfund- HÁLFDÁN GUÐMUNDSSON ✝ Hálfdán Guð-mundsson fædd- ist á Auðunarstöð- um í Víðidal 24. júlí 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt 4. október síðastliðins og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 11. október. irnir haldnir þar og þegar sveitungarnir héldu samkomur var dansinn stiginn í bað- stofunni á Auðunar- stöðum. Þau uppeldis- áhrif sem Hálfdán verður þar fyrir hljóta því að hafa verið frem- ur sérstæð miðað við stað og tímaskeið og má vera, að þar hafi lagst grunnurinn að víðsýni hans síðar meir og hinum mikla mann- skilningi hans. Eftir stúdentspróf frá MA (1949) hóf hann nám í Há- skólanum og þaðan útskrifast hann sem viðskiptafræðingur 1954 en vinnu stundaði hann með háskóla- námi. Það er einmitt á háskólaárun- um sem honum verður gengið eitt- hvert kvöldið inn á Hótel Borg og einmitt það sama kvöld lagði ung kona – Anna Margrét Jafetsdóttir – leið sína inn á þann sama stað. Ekki veit ég hvort það var „ást við fyrstu sýn“ en svo mikið er víst að frá því er augu þeirra mættust og þau stigu þarna saman fyrsta dansinn voru ör- lög þeirra ráðin, farsæl og heillarík. Og síðan þá verður vart talað um annað þeirra án þess að hins sé get- ið. Nú taka við ár búskapar, lífsbar- áttu, barnauppeldis og embættis- starfa. Þau búa í Reykjavík, Hvols- velli og Vík í Mýrdal. Hann er við bókhalds- og stjórnunarstörf en hún stundar kennslu. Vorið 1968 verða enn „kaflaskil“ en þá flytja þau að Hellu á Rangárvöllum, hann gerist skattstjóri okkar Sunnlendinga en hún kennari og frá árinu 1980 er hún skólastjóri grunnskólans. Sem skólastjóri stjórnaði Anna Margrét af visku og festu og hún var farsæl í starfi. Börnin, sex að tölu, fæðast á árunum 1952–1974. Það var nóg að starfa bæði heima og heiman. Þeirra mesta efnahagslega gæfuspor var þegar þau ákváðu að byggja eigið íbúðarhús hér á Hellu. Þeirri fram- kvæmd allri fylgdi einstök lukka, þótt peningaleg efni til þeirra fram- kvæmda hafi í upphafi líklega ekki verið eins mikil og sumir ætluðu. 1984 láta þau af störfum hér og flytja í Mosfellssveitina. Þá varð mannlíf hér fátækara og „skarð fyrir skildi“. Það er mikill andlegur fjársjóður fólginn í því að hafa fengið að „verða á vegi“ fólks eins og Hálfdánar og Önnu Margrétar, því sem manneskj- ur og persónur eru þau merkilegt umhugsunarefni: Þau koma hvort úr sínu umhverfinu með ólíkan bak- grunn. Hún sósíalisti að lífsskoðun, hann Sjálfstæðisflokksmaður (en jafnframt svo sjálfstæður í skoðun- um að hann fylgdi ekki flokknum í öllum málum og var hann t.d. ekki hlynntur veru erlends hers í landi voru). Hann var hið mesta ljúfmenni en hún innra fyrir skapmikil og föst fyrir en það kom lítt í ljós vegna þess að hún er góðmenni sem sýnir öllum sanngirni. Sennilega hafa þau verið fremur ólík um margt að upplagi, en hafa aðlagast hvort öðru fljótt, þar sem allt það góða og yndislega naut sín til fulls. Sameiginlega sköpuðu þau sér fallegt menningarheimili og nýlega var okkur sagt frá því, að þegar börnin þeirra voru á unglings- aldri, þá vildu þau oft frekar vera heima á laugardagskvöldunum en fara út, því það var svo gaman að hlusta á foreldrana og taka þátt í spaklegu og skemmtilegu tali þeirra. Sem skattstjóri var Hálfdán ein- stakur. Svo virtist sem hann kynni persónuleg skil á hverjum manni skattumdæmisins, a.m.k. þeim sem í dreifbýli bjuggu. Ég held að hann hafi lagt meiri áherslu á, að menn skiluðu réttum og fullkomnum fram- tölum fyrir líðandi stund og framtíð- ina heldur en að elta uppi einhverja smámuni liðins tíma sem kannske reyndust svo ekki skoðunarverðir. Að óreyndu kynnu einhverjir að hafa ætlað Hálfdán of mikið góðmenni til að setjast í stól skattstjóra. Þessu var öfugt farið. Þar var réttur maður á réttum stað. Ljúfmannlegt viðmót- ið skapaði traust þeirra sem gengu á hans fund. Hér naut sín til fulls kær- leiksrík mannþekking hans og næmi á persónu hvers og eins. Hann kunni að tala við fólk og liður í samtalinu var að hlusta á viðmælanda. Hálfdán var „höfðingi“ í bestu merkingu þess orðs. „Séntilmaður“ á öllum sviðum; jafnt í klæðaburði, framgöngu og hátterni, viðmóti sem og í töluðum orðum. Minningin lifir og ég vænti þess að eiginleikar Hálf- dánar og Önnu Margrétar endurnýj- ist með afkomendum þeirra. Með þakklæti í huga votta ég hans nán- ustu samúð mína. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. KOLBRÚN P. HJARTARDÓTTIR ✝ Kolbrún P. Hjart-ardóttir fæddist í Reykjavík hinn 30. mars 1942. Hún lést í Bandaríkjunum 28. júlí síðastliðinn. Kyn- foreldrar hennar voru Hallfríður Hans- ína Guðmundsdóttir og John Miller, en hún var ættleidd ung að aldri af Pálínu Sigmundsdóttur og Hirti G. Ingþórssyni. Kolbrún lætur eftir sig maka, James D. Dunshee, og börnin Kristina H. M. Elizondo, Linda A. Elizondo og Robert Elizondo. Útför Kolbrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma mín, nú ertu farin frá okkur. Mig lang- aði að kveðja þig í örfáum orðum. Ég sakna þín svo sárt og nú bregður manni við að geta ekki tal- ast við eða hist aftur. Þú háðir baráttu við illvígan sjúkdóm en varðst að láta undan að lokum. Ég á margar góð- ar minningar um þig og betri tíð en helsta minning mín um þig er minning um ákveðna, sterka, lífsglaða og góða konu. Þú varst besta mamma sem ég gat hugsað mér. Elsku mamma, ég elskaði þig svo mikið og ég mun sakna þín en það huggar mig að nú líður þér vel. Þín dóttir, Kristina. Elsku mamma, ég trúi ekki að þú sért dáin og að ég muni aldrei sjá þig né heyra röddina þína aft- ur. Þegar þú hringdir í mig síðast- liðið haust og sagðir mér að þú værir með ólæknandi krabbamein og að læknarnir gæfu þér sex mánuði vildi ég ekki trúa því. Ég vildi ekki trúa að þinn tími í þess- um heimi væri á enda. Eftir langa og harða baráttu náðir þú 11 mán- uðum, en á endanum sigraði sjúk- dómurinn. Ég vil þakka þér fyrir allt, þú varst góð og blíð og gafst okkur alla þína ást. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mér. Þú elskaðir barnabörnin þín svo mikið og varst góð amma. Þau sakna þín svo mikið, þeim finnst það ósanngjart að þú þuftir að fara frá þeim. Ég man eftir því þegar við vorum yngri fannst okkur gaman að hlusta á þig spila á org- elið, þér fannst svo gaman að tón- list og samdir bæði lög og texta sjálf. Þú varst alltaf með bros á vör og svo kát. Þegar ég er að hlusta á útvarpið og heyri lag sem var í uppáhaldi hjá þér fæ ég tár í aug- un, það minnir mig á þig. Mamma, ég elska þig og sakna þín svo mikið. Guð geymi þig og varðveiti þig, hvíl þú í friði. Þín dóttir, Linda. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld                                                  !         !  "     #    ! $  "%     ! $      & '     (     )  (*+  ,  ,# ' ',  ,  ,#                                                      !" # $%                & '&$$( '&) '%* &$&++  ,$  $$(   $* %  &$$(  -+*. /&$&++    ) %  &$&++  0  ($$( !$+* &$$(  $+/  $+/ $&++  1 1" *( * " 1" %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.