Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ areyri. Halldór Jónsson búfræðing- ur og bóndi á Arngerðareyri (1889–1968) sá um ferðir þessar á árunum 1938–1945 frá Arngerðar- eyri að Kinnarstöðum. Vegna snjó- þyngsla hófust þessar ferðir ekki fyrr en í júlí og lauk í ágúst. Tóku þær yfirleitt 4–6 tíma, misjafnt eftir veðri og færð. Nesti var útbúið á Kollabúðardal að Kollabúðum, en sumarið 1948 bjuggu þar feðgarnir Sigurður Jóhann Kristjánsson (1908–1984) og faðir hans Kristján Sigurðsson frá Múla í Þorskafirði. Sigurður bjó á Kollabúðum frá 1933–1969. Þegar komið er niður í byggð, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing var háð og þaðan sem leið liggur að Skógum eftir Tröllagötu að Kinnarstöðum. Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað. Tóftarrústir tjaldbúðanna sáust enn á eyrunum árið 1959, skv. Árbók F.Í. það ár. Þjóðverjar versluðu í Kollabúðum í lok 16. aldar, en hættu því við einok- un Dana, er stóð frá 1602–1787. III. Árið 1937 braust Guðbrandur Jörundsson (1911–1980) fyrsta sinni frá Reykjavík til Kinnarstaða í Barðastrandarsýslu á bíl sínum. Dala-Brandur eins og hann var venjulega nefndur, fékk svo sérleyfi fyrir þessari leið árin 1938–1945. Ferðafólk þurfti þó að komast frá Ísafjarðardjúpi yfir Þorskafjarðar- heiði í veg fyrir Dala-Brand að Kinnarstöðum. Kom fólkið venju- lega með Djúpbátnum að Arngerð- I. „Snæbjörn sonur Eyvindar aust- manns, bróðir Helga magra, nam land milli Mjóafjarðar og Langa- dalsár og bjó í Vatnsfirði,“ Land- náma bls. 191. Enn segir í Land- námu á bls. 154: „Þá bjó Þrándur mjóbeinn í Flatey, er Oddur skrauti og Þórir sonur hans komu út. Þeir námu land í Þorskafirði. Bjó Oddur í Skógum, en Þórir fór utan og var í hernaði. Hann fékk gull mikið í Finnmörku. Með honum voru synir Halls af Hofstöðum. En er þeir komu til Íslands, kallaði Hallur til gullsins, og urðu þar um deilur miklar. Af því gerðist Þorskfirð- ingasaga. Gull-Þórir bjó á Þóris- stöðum.“ II. Þorskafjarðarheiði tengir Aust- ur-Barðastrandarsýslu við Norður- Ísafjarðarsýslu og liggur leiðin í allt að 490 m hæð y.s.m.: „Yfir heiðina liggur akvegur, að mestu ruddur, um grýttar brekkur og gróðurvana melöldur úr botni Þorskafjarðar og norður í Langadal við Ísafjarðar- djúp. Bílvegurinn yfir heiðina var lagður á árunum 1940–1946. Þar sem lagt er á heiðina að sunnan- verðu heita Kollabúðartögl.“ Þannig er leiðinni að mestu lýst í „Landinu þínu Íslandi“, U–Ö, bls. 221. Ef lagt er á heiðina frá Arngerðareyri, er leiðin skv. landakorti þessi: „Um Arngerðarháls að bænum Brekku, gegnt Neðri-Bakka, síðan með bökkum Langadalsár að Kirkjubóli gegnt Fremi-Bakka. Að Kirkjubóli bjó lengi Pálmi Steindór Helgason (1897–1967). Hinum megin við ána, framar í dalnum er Bakkasel, nú í eyði. Þá liggur vegurinn um hina skógi vöxnu Skeggjastaðahlíð, en bærinn, sem hún er kennd við er fyrir löngu farinn í eyði. Þá taka við Heiðarbrekkur, þar sem oft var áð og nesti borðað, en síðan farið að Högná og Högnafjalli (Högn). Nú er haldið á Bröttubrekku og er leiðin vel vörðuð og vegvísar hlaðnir í þær. Reiphólsfjöll eru nú á hægri hönd, 881 m á hæð, þokusæl mjög. Nú er krækt fyrir Gedduvatn, en það er í 468 m hæð y.s.m. Skammt fyrir sunnan Gedduvatn er sæluhús. Næst á veginum eru þrjú gil, Aust- urgil, Ófærugil og Selgil. Þá er hald- ið meðfram Þorskafjarðará niður í Arngerðareyri og Kinnarstöðum og þess neytt eins og fyrr getur í Heið- arbrekkum. Menn voru yfirleitt ein- hesta. Ef fréttist að heiðin væri ófær varð að bíða næsta dags og gista annaðhvort á Arngerðareyri eða Kinnarstöðum. Heimili þessara endastöðva voru annáluð myndar- heimili. IV. Kinnarstaðir standa á hjallabarði vestur við Þorskafjörðinn, allhátt frá sjó. Dregur bærinn nafn sitt af Þuríði Drikkinn (dritkinn), vinkonu Gull-Þóris. Hesthólmi er þar við sjó- inn. Herma munnmæli að Kinn- skær, hestur Þóris, hafi verið lagður spjóti til bana, er hann kom af sundi yfir fjörðinn. Hestamannafélagið á þessum slóðum heitir Kinnskær og er haldinn hestadagur á þess vegum hvert sumar, fyrstu árin á Klukku- fellsmelum, en nú á Sólheimamel- um. Á þessum árum bjuggu að Kinnarstöðum þrjár systur, Guðrún (1887–1988), Guðbjörg (1899–1988) og Ólína (1904–1995) kennari. For- eldrar þeirra voru Magnús Sigurðs- son (1862–1935) og Ingibjörg Ein- arsdóttir (1860–1937). Kinnarstaða- systur byggðu upp hvert hús á bænum og voru þau raflýst frá Kinnarstaðaá. Í myndbandinu Stikl- um nr. 4 gerir Ómar Ragnarsson þessu einstæða heimili góð skil. Þeim bar engin skylda til þess að hefja þarna greiðasölu, en landlæg gestrisni á Íslandi varð til þess að þarna varð mikill gestagangur og það svo, að gestir voru að vekja upp svo til alla nóttina, þegar mest var. 30–40 manns voru hjá þeim þá nótt- ina, sem flest var, en karlmenn auð- vitað flestir í hlöðu. Svo tóku við morgunverk í fjósi og á túni, svo oft varð lítið um svefn. Þessar kjarna- konur voru einstæðar að dugnaði og myndarskap. Ólína Margrét Magnúsdóttir, eins og hún hét fullu nafni lauk kennaraprófi árið 1929 og kenndi í 42 ár við barnaskólann í Geiradals- hreppi í Austur-Barðastrandarsýslu Þorskafjarðarbréf Gott væri, ef einhver íþróttasögufræðingur tæki sig nú til, segir Leifur Sveinsson, og ritaði um hina fræknu för Ármenninganna um Vestfirði í júlí 1944. Greinarhöfundur við vegaskiltið á Steingrímsfjarðarheiði í júlí 2001, þar sem haldið er yfir Þorskafjarðarheiði til Reykhóla = 45 km. Fimleikaflokkur Ármanns á ferð um Vestfirði í júlí 1944. Myndin er tekin við héraðsskólann í Reykjanesi: Fremri röð frá vinstri: 1. Katrín Ármann. 2. Sigríður Bjarnadóttir. 3. Inga Árnadóttir. 4. Inga Guðmundsdóttir. 5. Hulda Guðmundsdóttir. 6. Sigríður Arn- laugsdóttir. 7. Rós Pétursdóttir. 8. Bjarnveig Sigríður Ingimund- ardóttir, skólastjórafrú í Reykja- nesi. 9. Aðalsteinn Jóhann Eiríks- son, skólastjóri í Reykjanesi. 10. Þóra Stefánsdóttir. 11. Ragnhildur Elíasdóttir. 12. Halla Jóhanns- dóttir. 13. Guðrún Nielsen. 14. Gerður Sigfúsdóttir. 15. Guðrún Guðmundsdóttir. Aftari röð frá vinstri: 1. Jens Guðbjörnsson, fararstjóri og formaður Ármanns (1903– 1978). 2. Borgþór Jónsson. 3. Ol- geir Gottliebsson. 4. Gunnar Steingrímsson. 5. Hörður Kristófersson. 6. Hjörleifur Bald- vinsson. 7. Karl ? 8. Jón Marvin Guðmundsson. 9. Stefán Krist- jánsson. 10. Árni Jónsson. 11. Ingvar Ólafsson. 12. Soffía Niel- sen. 13. Jón Þorsteinsson, íþróttakennari og sýningarstjóri (1898–1985). P.S. Ekki hefur tekist að þekkja nöfn fimleikafólksins með óyggj- andi hætti, svo beðist er velvirð- ingar ef þar er ekki greint frá rétt- um nöfnum. Greinarhöfundur er í síma 551 3224, ef leiðréttingar berast. Úr bókinni Landið þitt Ísland, 1. bindi A-G Arngerðareyri Síðara hús á Kinnarstöðum, byggt 1955. Kynnarstaðasystur: Guðrún, Ólína og Guðbjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.