Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÍLSKÚRSROKK vilja þeirkalla það vestan hafs þegarmenn upphefja einfaldleik-ann og skeyta ekki um fág- un og prjál heldur óhamda tjáningu. Blómaskeið bílskúrsrokksins var þegar breska bylgjan skall á Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum og til varð fjöldi frábærra sveita eins og Chocolate Watchband, Music Machine, Outsiders, ? & the Myst- erians, Sonics, Standells og Trash- men. Bílskúrsrokkið hefur síðan blossað upp aftur öðru hverju, sjá til að mynda Fleshtones og Fuzztones á níunda áratugnum, og nú er enn uppsveifla þar sem fremst fer tvíeykið White Stripes. Það þótti saga til næsta bæjar þegar sá gamli refur John Peel, einn helsti útvarpsmaður Breta, lýsti því yfir fyrir skemmstu að hljómsveitin White Stripes væri besta tónleika- sveit sem hann hefði séð síðan Jimi Hendrix leið. White Stripes var þá á ferð um Bretland að kynna þriðju breiðskífu sína, White Blood Cells, en sveitina skipa þau Jack og Meg White, hann leikur á gítar og syng- ur og hún á trommur. Af trommum á gítar Jack White var snemma áhuga- samur um tónlist og lék á trommur framan af og lék meðal annars með Detroit-hljómsveitinni Goober & the Peas. Sextán ára ákvað hann að verða gítarleikari og hefur verið það síðan. Hann lék með ýmsum sveit- um í Detroit, var meðal annars gest- ur á skífu The Go, en áður en hann stofnaði White Stripes var hann í hljómsveit sem kallaðist Upholst- ers. Liðsmenn þeirrar sveitar voru aðeins tveir, líkt og í White Stripes, Jack á gítar og ónefndur félagi hans á trommur. Uppúr því slitnaði þar sem trymbillinn mátti ekki vera að því að æfa og spila og Jack segist hafa verið einn að gutla þegar hann bað systur sína um að setjast við trommurnar. Hann segir það hafa hljómað svo eðlilega og afslappað eftir að hafa verið að spila með tæknilegum „alvörutrommara“ að tónlistin öðlaðist nýtt líf. Þannig hefur skipan sveitarinnar verið upp frá því. Byrjað á blús Á fyrstu skífum sveitarinnar eru nokkru lög eftir aðra, Southern Can is Mine eftir Blind Willie McTell, sem Jack White segist hafa mikið dálæti á, One More Cup of Coffee eftir Bob Dylan, Stop Breaking Down eftir Robert Johnson, Death Letter eftir Son House, djassslag- arann St. James’ Infirmary Blues eftir William Primrose og Ashtray Heart eftir Don Van Vliet / Captain Beefheart, aukinheldur sem þau gáfu út á smáskífu Marlene Diet- rich-lagið Look Me Over Closely og einnig leika þau iðulega á tónleikum Joleen eftir Dolly Parton. Lord. Send Me an Angel eftir Blind Willie McTell var síðan á smáskífu sem sveitin sendi frá sér snemma á ferl- inum. Jack fer og ekki leynt með dá- læti sitt á blús, segir að lagasmíðar vestan hafs og jafnvel í heimi öllum hafi ekki náð hærra en í Mississippi- blúsnum á fjórða og fimmta ára- tugnum. Hann hefur og gaman af píanótónlist frá fimmta áratugnum, lögum úr Broadway-sýningum, the Stooges og svo má telja. Einfaldleikinn er bestur Jack White leggur gjarnan áherslu á að einfaldleikinn sé best- ur; í listum skipti mjög miklu að vita hvenær nóg sé komið og vitnar í hol- lenska listamanninn Piet Mondrian því til sannindamerkis, enda fangi myndir hans einfaldleikann, engu sé þar ofaukið, en þess má geta að önn- ur skífa sveitarinnar heitir De Stijl eftir hreyfingunni sem Mondrian tilheyrði. Meðal þess sem vekur athygli manna er þeir sjá sveitina á tón- leikum er að þau eru ævinlega í ein- kenningsbúningum, ef svo má segja, Jack í hvítum bol og rauðum buxum og Meg í rauðum bol og hvítum bux- um eða öfugt og reyndar eru þessir litir áberandi í öllu því sem þau hafa sent frá sér hingað til, enda segir Jack að það skipti máli í hverju menn eru þegar þeir koma fyrir sjónir almennings; það að koma fram í venjulegum fötum sé líka að klæða sig upp. Sungið uppúr Citizen Kane Eins og getið er sendi White Stripes frá sér breiðskífuna White Blood Cells fyrir stuttu, en áður eru komnar The White Stripes, sem kom út 1999, og De Stijl, sem kom út á síðasta ári. Það kom svo White Stripes endanlega á kortið að sveit- inni var boðið að hita upp fyrir Pavement og Sleater-Kinney á tveimur tónleikaferðum 1999 og 2000. Í kjölfar útgáfu De Stijl fóru þau Jack og Meg í tónleikaferð um heiminn, meðal annars til Austur- Asíu, en að henni lokinni var haldið í hljóðver í Memphis að taka upp með upptökustjóranum Doug Easley sem meðal annars hefur unnið með Jon Spencer Blues Explosion, Guid- ed by Voices og The Amps. Afrakst- ur þess var svo White Blood Cells sem getið er. Meðal merkilegra laga á þeirri plötu er eitt sem kallast The Union Forever, en textinn í því er línur úr kvikmyndinni Citizen Kane. Að því Jack segir varð textinn til er hann var eitt sinn að reyna að spila lagið It Can’t Be Love, Because There Is No True Love, sem bregður fyrir í myndinni. Þar sem hann lék lagið raulaði hann línu úr myndinni sem féll svo vel að þvi að áður en varði var hann búinn að semja texta við lag uppúr henni. Systkini eða par? Tvennum sögum fer af því hvert samband þeirra Jack og Meg sé. Þau hafa sjálf oftar en einu sinni sagst vera systkini, Jack sé yngstur tíu syskina, sjöundi sonurinn, sem hljómar útaf fyrir sig grunsamlega, enda er sjöundi sonurinn einmitt sterkt minni í þeirri tónlist sem þau draga dám af og Meg níu mánuðum eldri. Á móti hafa bresk poppblöð, sem eru reyndar ekki ýka áreið- anleg, haldið því fram að Jack heiti í raun Gillis að eftirnafni og þau Meg hafi verið sambýlingar ef ekki hjón í fjögur ár áður en sveitin kom til, en lögin á fyrstu skífunni eru skrifuð á Gillis/White/White. Það er svo eitt af undrum íslensks plötuinnflutnings að ekki hafa feng- ist skífur White Stripes hér á landi og óljóst hvort þær fást nokkurn tímann. Hugsanlega tákn um breytta tíma að menn verða að nota póstverslun að utan til að nálgast það sem helst er á seyði. Bendi á Amazon. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Einfaldleikinn er bestur Bílskúrsrokkið gengur aftur vestan hafs. Árni Matthíasson segir frá bandarísku hljómsveitinni White Stripes sem sumir segja bestu tónleikasveit síðan Hendrix leið. RYAN ADAMS er einn þeirra tón- listarmanna vestan hafs sem hafa brætt saman rokk/pönk og sveita- tónlist. Þótt Adams sé ekki nema hálfþrítugur hefur hann þegar sent frá sér sex breiðskífur, ýmist einn eða með hljómsveitinni Whiskey- town, sem hann stýrði, en fyrir stuttu kom út önnur sólóskífa hans sem hann kallar Gold. Ryan Adams var í pönksveit áður en hann langaði til að spreyta sig á annarri gerð tónlistar og stofnaði Whiskeytown með nokkrum fé- lögum sínum í Raleigh í Norður- Karolínu. Whiskeytown sendi frá sér fyrstu skífuna, Faithless Street, 1996, og átti Adams, sem sá um söng og gítarleik, flest laganna á henni. Næsta skífa þar á eftir var Rural Free Delivery, sem kom út 1997, en um það leyti var farið að bresta verulega í sveitinni vegna samskiptaörðugleika Adams við fé- laga sína, ekki síst vegna skapferlis hans og lífsstíls sem hann hafði þá tileinkað sér og átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð sveitarinnar. Stranger’s Almanac kom út 1998 og í kjölfar hennar má segja að hljóm- sveitin hafi verið nánast hætt. Adams fór þó í hljóðver að taka upp nýja plötu undir nafni Whiskey- town sem fékk heitið Pneumonia. Útgáfan sem sveitin var samnings- bundin var aftur á móti ekki á því að gefa út plötu með enga hljóm- sveit til að fylgja henni eftir og lagði hana í salt. Adams var ekki af baki dottinn, brá sér til Nashville og fékk þau Gillian Welch og David Rawlings til að aðstoða sig, en nokkuð var sagt frá Welch á þessum stað fyrir stuttu. Afrakstur tveggja vikna í hljóðveri var platan Heartbreaker, sem þótti þegar, og þykir enn, það besta sem Adams hefur látið frá sér fara. Whiskeytown- platan gleymda, Pneumonia, kom loks út snemma á þessu ári, og fékk fína dóma, en þar sem hann var búinn að brjóta ísinn með sóló- skífu þótti Adams ekki lengur ástæða til að halda upp á Whiskeytown-nafnið og er það þar með úr sögunni. Heartbreaker samdi Ryan Adams í New York, þar sem hann hefur lengstaf dvalið, en af ýmsum ástæðum flutti hann sig þvert yfir Banda- ríkin og settist að í Los Angeles. Þeir flutningar komu hon- um í mikið stuð til að semja tónlist að hann segir sjálfur, enda samdi hann fimmtán lög í hendingskasti þegar við komuna til Los Angeles, svo vel kunni hann við sig. Ekkert þeirra laga er reyndar að finna á plötunni nýju, þótt hann hafi tekið þau upp. Hann segist reyndar hafa stefnt að því að hafa plötuna tvöfalda og þannig hafi hann verið búinn að velja á hana 26 lög, en tíu fóru ofan í skúffu aftur, „því mér fannst ekki líklegt að nokkur maður nennti að hlusta á svo mörg lög í einu“, segir hann á vefsetri sínu. Hann á því fyrningar, á þriðja tug laga, sem hann segist eins geta gefið út á morgun. Sveita- pönk og nýbylgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.