Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. þýfi úr innbrotum að því að talið er, en rannsókn málsins er á frumstigi. Jóhannes Viggósson og Þórður Erik Hilmarsson, rannsóknarlög- reglumenn í Breiðholti, sögðu í sam- tali við Morgunblaðið í gær að sú staðreynd að þarna væri meðal ann- ars um handvopn að ræða og búnað til að bera þau innanklæða vekti ugg og væri til marks um aukna hörku og ofbeldi í undirheimunum, einkum þegar fíkniefni ættu í hlut. Þeir lögðu jafnframt áherslu á að almenningur kæmi ábendingum til lögreglunnar varðandi vopn sem væru í umferð svo hægt væri að leggja hald á þau. Rannsóknarlögreglumenn frá Breið- holtsstöð lögreglunnar í Reykjavík tóku í fyrrinótt í sína vörslu skot- vopnasafn sem þeir gengu að á víða- vangi í Bústaðahverfi eftir að hafa fengið ábendingu þar að lútandi. Um er að ræða þrjár skammbyssur, þrjá riffla og haglabyssu, auk skotfæra og fylgibúnaðar svo sem hljóðdeyfis og axlahulstra til að bera skamm- byssur innanklæða. Fundur skotvopnasafnsins er af- rakstur vinnu rannsóknarlögregl- unnar í Breiðholti, en þar hefur verið lögð áhersla á að ná inn vopnum sem gætu verið í umferð í undirheimun- um. Þar er meðal annars um að ræða Morgunblaðið/Júlíus Jóhannes Viggósson og Þórður Erik Hilmarsson rannsóknarlögreglu- menn, við skotvopnasafnið sem lögreglan tók í sína vörslu í fyrrinótt. Skotvopna- safn finnst á víðavangi Lögreglumenn fengu ábendingu um byssur og riffla í Bústaðahverfi NÝGENGI mjaðmabrota hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum, en áætlað er að um 200 mjaðmabrot af völdum bein- þynningar verði hérlendis árlega. Þetta er meðal þess sem kom fram á kynningarfundi Bein- verndar, landssamtaka áhuga- fólks um beinþynningu, í gær. Munu samtökin standa fyrir fræðsluátaki meðal 9-11 ára skóla- barna í næstu viku af því tilefni. Átakið felst í því að börnin svara spurningum um beinin í lík- amanum og hvernig heilbrigt líf- erni og gott mataræði stuðlar að sterkum beinum. Eitt útbreiddasta heilsufarsvandamálið Fram kom að beinþynning er eitt útbreiddasta heilsufarsvanda- málið í vestrænum ríkjum og að hér á landi megi gera ráð fyrir að 1.000-1.200 beinbrot megi rekja til beinþynningar. Sjúkdómurinn lýsi sér í því að beinin gisni og verði æ viðkvæmari og afleiðing- arnar séu beinbrot við lítinn áverka, sérstaklega hjá eldra fólki. Algengust þessara brota séu framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmarbrot, en þau munu alvarlegust þessara brota. Yfir þúsund beinbrot Dr. Björn Guðbjörnsson, for- maður Beinverndar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að horfa yrði á þetta heilsufarsvandamál frá því sjónarmiði að hér á landi yrðu 1.000-1.200 beinbrot af þess völdum og sum hver væru mjög hættuleg og ykju dánartíðni, auk þess sem þau hefðu veruleg áhrif á lífsgæði og kölluðu á aukinn kostnað samfélagsins. „Við vitum það að á aldrinum 11-14 ára hjá stúlkum og 13-17 ára hjá strákum erum við að fimm- falda beinþéttnina okkar. Það er þessi beinþéttni sem við búum að,“ sagði Björn. Hann sagði að rannsóknir hefðu sýnt að ef hægt væri að auka bein- þéttni um 10% á þessum árum hjá börnum þá drægjum við um 50% úr hlutfallslegri hættu á brotum. Um 200 mjaðma- brot á ári vegna beinþynningar PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að sett hafi verið upp áætlun um að tæma biðlista eftir bú- setu, dagþjónustu og skammtíma- vistun fatlaðra einstaklinga og sé stefnt að því að sjá fyrir viðeigandi úrræðum handa öllum í árslok 2005. Í ályktun landsfundar Landssam- takanna Þroskahjálpar á föstudag var skorað á Alþingi að fara eftir lög- um þannig að fyrrnefndir biðlistar heyrðu sögunni til. „Það hefur verið unnið eftir þess- ari áætlun síðan ákvörðun um hana var tekin og það hefur tekist að halda því. Það stendur fullur vilji til þess að þetta mál nái fram að ganga,“ sagði Páll. Fram hefur komið að Þroskahjálp muni íhuga vandlega að höfða mál gegn ríkinu, geri Alþingi ekki breyt- ingar á frumvarpi til fjárlaga sem nú er til umræðu í þinginu. Samtökin hafa kynnt álitsgerð sem Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur unnið en hann kemst að þeirri niðurstöðu að grundvöllur sé fyrir málssókn, enda tryggi ríkisvaldið ekki fjármuni til þeirrar þjónustu til handa fötluðum sem því er þó skylt að sinna skv. lögum. Páll Pétursson sagði að vitaskuld mætti hugsa sér að fá meira fjár- magn til málefna fatlaðra. „Í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 2002 eru 4,4 milljarðar króna ætlaðir til mál- efna fatlaðra og það er hækkun upp á nærri 600 milljónir króna frá fjár- lögum þessa árs. Í því eru launa- hækkanir og kostnaðarhækkanir en raunaukning er að minnsta kosti 80 milljónir króna.“ Stefnt að viðeigandi úrræðum í árslok 2005 FÆSTIR þeirra sjóða sem ávaxta viðbótarlífeyrissparnað hafa skilað góðri raunávöxtun fyrstu sex mánuði ársins. Þeir sjóðir sem bestum ár- angri hafa skilað eru þeir sem hafa hátt hlutfall skuldabréfa og lágt hlutfall hlutabréfa. Þetta kemur fram í yfirliti yfir ávöxtun helstu banka, fjármálafyrirtækja og sér- eignardeilda lífeyrissjóða, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Tölur þeirra sjóða sem hafa tekið saman nýrri tölur, yfir fyrstu níu mánuði ársins, sýna að ávöxtunin er mun verri en fyrstu sex mánuðir árs- ins gefa tilefni til. Þannig kemur fram í upplýsingum frá ALVÍB að raunávöxtun Ævileiðar I, sem er 0,9% á ársgrundvelli miðað við fyrstu sex mánuði ársins, fellur niður í –9,6% ef ávöxtunin er reiknuð á árs- grundvelli miðað við fyrstu 9 mánuði ársins. Áhrif hryðjuverkanna í Bandaríkjunum eru þarna komin í ljós. Horfur fyrir seinni hluta ársins eru því ekki góðar. Til lengri tíma þykja horfurnar hins vegar ágætar. Lágt gengi krónunnar mildaði nokkuð lágt gengi erlendra hluta- bréfa, þannig fengust fleiri krónur fyrir bréfin en hefðu annars fengist. Umsýslugjald sem vörsluaðili tek- ur skiptir einnig miklu máli upp á ávöxtunina. Mismunandi er hvort vörsluaðilar taka umsýslugjald og eru dæmi um að fyrstu átta mánuðir sparnaðarins fari í að greiða sölu- kostnað, þar af fyrstu sex mánuðirn- ir í sölulaun til vátryggingamiðlara. 45 þúsund manns í viðbótar- lífeyrissparnaði Um næstu áramót hækkar fram- lag vinnuveitenda til viðbótarlífeyr- issparnaðar úr 1% af launum í 2%. Þá verður sparnaður launþega sem leggur 4% í sparnað kominn í 6,4%, en ríkið leggur til 0,4%. Þeir bankar, fjármálafyrirtæki og séreignarsjóðir sem Morgunblaðið hafði samband við undruðust hversu fáir hafa valið þetta sparnaðarform. Í fyrra greiddu rúmlega 45 þúsund manns í viðbótarlífeyrissparnað, eða um 29% launþega, samkvæmt tölum ríkisskattsstjóra. Þrátt fyrir sam- drátt í efnahagslífinu mun ekki vera algengt að fólk hætti þessum sparn- aði sé það einu sinni byrjað. Þó mun algengt að fólk gleymi að tilkynna sjóðum um nýjan vinnustað, en þá stöðvast sparnaðurinn sjálfkrafa. Viðbótarlífeyrissparnaður launþega Skuldabréfasöfn hafa skilað bestri ávöxtun  Vandrataður/40–41 LAUFIN falla af trjánum þó að óvenjuheitt hafi verið í veðri í október. Maríanna og Ásmundur, pabbi hennar, sem búa við Langholtsveg í Reykjavík, voru í óða önn að safna saman lauf- um við húsið sitt í blíð- unni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um. Sam- vinna við haust- verkin Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.