Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRANZ@holl.is gsm: 893 4284 AGUST@holl.is gsm: 894 7230 Ef þú vilt kaupa eða leigja atvinnuhúsnæði, þá ertu svo sannarlega á réttum stað! Á www.holl.is getur þú skoðað fjölda mynda eða videó, sem gefa þér skýra mynd af útliti og ástandi hverrar eignar fyrir sig. Sparaðu þér margar skoðanir og þar með dýr- mætan tíma með því einfaldlega að hefja leit- ina á www.holl.is. Já, auðveldara getur það ekki verið! Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði SÆTÚN 8 - REYKJAVÍK ATVINNUHÚSNÆÐI BYGGINGARRÉTTUR Til sölu í þessari fallegu og sérstöku byggingu efsta hæðin, sem er 505 fm ásamt byggingarrétti að tveimur 505 fm hæðum ofan á húsið. Hæðin er laus til afhendingar eftir samkomulagi og möguleiki á því að hefja bygg- ingaframkvæmdir við hæðirnar fljótlega. Frábær staðsetning við eina af fjölförnustu umferðaræðum borgarinnar. Óhindrað útsýni yfir sjóinn og fjallahringinn. Lóð er frágengin með malbikuðum bílastæðum. Teikn. og allar nánari upplýsingar á skrifstofu FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. EINBÝLI Hávallagata - einbýli með bílskúr Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum virðulegu einbýlishúsum við eina eftir- sóttustu götu bæjarins. Eignin sem er alls 203 fm auk bílskúrs skiptist m.a. í borðstofu, dagstofu, eldhús, baðher- bergi, snyrtingar, þrjú góð herbergi og góðar geymslur. Eignin þarfnast endur- nýjunar í takt við tímann. V. 23,5 m. 1883 Skeiðarvogur Fallegt og vel skipulagt 140 fm einbýli með 23,6 fm bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Góður garður. Húsið er laust fljótlega. V. 18,5 m. 1871 HÆÐIR Straumsalir 1-3 - glæsileg íbúð m. bílskúr Erum með í sölu glæsilega 4ra-5 her- bergja 137 fm íbúð á efri hæð í 3ja hæða litlu fjölbýli. Íbúðinni fylgir 22 fm inn- byggður bílskúr. Sérinngangur. Glæsi- legt útsýni og stórar útsýnisvalir. Stórir gluggar. Íbúðin afhendist fullbúin með vönduðum innréttingum og skápum en án gólfefna. V. 18,7 m. 1668 4RA-6 HERB. Bollagata Vorum að fá í einkasölu 116,4 fm neðri hæð í þríbýlishúsi við Bollagötu. Eignin skiptist m.a. í tvær saml. stofur, tvö her- bergi, gott hol, rúmgott eldhús og bað- herbergi. Tennar svalir. Frábært skipulag og sérbílastæði á lóð. V. 13,5 m. 1885 Maríubakki - aukaherb. 4ra herb. 110 fm íbúð á 1. hæð m. auka- herbergi í kjallara. Sérþvottahús inn af eldhúsi. Nýstandsett blokk. Barnvænt umhverfi. V. 12,3 m. 1842 Straumsalir - 120 fm með sérlóð Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 120 fm íbúð á jarðhæð með sér- garði. Íbúðin afhendist fullbúin með inn- réttingum og skápum en án gólfefna. Vandað og fallegt lítið 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Salahverfi. V. 14,7 m. 1665 Öldugrandi - m/bílskýli Um 100 fm íbúð á 1. hæð ásamt stórri geymslu og bílskýli. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi, stofu, eldhús og bað. Fal- legt útsýni til norðurs og sérverönd fyrir framan stofu. V. 12,7 m. 1864 Maríubakki - aukaherb. 4ra herb. 110 fm íbúð á 1. hæð m. auka- herbergi í kjallara. Sérþvottahús inn af eldhúsi. Nýstandsett blokk. Barnvænt umhverfi. V. 12,3 m. 1842 Lindasmári - með sérinn- gangi. Vorum að fá í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 103 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjöl- býli. Parket og góðar innréttingar. Þrjú svefnherbergi. Falleg afmörkuð sérlóð með skjólgirðingu og verönd. Sérinn- gangur. V. 14,8 m. 1757 Ofanleiti Falleg 5 herbergja 115,9 fm endaíbúð á 3. hæð með stæði í bílageymslu á þess- um vinsæla stað. Eignin skiptist m.a. í stofu, fjögur herbergi, sjónvarpskrók, þvottahús/geymsla í íbúð, eldhús og baðherbergi sem er flíslagt í hólf og gólf. V. 15,5 m. 9502 2JA OG 3JA HERB. Birkimelur Björt og rúmgóð 80 fm íbúð á 2. hæð á þessum frábæra stað í vesturbænum. Eignin skiptist í hol, tvö herbergi, baðher- bergi, stofu og eldhús. Nýir gluggar og gler og búið er að endurnýja sameign, s.s. teppi, málningu og rafmagn. Góð íbúð á eftirsóttum stað. 1882 Austurströnd - laus strax Vel skipulögð 62,5 fm endaíbúð á 7. hæð með einstöku útsýni og suðursvölum, ásamt bílskýli. Parket á gólfum, flísar á baði og þvottah. á hæðinni. V. 9,3 m. 1862 Kambsvegur 22 - OPIÐ HÚS Falleg og björt 110 fm fimm herbergja neðri sérhæð í fallegu þríbýlishúsi sem hefur verið nýlega tekið í gegn að utan, viðgert og málað. Eignin skiptist m.a. í þrjú herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Útgangur í garð af svöl- um. Bílskúrsréttur. Góð eign á eftirsótt- um stað í rólegu hverfi. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 16. V. 14,9 m. 1833 Barðaströnd - einb. á einni hæð Glæsilegt 250 fm einb. með bílskúr á einni hæð við Barðaströnd. Arinn í stofu. Sólstofa og heitur pottur. Fallegur garður og útsýni. Tilboð1292 OPIÐ 9-18 OPIÐ HÚS HRAUNTEIGUR 7 KL. 14-17 Í DAG Sérstaklega falleg og mikið endurnýjuð 6-7 herb. tæpl. 140 fm efri sérhæð og ris ásamt bílskúr á þessum vinsæla stað. Flísar og parket. Um 50 fm við- byggingarréttur. Áhv. um 4 millj. Byggsj. rík. og húsbréf. Verð 16,9 millj. VERIÐ VELKOMIN ÞESSI væri góð í Afganistan –það ætti að senda hana þangað, hún gæti ábyggilega kennt konunum þar sitthvað sem þeim kæmi vel að kunna í samskipt- um við karlmenn,“ hugsaði ég í þann mund sem nafnið mitt var kallað upp og ég fór að af- greiðsluborðinu. Þegar ég nokkru síðar sagði tveimur ungum stúlkum frá þessu atviki sem dæmi um þá yf- irburðastöðu sem ungar konur virt- ust nú hafa öðlast í samskiptum við karlmenn, þá sagði önnur stúlkan: „Blessuð góða, það hafa alltaf verið til svona konur. Pabbi hefur oft sagt mér frá löngu liðinni frænku okkar sem sagði þegar manni hennar voru boðnar kleinur: „Nei, Þorsteinn borðar aldrei kleinur!“ Þetta kann rétt að vera en eigi að síður hafa konur núna allt annað við- horf til karla en þær höfðu áður, frjálslegra, ákveðnara og oft yfirlæt- islegra. Ég er hrædd um að þær tækju því ekki þegjandi að fá jólagjöf frá manninum sínum af því tagi sem amma eins kunningja míns fékk. Afi hans gaf konu sinni efni í náttföt á sjálfan sig af því að hún „hefur svo gaman af að sauma“, eins og hann orðaði það þegar aumingja konan tók upp jólapakkann sinn í umrætt sinn. Reyndar finnst mér við íslenskar konur búa við þvílíkan lúxus, þrátt fyrir margfalt vinnuálag og oft og tíðum óréttlæti í launamálum, eftir að ég sá í sjónvarpinu þátt um að- stæður afganskra kvenna. Að vísu höfum við konur þó samið dálítið af okkur. Við hugðumst ná fram jafnrétti á atvinnumarkaði en höfum ekki gert það í raun, hins veg- ar höfum við látið í staðinn nokkuð af dýrmætum rétti – móðurréttinum. Hann hefur því miður rýrnað í gildi með ýmsum breytingum í jafnrétt- isátt, til skaða fyrir einkum ung börn, að mínu mati. Við ættum ekki að feta lengra út á þá braut og helst að vinna til baka það sem við höfum misst í þeim efnum. Þjóðlífsþankar/Erum við á réttri leið? Góð í Afganistan! Um daginn var ég stödd í apóteki og beið eftir afgreiðslu á lyfi. Meðan ég beið tók ég eftir manni, á að giska 35 ára, sem tvísteig rétt hjá mér, hnugginn á svip með bíllykla í höndunum. Hann fylgdist með fasmikilli konu um þrí- tugt með uppsett ljóst hár sem var að skoða hárskraut á stórri snúnings- grind. „Ég ætla út í bíl,“ sagði maðurinn loks við fasmiklu konuna. „Nei, þú ferð ekki,“ svaraði hún yfir öxl sér með kæruleysislegri ákveðni. Maðurinn varð enn niðurdregnari við þetta svar en lét sér fyrirmælin að kenningu verða – stóð kyrr áfram, snúandi bíllyklunum milli handanna, meðan konan hélt uppteknum hætti að fletta hárskrautinu á grindinni yfirlætisleg í bragði. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur FASTEIGNIR mbl.is VIRKJUNARKOSTIR í Skjálf- andafljóti og Jökulsá á Fjöllum, jarð- hitavirkjanir á Norðurlandi og nátt- úruverðmæti sem í húfi eru, verða til umræðu á fundi Landverndar og verkefnisstjórnar rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem haldinn verður á Húsavík þriðjudaginn 23. október kl. 20 á Fosshóteli, Húsavík, bláa salnum. Tilgangurinn með fundinum er að kynna fólki á svæðinu þá virkjunar- kosti í Þingeyjarsýslu sem verða til umfjöllunar í rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma, og gefa fundargestum tækifæri til að koma með spurningar og ábendingar. Erindi flytja: Hákon Aðalsteins, Björn Stefánsson, Hreinn Hjartar- son, Hörður Kristinsson og Haukur Jóhannesson. Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn. Virkjunarhug- myndir í Þing- eyjarsýslum TVÖ námskeið eru að hefjast hjá Stjórnendaskóla Háskólans í Reykja- vík. Námskeið í frammistöðustjórnun verður undir handleiðslu dr. Finns Björnssonar lektors við viðskipta- deild HR. Námskeiðið er 16 klst. og verður 23.–26. október kl. 13–17. Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem vilja bæta árangur starfsfólks síns. Mannauðsstjórnun og vinnusál- fræði er yfirskrift námskeiðs sem hefst 25. október. Þar fjallar dr. Ásta Bjarnadóttir, lektor við viðskiptadeild HR, um helstu viðfangsefni mann- auðsstjórnunar. Námsefnið er sér- staklega sniðið að þörfum fólks sem starfar við starfsmannamál hjá fyr- irtækjum og stofnunum. Námskeiðið er 16 klst. og verður 25. og 26. október og 1. og 2. nóvember kl. 8.30–12.30. Námskeið um frammistöðu og mannauðsstjórnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.