Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 41 lengri tíma þykja horfurnar hins vegar ágætar, samkvæmt upplýs- ingum frá einum sjóðanna. Athygli vekur að lágt gengi krónunnar mild- aði nokkuð lágt gengi erlendra hlutabréfa, þannig fengust fleiri krónur fyrir bréfin en hefðu annars fengist. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagðist ekki finna fyrir því að fólk hefði áhyggjur af falli hlutabréfa og þeim áhrifum sem þessi þróun hefði á ávöxtun lífeyrissparnaðarins. Hann sagði að eitthvað væri hringt út af þessu, en hann sagðist telja að flestir áttuðu sig á því að þetta væri langtímasparnaður og því væri eðli- legt að ávöxtunin sveiflaðist. Fólk sem ekki vildi sveiflur gæti þannig valið ávöxtunarleiðir þar sem mikið væri um skuldabréf. Hann segir þó- nokkuð hafa verið um að menn láti færa sig milli ávöxtunarleiða, en segir þó að betra sé að bíða þar sem inneignin geti hafa rýrnað þar sem markaðurinn sé í lægð. Samkvæmt lögum tekur það sex mánuði að flytja viðbótarlífeyris- sparnaðinn milli fjármálastofnana eða séreignarsjóða, í reynd mun það þó ekki taka svo langan tíma. Hægt er að færa sig milli vörsluaðila og ávöxtunarleiða hvenær sem er. Söluþóknun og umsýslugjöld Einnig skiptir máli upp á ávöxt- unina hversu mikið umsýslugjald vörsluaðili tekur. Á lífeyrisbókum bankanna er ekki tekið umsýslu- gjald, séreignardeildir lífeyrissjóð- anna taka yfirleitt ekki slíkt gjald og er algengt að gjaldið sé um 0,5% í ávöxtunarleiðum fjármálafyrir- tækja. Þá eru eru sjóðir, eins og Vista, nýr sjóður hjá Kaupþingi, þar sem launþegi er heimsóttur af vá- tryggingamiðlara. Iðgjöld fyrstu átta mánaða fara í kostnað og fer þar af greiðsla fyrstu sex mánað- anna í söluþóknun til vátrygginga- miðlarans. Tveir af þessum átta mánuðum eru greiddir út við 60 ára aldur. Til viðbótar greiðir sjóðfélagi 0,5% umsýslugjald og fær hann um- sýslugjöld áranna þegar hann er 57– 60 ára endurgreidd. Þær upplýsing- ar fengust hjá Kaupþingi að vá- tryggingamiðlararnir fengju aðeins greidd laun með söluþóknuninni, þessi afurð hefði verið sett á markað fyrir þá og það væri þess virði fyrir viðskiptavininn að fá þessa ráðgjöf vátryggingamiðlara heim til sín, þótt hann þurfi að borga sex mánaða ið- gjöld fyrir það. Sjóðurinn hefði verið settur á markað í samkeppni við er- lend fyrirtæki eins og Sun Life og Friends Provident, sem sum hefðu tekið allt að átján mánaða greiðslu í sölukostnað. Hægt er að velja milli mismun- andi vörsluaðila. Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðunum hafa séreignar- deildir. Þeir taka yfirleitt ekki um- sýslugjald og þá lægra en fjármála- stofnanir gera. Séreignardeildir lífeyrissjóða hafa ekki jafn rúmar heimildir til fjárfestinga og fjár- málafyrirtækin, þar sem þær þurfa að lúta sömu takmörkunum um fjár- festingar og fyrir skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að samtökin hafi gagnrýnt þetta. Sömuleiðis hafi þau gert athugasemd við að ábyrgðar- sjóður launa tekur ekki til viðbót- arlífeyrissparnaðar, en sá sjóður greiðir iðgjöldin, bæði hlut atvinnu- rekanda og launþega verði vinnu- veitandi gjaldþrota. Hrafn segir að samtökin hafi óskað eftir því að við- bótarlífeyrissparnaðurinn falli einn- ig undir þetta ákvæði og er það, að hans sögn, í athugun en nú fer fram endurskoðun á þessum lögum. Þá hafa fyrirtæki í verðbréfa- þjónustu heimildir til að taka við við- bótarlífeyrissparnaði og er hann geymdur þar í formi fjárvörslu- samninga. Bankar eru bæði með fjárvörslusamninga og innlán og bjóða líftryggingafélögin síðan upp þennan sparnað í formi trygginga. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins segir að fylgst sé með viðbótarlífeyrissparnaðinum, t.d. fái stofnunin allar reglur sem fjármálaráðuneytið þarf að sam- þykkja til umsagnar, einnig hafi ver- ið kallað eftir samningsformum vegna lífeyrissparnaðarins. Páll Gunnar segir að almennar reglur sem gilda um þessi félög gildi einnig um viðbótarlífeyrissparnaðinn, þannig sé til tryggingasjóður inn- stæðueigenda og fjárfesta sem er notaður til að bæta innlán hjá bönk- um og fjármuni hjá viðskiptamönn- um verðbréfafyrirtækja sem tapast hafa. ninabjork@mbl.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.