Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgöngu- málaráðherra segir að mjög erfitt sé að gera ráð fyrir því að íslensku flug- félögin dragi úr fjármunum til kynn- ingarstarfa en mikilvægt sé að stjórn- völd vinni með ferðaþjónustunni að kynningar- og markaðsmálum. Í máli Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra á ferðamálaráðstefnu á Hvolsvelli á fimmtudag kom fram að ráðuneytið ætlar að vinna að nauð- synlegum aðgerðum á sviði kynning- ar- og markaðsmála í samvinnu við ferðaþjónustuna. Hann segir að ekki liggi enn fyrir í hverju aðgerðirnar felist en á næstunni verði farið yfir málið með Ferðamálaráði og Samtök- um ferðaþjónustunnar. Sturla Böðvarsson segir mikilvægt að horfa til þess hvað aðrar þjóðir geri. Greina þurfi stöðuna hér heima og í framhaldi af því verði málið tekið til frekari meðferðar. Flugleiðir leggja um 1,3 milljarða í kynningar- og markaðsmál á ári. Á ferðamálaráðstefnunni sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri að ef Íslend- ingar ætluðu að tryggja áframhald- andi samkeppnishæfni í ferðaþjón- ustu yrðu þeir að vera þátttakendur í auknu markaðsstarfi. Samgönguráð- herra segir að mikið sé lagt upp úr aukinni kynningu og fyrir liggi að finna aðila til að leggja í þá kynningu. Þetta sé á borðinu og reynt verði að vinna málið fljótt. Stjórnvöld vinni með ferðaþjónustunni Kynningar- og markaðsstarfsemi Jólahlaðborð sífellt vinsælli Styttist í törn veitingamanna ÞÓTT enn sé aðeinsoktóber eru veit-ingamenn farnir að skipuleggja jólahlaðborðin og viðskiptavinir þeirra eru margir svo forsjálir, að þeir pöntuðu sér borð á síð- asta ári til að tryggja að þeir kæmust að. Erfitt get- ur reynst að fá borð um helgar, en margir kjósa hvort eð er frekar að raða í sig kræsingunum virka daga, þegar vinnufélagar geta skroppið saman út og notið þess, hvort heldur er í hádegi eða að kvöldi, að greiða minna fyrir veiting- arnar en um helgar. Sumir fara á milli veitingahúsa og þegar jólin ganga í garð eru þeir nánast sérfræð- ingar í öllu sem að jólahlað- borðum lýtur. Ingvar Sigurðsson, yfirmat- reiðslumaður á veitingahúsinu Argentínu, segir veitingamenn taka gestunum fagnandi að vanda. „Í eina tíð var desember jafnan rólegasti mánuður ársins á veit- ingahúsum landsins, fólk fór lítið út að borða en jólaglögg starfs- manna og vinahópa voru þeim mun vinsælli. Það eru ekki nema fimmtán ár síðan jólahlaðborðin fóru að njóta almennra vinsælda og má þakka það Gísla Thorodd- sen matreiðslumeistara sem hafði innleitt þennan góða sið á Íslandi nokkrum árum áður. Nú er svo komið að desember er annasam- asti mánuður ársins á þeim stöð- um sem bjóða upp á hlaðborð. Reyndar er óhætt að segja að það sé alveg brjálað að gera frá enda nóvembermánaðar og allt fram til jóla.“ Hver er ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum jólahlaðborð- anna? „Ástæðan fyrir þessum vin- sældum jólahlaðborðanna er vafa- laust sú þörf fólks að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag í svartasta skammdeginu. Jólahlaðborðin eru orðin hluti af jólaundirbúningnum og ómissandi í hugum margra að borða góðan mat í jólalegu um- hverfi í góðra vina hópi og njóta þannig komu jólanna. Þetta er jú líka ólíkt skemmtilegra en að hvolfa í sig volgu rauðvíni og naga piparkökur á vinnustað eða í heimahúsi. Önnur ástæða er eflaust sú stað- reynd að landsmenn fara meira út að borða en þeir hafa áður gert. “ Er ásókn í jólahlaðborð sífellt að aukast? „Já, ásóknin í hlaðborðin hefur verið að aukast ár frá ári og á lang- flestum stöðum voru flestar helgar uppbókaðar strax í haust. Það er til dæmis algengt að fólk panti sama borðið aftur að ári um leið og það gengur út, til að tryggja að það fái borð að helgi. Flest veit- ingahúsin eru því fullbókuð um helgar en eiga laus borð í miðri viku, enda sýnist mér að flest veit- ingahúsin ætli að vera með lægra verð í miðri viku til þess að reyna að dreifa að- sókninni á vikuna. Þó að verðið sé lægra verða flestir með sama hlaðborðið í boði, bara lægra verð. Þetta kemur auðvitað ágætlega út fyrir gestina, sem geta notið nokkurskonar sértil- boða í miðri viku.“ Hvernig er dæmigerður matur á jólahlaðborðum veitingahús- anna? „Flest hlaðborðin á veitingahús- um Reykjavíkur hafa þennan klassíska danska grunn, þar sem t.d. er boðið upp á ýmsa síldar- rétti, flesksteik, riz a ĺmande og fleira í þeim dúr sem við rekjum til frænda okkar Dana. Þar fyrir utan er hvert veitingahús með sín sér- kenni á borðunum. Flestir reyna að breyta borðunum eitthvað milli ára og setja á hverju ári fram eitt- hvað nýtt. Breytingarnar eru þó aldrei stórvægilegar og ekki hægt að tala um neinar kúvendingar milli ára.“ Vilja flestir gestir veitingahús- anna í desember njóta jólahlað- borðanna? „Já, hefðbundnir matseðlar veitingahúsanna eru gjarnan lagð- ir til hliðar meðan á þessari törn stendur eða minnkaðir verulega. Ég er þó þeirrar skoðunar að hús- in verði að bjóða upp á einhvern seðil með hlaðborðunum, þar sem öruggt er að einhver hluti gest- anna vill borða eitthvað annað. Margir eru búnir að borða af mörgum hlaðborðum og kæra sig ekki um meira. Það er algengt að fólk borði, vinnu sinnar vegna, á veitingahúsum oft í mánuði og þá er eðlilegt að það vilji bragða aðra rétti en þá sem er að finna á jóla- hlaðborðunum.“ Hvenær hefst svo jólahlað- borðstörn veitingahúsanna? „Flest veitingahúsin ætla að byrja að bjóða upp á jólahlaðborð- in upp úr 20. nóvember í ár. Ein- hverjir byrja þó ekki fyrr en viku síðar og aðrir viku fyrr. Okkar reynsla, á veitingahúsinu Argentínu, segir að ekki komi almennileg hreyfing í jólahlaðborð- ið fyrr en um mánaða- mótin nóvember/des- ember, en að sjálfsögðu er það eitthvað misjafnt milli veit- ingahúsa. Sem nærri má geta er þessi tími mjög annasamur fyrir starfsmenn veitingahúsanna og oft tala menn um jólavertíðina sín á milli. Álagið er mikið, vinnutím- inn oft langur og mikið gengur á. En með góðu skipulagi og undir- búningi er þetta ekki svo erfitt og reyndar bara gaman að „kýla“ á þetta.“ Ingvar Sigurðsson  Ingvar Sigurðsson, mat- reiðslumeistari, er fæddur í Stykkishólmi 28. ágúst árið 1966. Hann lauk stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1986. Ingvar lærði mat- reiðslu á Hótel Sögu og útskrif- aðist 1990. Meistarabréf fékk hann árið 1992 eftir að hafa lokið námi í meistaraskólanum. Ingvar hefur starfað sem yfirmat- reiðslumaður á veitingahúsinu Argentínu frá ársbyrjun 1991. Hann er kvæntur Sigrúnu Jóns- dóttur skrifstofudömu. Þau eiga tvær dætur, Aldísi Eddu og Elmu. Betra en volgt rauðvín og piparkökur Frjósamar konur á Norður- löndum KONUR á Norðurlöndum eignast fleiri börn en konur í Evrópusam- bandinu í heild og konur yfir þrítugt eignast meira en helming barna sem fæðast á Norðurlöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Nor- rænni tölfræðiárbók 2001 sem út kom nýlega. Heildarfæðingartíðni, þ.e. sá fjöldi barna sem konur eignast að meðal- tali á barneignarskeiði, er há á Norð- urlöndum. Að Álandseyjum frátöld- um eru öll Norðurlöndin og sjálfstjórnarsvæðin yfir meðaltali ESB-ríkjanna fyrir árið 2000. Fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu á aldrinum 15-49 ára er þó mjög mis- munandi – allt frá 1,53 á Álandseyj- um, sem er hið sama og meðaltal ESB-ríkjanna, til 2,58 í Færeyjum, sem er mun meiri fjöldi en meðaltal ESB-ríkjanna. Á Íslandi var meðal- talsfjöldinn 1,99 á árinu 2000. Það voru konur yfir þrítugu sem eignuðust meira en helming barna sem fæddust á Norðurlöndum. Á tímabilinu 1990-2000 hefur hlut- fall barna sem konur yfir þrítugu eignast aukist úr tæplega 38% af öll- um lifandi fæddum börnum upp í rúmlega 50%. Þetta hlutfall er hæst á Álandseyjum, lægst á Íslandi. Sprellikarlinn hans Davíðs vakti mikla kátínu landsfundagesta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.