Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 8

Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgöngu- málaráðherra segir að mjög erfitt sé að gera ráð fyrir því að íslensku flug- félögin dragi úr fjármunum til kynn- ingarstarfa en mikilvægt sé að stjórn- völd vinni með ferðaþjónustunni að kynningar- og markaðsmálum. Í máli Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra á ferðamálaráðstefnu á Hvolsvelli á fimmtudag kom fram að ráðuneytið ætlar að vinna að nauð- synlegum aðgerðum á sviði kynning- ar- og markaðsmála í samvinnu við ferðaþjónustuna. Hann segir að ekki liggi enn fyrir í hverju aðgerðirnar felist en á næstunni verði farið yfir málið með Ferðamálaráði og Samtök- um ferðaþjónustunnar. Sturla Böðvarsson segir mikilvægt að horfa til þess hvað aðrar þjóðir geri. Greina þurfi stöðuna hér heima og í framhaldi af því verði málið tekið til frekari meðferðar. Flugleiðir leggja um 1,3 milljarða í kynningar- og markaðsmál á ári. Á ferðamálaráðstefnunni sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri að ef Íslend- ingar ætluðu að tryggja áframhald- andi samkeppnishæfni í ferðaþjón- ustu yrðu þeir að vera þátttakendur í auknu markaðsstarfi. Samgönguráð- herra segir að mikið sé lagt upp úr aukinni kynningu og fyrir liggi að finna aðila til að leggja í þá kynningu. Þetta sé á borðinu og reynt verði að vinna málið fljótt. Stjórnvöld vinni með ferðaþjónustunni Kynningar- og markaðsstarfsemi Jólahlaðborð sífellt vinsælli Styttist í törn veitingamanna ÞÓTT enn sé aðeinsoktóber eru veit-ingamenn farnir að skipuleggja jólahlaðborðin og viðskiptavinir þeirra eru margir svo forsjálir, að þeir pöntuðu sér borð á síð- asta ári til að tryggja að þeir kæmust að. Erfitt get- ur reynst að fá borð um helgar, en margir kjósa hvort eð er frekar að raða í sig kræsingunum virka daga, þegar vinnufélagar geta skroppið saman út og notið þess, hvort heldur er í hádegi eða að kvöldi, að greiða minna fyrir veiting- arnar en um helgar. Sumir fara á milli veitingahúsa og þegar jólin ganga í garð eru þeir nánast sérfræð- ingar í öllu sem að jólahlað- borðum lýtur. Ingvar Sigurðsson, yfirmat- reiðslumaður á veitingahúsinu Argentínu, segir veitingamenn taka gestunum fagnandi að vanda. „Í eina tíð var desember jafnan rólegasti mánuður ársins á veit- ingahúsum landsins, fólk fór lítið út að borða en jólaglögg starfs- manna og vinahópa voru þeim mun vinsælli. Það eru ekki nema fimmtán ár síðan jólahlaðborðin fóru að njóta almennra vinsælda og má þakka það Gísla Thorodd- sen matreiðslumeistara sem hafði innleitt þennan góða sið á Íslandi nokkrum árum áður. Nú er svo komið að desember er annasam- asti mánuður ársins á þeim stöð- um sem bjóða upp á hlaðborð. Reyndar er óhætt að segja að það sé alveg brjálað að gera frá enda nóvembermánaðar og allt fram til jóla.“ Hver er ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum jólahlaðborð- anna? „Ástæðan fyrir þessum vin- sældum jólahlaðborðanna er vafa- laust sú þörf fólks að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag í svartasta skammdeginu. Jólahlaðborðin eru orðin hluti af jólaundirbúningnum og ómissandi í hugum margra að borða góðan mat í jólalegu um- hverfi í góðra vina hópi og njóta þannig komu jólanna. Þetta er jú líka ólíkt skemmtilegra en að hvolfa í sig volgu rauðvíni og naga piparkökur á vinnustað eða í heimahúsi. Önnur ástæða er eflaust sú stað- reynd að landsmenn fara meira út að borða en þeir hafa áður gert. “ Er ásókn í jólahlaðborð sífellt að aukast? „Já, ásóknin í hlaðborðin hefur verið að aukast ár frá ári og á lang- flestum stöðum voru flestar helgar uppbókaðar strax í haust. Það er til dæmis algengt að fólk panti sama borðið aftur að ári um leið og það gengur út, til að tryggja að það fái borð að helgi. Flest veit- ingahúsin eru því fullbókuð um helgar en eiga laus borð í miðri viku, enda sýnist mér að flest veit- ingahúsin ætli að vera með lægra verð í miðri viku til þess að reyna að dreifa að- sókninni á vikuna. Þó að verðið sé lægra verða flestir með sama hlaðborðið í boði, bara lægra verð. Þetta kemur auðvitað ágætlega út fyrir gestina, sem geta notið nokkurskonar sértil- boða í miðri viku.“ Hvernig er dæmigerður matur á jólahlaðborðum veitingahús- anna? „Flest hlaðborðin á veitingahús- um Reykjavíkur hafa þennan klassíska danska grunn, þar sem t.d. er boðið upp á ýmsa síldar- rétti, flesksteik, riz a ĺmande og fleira í þeim dúr sem við rekjum til frænda okkar Dana. Þar fyrir utan er hvert veitingahús með sín sér- kenni á borðunum. Flestir reyna að breyta borðunum eitthvað milli ára og setja á hverju ári fram eitt- hvað nýtt. Breytingarnar eru þó aldrei stórvægilegar og ekki hægt að tala um neinar kúvendingar milli ára.“ Vilja flestir gestir veitingahús- anna í desember njóta jólahlað- borðanna? „Já, hefðbundnir matseðlar veitingahúsanna eru gjarnan lagð- ir til hliðar meðan á þessari törn stendur eða minnkaðir verulega. Ég er þó þeirrar skoðunar að hús- in verði að bjóða upp á einhvern seðil með hlaðborðunum, þar sem öruggt er að einhver hluti gest- anna vill borða eitthvað annað. Margir eru búnir að borða af mörgum hlaðborðum og kæra sig ekki um meira. Það er algengt að fólk borði, vinnu sinnar vegna, á veitingahúsum oft í mánuði og þá er eðlilegt að það vilji bragða aðra rétti en þá sem er að finna á jóla- hlaðborðunum.“ Hvenær hefst svo jólahlað- borðstörn veitingahúsanna? „Flest veitingahúsin ætla að byrja að bjóða upp á jólahlaðborð- in upp úr 20. nóvember í ár. Ein- hverjir byrja þó ekki fyrr en viku síðar og aðrir viku fyrr. Okkar reynsla, á veitingahúsinu Argentínu, segir að ekki komi almennileg hreyfing í jólahlaðborð- ið fyrr en um mánaða- mótin nóvember/des- ember, en að sjálfsögðu er það eitthvað misjafnt milli veit- ingahúsa. Sem nærri má geta er þessi tími mjög annasamur fyrir starfsmenn veitingahúsanna og oft tala menn um jólavertíðina sín á milli. Álagið er mikið, vinnutím- inn oft langur og mikið gengur á. En með góðu skipulagi og undir- búningi er þetta ekki svo erfitt og reyndar bara gaman að „kýla“ á þetta.“ Ingvar Sigurðsson  Ingvar Sigurðsson, mat- reiðslumeistari, er fæddur í Stykkishólmi 28. ágúst árið 1966. Hann lauk stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1986. Ingvar lærði mat- reiðslu á Hótel Sögu og útskrif- aðist 1990. Meistarabréf fékk hann árið 1992 eftir að hafa lokið námi í meistaraskólanum. Ingvar hefur starfað sem yfirmat- reiðslumaður á veitingahúsinu Argentínu frá ársbyrjun 1991. Hann er kvæntur Sigrúnu Jóns- dóttur skrifstofudömu. Þau eiga tvær dætur, Aldísi Eddu og Elmu. Betra en volgt rauðvín og piparkökur Frjósamar konur á Norður- löndum KONUR á Norðurlöndum eignast fleiri börn en konur í Evrópusam- bandinu í heild og konur yfir þrítugt eignast meira en helming barna sem fæðast á Norðurlöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Nor- rænni tölfræðiárbók 2001 sem út kom nýlega. Heildarfæðingartíðni, þ.e. sá fjöldi barna sem konur eignast að meðal- tali á barneignarskeiði, er há á Norð- urlöndum. Að Álandseyjum frátöld- um eru öll Norðurlöndin og sjálfstjórnarsvæðin yfir meðaltali ESB-ríkjanna fyrir árið 2000. Fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu á aldrinum 15-49 ára er þó mjög mis- munandi – allt frá 1,53 á Álandseyj- um, sem er hið sama og meðaltal ESB-ríkjanna, til 2,58 í Færeyjum, sem er mun meiri fjöldi en meðaltal ESB-ríkjanna. Á Íslandi var meðal- talsfjöldinn 1,99 á árinu 2000. Það voru konur yfir þrítugu sem eignuðust meira en helming barna sem fæddust á Norðurlöndum. Á tímabilinu 1990-2000 hefur hlut- fall barna sem konur yfir þrítugu eignast aukist úr tæplega 38% af öll- um lifandi fæddum börnum upp í rúmlega 50%. Þetta hlutfall er hæst á Álandseyjum, lægst á Íslandi. Sprellikarlinn hans Davíðs vakti mikla kátínu landsfundagesta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.