Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 11 Lagersala á Laugavegi 67 70% afsláttur af samkvæmisfatnaði Kápur Úlpur Dragtir Kjólar Buxur Pils Toppar Skór MARKÚS Örn Antonsson, útvarps- stjóri Ríkisútvarpsins, lagði fram á fundi framkvæmdastjórnar stofnun- arinnar á fimmtudag bókun sem felur í sér tillögur eða hugmyndir um hvernig bregðast skuli við fjárhags- vanda Ríkisútvarpsins. En tillögurn- ar eru m.a. settar fram í ljósi þess að fyrstu níu mánuði ársins var 190 millj- óna króna halli á rekstri Sjónvarpsins og 48 milljóna króna halli af rekstri Útvarpsins. Um er að ræða frumtillögur sem fela m.a. í sér að útsending sjónvarps- ins verði stytt umtalsvert, verði frá klukkan 18:30-22:30 á virkum dögum og ekki lengur en til miðnættis um helgar. Þá leggur útvarpsstjóri fram tillögu þess efnis að tíufréttir verði lagðar niður og mjög dregið úr sýn- ingum frá íþróttaviðburðum sem hafa hækkað mikið í innkaupum að und- anförnu. Lagt er til að rekstur texta- varps og vefjar Ríkisútvarpsins verði einfaldaður og að dagskrá Rásar 1 verði gerð eins einföld og ódýr og mögulegt er. Samkvæmt tillögunum skal halda Rás 2 í samkeppnishæfu ástandi. Einnig leggur útvarpsstjóri til að tímabundnir ráðningarsamning- ar sem renna út á næstunni verði al- mennt ekki endurnýjaðir og að hefja þurfi undirbúning að því að losa um aðra samninga. Tillögur enn á umræðustigi Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins og stað- gengill útvarpsstjóra, segir að tillög- urnar séu enn á umræðustigi og að samkvæmt beiðni útvarpsstjóra hafi framkvæmdastjórar og forstöðu- menn rekstrarsviða þegar hafið vinnu að drögum að rekstraráætlun sinna sviða fyrir næsta ár og að meta áhrif þessara aðgerða á reksturinn. Drögin verða lögð fyrir næsta fund fram- kvæmdastjórnar 5. nóvember nk. „Miðað við fyrstu drög að fjárhags- áætlun fyrir árið 2002 og miðað við óbreytt umfang rekstrar og óbreytt afnotagjald, er fyrirsjáanlegur 300– 400 milljóna króna rekstrarhalli hjá Ríkisútvarpinu á næsta ári,“ segir Bjarni. „Tillögur útvarpsstjóra miða að því að lækka rekstrarkostnað eins og mögulegt er. En þetta eru frum- tillögur sem eftir er að vinna nánar.“ Bjarni segir að ekki hafi verið ráðið að nýju í lausar stöður frá því í vor nema til að leysa úr brýnustu verk- efnum. „Á vormánuðum styttum við erlendu dagskrána á virkum dögum sem nemur tveimur og hálfri klukku- stund á viku. Einnig vorum við með töluvert af endursýningum í kvöld- dagskránni í sumar. Þetta eru allt lið- ir í sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum sem gripið var til.“ Bjarni segir að í sumar hafi þessu til viðbótar verið teknar ákvarðanir um sparnað upp á um 90 milljónir króna til áramóta. Til- lögur útvarpsstjóra sem lagðar voru fram á fimmtudag eru síðan viðbót við þau áform. „Á næsta fundi verður fjallað nánar um alla liði tillagna útvarpsstjóra og að sjálfsögðu verða aðrar aðgerðir til hagræðingar, sem kunna að koma fram, einnig skoðaðar.“ Ríkisútvarpið hefur óskað eftir því við menntamálaráðherra að afnota- gjöld verði hækkuð um rúm 11%, sem gæfi um 200 milljónir í tekjur á ári og myndi því bæta stöðuna töluvert. Skýrsla vinnuhóps gæti breytt forsendum Þá skipaði menntamálaráðuneytið vinnuhóp í sumar sem ætlað er að fjalla um fjárhag og rekstur Ríkisút- varpsins. Meðal þess sem hópurinn á að skoða eru áhrif lífeyrisskuldbind- inga á rekstur Ríkisútvarpsins og áhrif lagaskyldna við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Lífeyrissjóðsskuldbind- ingar kosta stofnunina um 200 millj- ónir króna á ári með vöxtum og afborgunum og Sinfóníuhljómsveitin um 100 milljónir, að sögn Bjarna. Vinnuhópurinn á að skila skýrslu 15. nóvember og segir Bjarni að ef breyt- ingar verði gerðar á þessum þáttum myndi það lækka áætlaðan rekstrar- halla Ríkisútvarpsins sem því næmi. „Þá væri ástandið orðið allt annað en nú um ræðir. En miðað við núverandi stöðu er það ábyrg afstaða stjórnenda að undirbúa aðgerðir til að endar nái saman.“ RÚV stefnir í 300–400 milljóna króna rekstrarhalla á næsta ári Niðurskurður á dagskrá er óhjákvæmilegur að mati stjórnenda BÍLADAGAR standa í dag og á morgun og sýna bílaumboðin 12 yfir 170 gerðir bíla frá 30 framleiðend- um. Er þetta í fyrsta sinn sem um- boðin hafa samstarf um samstillta bílasýningu. Þá verður sérsýning á aldrifsbílum í Vetrargarði Smára- lindar um helgina og víða um landið sýna umboðsmenn umboðanna einn- ig. Í samanburði Bílgreinasambands- ins á útsöluverði nokkurra algengra bíla á Íslandi og fimm öðrum löndum í Evrópu kemur fram að bílverð á Ís- landi er í mörgum tilfellum lægra en þar. „Þessi niðurstaða kemur á óvart, ekki síst í ljósi þess að opin- berar álögur á innflutta bíla eru hærri hér á landi en í flestum Evr- ópulöndum,“ segir í frétt frá Vinum bílsins, regnhlífarsamtökum Bíl- greinasambandsins, umboðanna, tryggingafélaga og lánafyrirtækja en þau standa fyrir átakinu Bíladag- ar. Opinberar álögur á innflutnings- verð bíla eru hérlendis 70%, 93% í Finnlandi, 218% í Danmörku, 16% í Austurríki, 50% í Hollandi og 17,5% í Bretlandi. Í frétt frá Vinum bílsins segir að skýring á lægra bílverði hér- lendis en sums staðar erlendis sé að kostnaður við sölu bíla sé lægri og að innflutningsverð þeirra sé hagstætt. Í flestum Evrópulöndum annast tveir aðilar söluna, innflytjandi og söluumboð en hér sé þetta á höndum sama aðila. Þá segir að álagning sé lægri hér og samkeppni mikil og bent er á að oft sé í bílum hér auka- búnaður sem innifalinn sé í verðinu en oft þurfi að greiða fyrir hann sér- staklega víða erlendis. Þá benda Vinir bílsins á þá bylt- ingu sem þeir segja að hafi orðið í nýjum bílum hvað varði öryggi og mengunarvarnir. Sýningar umboð- anna eru opnar í dag milli kl. 12 og 17 og á morgun frá 13 til 17. Sýningin í Smáralind er opin lengur. Gestir bílaumboðanna geta unnið til verð- launa með því að fá stimpil fyrir að sækja þrjár sýninganna og veitir hvert umboð verðlaun. Yfir 170 bílagerðir sýndar á bíladögum Morgunblaðið/Golli Auk sýninga allra bílaumboð- anna er sérsýning í Vetrargarði Smáralindar á aldrifsbílum.         !  ) !01  ( ,20)& !0/ ! 0  ( 34 01 5$0' & 60'07 8 - !0  09( : !0( $0' !0 4  ; 0'    0-(  < & (0/=  5!, 808! ' 8 -+$+! >  #%   *      '(*       !  " #$     !  %  & # %   '    (&) '  *+   ,  -      (  %* ?@ +($#  $%*?B ' $%* ,!$%* /   ADEAD@ ' $%* '*.*?0* -($ BA0) F ;>  G0 F '. %(  ' AD ) #A0 F Í GÆR boðaði Bjarni Guðmunds- son, starfandi útvarpsstjóri, til fundar með starfsmönnum Rík- isútvarpsins þar sem bókun út- varpsstjóra var kynnt. Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannasamtaka Ríkisútvarps- ins, sat fundinn, sem hann segir hafa verið þarfan þar sem töluverð óvissa hafi ríkt meðal starfsfólks stofnunarinnar við að heyra um til- lögurnar í fjölmiðlum. „Menn eru auðvitað felmtri slegnir yfir þess- um hugmyndum, en við gerum okk- ur grein fyrir að þetta eru aðeins tillögur og hugmyndir. Ef heldur áfram að þrengja að fjárhag Rík- isútvarpsins verður að skera niður þjónustuna, það er löngu ljóst.“ Jón Ásgeir segir að á fundinum hafi verið ítrekað að aðeins væri um hugmyndir að ræða, en í kjölfar niðurskurðar og samdráttar hjá stofnuninni hafi starfsandinn ekki verið góður og fundurinn því þarf- ur. Starfsmannaþing Ríkisútvarps- ins sendi frá sér ályktun í gær þar sem m.a. áformum um samvinnu fulltrúa starfsmanna og stjórnenda við stefnumótum í starfsmanna- málum er fagnað. Í ályktuninni kemur einnig fram að næstu þrjá mánuði muni starfshópar vinna að stefnumótun viðvíkjandi samfélags- hlutverki, markaðsstöðu og stoð- deildum Ríkisútvarpsins. Í kjölfarið verður gerð skoðanakönnum meðal starfsmanna og þeir inntir eftir við- horfum til rekstrarþátta og rekstr- arbreytinga sem ætlunin er að gera í samræmi við vilja starfsmanna. Jón Ásgeir segir að vonir séu einnig bundnar við að niðurstöður vinnuhóps menntamálaráðuneyt- isins muni breyta stöðu mála svo ekki þurfi að grípa til jafnharðra aðgerða og tillögur eru um í beiðni útvarpsstjóra. Starfsandi kannaður Á FUNDI stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, í gær, þar sem brunaöryggismál í Hval- fjarðargöngunum voru m.a. til um- ræðu, var ákveðið að taka bruna- eftirlits- og viðbragðsþátt vegna brunavarna upp við Brunamála- stofnun. Leitað verður m.a. eftir því hvort Slökkvilið Akraness eða SHS eigi að fara með lögsögu í göngunum. SHS hefur nú lögsögu út að miðju ganganna, en ekki hef- ur verið gengið frá samkomulagi slökkviliðanna tveggja hvort fari með alla lögsöguna, þrátt fyrir að lögreglustjórinn í Reykjavík fari með lögreglulögsögu í göngunum. Brunamálastjóri hefur tilkynnt að vinna eigi brátt að hefjast til að koma brunaöryggismálum í göng- unum í skýran farveg og stefnt er að æfingu í göngunum innan 3–4 mánaða. Brunavarnir í Hval- fjarðargöngum Brunamála- stofnun skoðar málið STARFSFÓLKI Íslenska álfélags- ins í Straumsvík á að fækka um 4% á næstu mánuðum fram til 1. apríl í vor vegna fyrirmæla frá móðurfyr- irtækinu ALCAN, sem hefur ákveðið að ná fram sparnaði í rekstri fyrirtækisins vegna dökkra horfa á álmörkuðum meðal annars með fækkun starfa hjá fyrirtækinu um 7%. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi ÍSAL, sagði að ALCAN hefði boðað fækkun um 3.600 störf, sem væru um 7% af vinnuaflinu hjá fyrirtækinu. Íslenska álfélagið þyrfti að leggja eitthvað af mörk- um í þessum aðgerðum og þyrfti að fækka um tuttugu manns sem væri um 4% af starfsmönnum. Það yrði gert með þeim hætti að það yrði ekki ráðið fyrir þá sem hættu störfum. Fækkun starfsmanna ætti að vera lokið á fyrsta fjórðungi næsta árs, sem þýddi að henni ætti að vera lokið fyrir 1. apríl. Þannig gæfust fimm mánuðir til að hrinda þessu í framkvæmd, sem gerði það vonandi að verkum að hægt yrði að gera þetta með sem minnstum óþægindum fyrir starfsfólk fyrir- tækisins. Í einhverjum tilfellum gæti einnig þurft að framlengja ekki tímabundna ráðningarsamn- inga. Norðurál fækkar ekki Hrannar sagði móðurfyrirtækið vera að bregðast við minni eftir- spurn á álmarkaði, en hún hefði dregist saman um tæp 5% á þessu ári frá því í fyrra, sem væri mesta minnkun milli ára í tuttugu ár. Hjá Norðuráli fengust þær upp- lýsingar að ekki stæði til nein fækkun á starfsmönnum fyrirtæk- isins. Starfsfólki ÍSAL fækk- ar um 20 á næstunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.