Morgunblaðið - 27.10.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.2001, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg Það vantaði ekki ákafann í spilamennskuna hjá ungum sem öldnum og ekki annað að sjá en að þeir hafi notið samvistanna enda margt sem kynslóðirnar geta miðlað hver annarri. ÞAÐ var ekki að sjá að ald- ursmunurinn truflaði fólkið sem kom saman í Gerðubergi á fimmtudag og spilaði fé- lagsvist þó að tugir ára skildu að. Þarna voru á ferðinni eldri borgarar víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu og tólf ára börn úr bekk 72 í Hóla- brekkuskóla. Félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og grunnskólar í Breiðholti hafa unnið að því að tengja saman kynslóðirnar í hverfinu með samtali, sam- veru og samskiptum og var félagsvistin á fimmtudag fyrsti liðurinn í því. Reyndar komu eldri spilamennirnir ekki allir úr nágrenninu held- ur létu sig ekki muna um að koma vestast úr vest- urbænum ef því var að skipta til að grípa í spilin með krökkunum. Meðal þeirra sem sökktu sér niður í spilamennskuna var Jón Pálsson, betur þekkt- ur sem Jón Bondó, en það við- urnefni fékk hann í Vest- mannaeyjum þar sem „annar hver maður er uppnefndur“ eins og hann útskýrir sjálfur. Spurður um aldur segist hann vera ungur eða 67 ára. Einn af spilafélögum Jóns var Andrea Rós Sigurðardóttir sem er tólf ára en henni þykir rosalega gaman að spila við gamla fólkið sem er skemmti- legt að hennar mati þótt það sé öðruvísi en hún bjóst við. „Það er kannski svolítið að segja manni hvernig maður á að spila,“ segir hún en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún spilar félagsvist. „Við spil- uðum einu sinni á þemadög- um í skólanum.“ Engar stórar vitleysur Jón segir orðið nokkuð langt síðan hann spilaði síðast við ungt fólk en spilamennsk- una hefur hann í blóðinu. „Ég hef verið spilafíkill frá því að ég var barn því það var spilað mikið í mínum foreldra- húsum. Ég var t.d. 11–12 ára gamall þegar ég var farinn að spila brids við foreldra mína.“ Jón segir framtakið mjög gott. „Ef fullorðna fólkið má ekki vera að því að kenna börnunum þá læra þau þetta aldrei og því finnst mér að þeir sem standa að þessu eigi heiður skilið.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu prúð börnin eru og hversu góðir spilamenn þau eru. „Ég hef að minnsta kosti ekki orð- ið var við að þau hafi gert neina stóra vitleysu,“ segir hann og kímir. Það kemur á daginn að krakkarnir komu honum á óvart á fleiri vegu: „Ég er hér í tréskurði og það var talað um það í gær að hér yrði fé- Andrea Rós og Jón Bondó hafa áhuga á að grípa oftar í spilin með hvort öðru á félagsvist í Gerðubergi. Kynslóðir mætast í fjörugri félagsvist Breiðholt lagsvist en það var ekkert minnst á börnin. Ég og konan komum hingað og svo bara fylltist allt af börnum og það gladdi mig mjög mikið.“ Andrea heldur að krakkar eins og hún geti lært mikið af gamla fólkinu í spilamennsk- unni. Hún segir þó að annað hafi borið á góma en bara spilamennskuna. „Áðan var verið að spyrja mig að því í hvaða skóla ég væri og hvort það væri mikið félagslíf í skól- anum,“ segir hún en Jón Bondó ætlar sér þó ekki að mæta í félagslífið hjá krökkunum enda segist hann hafa verið lítið fyrir skóla í gegnum tíð- ina: „Ég var ákaflega latur að læra því ég var alltaf niðri á bryggju og 14 ára gamall var ég kominn til sjós og var að dunda við það í 47 ár. En ég hef mjög gaman að því hvað krakkarnir eru áhugasamir um þetta og virðast taka vel eftir þegar maður er að segja þeim til.“ Læra hvert af öðru Hann heldur þó að það séu ekki bara börnin sem geti lært af þeim sem eldri eru. „Eins held ég að eldra fólkið geti lært af börnunum. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þau eru prúð hérna og lítill hávaði og það er gaman að tala við þau og þau eru skýr.“ Andrea segist ekki vera vön að spila mikið við eldra fólk. „Afi minn býr í Svíþjóð en ömmur mínar báðar eru í nágrenninu. Reyndar býr önnur amman mín í sömu blokk og ég og svo býr hin rétt hjá. En ég hef bara spilað Olsen-olsen og svoleiðis við þær, ekkert annað, ég spila mest við vini mína í skólanum og oft heima.“ Hún segir að hún myndi örugglega mæta aftur til að spila við eldra fólkið ef tæki- færi gæfist og í sama streng tekur Jón Bondó sem ætlar að mæta næst þegar kynslóð- unum verður stefnt saman. Það verður gert hinn 1. nóvember en þá munu tólf ára börn úr Fellaskóla mæta til leiks í Gerðubergi til að njóta samvista við eldri spilamenn. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt kaup á Aðalstræti 10 sem er elsta hús í borginni. Kaupverðið er 42 milljónir króna. Í fréttatilkynningu segir að ætlunin sé að nýta húsið til margvíslegrar starfsemi tengdri staðsetningu og sögu hússins en það er þar sem talið er að bær Ingólfs Arn- arsonar hafi staðið. Húsið var aukinheldur hluti af Innrétt- ingum Skúla Magnússonar og markar þannig upphaf þéttbýlis í Reykjavík. Hús í Aðalstræti 10 var fyrst reist árið 1752 og var þar rekin dúkvefnaðarstofa sem brann árið 1765, að því er segir í fréttatilkynning- unni. Var núverandi hús reist á rústum dúkvefnaðarstof- unnar sama ár. Var það notað sem klæðageymsla í fyrstu en síðar sem íbúð undirfor- stjóra Innréttinganna. Jón forseti átti aðsetur í húsinu Árið 1807 eignaðist Geir Vídalín biskup húsið en árið 1823 keypti konungur húsið að biskupi látnum. Meðal þeirra sem hafa átt aðsetur í húsinu er Jón Sigurðsson for- seti en bróðir hans Jens bjó í húsinu. Matthías Johannesen faktor keypti húsið árið 1873 og bjó þar þangað til húsinu var breytt í sölubúð árið 1889. Árið 1894 eignaðist Helgi Zoëga kaupmaður hús- ið en kaupmennirnir Silli og Valdi keyptu það árið 1926 og ráku þar verslun í áratugi. Veitingarekstur undir nafninu Fógetinn hófst í húsinu árið 1984 og hafa ýmsir veitingastaðir og krár verið reknar þar síðan. Í dag er þar veitingastaðurinn Vídalín. Húsið var friðað árið 1983 og er nú sem fyrr segir kom- ið í eigu borgarinnar. Morgunblaðið/RAX Húsið við Aðalstræti 10, þar sem nú er rekinn veitingastað- urinn Vídalín, er komið í eigu borgarinnar. Borgin kaupir Aðalstræti 10 Miðborg TIL stendur að auka mjög við hreinsun í Hafnarfirði en ný- lega var tekið í notkun nýtt húsnæði þjónustumiðstöðvar bæjarins. Kostnaður við nýju miðstöðina var um 145 millj- ónir króna. Fyrir utan húsið, sem er 1.660 fermetrar að stærð, var bílakostur miðstöðvarinnar endurnýjaður. Keyptir voru bílar fyrir um 20 milljónir en auk þess eru nokkrir bílar í rekstrarleigu. Að sögn Björns Bögeskov Hilmarssonar garðyrkju- stjóra hafa verkefni miðstöðv- arinnar, sem áður var kölluð Áhaldahúsið, verið að breyt- ast. „Þetta er að færast yfir í almenna þjónustu við bæjar- búa og hreinsun á bænum en við erum minna í stærri fram- kvæmdum. Til dæmis höfum við í ríkari mæli gefið fólki ráð varðandi lóðir og annað.“ Björn segir að til standi að auka við alla þjónustu og nefnir hreinsunarmálin sér- staklega. „Það er verið að skipta bænum upp í viðhalds- svæði fyrir snjómokstur og al- menna hreinsun. Eins erum við að vinna að því núna að gefa út þjónustubók þar sem allir þeir þættir, sem þjón- ustumiðstöðin á að sjá um, eru felldir niður og hún verður að- gengileg á Netinu og í þjón- ustumiðstöðinni.“ Hann segir listann yfir verkefnin ærið langan. „Það er allt frá hol- ræsum bæjarins, snjómokstri og hálkueyðingu til allra leik- svæða bæjarins, opinna svæða, garðsláttar og fjölda annarra verkþátta.“ Að sögn Björns er mikill að- stöðumunur fólginn í nýja húsnæðinu fyrir starfsmenn miðstöðvarinnar. „Þarna ertu kominn með 1.600 fermetra hús og hver deild er með sína aðstöðu en þjónustumiðstöðin skiptist í þjónustudeild og umhverfisdeild,“ segir hann. Hann nefnir að auk sín sé Reynir Kristjánsson yfirmað- ur í húsinu en hann er yfir þjónustudeild. Morgunblaðið/Kristinn Björn Bögeskov garðyrkjustjóri við nýtt merki og húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar sem nýlega var tekin í notkun. Þjónusta við íbúa aukin Hafnarfjörður FRÆÐSLURÁÐI hefur bor- ist bréf frá íbúa Staðahverfis þar sem tíunduð er óánægja foreldra barna í Korpuskóla varðandi skólamál í hverfinu. Lúta athugasemdirnar fyrst og fremst að staðsetningu og húsnæði skólans. Í bréfinu segir að sam- kvæmt aðalskipulagi og deili- skipulagi hafi skóli fyrir hverf- ið átt að vera á horni Bakkastaða og Korpúlfsstaða- vegar en það sé nokkurn veg- inn í miðju hverfinu. Hins veg- ar sé skólinn ekki kominn í framkvæmd og hönnun ekki hafin. Bent er á að fjarlægð að Korpuskóla sé 1,6 kílómetrar úr nyrstu húsum hverfisins og gönguleiðir barna í skólann séu mjög langar. Þá eru tíundaðar athuga- semdir varðandi húsnæði skól- ans. Sagt er að ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þar sem skortur sé á húsnæði, ekki sé salur í skólanum þannig að ekki sé hægt að kalla börn á sal og leikfimisaðstöðu, mat- reiðslukennslu og bókasafn vanti í skólann. Frágangur gólfa er sagður í ólagi auk þess sem fjölmargar athugasemdir hafi verið gerðar af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna brunavarna í skólanum. Er farið fram á að skóla- akstur hefjist nú þegar og að hönnun á nýjum skóla verði hafin strax þannig að verkleg- ar framkvæmdir geti hafist næsta sumar. Einsetning í forgangi Sigrún Magnúsdóttir, for- maður fræðsluráðs, segir að ef vegalengdir í hverfinu séu yfir viðmiðunarmörkum Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur sé sjálfgefið að hefja skólaakstur í hverfinu. „Ég dreg ekkert í efa að það sé satt og rétt að vegalengdirnar séu þetta lang- ar því það þarf ekkert annað en að horfa á hverfið sem er langt og mjótt. Og ef þetta stendur heima munum við láta skólabíl fara eftir aðalgötunni og það verður bara sett í gang nú þegar.“ Hún segir ekki á valdi fræðsluráðs að ákveða hvort hafist verði handa við hönnun nýs skóla nú þegar heldur hafi byggingadeild borgarverk- fræðings með það að gera. Við gerð rekstraráætlunar fræðsluráðs komi í ljós hversu mikið fé sé til ráðstöfunar fyrir nýjar byggingar en það sé sá rammi sem byggingadeildin vinni innan. „Á næsta fundi fræðsluráðs kemur bygginga- deildin til þess að kynna sína áætlun og þá höfum við í fræðsluráði tækifæri til að hafa áhrif á færslu innan rammans. En við höfum í al- gjörum forgangi tvísetnu skólana sem eftir á að einsetja þannig að það er ekkert sem breytir því. Einsetningin er samkvæmt grunnskólalögum og við það stöndum við,“ segir Sigrún. Að hennar sögn er þó ljóst að stefnt er að byggingu nýs skóla í hverfinu. Ákveðið hafi verið að nota Korpúlfsstaði fyrir starfsemi skólans í stað færanlegs húsnæðis. „Það var alltaf talað um það sem bráða- birgðalausn en svo er það bara spurning um uppbygginguna,“ segir hún. Skólaakstur hefjist í Korpuskóla Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.