Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 16

Morgunblaðið - 27.10.2001, Page 16
Morgunblaðið/Benjamín HAUSTIÐ hefur farið mildum höndum um Norðlendinga og á síð- asta degi sumarsins skörtuðu þau sínu fegursta sumarblómin á um- ferðareyjunni í Glerárgötu á Ak- ureyri. Blómin skörtuðu sínu fegursta AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bingó hjá Baldursbrá KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá verð- ur með fjölskyldubingó sunnudaginn 28. október kl. 15:00. Fjöldi góðra vinninga. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Glerár- kirkju. Allir hjartanlega velkomnir. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barna- kór kirkjunnar syngur. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag, fyrirbænir. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag. Opið hús fyrir foreldra og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusam- koma kl. 11 á morgun, sunnudag. Börn og unglingar syngja, sýna leikþátt og brúðuleikhús. Kynning á barna- og ung- lingastarfi Hjálpræðishersins. Heimila- sambandið kl. 15 á mánudag. Fundur fyrir konur á öllum aldri. Örkin hans Nóa, fyrir krakka í 1. og 2. bekk kl. 17 á mánudag. Biblíufræðsla kl. 19 á þriðju- dag. Boðið verður upp á léttan málsverð. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund verður í kvöld, laugardag kl. 20. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar á morgun, sunnudag kl. 11.30. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Pétur Ingimar Reynisson sér um kennslu fullorðinna. Pétur predik- ar einnig á vakningasamkomu kl. 16.30 sama dag. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta, barnapössun. KFUM og K: Biblíu- og bænastund kl. 17 á morgun, sunnudag. Fundur í yngri deild, fyrir drengi og stúlkur, 10 til 12 ára á mánudag kl. 17. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa kl. 11 á morgun í Kaupvangskirkju. Messa sama dag kl. 13.30 í Hólakirkju. Predik- unarefni:Tollheimtumenn og skækjur. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messa verður fyrir allt prestakallið í Möðruvalla- kirkju á morgun, sunnudag, 28. október kl. 14:00. Sr. Gylfi Jónsson predikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Messukaffi á prestssetrinu eftir messu. Kirkjustarf Hlátur fyrir alla HUGRÚN Lilja Hörn hlátursleið- beinandi kynnir hlátursnámskeið í dag, laugardag kl. 16, í Glerárgötu 32, 3. hæð, gengið inn að austan. Kynning á námi GUNNAR Gunnarsson sálfræðing- ur og höfuðbeina- og spjaldhryggs- jafnari kynnir þriggja ára heildar- nám í Cranio-Sacral meðferð. Hún fer fram að Glerárgötu 32, 3. hæð, gengið inn að austan í dag, laugar- dag kl. 14. Meðferð kynnt og sýnd á staðnum. Töluvert af loðnu við Kolbeinsey NÓTASKIPIÐ Súlan EA landaði 32 tonnum af loðnu í Krossanesi í vik- unni, eftir um viku loðnuleitartúr fyrir norðan land. Bjarni Bjarnason skipstjóri sagðist hafa orðið var við töluvert af loðnu vestan við Kol- beinsey en að hún hefði verið dreifð og óveiðanleg. Einnig varð vart við eitthvað af loðnu austan við Kol- beinseyjarhrygginn, þar sem Súlan fékk þessi 32 tonn af mjög góðri loðnu. Bjarni sagði þó ljóst að skip- verjar myndu ekki sprengja neina launaskala í þessum túr. Súlan leitaði á svæðinu frá Hala og austur fyrir Sléttu og keyrði um 1.100 sjómílur í túrnum. „Við vorum bara einir að flækjast þarna, hafið er stórt og það skiptir máli að vera fleiri við að leita.“ Bjarni sagði að sjórinn fyrir norð- an land væri enn hlýr en hann taldi það aðeins tímaspursmál hvenær loðnan myndi gefa sig. ÞRÍR fulltrúar rússneska álfélagsins Russian Aluminium voru á Akureyri í fyrradag og áttu þar fund með Val- gerði Sverrisdóttur iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Þeir lýstu yfir áhuga sínum á að skoða uppbyggingu álframleiðslu á vegum fyrirtækisins hér á landi,“ sagði Valgerður. Russian Aluminium er annað stærsta álframleiðslufyrirtæki heims en höfuðstöðvar þess eru á Péturs- borgarsvæðinu í Rússlandi. Fram- leiðsla þess á síðasta ári nam tveimur milljónum tonna af áli. Fulltrúar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fóru með Rússunum og skoðuðu aðstæður á Dysnesi í Arn- arneshreppi, en það svæði hefur verið tekið frá í skipulagi undir stóriðju. „Það sem mér fannst athyglisverð- ast er að þeir hafa áhuga á að kanna hvort grundvöllur er fyrir framleiðslu súráls, en slík framleiðsla er ekki fyrir hendi hér á landi. Jarðhitinn sem við búum við hér á landi er lykillinn að því að svo geti orðið,“ sagði Valgerður. Hún sagði að Rússarnir hefðu vitað af uppbyggingu á þessu sviði hér á landi sem og af hreinni orku og jarðhita og því hefðu þeir sýnt því áhuga að byggja upp hér. Valgerður sagði málið á algjöru byrjunarstigi. Morgunblaðið/Hólmar Svansson Lóðin á Dysnesi í Eyjafirði sem ætluð er undir stóriðju. Fulltrúar Russian Aluminium skoðuðu aðstæður á Dysnesi við Eyjafjörð Möguleiki á súr- álsframleiðslu ÞINGMENN Norðurlandskjör- dæmis eystra voru á yfirreið um kjördæmið í vikunni og áttu fundi með fjölda fólks á svæðinu. Þingmennirnir hittu fyrir sveit- arstjórnarfólk, fulltrúa stofnana, fyrirtækja og einstaklinga í sér- stökum viðtalstímum á þriggja daga ferð um Þórshöfn, Raufar- höfn, Mývatnssveit, Laugar, Húsavík og Akureyri. Að sögn Halldórs Blöndals for- seta Alþingis og fyrsta þingmanns kjördæmisins eru fundir sem þessir mjög mikilvægir. Hann sagði að samgöngu- og atvinnumál hefðu verið ofarlega í huga sveit- arstjórnarmanna á svæðinu. Hall- dór sagði að Norður-Þingeyingar hefðu miklar áhyggjur af fólks- fækkun á svæðinu og þá sérstak- lega Raufarhafnarbúar, þar sem hafi orðið ógnvænleg fækkun á síðustu árum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni voru íbúar Raufarhafnarhrepps þann 1. des- ember sl. 341 en fyrstu 9 mánuði þessa árs fækkaði íbúum hrepps- ins um rúmlega 50 og er íbúatalan því komin niður fyrir 300 manns. Árið 1998 voru íbúar hreppsins 407 talsins. Halldór sagði að menn hefðu einnig haft áhyggjur af framtíð rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri þar sem ekki væri nein innfjarðarrækjuveiði í Öxarfirði. Morgunblaðið/Kristján Árni Steinar Jóhannsson, Einar Már Sigurðsson, Valgerður Sverr- isdóttir, Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich og Steingrímur J. Sig- fússon tóku á móti viðmælendum sínum á Hótel KEA á Akureyri. Einar Már sat fundinn í forföllum Svanfríðar Jónasdóttur. Þingmenn á ferð um Norðurlandskjördæmi eystra Ógnvænleg fólksfækkun á Raufarhöfn BARNASKÓLINN í Ólafsfirði fékk á dögunum tólf nýjar tölvur til kennslu fyrir nemendur skólans. Um er að ræða Dell tölvur sem tengdar eru netþjóni hjá Nett / Anza á Ak- ureyri. Vinna nemendur á tölvurnar sem eru beintengdar við Nett; hýsing gagna er með öðrum orðum á Akureyri. Enginn hugbún- aður er á harðdiskum tölvanna sjálfra, en þó er hægt að breyta þeim í venjulegu einmenningstölvu. Tölvurnar eru keyptar á kaup- leigu til fjögurra ára, og segir Guð- björn Arngrímsson að eini munurinn á þessu fyrirkomulagi og öðrum tölvuverum sé sá að snúran lengist um 64 kílómetra! Morgunblaðið/Helgi Jónsson Guðbjörn Arngrímsson og Hild- ur A. Ólafsdóttir, skólastjóri barnaskóla Ólafsfjarðar. Nýjar tölvur Barnaskólinn í Ólafsfirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.