Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 20

Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 20
FELLAHREPPUR býður íbúa Austurlands velkomna í heimsókn í dag. Þá verður ný 460m² viðbygg- ing við Fellaskóla tekin formlega í notkun og eykur það skólahúsnæðið um þriðjung. Einnig vill sveitarfé- lagið kynna sig sem fjölskylduvænt samfélag. Fellahreppur er eitt fárra sveit- arfélaga á Austurlandi sem státað getur af nær stöðugri fólksfjölgun undanfarin ár. Síðastliðinn ára- tug varð 12% fólksfjölgun í Fellahreppi, en 1. desember sl. voru íbúarnir 444, þar af 360 í þéttbýli. Rúm- lega 20% íbú- anna eru á grunnskólaaldri. Eyjólfur Val- garðsson oddviti Fellahrepps segir að sveitarfélagið telji ástæðu til að kynna sig. „Það sem við vekjum nú athygli á, er hin jákvæða íbúaþróun sem við höfum orðið vör við síðast- liðin tíu ár. Okkur þykir á vissan hátt merkilegt, að á meðan fækkun verður í fjórðungnum, þá fjölgar hjá okkur,“ segir Eyjólfur. Að- spurður um ástæðu fjölgunar segir hann að staðsetning Fellahrepps og Fellabæjar hafi gríðarlega mikið að segja. „Við erum vel í sveit sett. Í ná- grenni við flugvöllinn og vel stað- sett landfræðilega. Þetta er eitt af því sem við byggjum á og sér- staklega vil ég meina að það sé hitaveitan sem laðar að. Þegar mað- ur skoðar línurit yfir rúmmálsaukn- ingu í byggingum, sér greinilegan mun á þegar hitaveitan var tekin í gagnið. Þá verður nánast sprenging í byggingum á svæðinu. Þetta hefur augljóslega mikil áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu.“ Virkjunarsvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella er við Urriðavatn í Fellahreppi. Það er stærsta orkuvinnslusvæði á Austur- landi, 10,2 megawött. Öll hús í þétt- býli Fellahrepps eru hituð með vatni þaðan. Nýlokið er borun sem skilaði 20 s/l af 73°C vatni í viðbót við þá 40 s/l sem fyrir voru. Við- bótin er nægjanlegt heitt vatn fyrir 1.000 manna íbúðabyggð. Búa sig undir þenslu ef verður af virkjana- og stóriðjuáformum „Við höfum síðustu þrjú árin markvisst búið okkur undir þá þenslu sem hér gæti orðið, ef farið verður út í stóriðju- og virkjana- framkvæmdir,“ segir Eyjólfur, „hvaða skoðun sem menn hafa nú annars á því. Við byggjum þá vinnu á mjög góðum grunni fyrrverandi sveitarstjórna. Áhersla hefur verið lögð á að stækka grunnskólann og er hann orðinn einsetinn. Fyrir fáum árum var tekin í notkun við- bygging við leikskólann, sem varð raunar talsvert stærri en þáverandi leikskóli. Þetta er í dag tveggja deilda leikskóli með þremur kenn- urum og þar er unnið öflugt og fag- legt starf. Ég legg áherslu á að bið- listar eru þar engir. Náið samstarf er milli leikskólans og grunnskólans. Þar vorum við að fara yfir 100 nemendur á þessu ári og aukningin er stöðug. Þarna inn- an dyra er einnig rekinn öflugur tónlistarskóli og þar er nemenda- fjöldi kominn vel yfir hundrað. Það er líklega ekki ofsögum sagt að fjórði hver Fellamaður sé í Tónlist- arskólanum, auk fólks úr öðrum sveitarfélögum.“ Félagsmiðstöðin Afrek flutti fyrir skemmstu í nýinnréttað 90 fer- metra húsnæði. Hún er fyrir krakka á aldrinum 9–18 ára, en ald- ursmarkið var hækkað í 18 ár nú í haust við hækkun sjálfræðisaldurs. Það hafði í för með sér þá ný- breytni að kynna unglingum mögu- leika þeirra í atvinnumálum og að- stoð við að útvega vinnu ef svo ber undir. Félagsmiðstöðina Afrek sækja krakkar sem búsettir eru í Fellahreppi, auk þess sem krökkum af Norður-Héraði stendur til boða að sækja hana.“ Eyjólfur segir sveitarfélagið nú geta tekið við ríflega 120 manns án þess að þurfa að leggja út í fjárfest- ingar. Megináhersla hafi verið lögð á að byggja upp fjölskylduvænt samfélag. „Það er engin launung á því að við höfum beitt gríðarlegum starfskröftum og fjármagni í þessa liði,“ segir hann. Fellahreppur hefur verið að vinna að nýju aðalskipulagi og vakti athygli að deilur urðu um tilfærslu á brúarstæði Lagarfljótsbrúar. „Við erum að fá samþykkt nýtt aðalskipulag sem gildir til 2012,“ segir Eyjólfur. „Við eigum tilbúið deiliskipulag, sem gerir ráð fyrir að byggt verði íbúðarhúsahverfi út svokallaða Hvamma til norðurs. Þar er búið að skipuleggja mjög skemmtilegt svæði með einkar fal- legu útsýni, t.d. til Dyrfjalla og Snæfells.“ Gert er ráð fyrir að Lagarfljóts- brúin færist 50 eða 60 metra ofar í Fljótið en nú er. Eyjólfur segir 17 athugasemdir hafa verið gerðar, þar á meðal barst undirskriftalisti undirritaður af rúmlega 50 manns. „Það er bara eðli málsins sam- kvæmt, þegar farið er í aðalskipu- lag og gerðar breytingar þá eru skiptar skoðanir á málum. Brúin er á vegaáætlun árið 2010, en það er auðvitað óvíst hversu mikil þörf verður fyrir þungaflutninga hér, ef eitthvað fer að gerast.“ Í dag verður opið hús í Fella- skóla, Tónlistarskóla Fellahrepps, leikskólanum Hádegishöfða, fé- lagsmiðstöðinni Afreki og Ráðhúsi Fellahrepps. Dagskrá hefst kl. 14 í grunnskólanum og verður þá við- byggingin afhent með viðhöfn. Frá kl. 15 verða félagsmiðstöðin, ráð- húsið og leikskólinn opin til frekari skoðunar. Sveitarstjóri Fellahrepps er Jens P. Jensen. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fellahreppur liggur að Lagarfljóti og skartar fögru landslagi. Egilsstaðir Eyjólfur Valgarðsson Fellahreppur kynntur fyrir Austfirðingum sem fjölskylduvænt sveitarfélag „Við erum vel í sveit sett. Í ná- grenni við flugvöll- inn og vel staðsett landfræðilega.“ Sveitarfélag í sókn LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ Í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 12-14 FROSTAFOLD - ÚTSÝNI Fal- leg og góð 2ja herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Góðar innr. Parket og flísar. Verð 8,7 millj. Áhv. 4,9 m. hagstæð lán. Hús og sameign í góðu ástandi. 1769 HÁALEITISBRAUT - ÚTSÝNI. Mikið endurnýjuð og falleg 4ra-5 herb. endaíbúð á 3. hæð í góðu fjölb. 3 svefn- herb. Tvennar svalir. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Nýl. eldhúsinnr. Eign í mjög góðu ástandi. Fallegt útsýni. Verð 13,5 millj. Eignin stendur innarlega í lokuð- um botnlanga. 1801 GULLENGI - BÍLSKÚR Falleg og rúmg. 2ja herb. íb. á jarðhæð með sér verönd ásamt 23 fm bílskúr. Þvohús í íbúð. Hús og sameign í góðu ástandi. Verð 10,4 millj. 1795 HÁTÚN - LAUS 3ja herb. íb. á 2. hæð í lyftuhúsi með glugga á þrjá vegu. Tvö svefnherb. Parket. Vestursvalir. Hús í góðu ástandi. Sérhiti. Verð 9,5 millj. LAUS STRAX. Mjög góð staðsetning. 1802 EFSTIHJALLI - KÓP. Björt og góð 4ra herb. íb. á 1. hæð sem er LAUS FLJÓTLEGA. 3 svefnherb. Flísar og park- et. Áhv. 6,4 millj. Verð 12 millj. LAUS FLJÓTLEGA. Stutt í alla þjónustu. 1803 ÁLFTAHÓLAR - ÚTSÝNI Rúmg. 4ra herb. íb. á 6. hæð með frá- bæru útsýni. Suðursvalir. 3 svefnherb. Parket. Stærð 110 fm. Verð 12.450. Góð staðsetning. 1804 STÓRAGERÐI - BÍLSKÚR Efri sérhæð með sérinngang, ásamt bílskúr. 4 svefnherb., 2 saml. stofur, suðursvalir. Stærð 126 fm + 24,5 fm bílskúr. Frábær staðsetning. 1787 BARÐASTAÐIR - ÚTSÝNI Nýbbyggt einbýlishús á einni hæð ásamt innb. tvöföld. bílskúr. Gert er ráð fyrir 3 svefnherb. og 2 stofum. Húsið er fokhelt að innan, fullbúið að utan, ómálað. Stærð 218,5 fm samtals. Góð staðsetn. m. fal- legu sjávarútsýni. Áhv. 8,2 millj. Verð 18 millj. 1401 FYRIR skömmu voru fimm náms- mönnum búsettum í Húnaþingi vestra veittir námsstyrkir úr Húna- sjóði, sem er í umsjá sveitarfé- lagsins. Skv. reglum sjóðsins gátu nemar á háskólastigi og nemar á öðru ári í fagnámi til starfsréttinda sótt um styrk úr sjóðnum. Einnig gátu nemar í verknámi sótt um Viðurkenningar til námsmanna Húnaþing vestra Ljósmynd/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Afhending námsstyrks úr Húnasjóði, f.v. Hólmfríður Dóra Sigurðar- dóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, móðir Berglindar, Ólöf Sigurbjartsdótt- ir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Þuríður Valdimarsdóttir, systir Þorbjarg- ar, og Elín R. Líndal frá Húnaþingi vestra. námsstyrk, ef námið teldist styrkja viðkomandi í markvissu starfi. Þeir sem hlutu úthlutun voru: Berglind Hjálmarsdótir, Hólm- fríður Dóra Sigurðardóttir, Ólöf Sigurbjartsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir og Þorbjörg Valdi- marsdóttir. Hver um sig hlaut kr. 100.000 í styrk. Styrkinn afhenti El- ín R. Líndal fyrir hönd Húnaþings vestra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.