Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 23 SÍLDVEIÐAR ganga fremur treg- lega um þessar mundir. Aðeins eru komin um 15.000 tonn af síld á land samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Ljósi punkturinn er þó, að langmesti hluti aflans hef- ur farið til vinnslu, það er frystingar og söltunar, eða tæplega 12.500 tonn. Að öllu jöfnu fer meira af síld- inni í bræðslu, en afar hátt verð á frystri síld hvetur til vinnslu hennar. Leyfilegur heildarafli á síldinni er tæplega 143.000 tonn og nú eru því óveidd tæplega 128.000 tonn. Síld- ina hafa skipin verið að fá við Eldey og úti fyrir Austfjörðum. Einnig hefur stór og góð síld fundizt út af Vestfjörðum en veður hefur hamlað veiðum á þeim slóðum. Síld hefur nú verið landað á sex stöðum á landinu. Mest hefur komið á land á Hornafirði, um 5.000 tonn. Ríflega 3.700 tonn hafa borizt á land í Neskaupstað, 2.600 á Djúpavogi, 1.700 á Vopnafirði, 1.400 á Þórshöfn og 440 tonn á Fáskrúðsfirði. Kolmunnaveiðarnar standa enn en eitthvað hefur dregið úr þeim síðustu daga. Alls hafa íslenzku skipin veitt ríflega 286.000 tonn og þar af hafa þau landað tæplega 10.000 tonnum í Færeyjum. Erlend skip hafa alls landað um 41.000 tonnum hér á landi og því hafa um 317.000 tonn af kolmunna borizt til vinnslustöða á Íslandi. Kolmunna- aflinn á síðasta ári var um 260.000 tonn og hafði þá aldrei verið meiri. Mestu hefur verið landað Eski- firði, um 80.000 tonnum. Næst kem- ur Neskaupstaður með 63.000 tonn, Seyðisfjörður með 60.000, Fá- skrúðsfjörður með 40.000 tonn, Vopnafjörður með 16.000. Þorláks- höfn 11.000 og Vestmannaeyjar með 12.600 tonn. Aðrir staðir eru með minna magn. Athygli vekur að nærri helmingur af afla erlendra skipa hefur borizt á land á Fá- skrúðsfirði eða um 18.000 tonn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Oddeyrin EA kemur inn til löndunar í Grindavík. Mest af síldinni í frystingu TEKJUMUNUR milli ríkja fer al- mennt minnkandi, en tekjumunurinn milli svæða innan ríkjanna eykst á hinn bóginn. Þannig eru einstök svæði innan ríkja með mun hærri tekjur og lægra atvinnuleysi á meðan sum svæði búa við viðvarandi hátt at- vinnuleysisstig og lágar tekjur miðað við landsmeðaltal. Þetta kemur fram hjá Lindsay McFarlane, forstöðumanni svæð- isþróunardeildar Efnahags- og fram- farastofnunarinnar í París, OECD. Hún er meðal framsögumanna á ráð- stefnu hér á landi undir yfirskriftinni byggðamál, alþjóðavæðing og sam- vinna. Mun erindi hennar fjalla um byggðamál og alþjóðavæðingu. McFarlane segir að árið 1994 hafi verið sett á stofn svæðisþróunardeild innan stofnunarinnar vegna þess að aðildarríki hefðu áhyggjur af áhrifum alþjóðavæðingar á einstök svæði inn- an ríkja Efnahags- og framfarastofn- unarinnar. Deildin gegni því hlut- verki að greina og skýra út þá áhrifaþætti sem valda því að einstök svæði þróist með ákveðnum hætti. Tekjumunur millja ríkja minnkar McFarlane segir að það sé sam- merkt með aðildarríkjunum að með- an tekjumunur milli ríkja færi minnkandi, ykist munur milli svæða innan ríkjanna. Þannig væru einstök svæði innan ríkja með mun hærri tekjur og lægra atvinnuleysi á meðan sum svæði væru með viðvarandi hátt atvinnuleysisstig og lágar tekjur mið- að við landsmeðaltal. McFarlane seg- ir að hlutverk deildarinnar sé að at- huga og skýra út hvers vegna þessi mikli munur sé og segir að í grein- ingu sinni sé notuð heilstæðari að- ferðafræði við greiningu á einstökum svæðum. Oftar en ekki sé einungis litið til ákveðinna sértækra aðgerða þegar eigi að styrkja byggðir svo sem samgöngubóta, erlendra fjárfestinga og skattaívilnana. Hins vegar hafi á seinni árum komið í ljós að hefð- bundnar kenningar um efnahagsþró- un hafi vanmetið áhrif staðbundins umhverfis á hagvöxt. Deildin hefur skoðað svæði í sveit- um Tékklands, Champagne-hérað í Frakkland, Bergamo í Ítalíu og Melbourne í Ástralíu svo dæmi séu tekin. McFarlane segir að uppi séu skoðanir um að staðsetning skipti ekki máli á tímum alþjóðavæðingar vegna ódýrra samgangna og hreyf- anleika vöru, fjármagns og vinnuafls. Staðreyndin sé hins vegar sú að nú skipti staðsetning jafnvel meira máli en oft áður. Fjármagn sé ekki alltaf hreyfanlegt, fyrirtæki treysti á stað- bundið vinnuafl og séu háð tengsla- neti við undirverktaka og vöruþróun svo nokkur dæmi séu tekin. Mikil- vægast sé að byggja upp umhverfi þar sem fyrirtækjum er gert kleift að auka framleiðni og vöruþróun sér- staklega í útflutningsiðnaði. Innri vöxtur sé því mjög mikilvægur. Vissulega sé einnig mikilvægt að vöxturinn komi utan frá, s.s. með er- lendri fjárfestingu, en innri vöxtur skiptir miklu máli þegar takast á að laða að erlenda fjárfestingu. Nota þá þekkingu sem fyrir er McFarlane segir að ákveðin svæði, til dæmis á Ítalíu, séu dæmi um hvernig sé hægt að nota rótgróna samkeppnishæfni sem grunn til að byggja upp og nútímavæða hefð- bundinn útflutningsiðnað. Þannig er hægt að nota þann mannauð og þekk- ingu sem fyrir er til að þróa nýjar út- flutningsatvinnugreinar og auka hag- vöxt. McFarlane segir að með því að horfa á hlutina í víðara samhengi ná- ist betur að gera sér grein fyrir því hvaða þættir séu mestu áhrifavald- arnir hvað varði byggðamál og efna- hagsþróun. Ráðstefnan verður haldin í Húsa- kynnum Hitaveitu Suðurnesja fyrir tilstilli iðnaðarráðuneytisins og Byggðastofnunar. Stendur hún frá 13.30 til 17.30. Ráðstefna um byggðamál, alþjóðavæðingu og samvinnu Innri vöxtur skiptir ekki síður máli REGIN Grímsson bátasmiður gagn- rýnir harðlega aðgerðir stjórnvalda sem hann segir þrengja verulega að smábátaflotanum. Regin segir ljóst að kvótakerfið sé ekki að skila tilætluðum árangri og bendir á að fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga hafi skilað góðum ár- gangri. „Það hefur verið bent á að Færeyingar fengu varla bein úr sjó fyrir tíu til tólf árum. Þá bönnuðu þeir togveiðar á grunnslóð en heim- iluðu krókaveiðar og fóru úr kvóta- kerfi í sóknardagakerfi. Núna eru Færeyingar að uppskera, enda hafa fiskistofnarnir við eyjarnar sjaldan eða aldrei verið jafnstórir. Hér við land eru fiskistofnarnir hinsvegar að minnka. Krókaveiðar björguðu og byggðu upp fiskistofnana í Færeyj- um en hér er stöðugt verið að þrengja að þessum útgerðarflokki og menn sitja nú uppi með verðlaus hús og verðlausa báta. Það má ekki þrengja meira að krókaveiðum en orðið er,“ segir Regin. „Horfa ber til Færeyja“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.