Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Komdu og hittu ráðgjafa okkar á milli kl. 12–16
í Smáralind.
inniskór á barnið þitt
St. 20 - 30
3.490 kr.
St. 18- 22
2.995 kr.
St. 31 - 36
3.580 kr.
St. 18 - 30
2.985 kr.
Afgreiðslutími Lyfju Smáralind:
11-20 virka daga, 10-18 laugardaga og
12-18 sunnudaga. Sími 530 5800.
Mjúkir og
hlýir í
leikskólann
ÍSRAELAR og Palestínumenn
náðu í gær samkomulagi um að ísr-
aelskar hersveitir hefðu sig á brott
frá Betlehem á Vesturbakkanum í
kvöld, að því er talsmaður ísr-
aelska varnarmálaráðuneytisins
skýrði frá.
Samkomulagið náðist á fjögurra
klukkustunda fundi samráðsnefnd-
ar Ísraela og Palestínumanna um
öryggismál, eftir að þeir síðar-
nefndu hétu því að halda vopnahlé
á svæðinu. Ísraelar boðuðu til fund-
arins í kjölfar þess að þeir féllust í
fyrradag á að draga herlið sitt frá
sex svæðum á Vesturbakkanum.
Nefndin mun halda áfram að ræða
skilmála brotthvarfs hersveita frá
hinum svæðunum, fyrir milligöngu
bandarískra sendimanna.
Ísraelskir hermenn felldu í gær-
morgun þrjá liðsmenn Hamas-
samtaka Palestínumanna, sem
höfðu reynt að laumast inn í land-
nemabyggð gyðinga á Gaza-
svæðinu. Þúsundir manna fylgdu
þremenningunum til grafar í
Jabaliya-flóttamannabúðunum í
gærdag, en á myndinni sést kista
eins þeirra borin framhjá vegg-
mynd af helgistað múslíma á Must-
erishæðinni í Jerúsalem.
AP
Samkomulag
um brotthvarf
hersveita
Tel Aviv. AFP, AP.
RÚSSNESKIR rannsóknar-
menn fluttu átta lík úr kjarn-
orkukafbátnum Kúrsk í gær og
alls hafa ellefu lík verið tekin úr
honum frá því að bátnum var
komið í þurrkví nálægt Múrm-
ansk fyrr í vikunni.
Öll líkin voru í klefa aftarlega
í kafbátnum, að sögn talsmanns
ríkissaksóknara Rússlands
sem stjórnar rannsókninni.
Rannsóknarmennirnir hafa
einnig komist að þeim hluta
kafbátsins sem er næst tveim-
ur kjarnakljúfum hans. Geisla-
virknin reyndist eðlileg.
Kúrsk sökk í Barentshafi 12.
ágúst í fyrra eftir tvær dular-
fullar sprengingar og rann-
sóknarmennirnir vonast til
þess að finna vísbendingar um
hvað olli þeim. Öll áhöfnin, 118
manns, fórst í slysinu.
Rannsóknarmenn komust
fyrst inn í kafbátinn á miðviku-
dag og voru með súrefnisgrím-
ur og í þungum öryggisklæðn-
aði til að verjast eiturgasi og
hugsanlegri geislun. Þeir und-
irbúa nú það vandasama verk
að draga kjarnakljúfana úr kaf-
bátnum og fjarlægja 22 stýri-
flaugar. Varað hefur verið við
hættu á geislamengun vegna
aðgerðanna en rússneskir emb-
ættismenn segja að ekki hafi
sést nein merki um leka úr
kjarnakljúfunum.
Lík tekin
úr Kúrsk
Múrmansk. AFP.
SÚ ákvörðun bandarískra ráða-
manna að fresta þremur tilraunum í
tengslum við eldflaugavarnarkerfi
það, sem áformað er að þróa, eru nýj-
asta staðfesting þess að árásirnar á
Bandaríkin 11. september hafa breytt
forgangsröðun ríkissstjórnar George
W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir að-
eins tveimur mánuðum hefðu flestir
talið nánast óhugsandi að stjórnvöld
vestra féllust á slíkar tilslakanir jafn-
vel þótt umræddar tilraunir myndu
brjóta gegn ABM-sáttmálanum um
takmarkanir gagneldflaugakerfa frá
árinu 1972 en þann samning hefur
Bush forseti sagt vera „leifar frá dög-
um kalda stríðsins“.
En nú er öldin önnur og ríkisstjórn
Bandaríkjamanna hefur ákveðið að
vinsamleg samskipti við Rússa skuli
njóta forgangs enda gegna þeir mik-
ilvægu hlutverki innan þess hnatt-
ræna bandalags gegn hryðjuverka-
ógninni, sem Bush forseti og menn
hans hafa haft forustu um að mynda.
„Fyrir 11. september var eld-
flaugavarnarkerfið efst á lista yfir
verkefni á sviði utanríkismála og það
var á þeim vettvangi, sem Bush for-
seti hugðist tryggja sess sinn í sög-
unni. Fyrir 11. september töldu ráða-
menn að frammistaða á þessu sviði
yrði höfð til marks um skilvirkni og
dugnað ríkis-
stjórnarinnar,“
segir Michael
McFaul, prófess-
or við Stanford-
háskóla. „Þetta á
augljóslega ekki
lengur við. Málið
er því ekki jafn-
mikilvægt og áð-
ur. Ráðamenn í
Bandaríkjunum
gera sér fyllilega
ljóst hvert verk-
efnið er og hver
mælistikan verð-
ur og það kemur
ABM-sáttmálan-
um ekkert við,“
bætir hann við.
Þrátt fyrir að
Bandaríkjamenn
hafi nú ákveðið að
fresta tilraunum tímabundið til þess
að brjóta ekki gegn ABM-sáttmálan-
um telja sumir þeirra sérfræðinga,
sem nálægt ríkisstjórninni standa, að
Rússar og Bandaríkjamenn hafi
færst nær samkomulagi um eld-
flaugavarnir. Þannig megi telja lík-
legt að ríkisstjórn Bush nái að
tryggja sér það svigrúm, sem nauð-
synlegt er til að frekari tilraunir geti
farið fram, án þess að stórspilla sam-
skiptum við ráðamenn í Rússlandi.
Breytt heimssýn Pútíns
Í nóvember er von á Vladímír Pútín
Rússlandsforseta til Bandaríkjanna
þar sem hann mun eiga fundi með
Bush forseta. Heldur ólíklegt er talið
að samkomulag muni þá liggja fyrir
þrátt fyrir að rík áhersla hafi verið
lögð á að einhver slík drög verði til-
tæk fyrir fundinn. Stjórn Bush metur
það svo að næg séu verkefnin fyrir án
þess að við þau bætist alvarlegur
ágreiningur við Rússa.
Sú staðreynd að Pútín Rússlands-
forseti hefur nýtt hvert tækifæri til að
undirstrika vilja sinn til stórbættra
samskipta gerir að verkum að Bush
og menn hans eiga auðveldara með að
kyngja mótlæti á sviði eldflauga-
varna. Pútín varð fyrstur erlendra
þjóðarleiðtoga til að hringja í Bush
eftir fjöldamorðin
vestra 11. fyrra
mánaðar og hann
hefur reynst
dyggur stuðn-
ingsmaður her-
ferðarinnar gegn
hryðjuverkaógn-
inni í Afganistan.
„Fyrir liggur
að Pútín forseti
gerir sér ljóst að
framtíð Rússa
felst í bættum
samskiptum við
Vesturlönd,“
sagði Colin Pow-
ell, utanríkisráð-
herra Bandaríkj-
anna, á fundi
utanríkisnefndar
öldungadeildar
Bandaríkjaþings
á miðvikudag. „Hann veit að Vestur-
lönd eru uppspretta tækni og auðs og
öryggis,“ sagði Powell.
Langtímalausnar er þörf
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra skýrði frá því á fimmtudag að
ákveðið hefði verið að fresta tilraun-
um vegna eldflaugavarna til að kom-
ast hjá því að brjóta gegn ákvæðum
ABM-sáttmálans. Með þessu móti
varð komist hjá beinum deilum við
ráðamenn í Moskvu. Á hinn bóginn er
brýnt að leita langtímalausnar á
þessu deilumáli þar sem Bandaríkja-
menn hafa sagt að tilraunir þær, sem
þegar hafa farið fram, gangi mjög
nærri ákvæðum ABM-samningsins.
Sumir sérfræðingar, sem þekkja
vel til þeirrar stefnumörkunar, er
fram hefur farið á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar, túlka orð Rumsfelds á
þann veg að hann vilji viðhalda þrýst-
ingnum gagnvart Rússum. Hið sama
eigi reyndar einnig við um þá menn
innan ríkisstjórnarinnar, sem vilji
fara hægar í máli þessu. Jafnframt
hafi málflutningur Rumsfelds þjónað
þeim tilgangi að koma því skilmerki-
lega á framfæri að Bandaríkjamenn
telji óhjákvæmilegt að segja sig frá
ABM-samningnum og það fyrr frekar
en síðar. Í samningnum, sem Banda-
ríkin og þáverandi Sovétríki gerðu
með sér 1972, segir að honum megi
segja upp með sex mánaða fyrirvara.
Rás atburða verður að skoða í ljósi
leiðtogafundar þeirra Pútíns og Bush
í Washington og Texas í næsta mán-
uði.
Bandaríkjamenn hafa fallist á að
tengja uppsögn eða róttæka breyt-
ingu á ABM-sáttmálanum leyfilegum
hámarksfjölda langdrægra kjarn-
orkuvopna. Rússar vilja knýja fram
mikla fækkun gjöreyðingarvopna.
Þeir Bill Clinton, þáverandi Banda-
ríkjaforseti og Borís Jeltsín. starfs-
bróðir hans frá Rússlandi, komust að
samkomulagi árið 1997 í þá veru að
hvort ríki um sig mætti ráða yfir 2.000
til 2.500 slíkum vopnum. Pútín vill
ganga lengra.
Ráðgjafar Bandaríkjaforseta eru
hlynntir mikilli fækkun kjarnorku-
vopna en varnarmálaráðuneytið hef-
ur enn ekki gefið upp hvern það telji
vera æskilegan fjölda þeirra. Haft er
fyrir satt að ekki beri mikið á milli
manna og ráðuneyta.
Háttsettur bandarískur embættis-
maður segir að erfitt sé að skilgreina
æskilegan fjölda langdrægra árásar-
vopna þar sem breyturnar séu marg-
ar. Taka verði tillit til þess hvort Kín-
verjar styrki kjarnorkuherafla sinn
með langdrægum vopnum. Vera
kunni að Pakistanar og Indverjar
komi sér upp langdrægum eldflaug-
um, sem borið geti kjarnahleðslur
þeirra. Þá þurfi og að meta líkur á því
að snögg og mikil breyting verði á rík-
isstjórn Rússlands.
Bent er á að slíkt mat hafi verið
auðveldara á dögum kalda stríðsins
því óvinurinn og skotmörkin hafi ver-
ið vel þekkt stærð. Þannig sé því ekki
lengur farið.
Fyrrnefndur embættismaður sagði
að eitt þeirra atriða, sem fengið gæti
Bandaríkjamenn til að fallast á rót-
tækari niðurskurð, væri vissa um að
eldflaugavarnarkerfi gæti þjónað til-
gangi sínum. Þar með yrði dregið úr
og jafnvel eytt þörfinni fyrir að búa
yfir kjarnorkuherafla, sem beita
mætti eftir fyrstu árásarhrinu.
Nýr sáttmáli
eða gömlum breytt?
Hitt atriðið, sem ræða þarf við
Rússa, er hvort ABM-sáttmálinn
verði einfaldlega felldur úr gildi eða
hvort gera beri á honum breytingar.
Þriðji möguleikinn væri síðan sá að
ganga frá nýjum samningi. Innan rík-
isstjórnar Bandaríkjanna nýtur sú
skoðun umtalsverðs fylgis að hafna
beri nýjum sáttmála sem og breyt-
ingum á hinum gamla. Bandaríkja-
menn og Rússar hafi engin áform
uppi um árásir og nærtækara sé því
að þjóðirnar snúi sér saman að því að
takast á við þær ógnanir, sem þær
standa frammi fyrir.
Ýmsir möguleikar hafa komið til
tals í viðræðum rússneskra og banda-
rískra embættismanna en ákvörðun
liggur ekki fyrir.
Frestun tilrauna sýnir
nýja forgangsröðun
Bandaríkjastjórn hefur frestað umdeildum
eldflaugavarnartilraunum. Samskiptin
við Rússa eru nú talin mikilvægari.
Washington. The Washington Post.
George W. Bush og Vladímír
Pútín á fundi í júní sumar. Gjör-
breytt heimsmynd blasir við
þeim þegar þeir hittast á ný í
Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Reuters