Morgunblaðið - 27.10.2001, Síða 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÁTT fyrir að
evran hafi verið virk-
ur gjaldmiðill nú í tvö
og hálft ár verður það
fyrst um áramót sem
íbúar evrusvæðisins
fá gjaldmiðilinn raun-
verulega í hendurnar.
Það hlýtur að teljast
töluverður áfangi í
sögu Evrópu þegar
peningaseðlar og
mynt hins nýja gjald-
miðils koma fram á
sjónarsviðið og evran
tekur við sem lögeyrir
í tólf aðildarríkjum.
Gömlu gjaldmiðlar að-
ildarríkjanna munu
svo hverfa úr umferð í síðasta lagi
1. júlí árið 2002.
Ráðstefnan
á Íslandi
Af þessu tilefni stendur fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins fyrir ráðstefnum um áhrif evr-
unnar í öllum aðildarríkjum ESB,
ásamt nánustu samstarfsríkjum
þess. Ráðstefnan á Íslandi verður í
Skála á Hótel Sögu miðvikudaginn
31. október nk. og er haldin í sam-
starfi við Útflutningsráð og Euro
Infó-skrifstofuna á Íslandi, auk
þess sem Samtök iðnaðarins munu
bjóða upp á léttar veitingar í ráð-
stefnulok.
Að undanförnu, og fram að ára-
mótum, hefur evran aðeins verið
til „óhlutbundið“, sem þýðir að
hún hefur ekki verið áþreifanleg
en fólk hefur þó getað fengið ávís-
anahefti og átt bankainnistæður í
evrum. En evran er nú þegar orð-
in áberandi í ríkisfjár-
málum og mörg stór
fyrirtæki færa bók-
hald í evrum og eigin
gjaldmiðli eða ein-
göngu í evrum.
Upptaka evrunnar í
flestum ríkjum ESB
er í raun rökrétt þró-
un á hinum innri
markaði Evrópusam-
bandsins en mynt-
samstarfið mun leiða
til meiri stöðugleika á
svæðinu og auka at-
vinnu. Auk hins efna-
hagslega ávinnings er
myntsamstarfið ekki
síður pólitísk aðgerð
til að stuðla að samvinnuþróun
Evrópu, en margir líta svo á að
með tilkomu evrunnar verði full-
komlega sameiginlegur innri
markaður loks að veruleika.
Sameiginlegur gjaldmiðill í Evr-
ópu hefur jafnframt í för með sér
töluvert hagræði fyrir almenning.
Þannig verður allur verðsaman-
burður milli evrulandanna mun
auðveldari og gegnsærri og ferða-
menn munu spara bæði tíma og
fyrirhöfn með því að notast aðeins
við einn gjaldmiðil. Þannig getur
ferðamaðurinn til að mynda greitt
aðgangseyrinn að safni á Ítalíu
með afganginum frá dvölinni í
Grikklandi, og borgað kvöldverð-
inn í Frakklandi með seðlum úr
hraðbanka á Spáni.
Brýnt að skipta
gjaldeyrinum sem fyrst
Eftir meira en 10 ára undirbún-
ing munu 12 Evrópuríki leggja
niður gjaldmiðil þjóðar sinnar og
taka upp hinn sameiginlega gjald-
miðil; evruna. Á nokkrum dögum
munu yfir 14 milljarðar evruseðla
og 50 milljarðar evrumyntar líta
dagsins ljós, en frá fyrsta degi
munu peningaseðlar og mynt í evr-
um verða til reiðu sem virkur
gjaldmiðill í öllum bönkum, hrað-
bönkum, pósthúsum og verslunum
á evrusvæðinu.
Nú eru ekki margir dagar fram
til þessara stærstu gjaldmiðils-
skipta sögunnar þegar 300 millj-
ónir Evrópubúa fá nýjan gjald-
miðil. Íslenskir ferðamenn sem
ferðast um evrusvæðið fram að
áramótum ættu því að gæta þess
sérstaklega að nota alla seðla og
mynt fyrir heimferð eða skipta
þeim yfir í evrur eða krónur fyrir
árslok áður en gjaldmiðill hinna 12
Evrópuríkja fellur úr gildi. Evru-
seðlar og mynt líta fyrst dagsins
ljós 1. janúar 2002 og flest evru-
landanna munu taka gamla gjald-
miðilinn að fullu úr umferð aðeins
tveimur mánuðum síðar en í
nokkrum þeirra verður gamli
gjaldmiðillinn ógildur fyrir þann
tíma. Á þeim tíma þegar tveir
gjaldmiðlar eru í umferð munu
þeir sem greiða með gömlum
gjaldmiðli fá til baka í evrum. Um
miðjan janúar ætti einungis að
nota evrur í verslun og viðskipt-
um.
Frá 28. febrúar á næsta ári
verður ekki lengur hægt að nota
gamla gjaldmiðil evruríkjanna 12
sem greiðslumiðil. Í sumum
ríkjanna hafa viðskiptabankar
komið sér saman um fast tímabil
þar sem mögulegt verður að skipta
gamla gjaldmiðlinum í evrur. Á
Spáni, svo dæmi sé tekið, verður
hægt að skipta pesetum í evrur
fram til 30. júní 2002. Seðlabank-
arnir í aðildarríkjunum munu
halda áfram að taka við gamla
gjaldmiðlinum, sumir í ótakmark-
aðan tíma en aðrir í 2–10 ár. Þann-
ig mun t.d. Seðlabanki Grikklands
skipta drökmuseðlum í 10 ár en
mynt þarf að skipta innan tveggja
ára. Líklega er þó skynsamlegast
að skipta gamalli mynt sem ein-
hverjir kunna að eiga heima frá
gamalli tíð, fyrir árslok 2001.
Seðlabankar evruríkjanna munu
ekki krefjast þóknunar fyrir að
skipta gömlum gjaldmiðli í evrur.
Þar sem skiptin fara fram í við-
skiptabönkum utan evrusvæðisins
er ekki óeðlilegt að bankarnir
krefjist einhverrar þóknunar fyrir
sína þjónustu. Seðlabanki Evrópu
og framkvæmdastjórn ESB biður
seðlabanka að þrýsta á viðskipta-
banka í sínu ríki til að þeir gæti
hófs við ákvörðun þóknunar.
Hefur evran áhrif á Íslandi?
Gerhard
Sabathil
Gjaldmiðlar
Frá 28. febrúar á næsta
ári, segir Gerhard Sab-
athil, verður ekki leng-
ur hægt að nota gamla
gjaldmiðil evruríkjanna.
Höfundur er sendiherra fasta-
nefndar framkvæmdastjórnar ESB
fyrir Ísland og Noreg.