Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 38

Morgunblaðið - 27.10.2001, Side 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Ólafsdótt-ir frá Þorvalds- eyri á Eyrarbakka var fædd 12 febrúar 1917. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands að morgni 20. október síðastlið- inn. Hún var elst í hópi 12 barna hjónanna Ólafs E. Bjarnasonar, f. 1893, d. 1983 og Jennýjar D. Jensdóttur, f. 1897, d. 1964. Næst- ur henni var Bjarni, f. 1918, d. 1981, Sig- urður, f. 1920, Ólafur, f. 1922, d. 2001, Eggert, f. 1924, d. 1980, Sigurður, f. 1925, d. 1943, Guð- björg, f. 1926, d. 1994, Margrét, f. 1929, Bryndís, f. 1930, Guðrún, f. 1934, Sigríður, f. 1939 og Áslaug, f. 1941. Foreldrar Sigrúnar ólu einnig upp sonardóttur sína, Mar- gréti Ólafsdóttur, f. 1943, d.1995. Í júlí 1951 kvæntist Sigrún Stef- áni Jónssyni frá Enni í Skaga- firði, f. 15 ágúst 1915, d. 16. janúar 1996. Þau bjuggu allan sinn búskap á Selfossi, lengst af á Kirkjuvegi 19. Sig- rún eignaðist þrjú börn, þau eru: Gunn- ar B. Guðmundsson, f. 1941, maki Helga Jónsdóttir, þau eiga þrjú börn, Jenný Dagbjörtu, Örnu Ír og Elvar. Fyrir átti Gunnar soninn Gunnar Þór. 2) Jenný D. Stefáns- dóttir, f. 1951, maki Þórarinn Björnsson og eiga þau soninn Stefán. 3) Steinar Stefánsson, f. 1957, maki Guðrún Ólafsdóttir, þau eiga tvær dætur, Sigríði Rún og Dagbjörtu. Fyrir átti Steinar dótturina Esther Ír. Langömmu- börnin eru orðin 8 talsins. Útför Sigrúnar fer fram frá frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Einstök kona, hetja hversdagsins, hefur hvatt. Hún sofnaði svefninum langa á fallegum haustmorgni eftir stutta sjúkrahúslegu. Það eru 19 ár frá því að ég hitti tengdamóður mína fyrst. Steinar bauð mér í sunnudagsbíltúr austur á Selfoss því nú átti að kynna kær- ustuna úr Reykjavík. Mér eru vel minnisstæðar hlýjar móttökurnar sem ég fékk frá þeim hjónum og bar aldrei skugga á þann hlýleika í minn garð. Ferðirnar urðu margar á Sel- foss eftir þetta og alltaf var jafn gott að koma á Kirkjuveginn og síðar í Grænumörkina. Borðið var ætíð hlað- ið kræsingum og aldrei þreyttist Sig- rún á að bjóða gesti að gjöra svo vel, endilega að borða meira. „Gjörið þið svo vel“ voru orð sem oft voru sögð í eldhúsinu á Kirkjuveginum. Grautur- inn var settur á diskana þrátt fyrir að reynt væri að segja nei takk, það var þá sem Sigrún heyrði ekki, það skyldi enginn fara svangur úr hennar hús- um og alls ekki yfir Hellisheiðina. Dætur okkar nutu þeirra forrétt- inda að eiga ömmu sem alltaf hafði tíma, og hún prjónaði og heklaði margar fallegar og hlýjar flíkur. Mik- ið var ég oft stolt þegar ég puntaði dætur mínar í útprjónaðar flíkurnar frá ömmu á Selfossi. Já, þau eru mörg listaverkin sem Sigrún hefur unnið, bæði útsaumur, hekl, prjón, keramik- málun og nú síðast dundaði hún við að klippa út myndir. Börnin hennar, barnabörnin og barnabarnabörnin hafa öll notið góðs af þessum hæfileikum Sigrúnar og eiga eftir að gera áfram um ókomna tíð. Ég vill að leiðarlokum þakka kærri tengdamóður minni samfylgdina, og allt það sem hún hefur verið mér og fjölskyldunni. Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún. Í dag er til moldar borin mikil og góð nágrannakona okkar til margra ára, Sigrún Ólafsdóttir. Þessi stóra og glæsilega kona bjó lengst af á Kirkjuvegi 19 með manni sínum, Stefáni Jónssyni vörubílstjóra, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Þessi góðu nágrannar reyndust okkur ávallt vel, fyrst foreldrum mínum meðan þau lifðu, okkur bræðrunum og síðar fjölskyldu minni. Það var mikil gæfa að fá að kynnast þessum heiðurshjónum, Sigrúnu og Stebba, hjálpsemi þeirra og vináttu sem hef- ur verið fjölskyldu minni ómetanleg í gegnum tíðina. Margar góðar minn- ingar rifjast upp þegar horft er til baka. Á sjötta áratugnum þegar Kirkjuvegurinn er í uppbyggingu og mikill fjöldi krakka og unglinga þar saman kominn nutum við þess þegar við vorum úti að leika að kallað var í okkur úr einhverju húsanna og okkur boðið að smakka á nýbökuðum kök- um. Það var gott að vera unglingur á Kirkjuveginum í þá daga, þar ríkti góður andi og hlýhugur í garð okkar krakkanna sem við kunnum vel að meta. Sigrún var ein þeirra heiður- skvenna sem höfðu mikla ánægju af þessu, ég minnist margra góðra heimsókna til hennar í kleinur og mjólk á þessum árum. Þá hafði Stebbi gaman af því að gefa okkur strákunum harðfisk og hákarl. Í veik- indum foreldra minna reyndust þau okkur vel, sem við erum afar þakklát fyrir. Eftir að ég og fjölskylda mín fluttum aftur á Kirkjuveg 17 upp- hófst mikil og góð vinátta sem varaði alla tíð. Það var eins og Sigrún hefði tekið við hlutverki ömmunnar í fjöl- skyldu minni, hún hafði vakandi auga yfir heimilinu og aðstoðaði okkur og hjálpaði eftir því sem til þurfti. Þá reyndist hún drengjunum okkar ákaflega vel, hún prjónaði á þá þegar þeir voru litlir, gaf þeim pönnukökur og kleinur og fylgdist vel með upp- vexti þeirra enda hændust þeir allir að henni. Sigrún hélt hlutverki sínu áfram þegar barnabörnin fóru að fæðast, þá prjónaði hún á þau. Eftir að við fluttum af Kirkjuveginum í Grashagann kom Sigrún í heimsókn oft færandi hendi, þannig var hún. Það var vinalegt að setjast í eldhúsið hjá Sigrúnu og Stebba og ræða málin yfir kaffibolla og góðum kökum. Þeg- ar Stefán missti heilsuna fluttu þau í íbúð fyrir aldraða í Mörkinni. Þar hefur hún búið ein síðustu árin eftir að Stefán lést. Þessi heiðurskona hélt áfram göngu sinni enda hraust og viljasterk. En svo fór að hún varð að láta í minni pokann, eftir að veikindi herjuðu á hana. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að þakka Sigrúnu Ólafs- dóttur allt það sem hún gerði fyrir okkur, alla þá manngæsku og gjaf- mildi sem hún sýndi. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð og við vitum að góður Guð tek- ur vel á móti þessari góðu konu. Guð blessi minningu Sigrúnar. Björn Gíslason. Hún amma mín Sigrún Ólafsdóttir er látin 84 ára að aldri. Þegar ég og María heimsóttum hana á þriðjudag- inn 16. okt. virtist hún hress og kjaft- aði hún við okkur um heima og geima í á annan klukkutíma. En á föstu- dagsmorguninn eftir heimsótti ég hana aftur og var þá verulega dregið af henni. Á laugardagsmorgni var hún látin. Þótt við höfum vitað um veikindi hennar um hríð virtist allt vera í himnalagi og hún vera nokkuð hress. Því má í rauninni segja að and- lát hennar hafi borið að með sneggri hætti en ætla mátti. Á Kirkjuveg 19 var gott að koma, viðmótið var slíkt að allir sem þangað komu vildu koma aftur. Hvort sem um fjölskyldumeðlimi, ættingja eða bara nágranna var að ræða, allir kunnu vel við sig. Börnin í hverfinu kringum Kirkjuveginn hópuðust að þegar bökunarlyktina lagði yfir hverfið og allir fengu að smakka á yl- volgu bakkelsinu. Nú þegar maður hittir þessi börn sem í dag er fullorðið fólk talar það enn um hlýju ömmu og einnig talar það um að líklega hafi kleinurnar hennar ömmu verið þær bestu sem til voru. Þótt amma væri búin að vera veik á þessu ári var því ekki til að dreifa í gegnum tíðina. Því heilsuhraustari manneskju hef ég ekki fyrirhitt, frek- ar hafði hún áhyggjur af öðrum, hvatti til að leita læknis ef eitthvað amaði að þótt hún þyrfti þess ekki sjálf. Hún annaðist og hugsaði um Stefán afa í sextán ár í veikindum hans. Það hefur örugglega verið mikil þolraun. Oft vill það brenna við á stundum sem þessum að lofin til þess sem minnst er verði ofhlaðin, en í til- felli ömmu Sigrúnar á allt lof við sem til er, því hún amma mín var svo góð, ekki bara við mig og mína nánustu heldur við alla. Okkur Maríu þykir óendanlega vænt um það að amma skyldi hafa heilsu til að koma í brúð- kaup okkar hinn 28. júlí síðastliðinn. Þar var hún í essinu sínu meðal sinna nánustu, var svo ánægð með allt, skemmti sér vel og þakkaði fyrir sig útí hið óendanlega því þannig var amma, hún var alltaf svo innilega þakklát og glöð. Lífið er margslungið. Um leið og við kveðjum einn einstakling með sárum söknuði bætast nýir í staðinn. Þannig er það í tilfelli okkar Maríu. Hinn 12. febrúar nk. hefði amma Sig- rún orðið 85 ára og á sama tíma mun okkur fæðast barn. Mun sá stóri við- burður gleðja okkur á sama tíma og við minnumst ömmu Sigrúnar sem var svo ofsalega góð við alla og mér þótti svo vænt um. Elsku amma Sigrún. Ég veit þú vakir yfir okkur og hugsar um okkur eins og þú hefur alltaf gert. Góða nótt og hvíl í friði. Elvar. Nú á þessu fagra hausti kvaddi hún lífið, hún Sigrún systir mín. Hún var elst 12 barna þeirra hjóna Ólafs Bjarnasonar og Jennýjar Jensdóttur sem bjuggu allan sinn búskap á Þor- valdseyri á Eyrarbakka. Á mann- mörgu heimili á fyrrihluta síðustu aldar gefur það augaleið að henni voru snemma ætlaðar skyldur við að hjálpa til við ýmiss heimilisstörf og gæslu yngri systkina. Samviskusem- in var henni í blóð borin og sjaldan féllu henni verk úr hendi. Hún vann lengi sem ráðskona á ýmsum stöðum og seinni hluta starfsævi sinnar var hún ráðskona í mötuneyti hjá Slát- SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR ✝ GunnhildurJónsdóttir fædd- ist á Grund í Arnar- neshreppi 24. júní 1916. Hún lést á fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 17. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Kálfskinni á Ár- skógsströnd, f. 12.10. 1892, d. 21.11. 1981, og kona hans Rósa Elísabet Stef- ánsdóttir, f. 12.7. 1888. d. 2.2. 1929. Árið 1937 giftist Gunnhildur Arnþóri Gunnari Frímannssyni, f. 4.11. 1905, d. 12.2. 1976. Þau bjuggu á Ytri-Vík á Árskógsströnd og síðar í Ártúni. Börn þeirra eru þrjú: 1)Svandís, f. 3.11. 1938. Hennar maður er Ottó Þorgilsson. Þeirra dætur eru Hafdís Hrönn, f. Breki, f. 13.8. 1998, og óskírð dótt- ir, f. 16.10. 2001. 3) Rafn, f. 25.3. 1944, kvæntur Bryndísi Friðriks- dóttur. Fósturdóttir Rafns er Val- dís Erla, f. 19.2. 1964, í sambúð með Arnþóri Hermannssyni, þeirra börn eru Elvar Már, f. 29.11. 1982, og Margrét Ágústa, f. 25.8. 1988. Saman eiga þau Hafdísi Björk, var gift Jóni Gíslasyni, þeirra börn eru Bryndís Ósk, f. 9.6. 1984, Jón Gunnar, f. 14.7. 1990, og Arnór Rafn, f 23.7. 1995. Gunnar, f. 6.1. 1969, í sambúð með Grétu Björgu Grétarsdóttur, fóstursonur hans er Daníel Smári, f. 28.9. 1992. Þorsteinn Frímann, f. 7.10. 1971, kvæntur Sólveigu Þórarinsdóttur, þau eiga einn son, Gunnar Davíð, f. 24.12. 1998. Árið 1978 hóf Gunnhildur sam- búð með Sæmundi Benediktssyni, f. 15.6. 1912, d. 14.12. 1994. Þau bjuggu í Keflavík. Eftir lát Sæ- mundar flutti Gunnhildur aftur á Árskógsströnd, síðustu tvö árin dvaldi hún á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Útför Gunnhildar fer fram frá Stærra-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 9.7. 1957, gift Sigurði Leópoldssyni, dætur þeirra eru Sara Björg, f. 27.2. 1977, og Olga, f. 29.5. 1991. Fjóla Björk, f. 13.2. 1961. Gunnhildur, f. 22.7. 1963, gift Elíasi Björnssyni, synir þeirra eru Ottó, f. 6.5. 1988, og Unnar Björn, f. 14.3. 1998. 2) Hörð- ur, f. 28.3. 1942, kvæntur Kristínu Tveiten. Börn þeirra eru Anton Þór, f. 23.11. 1961, kvæntur Vigdísi Sigurðardóttur, dætur þeirra eru Alís, f. 18.12. 1982, og Þórdís, f. 28.4 1986. Áslaug Hildur, f. 9.3. 1965, í sambúð með Hrafni Hrafnssyni, dóttir þeirra er Elísa- bet Þöll, f. 12.5. 1992. Dagbjört Brynja, f. 18.6. 1971, gift Val Krist- inssyni, þeirra börn eru Hörður Mamma mín, þú ert allt í einu horf- in svo snögglega. Raunar kom mér það ekki mjög á óvart. Ég fann og sá að þrekið var að verða búið. Kannski varst þú farin að biðja Guð þinn um að fá að koma til hans og vinanna þinna sem farnir voru á undan. Ég held líka að þú hafir verið búin að biðja um að fá að sofna eins rótt og þú gerðir. Ótal myndir og minningar koma upp í hugann. Þeim verða þó ekki gerð nein tæmandi skil í lítilli kveðju- grein. Ég man þig við saumavélina þegar ég kom heim úr skólanum stundum köld og þreytt – að vita af þér, þvílíkt öryggi það veitti – hvað þá var gott að koma heim. Ég vissi að ég átti alltaf „skjól“ hjá þér. Ég man kalda vetr- armorgna á leið í skólann – þú fórst á fætur með mér, gafst mér eitthvað heitt í kroppinn, kysstir mig á vang- ann og baðst mig að fara varlega. Ég man þegar ég fór fyrst í burtu að vinna fyrir mér, hvað það var ynd- islegt að koma heim daginn fyrir Þor- láksmessu og fá að smakka jólakök- urnar þínar – enginn bakaði eins góðar smákökur og þú. Enginn var eins og þú að færa öllu heimilisfólkinu kakó og kökur í rúmið á jóladags- morgun. Ég man jólaheimsóknirnar í Kálfskinn til afa og Möggu, þá varst það þú sem fékkst kakó og kökur í rúmið. Að lokinni jólahátíðinni lum- aðir þú gjarnan á laufabrauði og hangikjöti sem við krakkarnir og pabbi fengum með okkur í rúmið. Ég man þegar öll fjölskyldan mín kom í jólaheimsóknir í Ártún eftir að þið pabbi fluttuð þangað. Það var alltaf pláss fyrir okkur að gista þó að þú þyrftir að breiða dýnur í eitt hornið í stofunni. Þar sváfum við með tvær dætur og ein uppí rúmi hjá ykkur. Svo kom að því að þú fluttir í Mel- teiginn eftir að pabbi dó. Þar áttum við Ottó góðar og glaðar stundir með ykkur Sæmundi. Þar eignaðist þú líka yndislegt heimili sem þú lést þér afar annt um. Ég man hugsanir mín- ar þegar ég vissi að Sæmundur var að kveðja þetta líf – þú ættir örugglega eftir að koma norður, heim í þitt kæra Ártún. Sú varð líka raunin, aftur sáust ljós í gluggunum í Ártúni. Það var notalegt að koma þar við á leið heim úr bæjarferðum, þiggja kaffi og meðlæti, því alltaf var hlaðið borð af jólakökum, kleinum, randalínum og öðru góðgæti. Þannig varst þú, alltaf að hugsa um aðra. Ég er svo þakklát fyrir að það skyldi komast í verk í sumar að hittast á Ytri-Vík á 85 ára afmælinu þínu, að Dettifossferðin skyldi farin, þú sem treystir þér ekki til þess í fyrra sumar en varst galvösk í sumar og kaffiveisl- una heima í Ártúni um mánaðamótin ágúst september síðastliðin. Þú kenndir mér að trúa og treysta á Guð, þú kenndir mér bænirnar sem ég kenndi mínum dætrum seinna. Þú varst ekki mikið fyrir að berast á, hélst þig frekar til hlés en hlúðir að öllu og öllum sem í kring um þig voru. Á daglegri göngu þinni síðustu árin heima í Ártúni staldraðir þú gjarnan við hjá litlum trjáplöntum á víðavangi klipptir af þeim feysknar greinar og gafst þeim áburð. Ég veit að nú þegar þú ert farin héðan af jörð að þín bíða bjartir tímar á þeim stað sem þú hverfur til. Elsku mamma mín. Ég kveð þig með bænarorðum sem þú kenndir litlum telpuhnokka í rúminu sínu á Ytri-Vík endur fyrir löngu og bið góð- an Guð að gæta þín. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín Svandís. Einn þungbúinn haustdag kveður gömul kona þennan heim, það er jú lífsins gangur. En við sem þekktum hana vitum að með henni hverfur svo margt sem er okkur kært: Faðmlögin og hlýjan, bænirnar og blessunarorðin okkur til handa, skrýtnar sögur og ævintýri sem hún kunni ógrynni af. Það verður ekki lengur spjallað yfir kaffi og kleinum við eldhúsborðið í Ár- túni, engar vinnulúnar hendur sem seilast niður í skúffu eftir nýprjónuð- um ullarsokkum eða vettlingum. Eftir eru ljúfar minningar. Þegar hugurinn hvarflar til ömmu leitar orðið hvunndagshetja á. Þau lífsgildi sem amma hafði að leiðarljósi eru í raun svo ólík þeim gildum sem neyslusamfélag nútímans heldur á loft. Ljóðlínurnar úr kvæði Davíðs Stefánssonar, Konan sem kyndir ofn- inn minn, eiga undarlega vel við þegar litið er yfir farinn veg og starfsævin hennar ömmu er skoðuð. „Hún vinnur verk sín hljóð/ er öllum mönnum góð/ sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð.“ Hennar hlutskipti í lífinu var oft- ar en ekki að hjúkra og þjóna öðrum og árum saman var hún bundin í báða skó yfir sjúklingum. „Sumir eiga drauma og sumir eiga þrár…“ Hún krafðist einskis fyrir sjálfa sig og öll hennar fullorðinsár höfðu aðrir for- gang, aldrei heyrðum við hana þó kvarta yfir hlutskipti sínu. Lífið hafði lagt henni þetta á herðar og þau verk- efni leysti hún eins og önnur sem hún tók að sér, af alúð og trúmennsku. Konur eins og amma voru á við marg- ar stofnanir nútímans. Heimili þeirra voru leikskólar, elliheimili, sjúkrahús og lítil framleiðslufyrirtæki. Þessi störf voru ekki metin til launa og oft ekki að verðleikum. Þrátt fyrir erfitt líf á stundum átti amma létta lund. Hún sankaði að sér skondnum tilsvörum, vísum og skemmtisögum af samferðamönnum sem hún lét gjarnan flakka á góðum stundum. Það sem einkenndi hana umfram allt var umhyggja fyrir öllu sem vex og dafnar. Þannig hlúði hún að gróðrinum í kringum sig ekki síður en fólkinu sínu. Hennar kynslóð er óð- um að hverfa og með henni innsýn í veröld sem var. Vitneskjan um nægju- semi og æðruleysi þessa fólks sem bjó okkur þau lífskjör sem þykja svo sjálf- sögð í dag hlýtur að gera okkur að betri manneskjum. GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.